Árvakur - 06.02.1914, Page 4

Árvakur - 06.02.1914, Page 4
42 ÁK VA K U R r Reykjavíkur, er gildir frá 1. júlí 1914 til 30. júlí 1915, liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarþingsstofunni dagana 1. til 16. febr þ. á. frá dagmálum til miðaftans, hvern virkan dag. Kærur yfir kjörskránni sendist borgarstjóra fyrir 24. febrúar þ. á. — Borgarstjóri Reykjavíkur 31. jan. 1914. cRáll Cinarsson. er að kaupa fataefni sín hjá mér. T. d. Ulstera og Frakkaefni með tilheyrandi fóðri frá 19—30 kr. llárfínt efni í Kfóla og Diploinat og Smokin^ etc. frá 44—57 kr. lýtísku Fataefnl afmæld frá 10—40 kr. lflá Jagt-Clup-tau frá 14,50—40 kr. Afutæld viðurKend Dreng|afataefni, 4 álnir, frá kr. 5,90 í fötin. Komið og sfáið. Saumalaun ódýrari nú en áður. Guðm. Sig'urðsson Sími 377. klæðskeri. Laugaveg 10. Innlendar fréttir. Húsbrnni á Húsarík. Tveir menn brenna inni. Aðfaranótt 29. f. m. brann á Húsavík tvílyft hús, er Sunnuhvoll hét. Eigendur að húsinu voru bræður tveir, Friðgeir og Hjálmar Magnússynir, og bjuggu þeir í húsinu. Enfremur bjó þar Óli Kristjánsson smiður, og var hann ekki heima er slysið bar að hönd- um. Kona hans, Hólmfríður Pórarins- dóttir, varð fyrst vör við eldinn, og stóð þá húsið í björtu báli. Hjálmar Magnússon greip barn sem hann átti, og hljóp út með, og svo aðrir er gátu. Einn sonur hans, þriggja ára gamall, varð eftir í eldinum. Fór þá Hjálmar inn aftur, að bjarga barninu. En kom aldrei aftur, og biðu þeir báðir feðgarn- ir bana í eldinum. Engu varð bjargað úr húsinu, og voru allir munir óvátryggðir. Um upptök eldsins ókunnugt. Lagapróf byrjaði hér við Háskólann 31. f. m., en munnlega prófið verður 14. Febr. Aðeins einn nemandi, Hjörtur Hjartarson, gengur undir prófið. K. F. U. M. hafði foreldramót i dóm- kirkjunni 28 f. m. og var boðið for- eldrum unglinga í félaginu, Gat að lita þar nýbreytni nokkra, er »Væringjar« skrýddir litklæðum gengu undir fána inn i kór, og skipuðu sér þar i fylkingu. Fór svo athöfnin fram á venjulegan hátt, og stjórnuðu félagspiltar að öllu leyti söngnum, er fór prýðisvel fram. Hafnargarðuriun skemdist töluvert i ofveðrinu, nóttina milli 27. og 28. f. m. Skemdist aðallega fremsti hluti hans. Féllu járnbrautarteinarnir niður á nokkru svæði, en sakaði ekkert þann part garðsins, er fullgerður var. Ungliugaráð Suðnriimdæinisins, hélt út- breiðslufund, fyrir unglingaregluna hér í bænum, sunnud. 25. f. m. — fyrir hús- fylli. Rræður fluttu síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, og stórgæslum. ung- templara, en söngflokkur unglingaregl- unnar söng ekki færri en 9 lög, undir stjórn Hallgr. Porsteinssonar organista. Var mjög vel látið yfir fundi þessum. Jónatau Þorsteinsson kaupm. fór ný- verið til Eyrarbakka á fund bænda, sem eru að hugsa um að kaupa bifreið til vöruflutninga austur um sveitir. Mun vera í ráði að hafa eina eða fleiri vöru- flutningabifreiðar i förum í sumar. Stormnr mikill geysaði í Stykkishólmi 2. Febr. Hafskipabryggjan þar skemdis mikið, — skaðinn metinn um 1000 kr. Sterling lá við bryggjuna, en varð að fara þaðan. — Pilskipið Ilaraldur, eign Tangsverslunar, var nær slitnað upp. (Morgunbl.) Umdæinisstiikufnudnr var haldinn í Hafnaríirði á sunnudaginn. Var meðal annars rætt um útbreiðslusjóðinn, af- stöðu K. F. U. M. til reglunnar og undir- búning undir liástúkuþingið sem haldast á í sumar. Til hástúkufarar voru kosnir þeir cand. theol. S. Á. Gíslason og Pétur Zóphóniasson. Slys. 3. þ. m. fór héðan vélarbátur, sem Matthías útgerðarm. Pórðarson á, og ætlaði hann til Sandgerðis, en hrepti ofsarok. Vélameistarinn á bátnum, Jónas Benónýsson, féll fyrir borð og druknaði. — Báturinn komst til Hafnarfjarðar við illan leik. Hr. Pétnr Zóphóníassou hefir samkv. beiðni verið veitt lausn frá starfi hans við blaðið. Ársfuudnr Fiskifélags íslands var hald- inn 3. Febr. s. 1. í húsi K. F. U. M. Forseti, Matthías Pórðarson útvegsbóndi, skýrði frá slörfum stjórnarinnar. Mörg mál voru á dagskrá, þar á með- al að Alþingi gæfi út »lög um hlutafé- lög« og kaus fundurinn nefnd til að undirbúa það mál: Jón Olafsson alþm., Lárus H. Bjarnason próf., Gísla Sveins- son lögfræðing, Björn Sigurðsson banka- stjóra og Magnús Sigurðsson lögfr. Um 70 manns sátu fundinn, hann stóð til kl. 1 V» um nóttina. í fyrradag réru til fiskjar i Vestmann- eyjum fimm menn á stórum vélbát. Stormur skall snögglega á, fylti bátinn, og mennirnir drukknuðu allir. Allir voru mennirnir ókvongaðir — nema einn, Sigurður Jónsson, sem lætur eftir sig ekkju með 4 ungum börnum. Landsstjórniii, fyrir hönd landssjóðs, hefir ákveðið að kaupa hluti í Eimskipa- félagi íslands fyrir 400,000 krónur. Nánar í næsta blaði. í* j óðreisn heldur fund í Góðtemplarahúsinu Laugardaginn 7. Febr. kl. 8V2 e. m. Adjunkt Þorl. II. Bjarnason talar um kjör verkamanna. Áhrifamikil skáldsaga liefst í ncvsta blaði »Árvakurs«. Sagan lýsir jafn átakanlega ofurmagni ástar og ódauðlegri trygð sem úrvinda af- brýðisserni og óbotnandi undirferli. Sagan birtist á þann hátt, að klippa má hana neðan af blaðinu og binda síðan, enda þess verð, að haldið sé saman. Ijvar er best að auglýsa? í ITöstvKlag-s-blaðinu. Af hverju? Af því að næstu daga á eftir hetir almenningur, er tekur kaup sitt á Laugardögum, helst peningaráð, enda gera menn sér helst dagamun um helgar. Prentsmiðjan Gutenberg. 49 leýnifund með forsetum þingsins og deildunum til skrafs og ráðagerða um hverju fram skyldi fara. 6. Júní sendi stjórnin konungi bréf þess efnis, að það væri brýn skylda konungs að skipa stjórn í landinu samkvæmt grundvallarlögum og þingræðisvenju, og úr því að kon- ungur treystist ekki til að fullnægja þeirri skyldu sinni, þá væri kon- ungsvaldið hér með úr sögunni að því er Noreg snerti.— Daginn eftir, 7. Júni, var haldinn þingfundur. Áheyrendasætin voru troðfull, en þó var dauðaþögn í þingsalnum. — Michelsen stóð þá upp og skýrði frá því sem gerst hafði, og að ráðu- neytið legði niður völdin. Þá stóð upp þingforsetinn og kom fram með tillögu í þá átt, að ráðuneytinu skyldi falin stjórn ríkisins að fullu og öllu um stundar sakir, og var það samþykt umræðulaust í e. hlj. Þvi næst var samþykt ávarp til konungs, er lýsti yíir þvi sem gerst hafði, og jafnframt lálin sú ósk i 50 ljósi, að konungur téti það eftir að sænskur prins gæfi kost á sér til konungstignar i Noregi. Höfðu margir að vísu skömm á þessu til- boði, en Michelsen gerði það að ó- frávíkjanlegu skilyrði af sinni hálfu, og er auðskilið, hvað honum hefir gengið til þess. Það var gert til að vinna samúð erlendra þjóðhöfðingja, og sýna fram á, að þetta væri ekki sprottið af neinum óstjórnar- eða uppreistaranda eða óvild til kon- ungsættarinnar sænsku, heldur af hreinni nauðsyn, og hafði þetta til- ætluð áhrif út á við, en balt um leið óþægilega fyrir munninn á lýð- veldissinnum í Noregi, eins og seinna kom fram. Ávarpið var sam- þykt með 112 atkv. gegn 5. Að því búnu ávarpaði forseti þingið nokkr- um orðum, og var siðan fundi slitið. Hafði hann staðið i einar 25 mín- útur; svo var all rækilega undirbúið. En blöð og símskeyti sendu þessi tíðindi þegar í stað út um viða veröld. 51 Öskar konungur var bæði hyggur og reiður við þessar aðfarir allar og mótmælti gerðum þingsins, en það hafði eins og nærri má geta litið upp á sig. Ríkisþinginu sænska var stefnt saman og var um stund æsing mikil og gremja þar í landi og ekki annað sýnna en til hern- aðar drægi. En það var hvort- tveggja, að Svíar voru með öllu ó- viðbúnir, enda mun sendiherra Englendinga fastlega hafa ráðið þeim frá hernaði. Konungur og stjórn voru líka eindregið á því að beita ekki vopnum. En til þess að láta það líta svo út, sem Svíar hefðu þó eitthvað að segja í þessu máli, gerðu þeir það að skilyrði fyrir sambandsslitasamþykt af sinni hálfu, að málinu væri skotið undir þjóðar- atkvæði í Noregi, og samningar gerðir um ýms önnur atriði. Fór sú alkvæðagreiðsla frain 13. Ágúst með þeim úrslilum, að 368,208 greiddu atkvæði með skilnaði, en einir 184 á móti, svo ekki var að 52 efa hvar þjóðin stóð. Öðrum atrið- um var lokið með samningum í Karlslad 23. Sept., en svo hjó þar nærri friðslitum um eitt skeið, að Lövland, utanríkisráðherra Norð- manna, stóð með úrið í hendinni til að setja nákvæmlega á sig augna- blikið, þegar alt rofnaði og úrslitin yrðu kveðin upp á vopnaþingi, en til þess kom þó aldrei, sem betur fór. Sviar sáu sér ekki annað fært en að samþykkja skilnaðinn og var þá engin viðstaða á að fá viður- kenningu annara ríkja. Þetta er þá i stultu máli sagan um sambandsdeilu og sambandsslit Svía og Norðmanna, og gefur hún að vísu lil- cfni til ýmsra hugleiðinga, en hér skal cigi farið neitt frekar út í þá sálma, enda er það óþarfi. Hún rifjar að minsta kosti upp fyrir oss þann óyggjandi sannleika, þótt cigi væri annað, að sainbúð tveggja þjóða verður að byggjasl á satntið, ef vcl á að vera, og að ekkert vinst að marki í deilum við erlenda þjóð fijr en allir stjórnmálaflokkar hallast þar á eina sveif, hvað sem öðru líður.

x

Árvakur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árvakur
https://timarit.is/publication/164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.