Alþýðublaðið - 09.03.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.03.1963, Blaðsíða 15
Leyndardómstull skáldsaga eltir Hugh Pentecost Þau hnýttu snúru í sitt hvorn enda strauborðsins og bundu með stórum hnút yfir því miðju. Síðan var snúran þrsedd gegnum krókinn. Laureen stakk upp á að bera sápu á snúruna, svo að hún rynni betur. Þau hlóðu brettið varlega og settu katlana tvo með grjótinu á sitt hvorn enda. Það voru þrjú gamaldags straujárn í eldhúsinu, og þau voru sett á miðjuna. Þetta hlaut allt sam an að vega sjötíu eða áttatíu pund. Jeff stóð beint undir króknum og dró snúruna var- lega, og straubrettið lyftist hægt til lofts með byrði sína. Það náði yfir alla breidd dyranna, svo að það var sama hvar Mark stóð, er hann kom inn, hann hlyti að verða fyrir því, ef því væri sleppt á réttu augnabliki. Svo kom helzta vandamálið. Það var hægt að draga borðið upp yfir efri brún dyranna, svo að Mark sæi það ekki, þegar hann kæmi ir.n. En einhvern veg inn varð snúran aS liggja yfir herbergið að túmi Pauls, svo að hann gæti stjórnað henni. Það mundi Mark sjá, og allt færi út um þúfur. Þetta var erfitt viðfangs. Ef þau þræddu snúruna gegnum fleiri króka yf: • lofiið og svo nið ur í horninu hjá höfðalagi rúms- ins, væri því stefnt í voða, að liægt væri að sleppa því í ná- kvæmlega réttum tfma. „Bara að bað væri einhver leið til að leyna henni“, sagði Laureen, og það var vottur af móðursýki í röddiimi. Tíminn leið. Paul ýtti sér upp á olnbogana. „Ég held, að Laureen hafi kann ski bitt á það“, sagði hann. „Hvemig?“ spurðu öll i kór. „Mark hefur ekki séð mig síð an hann skaut mig í fæturna í gærkvöldi", sagði Paul. „Hann veit ekki, hvað læknirinn gerði til að búa um mig. Hafið þið nokkura tíma séð fólk með brotna fætur á spítala? Það er lengst af látlð liggja með 'fæt- urna upp í loft, haldið uppi með snúrum og talíum úr loftinu". „Guð minn góður!“ sagði Jeff. „Ef þið hengduð nú fætuma á mér upp með nógu af snúrum, sem lægju þvers og kruss‘„ sagði Paul. „Þá væri snúran úr strau borðinu bara ein snúra af mörg um. Hann mundi stanza í' dyra- gættinni, sjá mig með fæturna upp í loft og fasta þar, og jafn vel þó að hann sæi snúruna bundna í gildruna, mundi hann aðeins halda, að hún væri hluti af heila klabbinu". .„Gætirðu þolað sársaukann?" spurði Jeff. „Já“, sagði Paul harðneskju- lega. „Ég gæti þolað hvað sem væri til að losna héðan". „Við skulum nú vera prakt- ísk“, sagði Jeff. „Það er. sama hve hugaður þú ert, Paul þú get ur aðeins þolað ákveðið magn af sársauka." Paul vætti varirnar. „Reynið það“, sagði hann. „Búið þetta út núna og við skulum sjá hve mik ið ég þoli.“ „Þú gætir þolað það einu sinni, en ekkl tvisvar", sagði Jeff. „Sjáðu til. Við getum ekki látið draslið hanga hér. Mark kynni að finna einhverja ástæðu til að koma inn, á meðan við er t»m ekki tllbúin. Ég held, að við œttum að setja gildruna upp núna, bætta öllu, og bjóða Mark inn“. „Þú lofaðir Jonny að bíða, þar til hann gæfi leyfi", sagði Fern. „Hann skilur ekki erfiðleik- ana“, sagði George. „Ég er nokkum veginn viss um, að hann mundi samþykkja þetta, ef hann skyldi, að við getum aðeins gert þetta einu sinni — og það núna, á meðan allt er í lagl.“ Jeff leit upp til strauborðsins og fargsins, sem á því hvildi, og hann hélt ennþá hangandi. „Þetta verkar áreiðanlega rétt“, sagði hann. „Það hlýtur að gera það. Eftir hverju erum við að biða. Við skulum ganga frá fótum Pauls og láta til skarar skrlða." „Ég er með því“, sagði Nicky. „Sjáið þið til“, sagði Paul, „ég Verð að komast héðan. Það get- ur munað klukkustund, hvort ég — ég hef fætur til að ganga á eða ekki.“ „Þetta nægir mér“, sagði George. „Ef læknirinn vissi að- eins af því, sem við erum búin að setja upp héma, héld ég að hann væri sammála.“ „Ég er á móti þvf“, sagði Fern, „en ég býst við, að bezt sé að ég-fái mér sjúss og gleyml þessu. Ég sé, að þið emð öll á- kveðin." Kay dró djúpt og ákveðið and ann. „Ég vil ljúka þessu aT' sagði hún hásri röddu. „Hvað um þig, Laureen?" Laureen var að horfa á brett- ið með fargi sínu. Ég býst við þvi“, sagði hún. „Já. ég býst við því“. m. „Þú fórst ekki að veiða", sagðí Mark. „Nei“, sagði Dr. Smith. Hann sat á bátnum um tíu metra frá Mark. Mark sat á bekknum á enda bryggjunnar með vélbyss- una á hnjánum. Þaðan gat hann snúið að lækninum og jafnframt haft gát á húsinu. Sól in var heit og hátt á lofti. Læknirinn skoðaði vandlega viðkvæmt og varaþunnt andlit Marks Douglas. Hann fann til samúðar með þessum manni, sem alls ekki var svo hlutlaus sem skyldi. Mark hafði verið hrakinn inn í þetta af aðstæðum, sem hann hafðl völd yfir. Það, sem hann hafði gert út af þeim, var rangt, og þó skiljanlegt. Lækn- irinn gerði sér grein fyrir því, að hann hafði eins miklar áhyggj ur af Mark eins og sínu eigin ör yggi. Þar sem hann sat þama í heitri síðdegissólinni, greip hann sig í að vera að breyta gildi aðstæðnanna. Allt frá byrj un hafði Mark verið ógnunin; Mark var sá brjálaði, sá, sem hafði í huga að myrða. En inni í húsinu var raunverulegur morðingi, sem hafði kvalið Mark svo að örvæntingin greiþ hann. Það var Mark, sem þurfti að bjarga, ekki fólkinu inn í hús- inu. Þar inni voru þau að leggja gildur fyrir Mark, og ef þeim tækist það, yrði hann dreginn burtu -sem fangi. Hið melódrama tíska við allt málið mundi gera yfirvöldunum auðvelt að skella allri skuldinni á hann. Þau Sýrland.... Framh. af 3. síðu Vegna ferils síns í leynilögregl- unni hefði Serraj ofursti heldur aldrei getað orðið vinsæll. Nasser hafði gert Serraj að varaforseta, en hann hafði lítið að gera í því embætti, og réði Amer marskálk- ur, hægri hönd Nassers, mestu í Sýrlandi. Serraj var ank þess yf- irmaður sýrlenzku leynilögregl- unnar. Seinna handtók nýja stjómin hann, en orðrómur var á kreiki um það í fyrravor, að hann hefði flúið til Egyptalands. ★ Samskipti Sýrlendinga og Egypta voru stirð allt frá stofnun sambandsríkisins 1958, enda greindi þá á um margt. Mjög baga legt var, að aðeins var hægt að fara á milli landanna á sjó eða í lofti vegna þess að ísrael, sem er löndunum fjandsamleg, aðskil- ur þau. ★ Sýrland var hhttfallslega auð- ugra land. Miðstéttimar voru mun öflugri en miðstéttiraar í Egyptalandi og óttuðust að lífs- kjör þeirra mundu versna. Mikil ólga var vegna strangra innflutn- ings og gjaldeyristakmarkana og þjóðnýtingaaðgerðanna frá júlí 1961. ★ í stjómmálalegu tilliti varð þróunin sú, að stjórnmál í Sýr- landi færðist æ meir til valdhaf- anna í Kaíró, þótt 'sýrlenzkir stjómmálamenn hefðu sagt við stofnun sambandsríkisins, að áður en eitt ár væri liðið mundu þeir öllu ráða í lýðveldinu. ★ Viðburðarík saga. SÝRLENDIN GAR hafa sjaldan notið sjálfsstjórnar í langri sögu sinni. Lega landsins hefur verið þeim bölvun eða blessun frá örófi alda. Landið er nokkurs konar „brú”, sem tengir Asíu, Afríku og Evrópu. Sýrlenzkir kaupmenn hafa ætíð séð um verzlunina, sem fer yfir land þeirra. Innflytjend- ur hafa fylgt kaupmannalestun- um til Sýrlands. Um aldaraðir hef ur þjóðin búið við auðlegð og ný- stárlega menningarstrauma. Hug- myndir og trúarbrögð hafa auðg að landið. En hernaðarleg mikilvæg lega landsins og blómipgur landbún- aður hafa oft freistað annarra rlkja. Landvinnimramenn hafa lagt landið undir sig næstum því óslitið. Egyntar, Assvríumenn Babvlónar, Pevsar. GHkkir, Róm- veriar, Mongói?r nn krístnir kross 58 á vegum Norræna íélagsins í VETUR stunda 58 íslenékir ungling£ir nám á Norðurlönctum, fyrst og fremst á lýðháskólum, fyrir milligöngu Norræna félags* ins. í Danmörku eru 14 nemendur, 2 í Finnlandi, 20 í Noregi og 22 f Svíþjóð. Því nær allir nemendum ir njóta styrkjar til námsdvalar- innar. Norræna félagið hefur eins og undanfarin ár, milligöngu ;tim skólavist á norrænum lýðhásMól- um á næsta skólaári og bafa' 6« venjumargar umsóknir og fyéir- epurnir þegar borizt. '* Umsóknir um skólavist næfeta vetur skulu hafa borizt Norradna félaginu Box 912, Reykjavík, fyirlx 1. maí n. k. og skal fylgja þeim afrit af prófskírteini, upplýsingar um aldur, fæðingardag og ár (en umsækjendur mega eigi vera yngri en 17 ára, helzt a. m k. '18 ára), meðmæli skólastjóra, kenn- ara eða atvinnuveitenda og gjam an einnig upplýsingar um stöírf, Æskilegt er ennfremur, að teMiS sé fram, í hverju landanna heizt sé óskað eftir skólavist, en aiik þess fylgi ósk til vara. ' V.Í. OPNAR ÚTIBÚ í KEFLAVÍK i < ■ x i V t h.f. VERZLUNARBANKI Islands mun opna útibú í Keflavík í laugardaginn 9. marz. Verður bank inn til húsa að Hafnargötu 31. Bankaráð Verzlunarbankans sam þykkti á s.l. sumri að stofnsetja útibú í Keflavík, og var það gert í samræmi við óskir fjölmargra viðskiptamanna bankans á Suður- nesjum, aðallega í Keflavík og há- grenni. * Útibú Verzlunarbankans í Kefla vík mun annast alla innlenda bankastarfsemi. Bjöm Eiríksson hefur verið ráð inn bankastjóri Verzlunarbankíiús í Keflavík. Hann hefur undanfáL- in ár starfað sem fulltrúi í Verfl- unarbankanum í Reykjavík. verðijr Afgreiðslutími bankans farar ’hafa h'nft hJuta af sWlandi alla virka daga kl' 10—12>30> 14-~ eða landið aUt á vpidi s(nu. Enn má siá rústir af viVVtnrn krossfar- anna í sveitum landsins. Árið 1516 lavði Saijm grimmi Svrland undir <?em stjórn- uðu landinu til 19ig begar Bretar og Arabar hertóku hað, Svrland bió við franska umboðsstjórn milli heimssfyrialdanna og öðlað- ’st algert s.iáifstæ'*1 19*5. Margar hvltingar hafa orðið sHárnum Sýr lands að falli s(«an 1945. Að lokum gekk S<T-land í Arabíska sambandslýðveldið í febrúar 1958. Smyglmál.... Frh. af 16. síðu. málsskjöl áðnr en dómur féll. Dóm nrinn sjálfur era 43 vélritaðar foliosiður. Einn þeirra manna, sem ákærð- nr var, var sýknaðnr, en annar hinna dæmdur í 80 þúsund króna sekt, eu vömrnar gerðar upptæk- ar hjá þriðja aðilannm. 16 og 18—19 fyrir spjarisjóðs- ?? hlaupareiknmgsviðskipti, laugar- daga kl. 10—12,30. BJÖRN EIRÍKSSON ALÞÝÐUBLAÐffi - 9. marz 1963 15 c r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.