Baldur


Baldur - 12.01.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 12.01.1903, Blaðsíða 2
2 EALDUR, 12. JANÖAR 19O3. BALDUR ergefinn út áGIMLI, Manitoba. Kemur út cinu sinni f viku. Kostar $1 um árið. Rorgist fyrirfram. 'Útgcfendur : Nokkrir Ní-Íslkndixuar. Rítðsmaður : G. THORSTEINSSON. Prcntari : JdHANNES VlGFÖSSON. L’tanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. í V«ið á amáum auglýíingum er 25 cents j fyrir þ imlung dá kalengcUr. Afeláttur er gefiun á stœrri auglý ánirum, sem birtast í blaðlnu yfir lengri t í na. V ðvíkjandij s'iíum afs.'ætti, og öð um fjá-máium bi ð«. ios, eru nuoa bið íir að a>.ú t sjer að iáð > - manninum. MÁNUDAGINX, 12. JAN. I9O3. Til Ný-fslendinga. Jcg ætla að nota tækifoerið sem mjer gcfst mcð útkomu hins nýja blaðs, að tjá Gimlisvcitarbfium mitt alúðarþakklæti fyrir að sýna mjcr þá vclvild og tiltrú, að hafa kosið mig til oddvita í sveit sinni þctta ár. . . I Ekki svo að skilja að jeg álfti 1 svo mikið happ fyrir mig að veraj kominn f þá stöðu, langt frá, hcld- I ur hitt, að njóta og sjá vott um j tiltrú yðar og góðvild, kæru Ný- i Islendingar, og að eiga cnn ofur- lfcið ftak f hjörtum yðar, þar sem hið bezta, er við allir þráum og viljum, fær yfirhönd og mœtist, , með einlægum tilgang um að í vinna að öllu sannarlega gagnlegu og góðu, en smámunum og smá- ágreiningi er byggt út. Jeg væri óhrcinskilinn, ef jeg ekki fúslega viðurkenndi vanmátt minn að geta látið þakklæti mitt sjást f verkinu, en vilja og löngun hefi jeg til þess, að vinna í þessari þjó'.iustu yðar eftir þvf scm jeg hcfi bezt vit á, og kraftar og kring- umstceður til framkvæmda leyfa. Það er einlægnr ásetningur minn, að vinná hlutdrœgnhilaunt í þessari stöðu, sem þjcr hafið trú- að mjer fyrir, en af þvf leiðir, að enginn má vœnta sjerstakra hlunn- inda, fr.am yfir það sem sanngjarnt er, miðað við velfcrð og hagsmuni hcildarinnar. Jeg veit að þjer allir .viljið vinna með mjer að þvf takniárki, svo að sanngirni og jöfnuður ráði í með- ferð allra vorra sveitarmálefna. Um framkvæmdir f verklegu j tilliti, svo sem vegabœtur og þess háttar, er þýðingarlítið að tala. Þó þíirfin á vcgabótum sje afarmikil, þá eru úrræðin og framkvæmdin! takmörkuð af gctu og vilja gjald- j endanna, svo það er ciginlega hag- j anleg meðfcrð sem svcitarráðið hafir vald á, og jeg þori hiklaust að halda þvf fram, að svcitarstjórn- ina skortir ekki góðan vilja f þvf sem öðru, en hvernig henni ferst að útfœra sinn góða vilja, er ætíð opið fyrir dómum yðar, cn hún vonast eftir og á heimting á að sanngirni sje bcitt f dómum al- mennings, ekki síður en heimtað cr af hvcrjum öðrum dómstól. Mcð stofnun hins nýja blaðs j gefst yður kostur á, að kynnast j gjörðum sveitarstjórnarinnar, þvf það mun flytja ágrip af öllurrt fund- argjörðum hennar. Sömuleiðis værð- ur það opið fyrir öllum kurteisum aðfinninguin og leiðbeiningum til sveitarstjórnarinnar. Jeg veit mjerj er óhætt að Iýsa yfir þvf f nafni; sveitarstjórnarinnar, að henni eru j kærkomnar allar vinsamlegar bend- j ingar, scm miða til bctri úrslita! mála þcirra cr hún hefir með hönd- j um, og scm miða til góðrar sam- ; vinnu milli hennar og gjaldcnd- : anna, og sjcrstaklega vil jcg mæl- ast til þess, að gjaidcndur hlffist ckki við að láta henni f ljós hvað þcir vilja láta hana gera, hver ný j mál hún skuli taka upp og hver ekki. En flcst ný mál, eða spor stigin ! I á nýja braut, éru þess cðlis, að j nauðsynlegt er að vita vilja gjald- j enda almennt, áður alvarleg á- j kvæð icru tekin. Það er þvf nauð- synlegt, að sveitarstjórninni sje [ tilkynnt það brjeflega, sem fólkið ! vill láta hana gjöra, með nógum j undirskriftum sem trygging þess, j að þai sjc nógu almcnnur vilji j gjaldendanna t:I þess að byggja úr- j slit málsins á. Að yður býðst nú nýtt blað, Gimlisveitarbúar, sem gefið cr út f sveit yðar, og ætlast cr til að meðhöndli fyrst og frcmst málefni yðar, það stendur í nánu sambandi við kosning mína sem oddvita. Ekki svo að skilja að það sje orðið til á vanalcga pólitiskum grundvelli, til þcss, að halda hlffi- skildi fyrir vissan flokk manna, og nfða niður annan flokk mann- kynsins og leggja allt út á vcrsta vcg fyrir honum, en hœla sjer og sfnum flokk að sama skapi upp á kostnað mannorðs og álits ná- ungar.s. Það er mcð öðrum orðum ekki tilgangurinn með blað þetta, að vcrja sveitarstjórnina, og ekki heldur að hamra frarn skoðanir hcnnar, heldur að brúa mcð því djúp það, scm stundum hefir verið milli gjaldenda og stjórnarinnar, að koma meiri samvinnu á milli þessara tveggja mannfjelagsliða, svo þeir skilji báðir, að þeir eru ekki, eiga ekki að vera, og geta ckki verið tveir aðskildir liðir, hcldur það, að sveitarstjórnin er cinungis hugsun, vilji og fram- kvæmd fjöldans, samandregið á einn miðdcpil, þar sem hægra cr að bcita kröftunum, hcldur cn mcðan þeir cru á dreifingu meðal j fjöldans. Jcg vonast þvf eftir, að þjcr, kæru sveitungar mínir, virðið þcssa viðleitni útgefenda blaðsins Baldurs sem vcrt er, og styðjið blaðið vel mcð þvf að kaupa það, og á annan hátt scm yður cr unnt. Gleðilegt nýár! Yðar í einlægni G. ThovsteinxHon. Fyrsta atkvæðið. Meira en heil milljón ungra manna greiða fyrsta atkvæðið á æfi sinni við hverjar forsetakosningar í Bandarfkjunum. Ilvcr slfk kosn- ing er fyrsta sporið, sem allur sá mannfjöldi stfgur þjóð sinni til gagns eða tjóns. Eins og fyrsti kossinn getur verið upphafið að æfilangri farsæld eða ófarsæld sjálfs þfn, svo gctur fyrsta atkvæðið orð- 'ð upphaf að varanlegri gæfu eða ógæfu þjóðar þinnar. Vanafcstan er svo sterk f he’minum, að mönn- um hættir ckki einungis við þvf, að renna eins og sauðir sfna götía frá tvftugu til áttrceðis aldurs, heldur ræður oft vanafestan lögum og lofum frá kyni til kyas. Að sönnu eru allt af til fleiri eða færri, sem hafa djörfung til þess, að ryðja nýjar brautir, og fyrir þeirra að- gjörðir er allt af um einhverjar framfarir að rœða; en slfkir menn eru undantekning. Flcstir eru sjcrvcldismenn en ckki samveldis- mcnn, auðvcldismcnn cn ekki Iýð- vcldismenn, vegna þcss að feður þcirra og frændur hafa vcrið það. Ættrœkni, fastheldni, trúmennska, metnaður og ágirnd er oft og tfð- um sameiginlega þess valdandi, að unglingurinn greiðir atkvæði sitt f fyrsta skifti með sfnum flokki fremur cn öðrum. Það er sárt ti! þess að vita hversu fá ungmenni hafa sjálfstæðar skoðanir á veifcrð- armálum þcss þjóðfjelags, sem þeir eru meðlimir f. Fjöldinn breytir samkvæmt þvf, sem fácinir menn búa f pottinn fyrir hann, og af þvf cr sprottin «>11 sú ógæfa, sein fram kemur í stjórnmálum hvcrrar þjöiðar. Ungi maður. Hugsaðu sjálfur, og greiddu atkvæði samkvæmt þinni eigin sannfæringu. Rcyndu að hafa sem vfðtækast útsýni sjálf- ur, og hagaðu svo þinni breytni samkvæmt þinit viti, en ckki sam- kvæmt einhvers anrtars manns viti. Minnstu þcss að cnginn flokkur getur staðið á hærra sið- fcrðisstigi, heldur en þeir menrt, scm skipa þann flpkk. Gefðu þvf æfinlcga góðum drengjum atkvæði þitt. Óráðvandir eða illa hæfir menn eiga aldrei nokkurt embætti skilið. Ef sá flokkur manna, sem þú vanalcga fylgir að málum, hefir þcss kyns mann á boðstólum, þá refsaðu flokknum með þvf að veita ekki þeiin manni fylgi þitt. Það cr eina ráðið til þess, að vcnja flokksbrœður þfna af þvf/ að gjöra þjer og öðrum minnkun mcð illa völdum lciðtogum. (Lauslega þýtt). Tveir af stjórnendum Norður- álfunnar bragða aldrei vín. Það er kvennmaðurinn, scm ræður fyr- ir Höilendingum, og Múhameds- trúarmaðurinn, sem ræður rfkjum f tyrkncska veldinu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.