Baldur


Baldur - 19.01.1903, Blaðsíða 3

Baldur - 19.01.1903, Blaðsíða 3
BALDUR, ig. JANT5AR 19O3. 3 Til bœnda um búskap. Eftir ROBERT G. INGERSOLL. (l'ramhald). FramvEGIS þurfa bœndurnir að hafa það hugfast að leggja rœkt við stöðu sfna, og koma henni í það horf að hún geti verið skyn- sömu f(5lki samboðin. Sveitalífið þarf að gjörast svo aðiaðandi að uppvaxandi kynslóðin geti tekið alúðlegri tryggð við það. Það þarf að bœta þa'gindum borgar- innar við fegurð náttúrunnar. Mcnn mega til með að reyna, að gjöra mannfjelagssamneyti borg- anna mögulegt úti í s'veitunum. Hingað til hcfir verið langt of mikill skortur á þvf að þetta hafi verið gj'irt. Bœndafólkið hefir átt of mikinn þátt í því að vera <5- mannblendið, og sveitaheimilin hafa verið leiðinleg, svo ungling- arnir hafa ekki getað unað við þau, Fjármunir bóndans hafa gengið fjarska mikið í súginn, sakir van- h.irðingar, og bóndinn hefir enga a!úð iagt við lífsstöðu sína. Allt þetta vcrður mcð tfmanum að brcytast til batnaðar, og þá vcrdur bóndastaðan eftirsóknarverðari cn nokkur önnur staða. Það stendur cnginn bóndi sig við það, að rœkta mafs, hafra eða hey til sölu> Hann á að selja hesta, en ekki hafra; naut, svfn, og sauði, cn ékki liey cða mafs. Harm ætti að vernda allan þann ágóða, sem fáanicgur er úr hans cigin fram- leiðslu. Meðan bœndurnir í mið- biki Norður-Amcrfku senda hafr- ana sfna og mafsinn úr landi, á meðan verða þcir fátœkir, — á meðan verða löndin og búin þeirra veðsett ábyrgðarfjclögunum og bönkunum austurfrá, — á meðan verður fyrirhöfnin þeirra hlutskifti, og arðurinn annara hlutskifti — á meðan vex fátækt þeirra og auður annara, — á meðan heppnast á- gjarnri slœgvizku að klófesta og gleypa ávöxtinn af ráðvandri starf- semi. Þegar vestanbœndurnir fara að senda kjöt og flcsk úr landi f staðinn fyrir kornið sitt, — Þegar þeir hætta að gjalda austurstrðnd- inni óverðskuldaða skatta, — þá vorða þeirra hjeruð œskilegasti bú- staðurinn f víðri veröld. « Annað atriði. Það er jafnódýrt að ala upp gott gripakyn eins og Ijelegt. Ódöngunarskepnur þurfa fullt svo mikið fóður sem hinar. Ef þú hefir ekki efni á að kaupa þjer „hreint kyn,“ þá komdu fyrir þig rœktuðu kyni. Með rœktuðu kyni á jeg við þær skepnur, sem lið fram af lið eru látnar hafa nóg fóður, og góða hirðingu. Þeir sem fara vel með skepnur sfnar, og fóðra þær eftir þvf, sem þær geta á móti tekið, þeir hafa bœttar skepn- ur f búi sfnu eftir skamman tfma. Það, sem kallað er „hreint kyn,“ hcfir alltaf verið svona framleitt. Það er fullt eins auðvelt að ala upp góðar skepnur eins og góðar mann- eskjur. Ef þú ætlar þjer að ala upp góðan pilt, þá vcrðurðu að gefa honum nóg að borða og hœfilega umönnun. Með þeim hætti, aðeins mcð þcim hætti er mögulegt að framlciða góðar skcpnur eða gott fólk. Svo er eitt enn. Þú verður að prýða bústaöinn þinn. Jcg man svo langt, að það var ekki f ,,móð,“ að vera að gróðursetja trje eða berjarunna kringum bœndabýlin. Þegar gest bar að gavði úti f sveit- inni, þá var ekki mikið um blóm- reitina til þess að gleðja augað, eða mörg ávaxíatrjen til þess að hampa framan í mann fegurð sinni. Þar á móti þustu á móti manni át yfir girðingarnar nokkrir mó- rauðir hundar, eins og villidýr, sem ætluðu að holrífa mann. Það er engin nautn, — enginn arður f slfku Iffi. Það er ekkert Iff. Bœnd- urnir ættu að prýða bústaðina sína, svo þeir verði ástúðlegir og lað- ándi. Það ættu að vera graslendi og skógarbelti, blómreitir og berja- lyngsraðir hvað öðru samfara kring- um sveitaheimilin. Hlutirnir þurfa að vera í rcglu, og hirðumanns- blær á öllu, sem ber fyrir auga að- komumannsins. Það ætti ekki að láta hurðina f garðshliðinu hanga á annari löminni, og heimilið ætti ekki að fara f uppnám yfir þvf-að finna þvottaskálina þótt einhver þyrfti að skola af höndunum á sjer. Það ætti að vera baðhcrbergi f hverju húsi. Það er ckkert til eins hressandi eins og góður þvottur, þegar þú kemur þreyttur og ryk. ugur heim af akrinum. Um fram alta muni, vertu hreinlátur. Það er óþarft að vcra svfn til þcss að geta alið upp svín. Farðu f hrein föt þegar erfiði dagsins ef lokið, og fáðu þjer svo sæti undir trjánum þfnum, þar sem þú getur notið ilmsins af blómunum f kvöldgol- unni, umkringdur af fjölskyldu þinni. Þá kynnistu því, hvað það er, að njóta lífsins eins og — m a ð u r. fGREAT WEST 1 lífsábyrgðarfjelagiÖ $ 4 hefir nú í veltu eftir tíu ára starfsemi $15,000,000.00 Árstekjur fjelagsins af þessum ábyrgð- um eru yfir $500,000.00 Slíkan viðgang hefir ekkcrt lífs- m . " 1 # éh ábyr.íi'ðarfiehm nokkurn tíma liaft. A # ® Winnipeg, 1. jan. 1903. || GLED[EFNI. Gleðiefni er það sannarlega fyrir Ný-íslendinga, að vera búnir að eignast nýtt sveitarblað, og að það skuli færa þeim þann gleðiboð- skap að G. P. Magnússóná Gimli, verzli með íslenzkar bœkur af öllum tegundum. Svo sem: ljóðmæli, fyrirlestra, sögur, söng- bœkur, dagblíið og fl. o. fl. Nýkomnar bœkur í bókaverzlun mfna, eru : Axel f skrautbandi .......................... $°,4° Robinson Krúsóe, þýtt hefir Stgr. Thorsteinsson . 0,50 Litli Barnavinurinn eftir Jón Ólafsson ..... 0,25 Nýja stafrófskverið eftir sama ............... 0,25 Stgr. Thorsteinssonar Ijóðmæli, skrautbundin .... 1,50 Almanak Ól. S. Thorgeirssonar um árið 1903 .... 0,25 Útilegumannasögur Jóns Árnasonar ............. 0,60 Islands Kultur, mcð myndum ................... 1,20 Ljóðmæli Gests Pálssonar ....^.............. 1,25 Ljóðmæli sjera Matthíasar, 1. bindi, bæði f kápu og skraut- bandi, verða væntanlega til í bókaverzlun minni í næstu viku og svo framvegis. — Pantanir með pósti eru skilvíslega afgreiddar undir eins, ef fullnaðarborgun fylgir pöntuninni. Þcir, sem ekki nú þegar hafa fengið bókalista minn, ættu að skrifa eftir honum sem allrafyrst. Gimli, 10. jan. 1903. G. P. Magnósson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.