Baldur


Baldur - 06.07.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 06.07.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 6. JÍLÍ Tf)03. BALDUR ergefinn útáGIMLI, MANITOBA. Kemur 6t cinu sinni f viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-Íslendingar. Ráðsmaður: G. ThoRSTEINSSON. J’rcntari: JöHANNES VlGFtfSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Vetð á imáum eug’ýsÍDRum er 2ó cente fyrir þumlung dá'kelengdar. Afeiáttur er gefinn á etrerri augiýaÍDgum, «em birtaet í blaðinu yfir lengri tíma. Vðvíkjandi slí kum afalætti, og oðrum ljármálum blaði ius, eru menn btðnir að múa ejer að iáðv inanninum. mánudaginn, 6. jtfLí 1903. Umkvörtun. Lað er einn tilfinnanlegur galli á vesturfslcnzku blöðunum eins og mörgum öðrum blöðum. Þau flytja 011 ósköp af svo kölluðum frjettum, en þeim verður það naumast að vegi, að benda á þau tildrög, sem þessi eða hinn atburðurinn stafar frá, eða þær afleiðingar, sem þeir eru líklegir til að valda. Þessi frá- gangur gjörir blöðin miklu öfull- komnari menntunarlindir, heldur en þau mættu vera. Hugsum okkur, að einhver mað- ur væri hneigður fyrir grasafrœði, cn hefði ekki önnur sýnishorn til þess, að athuga, heldur en blöð og kvisjj sem bærust fram eftir einum lækjarfarvegi. Það yrði auðvitað að miklu leyti röng mynd af jurta- gróðri, sem sá maður drœgi upp f huga sfnum, og grasafrœði hans er injög ólfklegt að yrði að nokkru verulegu leyti lfk grasafrœði vfð- sýnna frœðimanna. Alveghiðsama gildir með skilning fólks á þvf, sem manníjelagsfrœði er viðkom- andi. Sá sem er fyrirfram vel að sjer í þeim efnum, hann getur haft talsvert gagn af frjettum hvaðan- æva, þótt þær sje allar f molum, aldeilis eins og lærður grasafrœð- ingur gæti mikið auðgast að þekk- ingu við athugun þess, sern lækj- arstraumurinn bæri til hans. Hinn, sem ekki hefir fyrirfram slíka þekkingu, á mjög erfitt með að gjöra sjer nokkra verulega grein fyrir mannlífinu vfðsvegar um heiminn, þótt hann þjóti yfir hvern dálkinn á fœtur öðrum af óútskýrð- um og óljósum frjettum. Það er ekki ncitt gagn f þvf, að gefa út á prenti skrá yfir öll tákn og stórmerki heimsins, þegar jafn- vel ritstjórinn sjálfur getur ekki aðra skýringu gefið, heldur en þá, að uppfindingamenn heimsins gjöri þctta eða hitt ,,með undrum nokkr- um“. Ekki getur það heldur orðið fjöldanum til verulegrar uppbygg- ingar, að fara vikulega yfir hrak- fallabálk mannkynsins, ef enginn lærdómur er dreginn út af allri þeirri mannkynsreynzlu. * * * Það er sagt, að John Richard Grcen, hinn liprasti og merkasti ; sagnaritari meðal Englendinga, hafi ekki treyst sjcr til þess, að rita óhlutdræga sögu sinnar sam- tfðar. Þegar slíkur maður van- treystir sjálfum sjer til þess, að fara rjett með sannlcikann, þrátt fyrir góðan vilja, þá er ekki að furða þótt ritstjórar, sem kringum- stæðurnar halda í sffelldri stjórn- i mála hringiðu, mcðhöndli misjafn- lega þau málefni, sem þeir eru sjálfir mest bcndlaðir við. Það væri þeim þess vegna ofætIun,að útskýra ' tildrög eða væntanlegar aflciðingar þcirra atburða, sem gjörast heima fyrir. Hitt ætti að vera mögulegt, að færa svo f frásagnir það, sem ber við hjá öðrum þjóðum, að af þvf mætti eitthvað læra. í þvf efni þyrftu blöðin að taka sjer fram. Hlutdrægni þeirra f öllum innlend- um málum er nóg, án þess að hún sje látin ná út yfir allan hnöttinn. * * * Allmikið af frœðimönnum hcims- ins hafa um nokkurn tfmagefið sig tiltölulega meira við náttúruvísind- um, að manninum þar með töld- um sem einni tegund dýranna, heldur en við hinum sjerstifl<u mannvísindum, sem fjalla um at- gjörvi mannsins og hinn margvfs- lega afrakstur þess. Samt er nú óð- fluga að færast að þvf, að mann- lífið verði ekki síður rannsakað með skipulcgum athugunaraðferðum, heldur en náttúran. Við slfkar mannlffsathuganir kemur til greina SAGAN, sem segir frá afrakstri hinna ýmsu hæfilegleika mannanna að undanförnu, og DAGBLöolN, sem fremur öllum fiðrum bók- menntum sýna mannlffið á yfir- standandi tfma. Meðvitund um þetta veldur þvf einmitt, að óhlutvandir ritstjórar láta oft blfið sfn vfsvitandi fara með ósannindi. Þeir vita að l^löðin n ú verða grundvallarrit fyrir sögu sfðar. Þeir Ieitaát þvf við, að reisa sjer og sfnum flokk minnis- varða með lognu lofi ; og til þess, að vera sem'óhultastir um, að lofið fái að skfna á þeim f framtfðinni, leitast þeir við að hlaða svo mikl- um óhróðri á andetœðinga sína, að cngin hœtta geti verið á því, að þcir dragi neitt úr dýrð sinni. Þetta er í alla staði ógöfugt, og þarf að breytast til bóta. Það er cinnig fhugunarvert hver afleiðingin er af ósannsögli f þess- um efnum. Frœðimenn, sem nú gefa sig við þvf, að rannsaka leyf- ar frá fornöld, finna mjög mikinn mun hjá þjóðunum f þcssu tilliti. Assyrfumenn cru til dœmis taldir mjög áreiðanlegir í frásögum sfnum, svo langt sem þeirra þekking náði; en aftur er framúrskarandi erfitt að treysta frás’igum Egypta, vegna hinnar takmarkalausu sjálfhœlni konunganna, sefn stóðu fyrir fram- kvæmdum þeirra. Þann dag f dag eru Egyptar orðlagðir fyrir ósann- sögli sfna. Það situr illa á afkom- endum hinna fornu íslendinga, að taka upp aðferðir Egypta f blaða- mennsku sinni, þvf óvíða mun finn- ast jafn alúðleg viðleitni til þess, að herma rjett það, sem sagt er frá, eins og f ritum hinna fslenzku sagnaritara. Þegar þess er gætt, að þeir rithöfundar voru flestir munkar, sem höfðu allt aðrar mann- lífsskoðanir heldur en söguhetjurn- ar, sem þeir voru að rita um, þá kemur það bezt f ljós hversu fyrir- myndarvert það er, hvernig þeir hafa oftast nær látið hvern mann njóta sannmælis. Fyrir þessa skuld eru hinar ís- lenzku sögur bókmenntalegir gim- steinar fyrir hvern sannan frœði- mann. Ef blaðamenn nú á tfmum láta ósenngirni gagnvart einstökum mönnum og flokkum sffclldlega ráða fyrir pennanum f hendi sjer, þá hljóta ritverk þeirra — þau sem eru svo skýrt fram sctt, að fólk geti skilið hvað um cr að ræða, svo sem innlendar frjettir, — að reyn- ast spillandi fyrir nútfðina, og viii- andi fyrir framtfðina. Hin rit- verkin, mcginið af hinum svo nefndu frjettum frá ('iðrum löndum — hvort hcldur það eru KYNJA- skrár eða hrakfallabAlkar, — verðaaldrei lesandanum að not- um, og gagna að eins ritstjórunum til þess, að fylla vissa þumlunga- tölu í dálkum blaðanna. Menn þurfa að sjá eitthvert samhengi eða einhvern tilgang f því sem blöðin flytja. Það er umkvörtunarefni hversu sáralftið af verulegri mannfjelags- frœðslu er hcegt að fá úr blöðun- um, og bein skylda fyrir hvern mann að ýta undir þá, sem blöðin gefa út, í þessu efni. Fjöldi full- orðinna manna, sem litla frœðslu hafa fengið á œskuárunum, eru komnir upp á blöðin með alla sína þekkingu í landfrœðislegu og mann- frœðislegu tilliti, og þvf er það hið alvarlegasta velferðarspursmál hverrar þjóðar, að blaðamennska hennar sje samvizkusamlega af hendi leyst. Það þætti alveg ó- fyrirgefardegt af skólakennaranum, að afvegaleiða nemendur sfna vfs- vitandi, og hið sama ættu menn að sjá um að gilti gagnvart hvcrjum blaðamanniv | B. B. OLSON, | • SAMNINSARITARI J J OG • • INNKöLLUNARMAðUR. • | GIMLI, MANITOBA. | {♦#»••»(>#>♦>♦>♦#♦■♦>( »4 Læknirinn (við stúlku): „Þetta er að eins Iftilfjörlegt innkuls ; við skulum brátt bœta úr því“. ,,Gifði sje lof“. „Fyrst drekkum við einn bolla af tei, og svo leggjum við okkur fyrir“. Stólkan (óttaslegin): „Við ?“

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.