Baldur


Baldur - 03.08.1903, Síða 4

Baldur - 03.08.1903, Síða 4
4 BALDUR, 3. ÁGtfST 1903. Nýja Island. Áður en það varð hcyrum kunn- ugt að Mr. B. L. Baldwinson yrði sjálfkjörinn þingmaður, svo engar kosningar urðu, hafði sveitarráðið frestað fundi þeim cr það hafði 4- kveðið að eiga með sjer 29. f. m., og hlotið hcfði að koma í bága við kosningarnar. Nú hcfir sveitarráðið ákveðið að næsti fundur sinn skuli vcrða 14. þ. mán., kl. 10 árdegis, hjer á Gimli. Fram að þessum tíma hafa þeir J(5hann Stefánsson frá Sclkirk og Pjctur Oddsson hjer á Gimli, keypt og afiað alls þess fiskjar sem þeir gátu fengið, lagt hann f fs og sent og selt hann upp til bœjanna, en sökum þess hve lítið veiddist nú, urðu þeir að hætta, en ætla sjer að byrja aftur mcð september f haust. Giinlibúum, bæði þeim fáu sem fisk veiða nú, og hinum, scm fisk þurfa að kaupa sjer til matar, hefir verið stórgagn að þcssu fyrirtæki. Deerings nafntoguðu sláttuvélar eru nú til sölu hjá G. Thorsteinson á GlMLI. Ungur maður var ástfanginn í stúlku, en fjekk ekki tækifæri til að segja henni það. Hann gekk þvf að glugganum hennar og kall- aði nokkuð hátt: ,,Það brennur". Stúlkan opnaði gluggann og spurði: „Hvar ?“ Hann lagði hendina á hjartað og svaraði: „Hjer“. Hvort stúlkan hafi gjört nokkra tilraun til að slökkva eldinn, er ekki getið um. L.EO LEWIS, amcríkskur jarð- frœðingur, hefir nýlega samið rit um ásigkomulag fsflákanna við suð- urheimsskautið. Hann segir að norðurhcimsskautið sje umkringt hafi, og þvf geti ísinn þaðan kom- ist hindrunarlaust suður á leið til hitabeltisins, en að suðurheims- skautið sjc umkringt fastalandi og þvf safnist fsinn þar fyrir, uns hann myndi afarhátt belti eða haug, sem rannsakcndur suðurheimsskautsins segi vera um 12,000 fet á hæð, og gcti vel vcrið hærra sumstaðar. Lewis segir enga hættu búna meðan fsbelti þetta hangi saman, en það geti komið fyrir þegar sfzt von um varir að það springi, sökum hins sívaxandi innri þrýstings, og hvað skeður þá? Hvað skeður þegar þessi ómælanlegi íshaugur veltur út f Atlantshafið ? Ef ísbelti þetta springur til norð- urs, lendir hlaup þess fyrst á Afríku- ströndinni mílli Guineuflóans og Grænhöfða, heldur svo áfram yfir alla Suðurálfuna, England, Jótland, Svíþjóð, Noreg, Finnland og norð- anvert Kússland. Þcgar svo fsfjalla- hlaup þctta nær norðurheimsskaut- inu, slær það hring utan um hafið sem þar er, svo það verður eins og afrennslislaus tjörn. Af þessu leiðir ógurlegt sjávarölduhlaup suður á við, svo annað syndaflóðið œðir yfir Bretland, Noregog önnur lönd Norðurálfunnar, einkum yfir Spán og Portúgal. Lewis styður kenningu sfna við það, að álfka syndaflóð hafi áður heimsótt jörðina, Hann bendir og 4 það, að meginlandið hafi áður náð miklu lengra norður en nú. Lewis er alls ekki einn um þessa skoðun, það eru margir flciri jarð- frœðingar hræddir um að fsflóð komi frá suðurheimsskautinu. R. A.BONNAR. _JT. L. HAltTLEY.I Bonnar & Hartley, Barristers, Etc. P. O. Box 223, WINNIPEG, MAN. Mr. Bonnar er hinn lang- snjallasti málafærslumaður, sem nú er í þessu fylki. „Berliner TAGEBLATT“ eitt meðal helztu þýzku blaðanna, lagði f vor þessa spurningu fyrir lesendur sfna: „Getur þú bent mjer á tfu hina mestu og markverðustu núlifandi manna ?“ Svörin skiftu mörgum þúsundum og 4 þeim öllum var nafn rússneska rithöfundsins, Tolstoj. Þar næst var þýzkur sagnfrœðingur, Momm- sen að nafni. Þá Marconi, loftrita- uppfinnarinn. Henrik Ibsen, T.ho- mas Edison, Friðþjófur Nansen, Professor Roentgen, Mcnzcl, Ro- bcrt Kock og Vilhjálmur keisari. Að 5 þessara manna cru Þjóð- verjar, er ekki að undra, þar sem öll svörin voru frá þýzkum mönn- um að eins. Tveirþeirra cru Norð- menn, einn Ameríkumaður, og einn Englendingur, ef tclja má Marconi enskan mann af þvf, að móðir hans er ensk. ] B. B. OLSON, J SAMNINGARITARI J OG J INNKöLLUNARMAðUR. | GIMLI, MANITOBA. HöFUðSKELJAFRŒðINGUR seg- ir við mann eftir að hafa skoðað höfuð hans: „Þessi kúla, sem þú hcfir f hnakkanum táknar ákaft bráðlyndi“. MAðURINN : „Það er þó satt. í gær var konan mín hemjulaus af bræði og barði mig þarna með sóp- skaftinu“. Deerings ágætu stálhrífur eru nú til sölu hjá G. Thorsteinson á Gimli. AnDREW CARNEGIE var kosinn forseti járn- og stál-gjörðar fjelagsins 7. maf f vor ; þegar hann tók á móti stöðu þessari f Lundúna- borg á Englandi, flutti hann ræðu sem mikið hefir verið hrósað. Mcðal annars fórust honumþann- ig orð um vinnuveitendur og vinnu- þiggjcndur: „Það scm mest 4 rfð- ur, er að skifta gróðanum svo rjett og svo jafnt sem unnt er, og með- al svo margra sem mögulegt er. Það er ekki eingöngu komið undir kauphæðinni að geta fengið vinnu- menn sína til að bera umbyggju fyrir velfarnan starfanna, samhygð- in scm þcir mæta, viðurkenningin og traustið sem þeim er sýnt, á eins mikinn þátt f því. Meðal vinnu- lýðsins eru margir hæfilegleika- mcnn, sem verður að binda við störfin, ef svo má að orði kveða, og láta þá sjá og finna að þeim veit- ist virðing í staðinn. Argi á milli höfuðstóls og vinnu, er ávallt nóg af, en það má laga það á sama hátt og hvert annað heimilis ósamkomu- lag. Á þessum tfmum cr umgengni vinnuveitenda við vinnuþiggjendur um of vanrækt, sem þó myndi hafa I för með sjer nánari viðkynningu, samhygð og gagnhliða virðingu. Þar sem ekki eru þvf fieiri saman komnir við vinnu, þekkir hver ann- ann og tekur hlutdcild hver f ann- ars kjörum..........Við megum gleðja oss við það, að þeir tímar eru í vændum, þegar það verður föst regla að vinnumaðurinn eigi hlut f vinnustofnaninni, að vinnu- leiðandinn leggur til þekkingu sína og rcynzlu, cn vinnumaðurinn starfshæfi sitt og verkhnaða. Báð- um vcrður þá jafnt annt um vcl- gengni vcrksins og vinna að sama takmarki. Vinna og höfuðstóll er óaðskiljanlegt, og þótt nú sjeu brestir á samkomulaginu, hverfa þeir með tímanum“.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.