Baldur - 31.08.1903, Page 2
£
BALDUR, 31. ÁGtfST 1903.
BALDUR
ergefinn útáGIMLI, MANITOBA.
Kemur út einu sinni í viku.
Kostar $1 um árið.
Borgist fyrirfram.
Útgefendur:
Nokkrir Ný-Íslendingar.
Ráðsmaður: G. THORSTEINSSON.
Prentari: JóHANNES VlGFÖSSON.
Utanáskrift til blaðsins:
BALDUR,
Gimli, Man.
Verð á «máum auglýaÍDgum er 25 cente
fyrir þumlung dálkglengdar. Afsláttur er
gefinn á stœrri auglýsingum, sem birtaat í
blaðinu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi
sVíknm afslætti, og oðrum f jármálum blaðs
io8, eru menn btðuir að snúa sjer að ráða-
manninum.
MÁNUDAGINN, 31. ÁGtíST I9O3.
Búskaparbendingar.
Til þess að búskapur geti borg-
að sig, verður að haga honum svip-
að og öðrum gróðafyrirtækjum,
þannig, ao bóndinn hafi sanngjarn-
an hagnað, ekki að eins af þvf fje
sem liggur í landinu, búpeningi
og búnaðaráhöldum, heldur einnig
af vinnunni og umsjóninni sem bú-
skapurinn útheimtir. Hver bóndi
ætti að viðhafa einhverja einfalda
bókfærsluaðferð f þeim tilgangi, að
sjá tekjur og útgjöld við hverja
sjerstaka grein búskaparins. Á
þennan hátt gctur hann sjeð á
hverju hann er að græða og á
hverju að tapa. Svona búreikn-
ingar myndu leiða í ljós marga
smáleka, sem stöðugt eru að eyði-
leggja nokkuð af hagnaði hans.
Það er að eins með þvf að minnka
sem mest framleiðslukostnaðinn og
komaíveg fyrir aila óþarfa eyðslu,
að búskapur getur borgað sig, inn-
anum hina æðisgengnu samkcppni
sem nú á sjer stað. Jeg vil benda
hjer á nokkuð af þvf, sem verður
bœndum almennt að tapi.
1. Vöntun á reglubundnu fyrir-
komulagi. — Einn hinn mesti ó-
hagnaður bóndans er sprottinn af
því, að bústjórnin og bústörfin eru
ekki gjörð eftir neinni ákveðinni
reglu. Þannig tapast ómetanlega
mikið af tfma og kröftum. Það
verður að sönnu að gjalda varhuga
við þvf, að þcssi reglusemi verði
ekki að blindum vana, sem svo
gjöri bóndann ómóttækilegann fyr-
ir nýjar hugmyndir og umbœtur í
verkahring hans. Samt sem áður
ætti hann aldrei að breyta aðferð-
um sfnum án nœgilegrar yfirveg-
unar. Hvert verk ætti að vcra
fyrirfram hugsað og ákveðin starfs-
aðferð viðtekin. Einnig ættu öll á-
höld að vera f lagi, svo engar tafir
verði cftir að verkið er hafið.
2. Tfmatöflur. — Hver vinnu-
maður ætti að hafa viss ákveðin
störf að rœkja til þess að tfmi hans
verði sem bezt notaður. Rcglu-
samur bóndi lætur ævinnlega gefa
skepnum sfnum á vissum tímum.
Þegar það er gjört, þrífast skepn-
urnar mikið betur en ef þeim er
gefið og vatnað á óreglulegunv
tfmum.
3. -Hirðuleysi á verkfærum. —
Það er mjög almennur ósiður að
hirða illa, jafnvel verðmæt búnað-
arverkfæri. Þau eru skilin eftir úti
á ökrum og hjer og þar, á milli
þess sem þau eru brúkuð. Þar
verða þau fyrir skemmdum af ryði
og fúa og öðrum áhrifum misjatnr-
ar veðráttu, sem er miklu meir
eyðileggjandi en nokkur brúkun.
Smáum áhöldum er oft týnt á þenn-
an hátt. Það ætti að vera til
geymslustaður fyrir öll áhöld á
hverri bújörð, og aldrei ætti að
skilja áhöld eftir úti, þegar ekki er
verið að brúka þau. Áfast við
verkfæraskemmuna ætti að vera
smfðahús, þar sem hægt væri að
gjöra við og mála verkfærin. Til
þess mætti svo nota úrfellisdaga
eða aðra þá tfma, sem ekki væri
hægt að vinna arðsamari vinnu.
Bœndur tapa oft miklu af dýrmæt-
um tíma bara af þvf, að eitthvert
lftilræði er að áhöldunum þeirra
þegar þeir ætla að fara að brúka
þau. Þeir verða oft að taka sjer
ferð á hendur eftir jáftibolta, eða
einhverju þess háttar, þegar verst
gegnir. Það mætti með dálítilli
fyrirhyggju koma í veg fyrirþessa
óþörfu tímaeyðslu ; það þarf ekki
annað en að skoða og umbceta
verkfærin áðuren á að fara að nota
þau. í mörgum tilfellum eru líka
áhöld keypt, sem bóndinn gæti vel
komist af án.
4. Gagnslaus búpeningur. -—
Ef bóndinn hefir fleiri hesta, en
hann þarf til að vinna á landinu,
þá ætti hann að selja þá, sem hann
ekki hefir brúk fyrir, svo framar-
lega sem hann getur fengið sann-
gjarnt verð fyrir þá. Kú, sem
ekki framleiðir ncegilega mikið af
mjólk og smjöri til þess, að bónd-
inn hafi hag af að fóðra hana, ætti
hann að selja og fá aðra betri f
staðinn. Mcð þvf að vigta og
‘mæia það, sem ein kýr gefur af
sjer um nokkrar vikur, getur mað-
ur sjeð hvort kýrin borgar sig eða
ekki.
5. Illa valdar fóðurtegundir.—
Til þess að hafa sem mestan arð
af skepnum sfnum, verður bóndinn
að ala þær á sem hentugustum
fóðurtegundum. Hann verður að
hafa þekkingu og hugsun á því að
blanda tegundunum þannig, að
skepnurnar fái hin, ýmsu næringar-
cfni í sem heilsusamlegustum hlut-
föllum. Hann ætti ætfð að velja
sem bráðþroskaðastar skepnur og
fóðra þær þannig, að þær verði
sem fyrst búnar til slátrunar.
Bóndinn tapar lfka oft á þvf, að
hafa ekki grænt fóður til að gefa f
sumarþurkunum, sem eru svo tíðir
f þessu landi. í mörgum tilfellum
er hestum gefið allt það hey, sem
þeir vilja eta. Þetta er ekki ein-
ungis óþörf eyðsla heldur einnig
skaðlegt fyrir skepnurnar.
6. Eyðilegging á áburði. — í
hinum eldri pörtum Canada er það
nú orðið mikið árfðandi spursmái
að viðhalda frjóefnunum í jarðveg-
inum. Það er því mjög nauðsyn-
legt að allur áburður sem til fellur
sje hirtur og notaður.
7. Slæmt útsæði. — Hálfgjörð-
ur eða algjörður uppskerubrestur
er oft afleiðing af slæmu útsæði.
Slfkt útsæði er vanalega blandað
ýmsum óþverra, sem ekki að eins
eyðileggur uppskeruna heldur lfka
þekur landið með illgresi, sem sfð-
an útheimtir afarmikla vinnu og
kostnað að uppræta. Það er mjög
óheppilegt að skifta landinu niður
f smáa, óreglulega sáðreiti, þvfþað
gefur illgresinu tækifæri að vaxa í
girðingarhornum og öðrum órœkt-
arblettum.
8. Vanhirðing á girðingum og
húsum. — Eitt, sem stelur fje úr
vasa bóndans, er hirðuleysi með
viðhald á húsum og girðingum.
Slæmar girðingar gefa búpeningi
hans og nágrannanna tækifæri til
að skemma akra hans, og bakar
honum óþörf leiðindi og tfmatiif.
Það borgar sig betur að eyða
nokkrum dollurum í að gjöra þak-
ið á hlöðunni sinni eða fjósinuleka-
laust, en að eyðileggja svo og svo
mikið af fóðri eða koma óþrifum
og pest í skepnurnar.
9. Þekkingarleysi. — Nærþvf
öll hin framangreindu aðfinnslu-
atriði eru aflciðingar af skeytingar-
ieysi, en margir bcendur tapaeinn-
ig á því að áifta, að þeir geti ekk-
ert lært af öðrum, og að sjerhvcr
ný hugmynd sje nauðsynlega vit-
leysa. Það gjörir ekkert til hvað
góður bóndieinn maður kann að
vera. Hann er aldrei svo góður
að hann geti ekki grætt á þvf að
fá upplýsingar frá öðrum. Hver
góður bóndi ætti að kynna sjer
reynzlu fyrirmyndarbúanna og
framtakssamra bœnda, og reyna
þannig að Ieita sjer að ’punktum'.
Hversu margir brendur eru það
ekki, sem ekkert búnaðarrit kaupa.
Þessir menn eru að tapa peningum
gegnum ranga hagfrœði.
Á þessum framfaratfmum eru
það hugmyndirnar, sem mest
vinna. Ein einasta nýt hugmynd,
sem bóndinn fær úr búnaðarriti,
borgar mörgum sinnum fyrir blað-
ið. Hver bóndi ætti að styrkja
sveitarblaðið sitt og önnur búnað-
arrit, bæði með þvf að kaupa þau
og með þvf að gefa ritstjórum
þeirra allrir þær bendingar, sem
þeim er unnt og sem gætu orðið
til hagsmuna fyrir einhvern annan.
F. W. Hodson,
(Live Stock Commissioner).
Deerings nafntoguðu
sláttuyélar
eru nú til sölu hjá
G. Thorsteinson
á Gimli.