Baldur


Baldur - 31.08.1903, Blaðsíða 3

Baldur - 31.08.1903, Blaðsíða 3
BALDUR, 31. ÁGtíST I9O3 3 Stóra störin. Jeg man að f fyrra jeg sá hvar þú sazt; mjer sárnaði stórum hve víða þú sprazt; svo hávaxin, bolmikil, breiðleit og þvöl; hve bóndanum var að þjer sýnileg kvöl. Þú stórskemmdir heyin, í högunum stóðst, f hagnýzlu stað þú f forina tróðst. Jeg gaf lftið um þig, jeg segi það satt; jeg sá helzt til vel hvernig fólkið var statt að eiga þig dreifða’ út um heyflöt og haga, og horfa á þig vera þar að eins til baga.— En svo leið nú vetur, og sfðan kom vor; nú sje jeg þig aftur f þessari for. Þar labbaði’ eg áðan mcð lognmollu deyfð sem lægist hver báran afsandinum kneyfð ; en snjcri mjer burt þaðan blómum að safna,— að brjósti mjer lagði jeg skúfana vafna, — þá hagajurt sá jeg að hjer ætti bú og hljóp til að sjá það,—það varst þá þú. óþarfa störin mfn, blómið þitt ber mjer bjartasta skrúðið.—En finnst ekki þjer á auðvirtum stofni margt fagurt blóm falið, á fegurri kynlegg sem mætara’ er talið. Á bæði tvö skfn þó hin sama sól; en sfn var hvor jörðin, er frœkornin ól. En sumar er komið, og senn kemur haust, og senn verður fegursta vorblómið laust; en frækornin þin máske frjóvgast á ný, og framtfðar bfða’ að eins moldinni í; en ske má það lfka þau ei vakni’ upp aftur, og aldrei á ný veitist lífgunarkraftur. Það fellur svo margt o’n f mold á þann hátt, og molnar og skrælnar þar niður f smátt; þótt vilji það til að það vaxi upp aftur, ef vcitist því hjúkrandi lffgunarkraftur, 6, hversu’ er ei hætt við það bfði’ ei þess bót, hve búið var illa’ að þess nýfœddu rót. Hann. Eitt sinn voru Óli og Pjetur að þrátta. Óli reiddist og barði gamla vininn sinn. ,,Á þetta að vera gaman eða alvara?“ sagði Pjetur. ,,Alvara!“ orgaði Óli f bræði. ,,Það var lán fyrir þig, þvf slfkt spaug þoli jeg ekki,“ svaraði Pjetur. „Þetta kjólacfni er svo vænt,“ sagði kaupmaður v>ð konu, scm var að skoða varning hans, ,,að það endist um alla cilífð, og á eftir má hafa það f milli- pils“. Ljótt gaman. (Framh.) Þess meir sem hún hugsaði um þetta . ferðalag sitt, því heimskulegra virtisthenni það, en að hinu leytinu sá hún glöggt, að hefði hún verið kyr f San Francisco, þá heföi ekki annað legið fyrir henni en að svelta í hel. Loksins kom hún til Madura, og leitaði strax uppi póstvagninn. Tveir ungirmenn gengu í humótt á eftir henni, þeir Richard M j;iJ )ws og vinur hans Bob, og þóttust vissir um að þetta væri E. R. Bob hló og hafði gaman af að hugsa til hve hissa skólakennarinn yrði, en Richard iðraðist eftir að hafa narrað svona unga og mynd- arlega stólku. Ökumaður hjálpaði Esther að láta hand- koffortið upp f vagninn og svo settist hún. Hún sagði honum að hún ætlaði til Ruby Creek. ,,Ruby Creek ?“ endurtók hann. Þjer eruð ókunnugar hjer, er ekki svo ? Það er Iftið og afskekkt pláss, sem þjer ætlið til“. „Þar er persóna, sem mun mæta mjer,“ sagði hún. Þegar þau höfðu ckið nokkrar mflur, stöðvaði ökumaður hestana og sagði henni að hjer væri Ruby Creek, og hjer ætti hún að fara af vagninum. Henni fjellst hugur að nokkru leyti, en ljet ekki bera á því. Nú var orðið áliðið dags og hún stóð þarna einsömul á brautinni, en hún átti ekki langt að ganga. Hún leit f kringum sig til að vita hvort hún sæi ekki Egbert Summers, cn ekkert mannsbarn var sjáan- legt. Nú heyrði hún að cinhver kom keyr- andi á eftir henni og sneri því inn á götu, sem lá út frá aðalveginum. Að fáum mfn- útum liðnum sá hún skólahúsið og skammt frá þvf lftið hús með laglegum inngirtum grasbletti í kring um. Þarna hlaut hann að eiga heima, hugsaði hún. Það lá illa á Esther, samt gekk hún þó þangað inn f garðinn og beint að dyrunum á húsinu, sem voru opnar. Þessi augna- blik voru hcnni erfið ; hún gat ekki sagt eitt orð, cn beið þess að hái dökkhærði maðurinn, sem sat þar inni og var að lesa f bók, stæði upp, kæmi og talaði til sfn. Á borðinu voru leyfar frá kvöldvcrðinum, en hann var svo niður sokkinn í það, sem hann var að lesa, að hann tók ekki eftir henni. En svo tók hann eftir því að skugga bar inn úr dyrunum og þá sá hann hana. Ilann ýtti stólnum aftur á bak og stóð upp. ,,Hvað viljið þjer ?“ spurði hann. ,,Get jeg gjört nokkuð fyrir yður ?“ Esther gat ekki sagt eitt einasta orð. Þetta var svo gagnstætt þvf, sem hún hafði vænst eftir. Maðurinn gekk nú til dyranna og horfði rannsakandi augum á hana. Hann var þrekinn og kraftalegur, svartskeggjaður og alvarlegur mjfig, svo henni varð nær þvf hugfall við að horfa f augu honum. „Jeg er Esther Raymund," sagði hún veiklulega. Hann horfði undrandi á hana, en gjörði enga tilraun til að hjálpa henni út úr vand- ræðunum. „Jeg hjelt að þjcr væntuð mfn,“ sagði hún, en skammaðist sfn ákaflega fyrir að verða að segja það. | Djúp hrukka myndaðist þvers um enni mannsins. „Jeg held að þetta sje misskilningur hjá yður, og að þjer ætlið mig vera annan, en jeg er,“ sagði hann kuldalega, „eða máske þjer hafið villst á húsum. Má jeg spyrja að hverjum þjer leitið ?“ „Herra Egbert Summers,“ svaraði Esther lágt, leit niður og roðnaði. Maðurinn hrökk aftur á bak. ,,IIjcr hlýtur einhver misskilningur að liggja til grundvallar,“ sagði hann ergilegur, ,,jeg er Egbcrt Summers. Hvað viljið þjcr mjer ?“ Þetta var óþolandi, og Esther, sem reiddist dálítið, leit djarflega upp. ,,Hvað jeg vil yður?“ svaraði hún djarf- lega, ,,jeg kom hingað samkvæmt innilegri beiðni yðar, en nú yfirgef jeg yður sam- kvæmt mfnum eigin frjálsa vilja, þvf cng- inn gæti fengið mig til að vilja hafa nokk- ur afskifti af þeim manni, sem er svo lúa- legur, svo stefnulaus og svo svikull eins og yðar eigin orð gefa mjer ástæðu til að ætla yður. Hjer eru brjefin yðar. Fáið mjer mfn brjef og jeg skal strax fara hjeð- an. Aldrei vil jeg sjá yður aftur nje heyra neitt um yður“. Hún opnaði handkoffortið, tók upp lft- inn brjefapakka og rjetti honum. Vegna reiði-ásigkomulags þess er hún var f, gat hún ekki sjeð eins glöggt og ella, annars hefði hún hlotið að sjá að hann varð svo hissa, að hann gat vart opnað munninn. En loksins sagði hann þó: ,,Brjef? Brjcf? Um hvað eruð þjer að tala?“ Þetta var meira en Esther gat þolað ; hún fleygði brjefapakkanum inn á gólfið, leit svo gremjulega og fyrirlitningarlega til hans, að honum varð hverft við, og gekk svo á brott. (Framh.)

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.