Baldur


Baldur - 05.10.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 05.10.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 5- OKT. 1903 BALDUR ergefinn útáGIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um 4rið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-ÍSLENDIXGAR. Rííðsmaður : G. ThORSTEINSSON. Rrentari: JóHANNES VlGFÓSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Veið á smáam auglýsingum er 25 cents fyrir þumlung dálkslengdar. Afslattur er gefinn á stœrri auglýaiogum, sem birtast í blaðinu yfir Iengri tíma'. Viðvíkjandi slíkum atslætti, og öðrum fjármálum blaðs ins, eru menn beðair að snua sjer að laðs- manninum. MANUDAGINN, 5. OKT. I9O3. Ólga. ,,í voðans höndum— jeg veit þú fær sjeð hann— þau vagga’ honum hlæjandi’ og leika sjer með hann, þau dauðinn og beljandi blóðughaddan“. (Framhald). Sú mannfjelagsólga, scm sprott- in er af hinum núverandi kjörum vinnulýðsins er hverjum hugsandi manni auðskilin. Að sönnu haía íslendingar til skamms tfma lftið haft af þeim kjörum að segja, sem daglaunamenn stórborganna víðs- vegar um heiminn eiga við að búa, en þcim er samt sem áður fullkunn- ugt um þann virðingamun, sem menn eiga við að búa eftir því hvaða stjett þeir skipa án nokkurs sjerstaks tillits til hins persónulega manngildis. Þeim er ekkert ókunn- ugt um þá niðurlægingu, sem sjó- mannastjettin eða bœndastjettin er í að tiltölu við kaupmannastjettina eða embættismannastjettirnar. Þó er daglaunamannastjettin verst far- in af öllum, þvf að hún er einskon- ar aðstoðarstjctt allra hinna, og er að viðurværi sínu upp á það kom- in, að hinar stjettirnar sje f þörf fyrir eins mikla vinnukrafta þann og þann daginn eins og fram eru boðnir á vinnumarkaðinum. Þvf er vitanlega haldið fram af sumum, að þótt hlutföllin milli framboðs og cftirspurnar í hvcrju scm cr, gangi eitthvað úr skorðum, þá jafni það sig strax aftur ; — { cn slfkt er að eins fölsk fmyndun. Það jafnar sig á sama hátt eins og stórvötnin hjer í Canada jafna sig. j Vatnið úr Erievatninu beljar í sf- fellu fram í Ontariovatnið, en sá straumur hefir öld eftir öld skapað ólguna í Niagarafossinum en ekki fyrirbyggt hana. Á sama hátt skap- ast ólgan miðja vega milli fram- boðs og eftirspurnar, af þvf aðhinu hagfrœðislega landslagi mannfje- lagsins cr svo varið, að annar flöt- | urinn stendur ofar en hinn, oghag- sýni fjárglæframanna kemur ævin- lega fram tþví, að gjöra þann hæð- ! armun sem mestan. Jafnvel f dag- legum viðskiftum er einn maður langt um lægnari á það heldur en annar, að komast að góðum kjör- um mcð þvf, að láta aldrei sem sfn sjc þægðin, þótt honum bráðliggi á ekkert sfður en þcim, sem hann á skifti við. Þetta sjer og þckkir hver maður af sinni daglegu reynzlu, og sömuleiðis sjer hver maður, þegar hann hugsar út í það, að sá sem cr embættismaður og vinnur með höfðinu getur ckkert fremur vcrið án þess, sem vinnur með höndunum, heldur en sá, sem vinnur með höndunum getur vcrið án þcss, sem hugsar upp áhfildin og aðferðirnar og afhendir þær vinnulýðnum til framkvæmdanna. Það cr alveg jafnt á komið með þeim, svo að hvorugur ætti ncitt að þykjast yfir hinum. Svona er því nú samt varið f heiminum, að hafi einn, fyrir til- stilli guðs eða góðra foreldra eða annara góðra manna, fcngið meiri menningartækifæri heldur en ann- ar, þá gjörir óheilbrigt almennings álit það að sjálfsagðri hcfð, að sá maður skuli tafarlaust fara að leika cinhverskonar æðri veru'hcldur cn meðbrœður hans, sem annaðhvort hafa verið minni gáfum gæddir frá skaparans hendi eða hafa fengið j minna tækifæri til þess, að rœkta þær gáfur, sem þeir hafa verið fæddir með. Slfkur maður á helzt að láta sjer þykja skömm að þvf, að taka hendi sinni framar til nokk- urs verks, og sá þykir naumast að manni mcðai , ,höfðingja“, sem ekki kcmur viti sfnu svofpeninga, að börn hans og barnabfirn gcti hvað fram af fiðru lifað f iðjuleysi af rcntunum eftir hans dag. Al- mcnningsálitið virðist ætlast til þcss, að þeir hinir fáu, sem guð og mcnn hafa veitt beztu tækifærin, skapi úr afkomcndum sfnum nýja stjctt, scm ckkert þurfi að aðhafast fremur cn þeim bezt lfkar. Þcssi iðjuleysingjastjett er svo talin ypp- arlegri en allar aðrar stjcttir. Hún cr f allan handa máta álitin gfifugri og dýrðlcgri hcldur en þcir, scm bcra hita og þunga dagsins frá morgni til kvölds til þess að upp- fylla sfnar nauðþurftir og f ofaná- lag allar hinar hjegómlcgu þarfir iðjuleysingjastjettarinnar. Þetta er nú það, sem vcrkamcnn- irnir til og fráf heiminum eru farn- ir að verða nokkuð háværir út af. Þcir eru óðum að vcrða svo auðug- ir að þekkingu, að þeir sjá hversu mikil rangsleitni er í þessu fólgin. Þeim finnst það ekki hvfla á sjcr að ,,forsorga“ heila hópa af let- ingjum mcð öllu þeirra skylduliði, og það f svo miklum vellystingum | að langt skarar fram úr þvf, scm þcir geta vcitt sfnum eigin bíirnum. Samkvæmt hvaða rjctti cr dreginn tollur af vfiðvaþrcki fíiðursins upp á hvern dag, svo að hann hcfir ekki einu sinni eins mikið f afgang handa henni litlu dóttur sirtni, eins og hann leggur til í vasa annars manns handa henni dóttur hans, jafnframt þvf, scm eitt, tvö, þrjú hundruð verkamenn gjöra daglega slfkt hið sama handa þcssari cinu stúlku ? Verkamcnnirnir eru farnir að sjá, að þeir cru látnir gjöra þctta, samkvæmt auðvalds rjetti, sem byggður er á höfðingjaveldislöggjöf og haldið er við af leigutólum auð- valdsins sjálfs. Samkvæmt þeim rjetti, -en ekki samkvæmt neinum siðfcrðisrjctti, getur einn maður orðið á fáum árum milljónari, und- ir sömu náttúruskilyrðum og sama mannfjelagsástandi eins og þúsund nágranna hans eru oft og tíðum mcira og minna skuldugir. Það er ekki eyðandi orðum um það, að það hafi nokkurn tfma nokkur einn maður unnið með ær- legu móti fyrir milljón dollara. Það endist engin mannsævi til þcss. Ráðgjafarnir f Canada þyrftu að geta unnið í 200 ár og mættu engu eyða af kaupi sfnu allan þann tíma til þcss, að eignast cina milljón. Þeir fá $5000 á ári fyrir vinnu sfna, og það mundi sveitabúum og óbrotnum verkalýð þykja allsenni- lcgt, en það þarf eigi að síður 200 ár til þess að gjöra milljón úr þvf. Gangi maður nú út frá þvf sem sjálfsögðu, að þcssir og aðrir þjóð- kj'örnir valdsmenn ríkjanna sje í hópi hinna atgjörvisínestu manna, þá er það sýnilcgt, að annaðhvort er þeirra ævistarf of lágt metið cll- cgar ævistarf hinna ýmsu forkólfa og hluthafa gróðafjelaganna cr of hátt metið. Hvernig sem 4 er litið, kemur það f ljós, að gagnscmi vinnunnar og endurgjaldið fyrir hana svarar ekki hvað til annars Það ber öll slík íhugun að sama brunni, ncfnilega að þvf, að ójöfn- uður á sjer stað í skiftingu auðsins, og að viðurkenningarleysi á sjer stað fyrir sum vinnubrögð, sem ckkcrt sfður eru nauðsynleg heldur cn önnur vinnubrögð, scm mcira cru mctin. (Framhald). FOB TWENTY YEARS tN THE LEAD Automatic take-up; self-setting nccdlej self- threadin.g: shuttle; antomatic bobbin winder; quick-tension release; all-steel niclceled attach- ments. Patsnted Ball-bkaring Stand. 8UPERIOR TO ALf. OTHERS Handsomest. easiest running, most noiseless, most durable........Ask your dealer for th« Gldredge “B,’* and donot buy any machine un- tii you have seen the Eldredge “li ” Com- ^aro its quality and price. and ascertam íta c*T*s^r1ority. Tf Interesteð send for book about Eldrldgo •*B.” We will mail it promptly. Wholesale Distributors: Merrick, Anderson & Co., Winnipeg. Enginn vorkcnnir uppgcrða sorg.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.