Baldur


Baldur - 12.10.1903, Side 4

Baldur - 12.10.1903, Side 4
4 BALDUR, 12. OKT. 19O3. Nýja ísland. —:o.— Sunnudaginn þann 18. október verður messað í skólahúsinu hjer á Gimli kl. 2 e. hád. Það, sem tekið verður til um- ræðu í þetta skifti er Trúarástand- ið okka r hjerna. J. P. SóLMUN'DSSON. Hr. B. B. Olson hefir um nokk- urn undanfarinn tíma verið að ferð- ast um byggðirnar hjcr á milli vatnanna til þess, að vinna að bún- aðarmálum fyrir hönd akuryrkju- máladeildarinnar. Milli 60 og 70 ínanns mynduðu nýtt bœndafjelag við Grunnavatn, og um 60 annað í Gcysirbyggðinni. Auk þess eru nýafstaðnir fundir við Fljótið og hjerá Gimli, og fundarhald er bráð- lega væntanlegt í Breiðuvíkínni. Haustveiði stendur hjer nú sem hæst, og aflast víða vel, þar sem *ekki er of mikil netastappa. Stöku maður hefir fiskað upp á $9 og $10 suma daga. Þctta getur verið mjög farsæl auðsuppspretta fyrir þá, sem kunna að færa sjer það rjettilega í nyt í stað annarar út- vinnu yfir stuttan tíma, en hjá unglingum með lítilli fyrirhyggju skapar þctta skaðiega veiðiskapaf- fíkn, sem dregur athygli þeirra svo mjög frá öðrum störfum árið um kring, að þeir verða mannfje- laginu langtum óuppbyggilegri heldur en þeir annars gætu verið. í ofsaveðrinu mikla, hinn 12. sept., fórst scglbátur nálægt Mikl- ey. Hann var á leið til Selkirk norðan af vatni. Á honum voru prestur nokkur og tveir aðrirmenn fullorðnir, auk fjögra cða fimm unglinga, Allt þetta fólk var kyn- blcndingar, nema prc3turinn. Báturinn fannst skörnmu sfðar austan við vatn, én líkin rak öll upp í Breiðuvík um síðustu mán- aðamót. Það mátti heita svo, að hver bóndi finndi dauðan mann í sinni lendingu á löngum kaflameð- fram ströndinni. Bœndur önnuð- ust um líkin hver hjá sjer á mcðan boðum var komið til Selkirk til hins næsta lögskipaða líkskoðunar- manns. Eftir að hann hafði komið og lokið verki sfnu, voru líkin flutt tfl Selkirk, og hafa að líkind- um verið jarðsett þar. Síðustu votviðri hafa mjög spill færðinni á vegunum, og gefur það sjerstaka ástæðu til þess, að benda á þá blettina, sem verstir eru, einkum á aðalveginum. Sunnan til f Víðinessbyggð og sunnan til í Breiðuvík eru verstu kaflarnir, þeirra sem langir eru. Svo eru stuttir spottar lítt færir sunnan við Fenhring, sunnan við Brú, ogfram i undan Brautarholti. Sveitarstjórn og vegaumsjónarmenn þurfa sam- eiginlega að hafa einhverja fram- króka með að ráða bót á þvf, sem allra verst er. Auk bleytunnar eru til aðrar vítaverðar torfærur, sem svoleiðis er háttað, að vírgirðingar hafa ver- ið settar frain í brautina. Af þvf getur hlotist stórslys ef hart er keyrt í dimmu. Ef þetta kemur- til af þvf, að troðningurinn hefirað undanförnu lagst út fyrir jaðar á hinu lfigskipaða vegarstæði, þá verður sveitarstjórnin að láta ryðja svo frá til hinnar handarinnar, að ekki sje ófært fyrir skógi ; en sje girðingin aftur á móti frarn í braut- arstæðinu, þá hlýtur vegaumsjón- armaður að hafa rjett til þess, að höggva hana þaðan f burt eins og hvert annað rusl, sem ekki á þar að vera. Það á engin maður með að nota vegina til annars en um- ferðar. SLYS. í gærdag varð Guð- mundur Jakobsson, ungur maður hjer á Gimli, nýkvæntur, fyrir skoti úr byssu, sem hann var að rjetta öðrum manní upp f heyæki. Hann hafði haldið um hlaupið þegar hann rjetti upp byssuna, cn að lfkindum hefir bógurinn einhvernveginn flœkst f hcyinu, Skotið kom f hálsinn og öxlina og olli mjög stór- felldum áverka. Það var tafarlaust sent til Einars Jónassonar og 0- lafs Stephensens, læknis frá Winni- peg, sem hjer var staddur, en þeir fengu ekkert að gjört, vegna þess að ekki voru tök á því að gjöra hjer uppskurð. Með þvf að Guðmund- ur var of mikið særður til þcss að þo!a keyrzlu, var þegar f stað róið með hann suður að Winnipeg Beach, f því skyni að ná mcð hann á spftalann í Wpeg mcð næstu lest. ÖIl slys, sem fyrir koma í heim- inum, eru hugvekjur í margan handa máta. í þetta skifti virðist rjett að minna gjaldendur Gimli- sveitar á það, að þegar daglegur járnbrautarlestagangur er loksins kominn á að jaðri sveitarinnar, þá er það bæði synd og skömm, að hafa vegina í því ástandi, að lífi manna verði ekki bjargað fyrir ó- færum, cf illt er f vatnið. Það má enn heita að vegurinn sje svo á parti og parti, þótt full- hraust fólk geti klöngrast áfram þegar á liggur. Af íbúum Rússlands er 1 Gyð- ingur gegn hverjum 20 kristnum, en þriðji hluti þessara Gyðinga er mælt að eigi helming allra þjóð- eigna. Svo segir Mr. Schalters, starfsmaður innflutningaskrifstofu Bandafylkjanna. Bezta lífsábyrgðin er sjálfsstjórn. Tortryggni cr slagbrandur fyrir dyrum gæfunnar. WINNIPEG BUSINESS COLLEGE. Port. Ave. WINNIPEG. NORTII END BRANCH, Á MóTI C. P. R. VAGNSTÖDINNI. Sjerstakur gaumur gefinn að upp- frœðslu í cnska málinu. Upplýsingar fást hjá B. B. OLSON, Gimli. G. W. Donald, sec. WINNIPEG. KARL : Hvað er piparsveinn, mamma ? M.: Piparsveinn cr maður, sem vanrækt hefir aðgjöra stúlku ógæfu- sama. Ef þú ert sá bjáni að þú ekker í mannst, farðu þá að eins og jeg, j skrifaðu hjá þjer það scm þú átt að gjöra, QtŒRSTA brú f heimi verður sú brú, sem Rússar ætla sjer að lcggja yfir Kaffasundið, er liggur á milli Asovska hafsins og Svarta hafsins. Þar sem brúin á að vera, er sundið rúm ensk mfla á breidd. Áætlað cr að brúin muni kosta yfir S milljónir dollara. ,, Getið þjer sagt mjer hvar rak- arinn býr ?“ ,,Haltu áfram þessa götu ofan á móts við apótekið, snúðu þjer svo til vinstri handar og haltu áfram dálftinn spotta — og þá heyrir þú skrækina —“ var svarað. ÓLl: Það eru miklr þorparar þessir vínsölumenn, einn þeirra fjekk mjer falskan ,,kvart“ um daginn og jeg hefi ekki getað orð- ið af með hann enn. B.: Gjíirðu það aldrei sem þú villt ekki að aðrir gjöri. J.: Eftir því mætti jeg aldrei kyssa konuna mfna. Lffið cr of stutt til þess að það hafi afgangs tfma til fjandskapar. Geðfeld störf eru ánægja, nyt- söm sæla. FOB TWENTY YEARS IN THE LEAO Autoraatic take-up; seíf-setting; needlej self«> threading; shuttle; antomatic bobbin winder; quick-tension release; all-steel nickeled attach* ments. Eatknteo Ball-bearing Stand. OUPERlOn Tö ALL OTHER3 Handsomenfc, easicst runnlnp;. most noisoless, most durable........A&k ycur dealer <or tho Eldredffe“3,,, and donot buy any tnachine un- *il you have seen the El(iredí?o “B.’' Oom- •'aro its quality and price, and ascertain itá pirv^ioritv. Tf interested send for book about Eldridgo 1 ■‘B.’’ We will mail it promptly. Wholesale Distributors: y Merrlck, Anderson & Co., Winnipeg. I

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.