Baldur - 02.11.1903, Blaðsíða 2
2
BALDUR, 2. N(5V. 1903.
BALDUR
ergefinn útáGIMLI, Manitoba.
Kemur út einu sinni f viku.
Kostar $1 um árið.
Borgist fyrirfram.
ÍTtgefendur:
Nokkrir Ný-Íslendingar.
Ráðsmaður: G. ThÖR&TEINSSON.
Prentari: Jóiiannes VigftJsson.
Utanáskrift til blaðsins :
BALDUR,
Gimli, Man.
Veið á amáum auglýgingum er 25 cent*
fyrir þumluug dálkslengdar. Afsláttur er
gefinn á etœrri auglýeingum, eem birtast í
biaðinu yfir lengri tíma. Vðvikjandi
sUknm afslætti, og öð'um fjármálum blaða-
ins, eru menn beðnir að snúa sjer að ráða
manninum.
MÁNUDAGINN, 2. NOV. I9O3.
/
I djúpi sálarinnar.
Lengst inni í djúpi sálarinnar
geymist fræðaforði, sem bíðurþess
að vera fluttur uppáyfirborð með-
vitundarinnar. Þar eru auðugar
bekkingarnámurófægðragimsteina,
sem bíða þess dags að mokað sje
ofan af þeim, og þeir sje færðir f
hið bjarta ljós meðvitundarinnar,—
rfkar æðar dýrra málma bíða með
þolinmæði þess dags, að einhver
guðdómlegur rannsóknarmaður
finnur þá og flytur þá í dagsljósið.
Mannlegur hugur er undariegt
forðabúr, sem hefir að geyma alls-
konar fjársjóðu og dýrindishluti,
en að eins lítið brot af þeim hefir
verið uppgötvað enn sem komið er.
Vjer höfum hæfileika sem vfsindi
þessa tíma hafa enn ekki veitt við-
urkenningu — sálarlega og and-
lega hæfilegleika —, eins virkilega
eins og þá sem viðurkenndir eru,
en sem leika mikilvægan þátt í
hversdagslífi voru, sjerstaklega
eftir að vjer urðum varir við tilveru
þeirra. Sumir hafa óljósa skynjan
um tilveru þeirra, en kunna ekki
að nota þá, og hafa þvf lftil not
þeirra. Aðrir hafa öðlast undur-
sama hæfileika, sem þróast og gróa
innra hjá þeim, og nokkrir hafa
komist svo langt að hjálpa fram-
þróun þessara hærri hæfileika hug-
ans, og hafa orðið nærri forviða er
þeir urðu varir afleiðinganna.
Austurlandabúar hafa sfnar sjer-
stöku aðferðir til að glæða þessa
hæfileika, og vjer Vesturlandabú-
ar höfum vorar aðferðir til þess,
sem hvorutveggju þjena bezt til-
gangi þess fólks sem notar þær.
Þegar vjer færum þessa hæfi-
leika út af starfsviði æðri meðvit-
undar (super-conscious) inn ástarf-
svið meðvitundarinnar, þá fær lffið
allt aðra þýðingu, og margt sem
áður sýndist hulið dimmu, skýrist
og verður skiljanlegt. Enginn get-
ur skilið einingu hlutanna fyr en
hans andlegu hæfileikar eru svo
þroskaðir, að hann sje sjer þeirra
meðvitandi. Blind trú, cða að reiða
sig á orð annara nægir aldrei þeim,
sem er að leita þess sannleika sem
fæst með einum glampa meðvit-
undarinnar, hvílandi á hinum huldu
fjársjóðum sálarinnar. Eitt leiftur
úr djúpi sálarinnar gjörir meira en
lestur þúsund bóka, eða prjedikan-
ir hundrað kennara. Ef þessu
leiftri bregður einusinni upp, verð-
ur því aldrei aftur gleymt. Það
getur komið fyrir að virkileiki þess
sje efaður annan sprettinn, en það
kemur aftur nýtt og bjart, og jafn-
vel á augnablikum efans getum
vjer ekki að öllu umflúið það.
Vor virkilega þekking um tilveru
guðs, fæst ekki með starfsemi skyn-
seminnar. Vjer getum tekið fyrir
málcfnið um guð, og rökfært það
meðan vjer lifum, og eftir allt er-
um vjer svo staddir f verri hring-
iðu en þegar vjer lögðum af stað.
En samt gctur einn einasti með-
vitundargeisli, sem nær inn f innstu
tilveru vora, flutt oss svo full-
komna vissu um guðs veru og til-
veru, að eftir það getur ekkert
veikt trú vora á virkileik og tilveru
hins æðsta máttar (Suprime Poiver).
Vjer getum ekki skilið ástand hans,
tilveru nje mátt, en við munum
VITA að hann er til, og finna
þann frið og það óendanlegt traust
á honum, sem ávallt fylgir leiftri
sannleikans. Vjermunum ekki iiðl-
ast betri skilning á hinum marg-
víslegu hugmyndum manna við-
víkjandi guði og verkum hans, í
raun og veru mun oss verða hætt-
ara við að snúa burtu þreyttir frá
deilum manna um það málefni, til-
raunum hinna takmörkuðu að út-
mála og takmarka það eilífa. En
vjer munum vita að við miðpunkt
hlutanna er að finna alheimsnálægð
(Universal Presence), og að vjer
megum óhult halia oss að barmi
hans — fela oss öruggir honum á
hönd. Áhyggjur, sorgir og þjáning-
ar lífsins sýnist ljettvægt, þegar
það er skoðað frá afstöðu hins al-
valda, þótt þessi heimur, skoðaður
út af fyrir sig, sýnist oft vera sjálft
helvfti.
Með því að skyggnast betur inn
f afkima sálarinnar, opinberast oss
eininghlutanna (onenessof things).
Vjer sjáum guð sem stóran mið-
punkt hlutanna, og allan alheiminn
sem eitt. Eining lífsins verður oss
þá augljós, og vjer finnum til sam-
bands vors, ekki einungis við allt
mannkynið, heldur við allt líf. Hin
smámunalega aðgreining flokka,
kynþátta, mannvirðinga, stjetta,
þjóðerna, tungumála og landa,
hverfa burt sem ryk, og vjer skoð-
um alla menn sem brœður, einnig
fáum vjer velvildartilfinningu til
þess lífs sem birtist á lægra stigi.
Jafnvel klettar og steinar skoðast
sem partur af heildinni, og vjer
höfum ekki framar þessa sundur-
greiningartilfinningu. Vjer forum
að gjöra oss grein fyrir hvað al-
heimurinn er, og með ímyndunar-
aflinu heimsækjum vjer fjarlæga
hnetti, og vitum eins og ósjálfrátt
hvað þar er að finna, að allt muni
vera að eins brot af þvf sama.
Vjer förum þá einnig að skilja
þenna undarlega aðdrátt sálar til
sálar, þau atvik hafa komið fyrir
oss alla. Vjer verðum þess varir
að það er mögulegt að bera elsku-
tilfinningu til allra skapaðra skepna,
til hverrar einustu manneskju, vita-
skuld mismunandi að stigi og teg-
und eftir kynferði og sálarskyld-
leika. Það gjörir oss umburðarlynd-
ari, og kcmur oss til að sjá van-
þekkingu í mörgum hlutum, þar
sem vjer áður sáum að eins synd,
það kemur oss fremur til að aumka
en hata. Ó, þessi leifturlýsing inn
f innstu fylgsni sálarinnar, kennir
oss margar nýjar leksfur.
Og ein hin mikilvægasta Ieksfa,
sem vjer getum lært á þenna hátt,
er viðurkenningin um eilíft líf sál-
arinnar. Það má vera að vjer trúum
kenningunni um ódauðleik sálarinn-
ar með meiri eða minni alvöru, trú
vor og hugmyndir fara meira eða
minna eftir því hvernig frœðslu vjer
höfum fengið á ungum aldri, enþar
til vjer erum oss þess meðvitandi
hvað býr innra með osá, erum vjer
ekki í raun og veru ákveðnir.
Vjer vitum að sumt gott fólk
muni hafa á móti þessari staðhæf-
ingu, og muni svara, að það hafi
aldrei efast um líf sálarinnar eftir
dauðann, en sjáið hvernig fram-
koma þess er. Þegar dauðinn heim-
sœkir hús þess fólks, syrgir það og
grætur hátt í angist sinni, heimtar
að guð gjöri grein fyrir því að hann
gjörði þetta. Það klæðist sorgar-
búning, syrgir og grætur eins og
sá elskaði hefði verið gjcireyddur,
gjörður að engu. Öll þess breytni
og hegðun sýna og sanna, að það
hafi enga tilfinningu um virkilegt
framhald Iífs hinumegin grafarinn-
ar. Þeir tala um þá látnu eins og
væru þeir- að öllu tapaðir, eins og
njaroarvetti hefði verið strokið yfir
spjald lífsins og ckkert væri cftir.
Hversu köld og þur heyrast þeim
huggunarorð vina og vandamanna,
sem halda því fram, að þeim sem
hefir lagt frá sjer líkamann lfði nú
betur, og allt sje fyrir beztu, ásamt
fleiri vanalegum orðum sem vjer
við höfum við slfk tækifæri. Jeg
segi yður það, að sá sem hefir lýst
inn á við eftir því sem býr innra
með honum, veit svo vel að hann
er eilífur, að honum er ómögulegt
að skoða dauðann á vanalegan hátt,
en sje hann ekki varkár, er hætt
við að hann verði álitinn kaldur og
tilfinningarlaus fyrir sorgum ann-
ara. Hann verður álitinn að hafa
heimskulegar skoðanir á lffinu, af
þeim sem umgangast hann og sem
sœkja reglulega kirkju á hverjum
sunnudegi og sem játa f öllu kenn-
ingum kirkjunnar. Ef hann álftur
að hann sjálfur sje sál sfn, og að
hann sje eins ódauðleg vcra nú,
eins og nokkurntíma seinna, — að
lfkami hans sje að eins umbúðir cða
áhald, sem hann noti til að birtast
með, — ef hann álftur að hann sje
í eilífðinni nú, að hann verði ekki
gjöreyddur með gosum úr Pelufjalli
eða járnbrautarslysi—cf, í stuttu
máli, að hann hcfirþcssa tilfinningu
svo sterka, að hún er orðin virki-
legur partur af hversdagslífi hans,
hvað þá, það er litið á hann scm
sjervilling einmitt af þeim, scm
heyra þetta kennt á hverjum sunnu-
degi, og sem myndu verða skelk-
aðir cf borið væri á þá að þeir cf-
uðust um þessar kenningar.
Þetta sýnir betur en nokkuð ann-
að, að það er sitt hvað að trúa ein-
hverju, cða vera sjer þcss meðvit-
andi. (Framhald).