Baldur - 02.11.1903, Blaðsíða 3
BALDUR, 2. NóV. I9O3.
3
Nú, hjerna.
Ef leitar þú sælunnar, leita þá fyrst
og lýstu vel innra hjá þjer,
og reyndu sem bezt að læra þá list
að lifa í þvf, scm nú er.
Þó kastala í loflinu kunnir þú sjá,
þá kastala, sem byggði trú.
Flýttu þjer ekki’ að flytja’ upp í þá,
fyrst lifðu f þvf, sem er nú.
Og gjijrðu þar allt, sem getur þú bezt,
til gagns fyrir það sem er rjett,
og hættu’ ekki að vinna þó fólkið sje flest
sem finnst öll þín starfsemi ljett.
Og forsmáðu hræsninnar flaður og hrós
og forðastu heimskunnar bull,
skfrist þá betur þitt skynsemisljós
af skýjum þó veröld sje full.
Fækka þú sorgum og sjúklinga kvein
sefaðu hvar sem að mátt,
og reyndu að bæta hvert mannfjelags mein,
megnið þó hafir þú smátt.
Þú getur þá rólegur sofnað og sagt:
,,f sfðasta fell jeg nú blund.
Til heimsins þó lítið hafi’ jeg lagt,
hann fjekk mitt ósvikið pund“.
Fyrir rjettinum f Troy f Alabama er höfðað mál
gegn hinum auðuga Marion Prestwood, sem sýnir að
það eru ekki einungis svartir menn í Alabama sem
vcrða að sæta þrælavinnu.
Marion þessi hræddi hvftan mann, Robert English
að nafni, með falskri ákæru, til þess að gangast undir
þann samning við sig, að vinna hjá sjer, ásamt 6 son-
um sfnum, þangað til á nýjári 1905, gegn fæði og föt-
um fyrir hann og skyldulið hans. Sagt er að dómar-
inn f því hjeraði hafi verið algjiirlega á valdi Marions.
En nú fær klukkan máske annað hljóð.
J? Harris Palatial Car Company“, sem löggilt er í
New Jcrsey, ætlar að láta byggja fimm járnbrautar-
vagna útbúna með öllum þeim þægindum sem finnan-
lcg eru á beztu hótellum f New York. Þessir fimm
vagnar eiga að vera sjerstök iest, og fara frá New
York tfunda hvern dag til San Francisco. Það er
nóg af fólki í Ameríku, sem kaupir hvað sem vera
skal og við hvaða verði sem er, ef það er nógu
skrautlegt og sjerkennilegt, til þess að þetta fyrirtæki
geti borið sig. Er það lfka ekki dásamlegt, að geta
látið ’hótel' flytja sig um heiminn ?
Fyrir 70 árum höfðu konur hvergi f heiminum at-
hvœðisrjett. Talsvert hcfir nú breyzt síðan.
Missouridrengirnir.
—:o:—
(Framhald).
Að hann kom þannig heim sem vellauð-
ugur maður, hafði auðvitað mikil áhrif á
heimilisfólkið.
Þegar hann kom inn á gólfið, gaf þeim
á að lfta að sjá hina verðmiklu loðskinns-
kápu, og þegar hann fór úr henni, blasti
við sjónum þeirra gullbúin demants brjóst-
nál f hvíta skirtubrjóstinu hans, sem hjer f
landi er venjulega álitið að tákni það, að
hlutaðeigandi maður sje brakún.
,,En, hvar er Jim?“ spurði móðirin og
hitt fólkið allt í sömu andránni.
Dick gat engar skýringar geflð um það,
og ökumaður heimilisins kom nú einnig
með tóman sleða frá járnbrautarstöðinni.
Jim skrifaði sjaldan, og nú var mjög
langt síðan að brjef hafði komið frá honum,
svo foreldrar hans vissu ekkert hvar hann
var eða hvernig honum leið. Máske hann
hefði ekki nœga peninga til að komast
heim, en væri of stórbrotinn tfl að biðja
föður sinn liðsinnis.
Öllu ættfólkinu þótti mjög slæmt að Jim
kom ekki, og það dró mikið úr gleði þess,
þvf öllum þótti vænt um Jim. Það ásak-
aði sig fyrir að hafa sent hann burt. Það
var að þvf komið að móðir hans færi að
gráta, þegar varðhundurinn — sem f há-
tfðaskyni fjekk að vera inni —- allt í einu
þaut til dyra með gleðilátum og gelti. Úti
fyrir heyrðist maður vera að stappa af sjer
snjóinn, dyrnar voru opnaðar og hundur-
inn þaut upp f fangið á þreklcgum manni
— það var Jim.
í S til 10 mfnútur var fólkið að faðma
hann að sjer, og gleðin var svo mikil að
enginn gaf sjer tfma til að gá að hvernig
hann var klæddur, hvort hann var f striga-
fotum eða loðskinnskápu. Loks sá þó
móðir hans, sjer til stórrar sorgar, að hann
var ekki f neinum yfirfrakka, og leiddi
hann þvf að ofninum.
ímyndið ykkur, engan yfirfrakka og
berhentur, með bláar hendur af kulda.
,,En—Jim— hvar eru vetlingarnir
þfnir ?“
,,Og kofíortið þitt og ferðapokinn?“
Þannig spurði hver af öðrum, en móðir
hans bað það hætta að spyrja, hún þóttist
sjá hvernig á stóð og tár sáust í augum
hennar. Hann skalf af kulda, og var svo
móður cins og hann hefði hlaupið sjer til
hita. Það leit svo út sem hann væri ný-
rakaður, þvf f andliti hans vottaði ekki fyr-
ir skeggi, og því var skinnið rautt af kulda:
I En móðir hans þakkaði þó guði með sjálfri
sjer fyrir það, að hann var kominn heim
aftur lifandi.
Báðir brœðurnir voru nú komnir heim
samkvæmt umtali, en faðir þeirra virtist
ekki vera ánægður, hann sat og tautaði
eitthvað með sjálfum sjer. Um það skeytti
Jim ekki, hann hafði nóg að gjöra við að
útbýta systrum sfnum þremur og ungum
bróður, öllum þeim smápeningum sem hann
hafði í vösum sfnum.
,,Dick hafði nýjan sleða og fallega hesta,
því komst þú ekki með honum ?“ spurði
ein systranna.
,,Nýjan sleða? Já, það er ágætt“, sagði
Jim.
Eins og áður fyrri gladdi það Jim, þcg-
ar öðrum gekk vel. En Dick vildi ekkert
heyra um slfka smámuni, hann var of stór-
brotinn til þess:
,,Varst þú á lestinni sem nýlega kom
til Meriden?“ spurði hann harðneskju-
lega.
,.J-a-á“, svaraði Jim með semingi.
,,Þá er það undarlegt að jeg skyldi ekki
sjá þig, og þó gekk jeg í gcgnum alla far-
þegavagnana og suma af svefnvögnunum.
Ekki sá jeg þig heldur á brautarstöðinni.
Gekkst þú ?‘1 spurði Dick.
,,Já, jeg — jjeg gekk“, ansaði Jim méð
hægð.
,,En, Jim Biglow“, sagði elzta systir
hans. ,,Gckkst þú alla leið frá brautarstöð-
inni yfirfrakkalaus, berhentur og trefils-
laus ?“
,,Jim, hvað — hvað —“ byrjaði móðir
hans að segja.
,,Kæra mamma, það gjörir ekkert. Veg-
urinn var ekki langur, og jeg sá ekki Dick“,
sagði Jim.
„Jeg trúi því vel“, sagði Dick mcð
háðsku brosi. ,,Við höfum ekki ferðast á
sömu vagnaröð, gizka jeg á“.
,,Þú átt kollgátuna, við vorum ekki á
sömu vagnaröð“, ansaði Jim.
Biglow sneri sjer snögglega við og leit á
brœðurnar á vfxl. Það var hulin meining
f orðum Dicks, og ef til vill f Jims líka, að
minnsta kosti fór hann undan í flæmingi.
Svo datt honum í hug hvað Dick meinti.
Jim var ekki einn af farþegum, farangurs-
laus, og hafði þess utan forðast Díck og
ökumanninn, sem átti að sækja þá — þetta
þýddi eitthvað —, annaðhvort var hann
kominn sem flækingur, eða að hann hafði
falið sig f farangursvagni.
Gamli maðurinn leit ergilegur á Jim, en
hýrnaði undir eins aftur er hann sá góð-
mannlega andlitið hans. Hann gekk til
Jims, lagði báðar hendur á axlir honum og
sagði:
(Framh.)