Baldur


Baldur - 30.11.1903, Síða 1

Baldur - 30.11.1903, Síða 1
BiLDUR. I. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 30. NÓVEMBER 1903. Nr. 45. STJÖRXARFARIÐ í CANADA. * (Framh.) Eins og þegar hefir vcrið tckið fram, skifta mcðlimir hins cana- diska ráðaneytis mcð sjcr verkum, svo að sinn veitir hverri stjórnar- deild forstöðu sína. í Canada eru nú FIMMTÁN STJÓRNARDEILDIR, en af þeim eru að eins fjórtán beinlínis í ráðaneytisins höndum. 1. ' R'áðaneytis - skrifstofan (Office of thc Privy Council). Sá, scm veitir henni forstöðu, cr fund- arstjóri ráðaneytisins. Á þeim fundum eru frumvörp stjórnarinnar færð f ákveðinn búning, og sömu- leiðis útganga þaðan þær stjórnar- skipanir (Orders in Council), sem fullnægja hinum ýmsu lagaákvæð- um þingsins, og skapa öllum hin- um stjórnardeildunum reglur til að hegða sjer eftir. Öll rfkisskjöl cru undir umsjá þessarar deildar. Einnig stendur hinn Canadiski scndiherra á Englandi beinlfnís undir umsjón þessarar deildar, og auk þcss hefir hún stöðug brjefa- skifti við nýlenduráðgjafa Eng- lendinga og hinn enska sendihcrra í Bandarfkjunum, og er þannig nokkurskonar utanríkismála- skrifstofa. 2. Ríkisskrifstofan (Depart- ment of the Secretary of State). Hún hefir á hendi öll brjefaskifti við fylkisstjórnirnar, og það er hinn rjctti móttökustaður fyrir all- ar bænarskrár til krúnunnar. Þar eru skrásettar allar embættaveit- ingar, og öll landveitingarskjöl og cinkaleyfi, og öll önnur skjöl, sem staðfest eru með innsigli ríkisins. Einnig er þessari deild tilhcyrandi sjerstök undirdeild fyrir p r e n t- u n o g r i t f ö n g. 3. Fjármáladeilclin (Dep. of Finance). Hún hefir á hendi fjár- varðveizlu og reikninga ríkisins og sýnir tekjur þess og útgjöld. Hún lítur eftir þvf, sem snertir peninga- sláttu, bankamál, og ábyrgðarfje- lög. P’jármá'laráðgjafinn, sem sjer- staklega sjer um allar skattálögur á þjóðinni, verður að vera ncðri deild- ar þingmaður, og hann leggur ár- lega fyrir þingið áætlun yfir vegi og mögulegleika (,,ways and means“) þjóðarinnar f efnalegu tilliti. 4. Verzlunarniáladeildin(Dep. ofTradcand Commcrce). ITún lítur eftir verzlunarástandi þjöðar- innar, einkum í þvf, scm viðvíkur viðskiftum hennar við aðrar þjóðir, og greiðkar á allan hátt götu þeirra. 5. 'Tollmáladeildin (Dcp. of Customs). Hún lítur eftir öllu viðvíkjandi þeim áliigum, sem hvíla l á ýmsum varningi, sem inn í rfkið j cr fluttur frá öðruin löndum. Slík- ; ar álögur ncfnast innflutningstollar (Customs). I 6. Deildin fyrir innanr/kis j fekjttr (Dep. of Inland Revcnue). i Hún sjer um vigt og mál á alls- ! konar varningi, og hefir eftirlit með þeim, scm meðhöndla matarcfni, mcðöl, o. s. frv., og tckur skatt afj ýmsum varningi, sem búinn cr til; | innanlands. Þær áliigur nefnast framleiðslutollar (Excise). Þær tvær deildir, sem síðast | voru nefndar, hafatil skamms tfma verið undirdeildir við verzlunar- máladcildina. 7. S tj ór n arbyggingad e i l d i n (Dep. of Public Works). Húnsjer um allar byggingar, sem reistar eru og brúkaðar í þjónustu þjóðar- innar, svo sem landskrifstofur, pósthús, tollhús, o. s. frv., ogeinn- ig allar umbœtur, sem gjörðar eru ! á höfnum, bryggjum, o. s. frv. 1 8. Járnbrautamála- og skipa- sk urðamát a-deil di u (Dep. of Railways and Canals). Hún hefir eftirlit með byggingu þcirra járn- brauta, sem stjórnin styrkir, og hefir umsjón á byggingu og við- haldi þjóðeignarbrauta og skipa- skurða. 9. Sjómála- og fisltimála- deildin (Dep. of Marine and Fishe- ries). Hún hefir umsjón á höfnum, vitum, farmannaleiðbeiningum, sjó- mannafrœðslu, skipaútbúnaði, og fiskiveiðum. Þessar síðast nefndu þrjár deild- ir hafa þannig f ógreinilegu sam- krulli allar þjóðeignir og samgöng- ur undir sínni hendi. 10. A kuryrkjumál adeild in (Dep. of Agriculture). Hún sjcr um fyrirmyndarbúin og allar bún- aðarbœtur, svo sem kvikfjár inn- flutning o. s. frv. I öðru lagi sjer hún urn manntal, mannfjölgun og sóttvarnir. I þriðja lagi sinnir hún öllum þcim einkalcyfum, scm við koma nýjum uppgötvunum, nýjum j ritverkum, og nýjum vörumerkjum | (trade marks), og virðist þannig að nokkru leyti grfpa inn í verkahring j ríkisskrifstofunnar. 11. Stjórnariandadeildin | (Dep. of thc Interior). Hún hefirj umsjón yfiröllum landcignum þjóð- arinnar; námalöndum, skógarlönd- um, heimilisrjettarlöndum, o.s.frv. f þcim hluta rfkisins (frá vesturtak- mörkum Ontariofylkis og vestur að | hafi), sem þær eignir heyra undirj umráð sambatidsheildarinnar. j Vegna heimilisrjettarlandanna j stendur þcssi deild f nánustu sam- bandi við akuryrkjumáladeildina. Hún hcfir cinnig tvær undirdeildir, landmœlingadeildina (The Geo- logical Surwey), og Ind/ánamála- deildina (Thc Superintendence of Indian Afíairs). Það virðist liggja beinna við, að þcssi síðarncfnda undirdcild heyrði undir akuryrkjumáladeildina í sam- bandi við manntalið í Iandinu. 12. Póstmáladeildin (Post- office Department). Hún sjer um allan póstflutning, bæði innanlands og til annara landa. 13. Hermáladeiídin (Dep. of Militia and Defence). Hún ábyrg- ist allan hernaðarútbúnað og strfðs- mannafrœðslu. Yfirstjórn hersins sjálfs er í höndum þess manns, sem • til þcss er settur ár brezka hern- um að vera yfirhershöfðingi (Ma- jor-General) hjer f Canada. 14. Dómsmáladeildin (Dcp. of Justice). Hún hefir umsjón yfir rjettarfari og fangelsum. Dóms- málaráðherrann er sjerstaklega ráó- gjafi landstjórans og ráðaneytisins f öllu því, sem lögfrœði erviðkom- andi, og hann er aðalmálsvarnar- maður þjóðarinnar í öllum málafcrl- um. Það cr einnig hans hlutverk að hafa gætur á lagasmíðum fylkj- anna, svo að löggjöf þeirra sjc f samrœmi, við grundvallarlög heild- arinnar. Til þess að tryggja varanlcga regluscmi f meðhöndlun stjórnmál- anna er viss deildarstjóri settur f hverri deild sem undirmaður, cn þó jafnframt sem umboðsmaður ráð- gjafans. Um þcssa deildarstjóra er ekki skift þótt stjórnaskifti verði f rfkinu eða þótt ráðgjafaskifti vcrði milli einhvcrra tveggja deilda. 15. Yfirskoðunardeildin (Au- ditor-General's Department). Þetta cr einhver hin þýðingarmesta stofn- un ríkisins, og cr hafin upp yfir allar kosningabyltingar. Það cr hlutverk þessarar deildar að standa á vakt, ef svo mætti að orði kom- ast, f öllum efnum, sem fjármcð- höndlun rfkisins viðkemur. Eílginn ráðaneytismeðlimur hefir neina meðgjörð mcð þessa deild öðruvísi en f gcgnum reglugjörðir þingsins, og um yfirmann þeirrar deildar hefir ekki vcrið skift síðan á stjórn- arárum Mackenzics stjórnar for- manns. Talsvert umtal hefir það vakið, að á yfirstandandi þingi hefir kom- ið fram stjórnarfrumvarp, sem hætt þykir við, að muni binda hendur yfirskoðunarmannsins meir en vcr- ið hefir. Slíkt verður að öllum lík- indum óhappa\ crk, ef satt er. (Framh.)

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.