Baldur


Baldur - 30.11.1903, Qupperneq 3

Baldur - 30.11.1903, Qupperneq 3
BALDUR, 30. NóV. I9O3. 3 Eftir Filippseyjastríðið ljet einn af sigurvegurum Bandamanna mikið yfir þvf hversu þarfir hermenn Filippseyjamenn gætu orðið, einkum vcgna þess, hvað það gjörði Bandaríkjaþjóðinni tiltölulega lítið til, þótt þeir yrðu fyrir mannfalli í orustum. Þetta er nákvæmlega sami hugsunarhátturinn eins og rfkti hjá hershöfðingjum Rómverja í fornöld, þegár þeir, í öllum sfnum yfirgangi, blóðþorsta og heiðindómi lögðu undir sig eina þjóðina á fætur annari. Ilver er svo afrakstur kristindómsins og menningarinnar ? Er ekkcrt að ? Þarf ckkert að laga ? Yerzlun G. THORSTEINS- SONS hefir nú meiri byrgðir af JÓLAVARNINGI en nokkru sinni áður. Að telja það allt upp tæki of mikið röm, og fólk þarf að sjá vörurnar áður en það kaupir. Bezta ráðið er því að koma sem fyrst og sjá hvað til er, því eins og vant er, hafa þeir fyrstu bezta tækifærið að velja úr beztu munina. BOLL APÖR, B ló m a krukkur og margt, margt fleira af fram- úrskarandi skrautlegri leirvöru. Efni í hátíða og spari kjóla alveg spánnýtt og af vönduðustu gerð. Mikið upplag af karlmaniia- fötum er nýkomið, úr fínu og vönduðu efni. Mjölvara og fóðurbœtir er á leiðinni. Og svo til þess að menn þurfi ckki að lenda í vandræðum með að koma vörunum hcim til sfn, þá hefi jeg ávalt nægar byrgðir af SLEI3TJ3Æ handa þeim, scm þeirra þurfa mcð. Með beztu þökkum fyrir góð viðskifti YDAR G, THO RSTEINSSON. Ella Leston. % (Framh.) I. ,,Jeg get hreint ekki sagt yður það. Hafið þjer nokkra sjerstaka ástæðu til að vera ó- þolínmóð, — jeg vona að ekkert ástabrall sje undir niðri f þessu efni ?“ ,,Ástabrall!“ hrópaði Ella blóðrjóð f and- liti. ,,Hvaða dæmalaust þvaður. Jeg vil fá vinnu af þvf móðir mfn er fátæk, til þess að geta styrkt hana“. ,,Þau vinnulaun sem þjer gctið búist við að fá á yðar aldri og með yðar óvanalegu hegðun, verða varla til að skifta“, sagði Mrs. VVeldon, sem fannst roðinn í kinnum Ellu, leiptrin í augunum og ákafinn f fram- komunni alveg óþolandi. ,,Ef þjer viljiðfámjer minn dollar aftur, get jeg leitað fyrir mjer á annari vistráða- skrifstofu, sem hefir ekki eins hátt stand- andi stórmenni fyrir viðskiftamenn, “ sagði Ella, sem ekki vildi láta hallast á sig, eins og hún komst að orði við mömmu sína sfðar. Mrs. Weldon vildi síður missa dollarinn og svaraði þvf: ,,Þjer finnið enga skrif- stofu sem getur gjört meira fyrir yður en jeg. Þegar sú staða býðst, sem þjer sœk- ið um, skal jeg skrifa yður. Meiru get jeg ekki lofað. Hálft í hvoru fyrirlitleg hneging af stáss- lega höfðinu með aðfengna hárið, var til- kynning um það, að nú væri viðræðunum lokið. Ella fór þess vegna hcim og lýsti Mrs. Weldon svo nákvæmlega og kátlega, að móðir hennar og konan sem húsið átti, fóru báðar að skellihlæja. „EnnElla, hvaðþúert lík Mrs. Weldon í öllum hreifingum og svipbrigðum,“ sagði húseigandinn. ,,Þjer ættuð að koma henni fyrir á leikhúsi, kona góð, hún er viss með að ryðja sjer braut til góðrar stöðu sem leikmær. II. Ella bcið, vonaði og hlustaði cftir hvort brjefbcri ckki berði að dyrum hjá sjer eins og nágrönnum þeirra, sem fengu margfallt fleiri brjef en þær mæðgur. Mrs. Leston var menntuð kona afheldra fólki komin, en eignaðist ljelegan mann sem yfirgaf hana alveg, en hún ljet ekki hugfallast, heldur tók að sjer að sauma kvennkápur fyrir stórt verzlunarhús, og ól þannig önn fyrir sjer og dóttur sinni, en spart urðu þær að lifa svo tekjurnar entust. En nú hafði Ellu hugsast að vilja breyta til, og fá sjer stöðu sem lagsmær hjá ein- hverri ríkri stúlku eða konu, og þó að hún kviði fyrir að skilja við mömmu sína, þráði hún samt tilbreytnina. Hún var orðin þreytt á þvf að hlaupa upp og ofan stigann f hvert sinn er hún heyrði brjefberann koma, þvf ávallt fjekk hún þetta svar: ,,það er ekkert brjef til yðar ungfrú“. Loks leiddist henni þetta svo, að hún herti upp hugann og fór að finna Mrs. Weldon, drambsömu vistráða- konuna, og spurði hana hvort hún hefði getað útvegað sjer vist. ,,Þjer eruð of ung,“ svaraði hún, ,,og þjer krefjist kaups“. ,,Já, auðvitað, það gjöri jeg, “ svaraði Ella „heimta ekki aðrar manneskjur lfka botgun fyrir verk sfn ?“ ,,Ungar stúlkur á yðar aldri gjöra sig venjulega ánægðar með gott og skemmti- legt heimili,“ svaraði Mrs. Weldon. ,,En það gjöri jeg ekki,“ sagði Ella djarflega, ,,jeg vil innvinna mjer svo mik- ið að jeg geti styrkt móður mína“. ,,Komið þjer hingað aftur að viku lið- inni. Ef jeg fæ vist fyrir yður innan þess tíma, skal jeg senda yðurbrjef, “ sagði Mrs. Weldon. En það kom ckkert brjef, og á ákvcðn- um degi tók Ella bczta hattinn sinn og fór að finna Mrs. Weldon. Það var heldur leiðinlegt veður þenna októberdag. Loftið var grátt og skýjað og leit út fyrir að gjöra þoku með kvöldinu. Búðargluggarnir voru býsna girnilegir fyrir Ellu, þar sá hún fjölda af munum, sem hana langaði að eiga, en bjóst ekki við að verða nokkurntíma fær um að kaupa. Gatan, sem Mrs. Weldon hafði skrif- stofuna í, var sjaldan fjölfarin á þessum tfma árs, en hún var ákaflega löng og skrautleg hús á báðar hliðar. Skrifstofan var í þeim enda götunnar sem fjær var, svo EHu, sem farin var að þreytast, lá við að örvinglast yfir því hve langt hún átti eftir. Þegar hún var að litast um, sá hún fara fram hjá gula kerru af gamaldags gerð, sem tveim stórum dökkgráum hestum var beitt fyrir, skrautbúinn ökumaður stýrði þeim og við hlið hans sat maður í þjóns- búningi. „Hann er eins og guðmóðurvagni er lýst f huldufólkssögum,“ hugsaði Ella, sem lesið hafði huldufólkssögur með myndum við þegar hún var lftil. Þegar hún loksinskomað skrifstofu Mrs. Weldon, sá hún kerruna þar fyrir utan og hinn háa þjón bíðandi við dyrnar, og fjekk það henni undrunar. Hún var nærri hrædd við að fara inn og mæta konu þeirri er set- ið hafði f gulu skrautlegu kerrunni, klædd (Framh.)

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.