Baldur


Baldur - 07.12.1903, Blaðsíða 1

Baldur - 07.12.1903, Blaðsíða 1
BALDUK. I. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 7. DESEMBER 1903. STJÖRXARFARIÐ í CANADA. & (Niðurl.) Af því sem áður hefir verið sagt má sjá, að framkvæmdarvaldið í öllu athæfi hinnar canadisku þjóðar cr í höndum krúnunnar með hlið- sjón af vilja þjóðarinnar. Þetta tillit til þjóðarviljans er nú orðið bundið svo rammtraustri hefð, að í raun rjettri er vilji konungsins eða umboðsmanns hans mjög þýð- ingarlítill, cf hann kemur í bága við vilja ráðancytisins. Sú regla, að ,,enginn gctur sloppið hjá þvf, að bera ábyrgð af athæfi sfnu, þótt liann hafi þá afsökun fyrir sig að bera, að hann hafi farið eftir til- lögum vondra ráðanauta,“ hún nær til konungs og landstjórans eins og hvers annars manns. Til þess að gcta hcgðað sjer eftir þcssari reglu, hefir landstjórinn vald til að visa frá sjcr heilu ráðaneyti, þegarhon- um þykir heill þjóðarinnar í húfi, en þá verður hann að eiga f fórum sínum nógu marga þingmenn úr minni hlutanum, scm eru viljugir til að taka upp á sig ábyrgðina af stefnu landstjórans á móti meiri hlutanum. Þetta vald krúnunnar, scm í virkilegleikanum liggur allt af f þagnargildi, er aðaleftirstöðv- arnar af einveldi hinna ensku kon- unga. Þannig er framkvæmdarvaldið í Canada í orði kvcðnu f höndum einvaldskonungs, en virkilega í höndum fámennrar forstöðunefnd- ar. Þessi nefnd stjórnar aftur á móti í orði kveðnu í umboði þjóð- arinnar, en virkilega í umboði fárra áhrifamikilla íbúa í landinu, sem hafa vitsmunalegt og fjármunalegt bolmagn til þess að halda saman nógu stórum flokki. Hið svo nefnda þingbundna einveldi, sem Canada- menn eiga við að búa, er þannig hvorki virkilegt einveldi nje þjóð- veldi í eðli sfnu, heldur hreint og bcint höfðingjaveldi, þcgartil fram- kvæmdanna kemur. Ráðaneytis- formaðurinn er aðalakkeri alls stjórnarfarsins, og þegar hann deyr eða sleppir formennskunni fellur allt ráðaneytið um koll með honum. Þótt hver ráðgjafi hafi á- byrgð á sinni deild, ber allt ráða- neytið sameiginlega ábyrgð á heild- inni, og verður því allt að vera einhuga um hvað eina frammi fyr- ir almenningi. Annars verður sá að vfkja, sem ekki kcmur sjer sam- an við hina, og þá hætta hinir að bera ábyrgð af framkomu hans. LÖGGJAFARVALDIÐ f Canada er í höndum konungs og þings, sem er f tveimur deildum. í efri deild eru allir þingmcnn- irnir konungkjörnir, þ. e. a. s. land- stjórinn útnefnir þá samkvæmt til- lögum ráðaneytisins, en hann er við það bundinn að viss fjöldi sje úr hverju fylki. í Ouebec verður hver efri deildar þingmaður að eiga heimili sitt eða eignir í þeirri kjiir- deild, sem hann er fulltrúi fyrir,'"' en í hinum fylkjunum má heimili hans vera hvar sem er innan fylk- isins. Þessir menn vcrða að vera («) 30 ára gamlir (eða eldri), ('b) brezkir þegnar, sem (c) eiga $4000 af eignum umfram skuldir. Þeir missa sæti sitt, ef («) heimilisfang þeirra cða efnahagur hættir að full- nægja hinum ákveðnu skilyrðum, ef (6) þeir verða gjaldþrota cða sckir um glœp, ef (c) þcir vanrœkja að koma á tvö þing, hvort eftir annað, eða ef (d) þeir gjörast borg- arar annars þjóðfjelags. Komi ekk- ert af þessu fyrir, halda þeir sæti sínu ævilangt. Tala efri deildar þingmanna er 24 fyrir Quebec 24 — Ontario 'x' Með þessu á að vera sleginn varnagli við þvf, að Frakkar tapi hluttöku f efri deildinni. 10 fyrir Nova Scotia 10 — New Brunswick 4 — Prince Edward Island 4 — Manitoba 3 — British Columbia 2 — Norðvesturhjeröðin. Þetta er alls 81 maður að tölu, og er fundarfært í deildinni, þegar 15 þeirra eru viðstaddir. Það er sjerkennilegt við fundi þessarar deildar, að forsetinn hefir þar at- kvæði í hverju máli, en falli at- kvæði jafnt, er það skoðað sem neitun, með þvf að þá cr ekki meiri hluti mcðmæltur. Eins og mörgum er kunnugt, fæst ekki hjónaskilnaður f Canada, nema með þingsamþykkt, og er orðin föst hefð á því, að öll slík frumvörp komi fyrst fram f efri dcild. í engu öðru hefir efri deild- in nein forrjettindi fyrir neðri deildinni. I neðri deild sitja allir þjóðkjörn- irþingmenn. Fyrirkjörgengi þeirra eru engin aldurs, heimilis, eða eigna skilyrði, cn þeir verða að vera brezkir þegnar, og þeir mega ekki hafa neitt stjórnarembætti á hendi, eða vera í neinum fjármálasamn- ingum við stjórnina. Tala neðri deildar þingmanna er 65 fyrir Quebcc 92 — Ontario 20 —• Nova Scotia 14 — New Brunswick 7 — Manitoba 6 — British Columbia 5 — Princc Edward Island 4 — Ncrðvesturhjeröðin. Það eru ákvæði grundvallarlag- anna, að hvcrnig sem mannfjölgun verður varið í rfkinu, skuli þessi sama þingmannatala halda sjer í Quebec. í hvert skifti scm mann- tal er tekið skal einn sextugasti og fimmti íbúatölunnar í Ouebecfylki tekinn fyrir mælikvarða á móti cin- um þingmanni, og fer þvf þing- mannatala hinna fylkjanna eftir þvf, hvert þau haldast í hönd við Que- bec með mannfjölgunina, ellegar Nr. 46. þau gjöra tiltölulega betur eða ver í þvf efni. Samt má ekki lækka fulltrúatölu neins fylkis frá því sem verið hefir, nema það gjiiri mcira en tuttugasta parti ver heldur en haldast f höndur við Quebec. Sam- kvæmt þeim hlutfallabreytingum, sem komu í ljós við manntalið 1901, verða nokkrar breytingar í næstu kosningum á þingmannatölu hinna ýmsu fylkja. Fundarfært cr í ncðri deildinnl þegar 20 menn eru viðstaddir. Forseti og varaforseti erukosnir f hvcrt skifti sem þing kemur fyrst saman eftir almennar kosningar. Forsetinn greiðir aldrei atkvæði, nema svo að eins að atkv. sje jöfn. Milli almennra kosninga mega f lengsta lagi lfða fimm ár, en land- stjórinn má, með samþykki ráða- neytisins, hafa það svo miklu skemmri tfma sem honum sýnist. Hin sjerstöku forrjettrndi neðri deildar eru fólgin í þvf, að fiar verða öll fjárrnálaf ru fnvörp að lx'oma fjjrst fram, hvort hcldur þess efnis, að skapa tekjur, eða að leyfa útgjöld, en elckert fjármála- f rumvarp má á noTclcurn hátt tal - ast tit meðferðar, nema fiað haji fengið meðmœli landftjórans f þingsetningarræðu hans. Þctta tvennt eru aðalatriði þingbundinnar stjórnar. Konungurinn og þingið bindur hvað annað, þannig að kon- ungurinn getur engum tekjum safn- að úr þjóðarinnar vasa, nema með samþykki fulltrúa hcnnar, og þjóð- in getur ekki fengið að verja fje rfk- isins í neitt það, sem landstjórinn í umboði konungs fæst ekki til að mæla mcð. Kaup ráðgjafanna er $5000 áári, en kaup annara þingmanna í báð- um deildum er $1000 á ári, nema því að eins að þingseta vari skemur en 30 daga, þá hafa þcir $10 á dag. Auk þcss er þeim borgað þingfar- arkaup, sem nemur 10 centum á hverjamílu fram og til baka.Tólf mánuðir cr hinn lengsti tfmi, scm málíða, fráþyí þing endar og þang- að til næsta þing byrjar. * Almennt borga menn 3 cent á míluna í fargjald með járnbraut- um, en svo er sú hefð komin á, að brautafjelögin undanþiggja þingmenn þeirri borgun, og gefa þeim ,,frftt far“.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.