Baldur


Baldur - 07.12.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 07.12.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 7- UES. 1903. BALDUR crgefinn út&GIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um &rið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-Íslendingar. R&ðsmaður: G. Thorsteinsson. Rrcntari: Jóhannes VlGFÖSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Verð á im&am anglýsingam er 25 cent^ fyrir þamluag dálkalengdar. Afeláttnr er geBnn á itœrri auglýeiogum, »em birt»»t í blaðiuu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi ekíkum afalætti, og öðrum fjármálum blað* ins, eru menn beðnir að snúa »jer að ráði manninum. MÁNUDAGINN, 7. DES. I9O3. Mótmæli. ,,Grunaða svæðið er hugsunarhátturinn, hjegómablásturinn, gullhamraslátturinn“. (Niðurl.) Sú staðhæfing sem fyrvar minnst á, að menn þurfl ekki að roðna fyr- ir það, að gjöralltið, ef það litla sje til gagns, hún er ekki heldur rjett. Það er ekki nóg fyrir neinn mann að gjöra dálítið qott, helduráhver maður að gjöra allt það gott, sem hann megnar, ogþáfyrst þarfhann ekki að roðna. Honum dugar ekki að horfa brosandi á eitt atriði, sem hann hefir gjört vel, klappa svo sjálfum sjer á bakið fyrir góðaverk- ið sitt, og sofna af blcssaðri værð- inni yfir þvf, að einusinni hafi hann orðið til gagns. Menn eiga einmitt að læra að skaminast sín fyrir að gjöra lítið til gagns, þá fyrst fer þá að langa til að verða menn með mönnum, langar til að gjöra mikið til gagns, og af þeirri löngun sprettur blessunarrfk framför. All- ir kennararvita það, að þegar börn roðna, án þess að utanaðkomandi áhrif valdi því, að eins af því, að þau hið innra finna til þess, að þau hafi gjört of Iftið af þvf, sem þau hefðu átt að gjöra. Þá fara þau að herða sig, og kraftar þeirra þrosk- ast svo smámsaman við áreynzl- una, að þau afkasta með tfmanum þvf, sem þau í fyrstu höfðu enga orku til að afkasta. Sama gildir um fullorðna. Þeir sem innvortis frá finna tilefni til að roðna af þvf, hvað litlir menn þeir sje í saman- burði við það, sem þeir ættu að vera, þeir láta sjer fara fram, en hinir móka í náðum sínum. Með þessari staðhæfingu um að roðna ekki þó lftið sje gjört til gagns, og með öðrum slfkum prjedikunum, eru menn stældir upp í mókinu og makræðinu og sjergæðinu. Það er engin siðabótaraðferð, að snopp- unga menn með annari hendinni og kalla það siðalærdóm, en kúra þá niður með hinum lófanum og segja það sje „praktiskt“. Slfkt á lfklega að jafnast á við gömlu sverðin, sem særðu fyrst, og græddu svo á eftir með lífsteinum, sem f þeim voru fólgnir, en það er ævin- lega betra heilt en vel gróið. Hvað þeirri staðhæfingu við kem- ur, að mönnum stafi hætta af því, að gjöra sjer allt að atvinnu, þá er sú hætta ekki sjerlega mikil f virkilcgleikanum, vegna þess að slfkt reynir enginn lifandi maður. Annað eins er bara ímyndun og heilaspuni. Það er ekki hótinu hættulegra fyrir mann, sem er fjöl- hæfur að eðlisfari, að leitast við að ngjörva höndáhvert verk,“ sem svo er kallað, heldur en það væri fyrir hann, að ætla að kapp- kosta að verða fullkominn trje- smiður í þeim skilningi, að geta smíðað allt, sem úr trje er gjört. Sú cnska forskrúfun, sem margir Vestur-íslendingar eru búnir að drekka inn í sig, að menn þurfi að vera öfgafullir einræningar að hand- bragði til þess, að geta afkastað verki sfnu skammarlaust, er langt- um hættulegri heldur en sú virð- ing, sem Islendingar almennt hafa borið fyrir því að vera fjölhæfur. Fjöldi enskumælandi iðnaðarmanna stendur hjer árlega auðum hönd- um uppi, þegar þeim einhverra hluta vegna bregst sú eina atvinnu- grein, sein þeim hefir verið tamin frá barnæsku. Þetta eru ýmsir verkamannavinir farnir að benda á að sje ha:ttulegt, og allir góðir for- eldrar ættu að sjá svo um, að börn þeirra væru ekki á flæðiskeri stödd fyrir kunn&ttuleysi, þótt einn ein- asti atvinnuvegur brygðist þeim. Það er hætt einu auganu, nema vel fari, og sama er um alla tjóður- hæla-uppfrœðslu í atvinnumálum. ,,Eitt í einu“ er góð regla, en eitt að eins undir öllum kringumstæð- um er fásinna. III. Að ámæla alþýðuskóla- nemendum fyrir það, að hafa ekki „ákveðið, að hvaða takmarki þeir eru að keppa,“ virðist ekki sann- gjarnt, þegar þess er gætt, að al- þýðuskólafrœðslan er sá alþjóðar grundvöllur, sem heimtaður er af hverjum unglingi, hvaða starfsvið sem honum kann að hlotnast á fullorðinsaldrinum. Að það sje „sannarlega kominn tfmi til þess að hvert ungmenni á skólum vor- um velji sjer eitthvert sjerstakt starfssvið“ er þess vegna ekki svaravert. Það ætlast enginn frœðimaður til slíks af neinu ung- menni, því sfður af sjerhverju ung- menni. Meira að segja er háskóla- nemendum hjer f fylkinu ekki lof- að að velja sjer sjerstakt starfsvið fyr en þeir hafa öðlast alla þá frœðslu, sem veitt er á barnaskól- um (Common Schools) og þá frœðslu, sem veitt er á æðri skól- unum (High Schools) og stundað tveggja ára n&m & háskóla (Uni- versity). Þá eru að eins tvö ár eft- ir af háskólanámi þeirra, en þeir eru ekki fyr áiitnir færir um að bera skyn á það til hlýtar, hvaða braut þeir sje hæfastir til að ganga. Eftir þessari meðhöndlun hinna lærðustu manna á skólamálunum hjer að dœma, er það bláber barna- skapur, að ásaka alþýðuskólabörn fyrir markmiðsleysi eða hugsjóna- leysi og þar af leiðandi gagnsleysi. Engu sanngjarnara er það, að bregða hinum fullorðnu Ný-íslend- ingum um „hálfvelgju f öllum efn- um“. Hvað skyldi greinarhöfundurinn meina með því, að ráðleggja þeim að leggja niður úlfbúð út úr trú- málum og stjórnmálum ? Að svo miklu leyti sem slfk úlfbúð kann að vera til, ber hún vott um óbil- gjarna bardagamenn, eins og brunnið hefir við hjá íslendingum frá aldaöðli, en ekki um hálfvolgar lyddur. Undirhyggjumenn og fals- arar hafa ekki verið tiltölulega margir meðal Ný-íslendinga, en þeir hafa öðru hvoru átt f flokki sfnum talsverða uppivöðslumenn, sem frcmur kann að hafa skeikað frá meðalhófinu til þeirrar hliðar- innar, sern frá hálfvelgjunni snýr. Allir slfkir menn eru svo skapi farnir, að þeim mun veitast erfitt, að samsinna það með höfundinum, að einstaklings eignarrjettur geti náð út yfir skoðanir á málefnum mannfjelagsins, eftir að einstakl- ingurinn hefir orðið svo framgjarn að kasta þeim skoðunum & glæ fyr- ir almenning. Það væri ekkert nema ofdramb af nokkrum einstakl- ingi, að ætlast til þess, að hann mætti láta vaða á súðum f ein- hverju sjereignarskjóli, svo að aðr- ir menn hefðu ekki fullan rjett til að lofa það eða lasta eftir þvf, sem þeirra skynsemi næði til. Það skyldi enginn maður ala upp f sjer þann hroka, að gjöra slíka kröfu til mann- fjelagsins. Hvemig fer höfundurinn að vita, að Ný-íslendingar sje „eins sicyn- samir menn eins og landar vorir nokkurstaðar,“ jafn sannfærður eins og hann virðist um að þeir sje hugsjónalausir / Eru þá hvergi til íslendingar, sem hafa nokkrar hugsjónir ? Eða er þetta út f loftið? Hvernig veit hann að Ný-íslend- irigar sje ,,eins iitulir eins og land- ar vorir nokkurstaðar“ jafn sann- færður eins og hann virðist um að „hálfvilltir þjóðblendingar“ muni fá meiri áhrif á 10 árum heldur en Ný-íslendingar á þrjátfu ? Skyldi hvergi vera til íslendingar, sem jafnast að áhrifum við hálfvillta þjóðblendinga ? Þvf efast hann ekki um, að Ný- Islendingar sje ,,meir en jafningjar þeirra Þjóðverja og Pólverja, sem hjer hafa byggt" þar sem hann cr þess þó fullviss, að „suðurpartur þessarar nýlendu vcrður innan skamms algjörlega f höndum þess- ara nýkomnu þjóðflokka, efnalega stjórnfrœðislega og menntalega?“ Ef nokkurt vit á að vcra f þessu, hefir höfundurinn ætlað að segja, að þeir gætu verið meir en jafn- ingjar, en væru það ekki. í mcnnta- legu og efnalegu tilliti verða sumir Islendingar á eftir sumum annara þjóða mönnum í landinu, en slíkt er ekkert nýstárlegur vísdómur, því sama dóm má kveða upp yfir hvaða þjóðflokki sem vera skal. í stjórnfrœðilegu tilliti verða þeir á eftir hverjurn þeim þjóðflokki, scm hefir fleiri atkvæðum á að skipa, og þarf víst enginn maður að furða sig á þvf. í öllum öðrum skilningi eru þessarstaðhæfingar hinar mcstu fjarstæður. Allt þetta er að sfðustu kórónað með þvf, að „fslenzkt mál, fslenzkar venjur, “ o. s. frv., sje „f það minnsta hjcr að hverfa úr sög- unni“. „í það minnsta hjer ! “ Það tekur út yfir, því að hvergi nokk- urstaðar utan gamla íslands er á- stæða til að gjöra sjer jafnmiklar vonir um dálítinn varanleik ís- lenzkra þjóðerniseinkenna eins og einmitt hjer f Nýja íslandi. Þal er svo f) rir þakkandi, að Ný- í 1. geta enn þá haldið áfram að bfta bein fyrir sig, ef einhverjum skyldi þóknast að senda þeim fleiri slíkar hnútur.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.