Baldur


Baldur - 14.12.1903, Side 1

Baldur - 14.12.1903, Side 1
BiLDUE. I. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 14. DESEMBER 1903. Nr. 47. Það eru vinsamleg tilmæli útgefenda Balcurs við alla J>á, sem að undanförnu hafa stutt að út- breiðslu blaðsins, að þeir haldi á- fram að rjetta sjer sem vingjarn- legasta hjálparhönd, bæði að því sem borgun og útbreiðslu viðkem- ur. Fyrsti árgangur er bráðum á cnda, og fyrir komandi ár er ekki á annað en kaupendurna að treysta, fremur en að undanförnu. Þessari bendingu vona útgefend- urnir að allir sannir drengir taki vel. Það lyftir engum manni neitt hærra, að láta biðja sig ölmusu til eflingar þarflegu og vel meintu fyrirtæki. Svo scm að sjálfsögðu eru allir kaupendur blaðsins beðnir að sýna því sómasamlega skilvfsi. Það er svo að heyra sem lesend- um blaðsins falli það yfirleitt vel f geð, og það gefur útgefcndunum á- stæðu til þess, að vonast eftir, að kaupendurnir liggi ekki á liði sínu, fremur á borði en f orði. Nýjum útsölumönnum vcrður fúslega veitt sanngjörn borgun fyr- ir ómak sitt. STJÓRKARFARIÐ í M.4NTTOBA. Hjer í Manitoba og í hinum öðr- um fylkjum í Canada er stjórnar- farið í öllum aðalatriðum hið sama, sem í Canadaríkinu f heild sinni. FRAMKVÆMDARV ALD fylkisins er í höndunum á fylkis- stjóra (Lieutenant-Governor), sem settur er af hinum canadiska land- stjóra samkvæmt ráði hins cana- diska ráðaneytis. Hann er þann- ig fulltrúi konungsvaldsins f fylk- inu, og umboðsmaður konungsins j á næstu tröpþu fyrir neðan land- j stjórann. Til þess að framfylgja þeirri reglu, að láta aðalfulltrúa þjóðfje- lagsins bera ábyrgðina af með- höndlun framkvæmdarvaldsins í stað konungsins eða umboðsmanns hans, kveður fylkisstjórinn ráða- neyti sjer til fulltingis, og fer f því efni eftir öllum hinum sömu regl- um, sem landstjórinn fylgir við að velja sjer ráðaneyti. Afstaða þess ráðaneytis gagn- vart fylkisstjóranum og rjettindi þess í þeim efnum, sem fylkinu eru viðkomandi, eru einnig hin sömu, sem afstaða hins canadiska ráðaneytis gagnvart landstjóranum, og rjettindi þess í málefnum sam- bandsheildarinnar. Ráðgjafar fylkisstjórans hjer í Manítoba eru ekki nema fimm að tölu,* en í það minnsta ELLEFU STJÓRNARDEILDIR er um að ræða f þeim málum, sem fylkið hefir undir sinni hendi. 1. Ráðaneytisskrifstofan (De- partment of the Executive Coun- cil). Ráðaneytisformaðurinn hefir formennsku þcssarar deildar á hendi, hverja helzt aðradeild, sem hann kann þar að auki að hafa undir sinni hendi. 2. Fylkisskrifstofan (Dep. of the Provincial Secretary). Fylkis- skrifarinn hefir formennsku þess- arar déildar á hcndi. 3. Fjármáladeildin (Dep. of the Prov. Treasurer). Fylkisfje- hirðirinn hcfir á hendi formennsku þessarar deildar. 4. Stj órnarbyggingadeil din (Dep. of Public Works). Þessi deild hefir undir sinni hendi hin * í British Columbia eru þeir einnig 5 ; f Nova Scotia og f New Brunsvvick 7 ; í Prince Edvvard Island, f Ontario og í Quebec 8. Sumir ráðgjaf- arnir f þessum fylkjum hafa samt ekki neina stjórnardeild undir hendi. ýmsu verklegu fyrirtæki fylkisins, önnur en byggingu járnbrauta og hinna venjulegu uppfrœðslustofn- ana ; svo sem vegagjörð ; vatns- framræzlu ; heimili fyrir vitskert fólk; heimili fyrir þá sjúklinga, sem taldir eru ólæknandi; menn- ingarstofnun fyrir það fólk, sem er heyrnarlaust eða mállaust; o.s.frv. 5. Dómsmáladeildin (Dep. of the Attorney-General). Þessi deild hefir tillit með öllu rjettarfari f fylkinu, og verður verksviði henn- ar nákvæmar lýst sfðar, þegar minnst vcrður á rjettarfar landsins f heild sinni.* Hinir fimm ráðgjafar hafa á hendi formennsku sinn í hverri deild af þeim fimm deildum, sem þegár hafa verið taldar, en auk þcss skifta þeir á milli sfn for- mennsku þeirra fimm deilda, sem hjer fylgja næst á eftir. 6. Menntamáludeildin (Dep. of Education). Meðhöndlun á allri uppfræðslu fylkisbúa á almenn- ings kostnað er í höndum þessarar deildar.** 7. Akuryrkjumála- og inn- flutningsmála-deildin (Dep. of Agriculture and Immigration). Hún innibindur allt það, sem inn- flutningi til fylkisins viðkemur, og veitir umsjón öllu þvf, sem lýtur að uppfrœðslu f búnaði og eflingu búnaðarins á ýmsan hátt, svo sem hinni árlegu iðnaðarsýningu f Winnipeg; sýningum og fram- * Þegar ráðaneytisformaðurinn er löglærður maður hefir hann venjulega áhendi formennsku þessarar deildar í hverju fylk- inu sem er. ** Meðhöndlun þcirra mála er hin þýðingarmestu sjerrjett- indi fylkjanna, og sambands- stjórnin lætur þau með öllu af- skiftalaus, nema hin brýnasta nauðsyn beri til. Máske verðursfðar í blaðinu nákvæm- ar minnst á verksvið þessarar deildar. kvæmdum hinna ýmsu akuryrkju- fjelaga (Agricultural Societies) og bœndafjelaga (Farmers’ Institutes); styrkveitingum til smjörgjörðar- húsa;* árlegri ókeypis tilsögn f mjólkurmeðferð; uppskeruskýrsl- um; o. s. frv. Einnig er í ráði að þessi deild komi áfót akuryrkju- skóla (Agricultural College). 8. Járnbrautamáladeildin (Dep. of the Railway Commis- sioner). 9. Landeignadeildin (Dep. of the Land Commissioncr). 10. Sveitamáladeildin (Dep. of Municipal Commissioner). Þessi deild hefir eftirlit á starfsemi hinna ýmsu sveitastjórna, og hefir alla stjórnsemi á hendi í þeim byggðar- lögum fylkisins, þar sem reglu- bundin sveitarstjórn er ekki kom- in á. 11. YJirskoðunardeildin (Au- ditor’s Department). Þessi deild hefir á hendi yfirskoðun á fjármeð- höndlun ráðaneytisins, og er óháð ráðaneytinu og öllum stjórna- skiftum. LÖGGJAFARVALDIÐ f fylkinu er í höndum fylkisstjóra og þings, sem er í einni deild. Þingmenn fylkisins eru 40 að tölu. Þeir verða að vera orðnir 21 árs gamlir og brezkir borgarar. Þingmennskulaun þeirra eru $500 á ári, og þingfararkaup 10 cent á hverja mílu. Hvert kjörtfmabil í fylkinu er 4 ár, en þing bemur ekki sjaldnar saman en á tólf mánaða fresti. Allt að $500 er venjuiega veitt sem lán hverju því fje- lagi, sem leggur sjálft fram jafnmikið fje til þess, að stofna smjörgjörðarhús, en auk þess verður hvert slíkt fjelag að standa f ábyrgð fyrir öðrum $500, ef á þarf að halda.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.