Baldur - 14.12.1903, Blaðsíða 3
BALDUR, 14. DES. I9O3.
3
KtfNUM mínum gef jeg á veturna kurlað bygg og
úthey. Handa mjólkurkúnum læt jeg ’bran* saman
við byggið. Jeg hcfi fengið pund af smjöri á veturna
úr 32 pundum af mjólk, ensumar kýrnar mínar(Hol-
steinkýr) mjólka 40 til 45 pundum (16 til 18 pottum)
á dag. Mjer telst svo til að jeg eyði 12 centum á dag
f fóður handa kúnni, og jeg læt vatna þeim tvisvar á
dag inni f fjósinu. Ekki hefi jeg trú á því, að hrúga
ncinum óskopum f kýrnar um þann tfma árs, sem
fóðrið er dýrast. Jeg kýs helzt að þær beri sem flest-
ar á vorin, þegar mjólkurhæðln verður mest og fóðrið
er bezt og ódýrast. Sjerstaklega vil jeg leggja áherzlu
á það, að betra er að hafa 3 eða 4 góðar kýr og fara
vel með þær, heldur en að hafa þær helmingi fleiri
Ijclegar.
Jcimes Glennie.
Verzlun G. THORSTEINS-
SONS hefir nú meiri byrgðir af
JÓLAY ARNINGI
en nokkru sinni áður.
Að telja það allt upp tæki of mikið rúm, og fólk
þarf að sjá vörurnar áður en það kaupir.
Bezta ráðið er því að koma sem fyrst og sjá
hvað til er, þvf eins ogvanter, hafa þeir fyrstu bezta
tækifærið að velja úr beztu munina.
BOLL APÖR, B ló m a krukkur
og margt, margt íleira af fram-
úrskarandi skrautlegri leirvöru.
Efni í hátíða og spari kjóla
alveg spánnýtt og af vönduðustu
gerð.
Mikið upplag af karlmanna-
fötnm er nýkomið, úr fínu og
vönduðu efni.
Mjölvara og fóðurbœtir
er ávallt til.
Og 'svo til þess að menn þurfi ekki að lenda f
vandræðum með að koma vörunum heim til sín, þá
hefi jeg ávalt nægar byrgðir af
SLEDTJM
handa þeim, sem þeirra þurfa með.
Með beztu þökkum fyrir góð viðskifti
YDAR
Ella Leston.
(Framh.)
II.
,,Hún borgar lagsmey sinni 100 pund
sterling um árið og kostar hana að öllu
leyti öðru en fötum. Það liggur fyrir yður
að lifa eins og blóui f eggi“.
„Hundrað pund um árið! Hvaða bless-
un ! Þarf jegað bcradýran ldæðnað ? Hef-
ir lafði Ducayne oft heimboð eða tekur
mikinn þátt í fjelagslífinu ?“
,,A hennar aldri! Nci, hún lifir að mestu
út af fyrir sig — dvelur lengst af í sfnum
eigin herbergjum ; hún heldur franska her-
bergisstúlku, einn þjón, einn ökumann og
einn hcstahirðir“.
„Hvers vegna urðu hinar lagsmeyjar
hennar að yfirgefa vistina?“ spurði Ella.
,,Þær misstu heilsuna".
„Vesalings stúlkurnar, og urðu svo að
fara ?‘ ‘
„Já. Jeg ímynda mjer að þjcr viljið fá
fyrirfram borgað ársfjórðungskaup ?“
„Já, kæra þökk. Jeg þarf að kaupa ýmis-
legt“.
,,Jegskal útvcga ávfsun frá lafði Du-
cayne, og senda yður upphæðina að frá
dregnum umboðslaunum mfnum“.
„Auðvitað, jeg var búin að gleyma um-
boðslaununum“.
,,Þjer álítið þó lfklega ekki, að jeg haldi
þessa skrifstofu að cins að gamni mínu“.
,,Nei, sei-sei nei,“ svaraði Ella, sem
datt í hug dollarinn er hún hafði fengið
henni, og hver gat búist við að fá fyrir
hann eingöngu hundrað pund og frfa ferð
til ítalfu.
III.
Það sem nú kcmur er brjef frá Ellu til
móður hcnnar :
,,Ó, mamma, jeg vildi jeg gæti haft þig
hjerna hjá mjer, hjerna við Cap Ferrino.
Iljer er allt svo inndælt! Himininn svo
fagurblár að jeg hefi aldrei sjeð hann slíkan
fyr, og svo öll aldintrjen, scm úir og grúir
af í kringum okkur. Það er að skilja bak
við okkur, þvf fyrir framan okkur cr hafið,
hið sólfágaða Adrfahaf, sem veltir geisla-
vermdum öldum upp að þessu gróðurrfka
aðsctri unaðsemdanna. 0, að þú gætirver-
ið hjcr til að njóta með mjer allrar fegurð-
arinnar sem fellur í hlut skilningarvita
minna frá morgni til kvölds.
Getur það verið mfigulegt að jeg eigi að
dagsetja brjef mitt f nóvember; loftið er
hjcr nú eins og f júní heima á Englandi,
sólskinið er svo hcitt að jeg get ckki farið
út nema að hafa sólhlff. En þú, ástríka
móðir mfn, þarna situr þú f þessari stóru
en þröngu borg. Jeg vildi að þú værir
komin. Jeg get næstum grátið yfir því að
vita, að þú lfklega færð aldrei að sjá það,
sem jeg nýt nú f fullum mæli — hið inn-
dæla ftalska himinloft og hið óviðjafnan-
lega Adrfahaf. Meðan vetur er hjá þjer,
hefi jeg gnægð af blómum rjett fyrir utan
gluggann minn ; hjer framleiðir náttúran
þau blóm hjálparlaust frá mannanna hendi,
sem við megum borga háu verði heima.
Og það í nóvember, mundu eftir þvf
mamma. Ó, hvað allt er yndislega fagurt!
Og svo gestahöllin, sem við búum í, hún
er nærri ný og hlýtur að hafa kostað of
fjár. Okkur, þig og mig, heflr aldrei dreymt
um slfkt skraut f bágindum okkar.
Herbergin okkar eru svo skrautleg, að
jeg nærri fyrirvarð mig í fyrsta sinn er jeg
kom inn í þau. Húsmunirnir eru klæddir
bláu satfni, sem gjörir bókfellslitinn á and-
liti lafði Ducayne enn þá gleggri, en það
gjörir nú harla lítið, þvf hún situr allan
daginn í sólskininu f einu veggsvalahorninu,
nema þegar hún ekur eitthvað í vagni sfn-
um. Allt kvöldið situr hún í hægindastól
fyrir framan eldstæðið, og aldrei umgengst
hún aðra en okkur, sem erum í hennar
þjónusfu.
Svefnherbergið mitt er innar af hennar
svefnherbergi, og það er svo ljómandi fag-
urt að jeg hvorki get nje reyni að lýsa því,
að eins það skal jeg segja þjer, kæra
mamma mfn, að þar er svo mikið um
spcgla að jeg sje mig, hvar sem jeg er f
herberginu, og veit þvf núna miklu betur
en áður hvernig jeg lft út. Mjer finnst
stundum eins og lafði Ducayne sje mjög
rík og mjög góð amma, sem hefir fundið
mig allt f einu á lífsleiðinni.
Hún er alls ckki heimtufrek. Jeg les all-
mikið upphátt fyrir hana, og hún situr,
dottar og dregur ýsur á meðan. Stundum
heyri jeg hana stynja f svefninum, eins og
hana dreymi illa. Þegar hún er orðin þrcytt
að hlusta á lestur minn, biður hún frönsku
herbergismeyjuna að lesa franska smásögu
fyrir sig, og þá ýmist hlær hún eða stynur
yfirþvísem hún heyrir, svo að jegímynda
mjer að hún sje hrifnari af frönskum bók-
menntum en enskum. Jeg er ekki nógu
fær í frönsku til að geta keppt við Eugeniu,
sem les ágætlega vcl.
Jeg hefi nógar frfstundir, því oft segir
lafði Ducayne mjer að fara og ganga eitt-
hvað mjer til skemmtunar. Þásveimajeg
f kringum hæðarnar, hjer er allt svo fag-
urt. Jeg er hrifin af þessum fögru olfuvið-
arskógum, svo klifra jeg hærra og hærra,
þangað sem barrviður vex,—þar fyrir ofan
I koma svo snjótyppt fjöll. (Framh.)
G. TIIORSTEmSSON.