Baldur


Baldur - 14.12.1903, Side 4

Baldur - 14.12.1903, Side 4
4 BALDUR, 14. DES I903. Nýja ísland. SUNNUDAGINN þann 20. desember verður messað f skóla- húsinu Á HNAUSUM kl. 2 eftir hádegi. J. P. SóLMUNDSSON. f 3. þ. mán. dó ungbarnið Margrjet Helga Dorothea, fædd 1 r. október síðastliðinn. Hún var dóttir Júlíusar J. Sigurðar á Odda við íslendingafljót og framliðinnar konu hans, sem dó um miðjan okt. í haust. Þær frjettir berast norðan af vatni, að fiskimenn hafi orðið fyrir stórfelldu netatapi við það, að is- inn braut af norðurvatninu skömmu eftir að fyrst lagði. Allmikið af fiski, sem ekki var búið að flytja til lands, hafði einnig tapast, en að öðru leyti berast góðar frjettir af aflabrögðunum. Á skólahjeraðsfundinum hjer hinn 6. þ. mán. var hr. Bjarni Júlíus kosinn í skólanefndina í stað- inn fyrir hr. Björn B. Oison, sem verið hefir í henni f síðastliðin þrjú ár. Með því að hinum síðarnefnda var þannig vikið úr sæti þrátt fyrir að hann sótti um endurkosningu, hafa nú báðir samverkamenn hans, hr. Pjetur H. Tærgesen og hr. Ari Guðmundsson, einnig sagt af sjer nefndarmanns-embættunum, þareð þeir máttu líta svo á, sem kjósendurnir væru ósáttir með em- bættisfærslu þeirra. Fundargjörða- bók hjeraðsins ber það, sem sje, með sjer, að þessir þrfr menn hafa verið einhuga um hverja einustu ákvörðun, sem nefndin hefir gjört. Þetta tiltæki ber vott um meiri göfugleik heldur en menn almennt eiga að venjast, þegar þess er gætt, að þeir Pjetur og Björn virðast hafa verið óvægir andstæðingar bæði f stjórnmálum og trúmálum. Það má geta þess, hr. Hirti Leo, fyrverandi kennara Gimliskólans, og þessari fráfarandi skólanefnd til sameiginlegs og verðugs lofs, að enginn samskonar skóli f fylkinu hefir getið sjer annan eins orðstfr eins og þessi skóli hin fáu ár síðan hann var stofnaður. Allir nemend- ur frá Gimliskóla, sem gengið hafa undir kennarapróf, hafa staðist prófið, og það eru einsdœmi í fylkinu. Prófessor Johannes Miculics, sára- læknir frá Breslau í Þýzkalandi, sem ferðaðist um Amerfku í sumar, sagði um Ameríkumenn, í fyrir- lestri sem hann hjelt skömmu eftir heimkomuna, meðal annars, að sjálfstraust þeirra væri takmarka- laust, þeir þættust alit vita og allt geta, gætu þvf fátt sjeð í rjettu ljósi nema í gegnum annara augu, en samt væru þeir mikilhæfir menn, og sá tími væri nú liðinn að Þjóð- verjar væru gefendur en Ameríku- menn þiggjendur í framfaralegu tilliti. Um frjettasmala blaðanna getur hann þess, að það sje ,,hættulegir herrar, “ sem ómögnlegt sje að um flýja, og að cinn af þeim hafi spurt sig í alvöru : ,,Hr. prófessor, hafið þjer aldrei komist að því hvar heim- ili mannssálarinnar er, þegar þjer hafið verið að sundurliða manniega lfkami“. Trúðleikari var eitt sinn aðleika Schrewsbury í leiknum ,,Rfkarður þriðji“. Eins pg til stóð, kallaði hann upp á rjettum tíma: ,,Hest! Hest! Jeg gef konungsrfki mitt fyrir hest! — -*—“. Þá segir einn áheyrendanna : „Dugar ekki asni ?“ Leikandinn áttaði sig fljótlega og svaraði : „Jú, — hann mun duga. Flýttu þjer bara og komdu hingað“. WINNIPEG BUSINESS COLLEGE. Port. Ave. WINNIPEG. NORTH END BRANCH. Á MÓTI C. P. R. VAGNSTÖDINNI. Sjerstakur gaumur gefinn að upp- frœðslu í enska málinu. Empire. Þetta er mynd af Empire- skilvindunni, sem GUNNAR SVEINSSON hefir nú til sölu. Um hana þarf ekkert að fjölyrða. Hún mælir bezt með sjer sjálf. Upplýsingar fást hjá B. B. OLSON, Gimli. G. W. Donald, sec. WINNIPEG. 9 8 * B. B. OLSON, SAMNINGARITARI OG INNKöLLUNARMAðUR. ♦ GIMLI, MANITOBA. $ f BONNAR & BARKISTERS Etc^ P. O. Box 223, WINNIPEG, MAN. Mr. B o N N A R er hinn langsnjallasti málafærslu- maður, scm nú cr í þessu fylki. Sá scm vill geyma kjöt alveg ó- skemmt yfir allt sumarið, ætti ekki að slátra skepnunni fyr en að haust- inu. Það er óbrigðult ráð. Heimili lögmanna eru byggð á höfðum heimskingjanna. ■..... ........ "■ ■ ......' ■-* Fyrir nokkrum árum gaf Emírinn yfir Afghariistan Sháanum yfir Persíu bók, sem án alls efa er sú dýrasta bók sem til er. Bókin er skrifað eintak af kóraninum, og kostaði bandið eirigöngu $160,000. Hvort innihaldið svarar til bands- ins fer eftir því hvernig það er metið, en handskrifaðar bœkur hafa ávallt dýrar verið. Spjöld og kjölur bókarinnar er úr 60 centimetra (nærri 2% þuml.) þykkri gullplötu, skreytt með 167 perlum, 182 rúbínum og 109 de- möntum, allt af beztu tegundum. Afghaniskur gullsmiður hefir bund- ið bókina f þetta band, sem kvað vera undurfagurt og á hvergi sinn líka. PR.: Hvernig þótti þjer þakk- lætisræðan mín fyrir uppskeruna Jón minn ? JóN : Furðu góð, jafnlítið vit og presturinn hefir á þess konar. ,,Það er bara bull að segja að kossar sjeu hættulegir. Hvaða skaða getur leitt af þeim ?“ sagði frúin. ,,Giftingu!“ tautaði pipar- sveinninn. FOR TWENTY YEftBS IN THE LEAD Automatic take-up; selt-r,etting needle; selí* threading shuttle; antomatic bobbin winder; quick-tension release; all-stecl nickeled attach- incnta. Pat3ííted Ball-bsaring Stand. QUPKRIOn TO ALL OTHER3 fíandsorriesfc. easiecfc runnlng, most nolsoloss, mosfc durabíc. .......Aak your dcaler for tiio and donot buv any machino un- til you have soon the El&redKö “B.** Oom- •'are irsquality and prlce, and ascortain itð mForiortfcy. Tf Jnterosted scnd for book about Eldrldgo •'B." We will rnail it promptly. Wholesale Dlstributors: Merrick, Anderson & Co., Winnipeg.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.