Baldur


Baldur - 21.12.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 21.12.1903, Blaðsíða 2
BALDUR, 21. DES. I903. BALDUR ergcfinn útáGIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni f viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. ■Ctgefendur : Nokkrir Ný-Íslendingar. Ráðsmaður: G. TlIORSTEINSSON. l’rentari: JóiIANNF.S VlGFtJSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, GiMLl, Man. Verð á emáum auglýeingum er 25 cents fyrir þumluDg dálkelengdar. Afaláttur er gefion á stœrri auglýeÍDgum, sem birtast í blaðinu yfir lengri tíma. Viðvikjandi slikum afslætti, og öðrum f jármáHim blað<- ios, eru menn beðoir að BDua sjer að ruðs- manninum. MÁNUDACINN, 21. DES. I9O3. Þungar sakargiftir. Allir íslendingar, sem nokkuð lesa, hafa heyrt nefndan hinn rússneska speking, Leo Tolstoy. ,,Orð hans er þungt sem græðis- gnýr er genguf að ofsaveður, “ mundi vera sannari staðhæfing um þennan mikla mann heldur en um flest iinnur bíirn jarðarinnar. Hann hefir mælt svo þungum áminning- arorðum til hins unga manns, scm nú ræður Rússaveldi, að stjórn- málamenn rfkisins urðu skelfdir. Hann var gjðrður útlagi úr landinu, en þegar til kom, dirfðist land- stjórnin ekki að framfylgja skipun sinni, af ótta við múginn, cins og I'arisearnir forðum. Ilann hefir nú ekki alls fyrir l 'mgu skrifað ritgjörð með fyrir- sögninni: ,,Þú skalt ekki mann deyða". í þeirri ritgjörð var svo þungum orðum bent til Vilhjálms Þýzkalandskcisara, að keisarinn bannaði útbreiðslu ritgjörðarinnar innan takmarka sfns rfkis, og ljct eyðileggja allt það af upplaginu, sem fannst f ríki hans. Samt berst nú þessi ritgjörð á vængjum vind- anna um allan heim, og mannkyn- ið hlustar með undrun og lotningu á allan ofsann og frckjuna, sein sjerhvcr ritgjörð þessarar göfugu mannfjelagshetju er svo þrungin af. Þannig ávarpar Tolstoy allt af öðru hverju einn eða annan eða inannkynið f hcild sinni. Meðal hinna sfðustu ritgjörða hans cr á- varp til kennilýðsins, og farast honum þar orð á þessa leið : ,,Kenning kyrkjunnar er ekki skaðleg vegna þcss einungis, að hún er óskynsamlcg og ósiðferðis- full, hcldur einkum vegna þess, að fólkið, sem játar þcssa kenningu, stendur í þeirri meiningu, að það sje að lifa sannkristilegu lfferni, þótt það finni ckki virkilega til neins siðferðislögmáls til þess að laga breytni sfna cftir. ,,Margir lifa f vitfirringslcgum munaði, sjúgandi auðæfi sín út úr handafla fátækra vcsalinga, og verjandi sjálfa sig og fjárpyngjur sínar með lögreglu, málssóknum, og lögtökum, — og kennilvðurinn samþykkir, helgar, og blcssar þetta Iíferni f Krists nafni, og að eins ráðleggur hinum rfku, að leggja lítinn skerf þýfisins af mörkum þeim til velferðar, sem allt af cr haldið áfram að stela frá. — Með- an þrælahald viðgekkst, var kenni- lýðurinn alstaðar sffelldlega reiðu- búinn til þess, að rjettlæta það og sanna samræmi þess við kristin- dóminn. „Margir reyna með morðvopna- ofbeldi, með manndrápum, að ná augnamiði ágirndar sinnar, — og kennilýðurinn flytur bœnir sínar og blessunaröskir yfir strfðsáhöld- unum og stríðinu sjálfu, og sam- þykkir ekki einungis, heldur oft og tfðum hvetur til slíkra athafna, og telur styrjaldir — það er manndráp — ekki f ncinu ósamrœmi við kristindóminn. „Margir, sem trúa slíkri kenn- ingu, eru með þessum hætti leiddir út í sinn illa lifnað, en þar á ofan eru þeir gjörðir þess fulltrúa, að sinn vondi lifnaður sje góður, og að engin ástæða sje til þess, að gjöra á honum nokkra breytingu. ,,Svo er ekki svo sem allt sje þar með búið. Aðalógæfan liggur f þvf, að svona kenning er svo meistaralega tvinnuð saman við ytri siðavenjur kristindómsins, að fjöldi þeirra, sem kristna trú játa, halda að slfk kcnning sje sannar- lcgur kristindómur, og ekkert ann- að sje rjett, — ekkcrt geti verið kristindómur, ef það cr öðruvfsi en þetta. Þjcr, klcrkar, hafið ckki einungis leitt athygli fólks frá lind hins lifandi vatns, — ef það væri allt og sumt, kynnu menn enn þá að geta fundið hana, — heldur hafið þjer citrað svo lindina sjálfa, með kenningum yðar, að fóik get- ur ekki fundið annan kristindóm heldur en þann, scm þjer eruð búnir að eitra með yðar setningum. „Sá kristindómur, sem þjerprje- dikið, er bólusetning úr fölskum kristindómi, alvcg cins og bólu- setning gegn sóttnæmum sjúkdóm- um, og áhrif þeirrar bólusetningar eru þau, að gjöra þá, sem fyrir henni verða, ómóttækilcga fyrir hinn sannarlega kristindóm. „Fólk, sem frá kyni til kyns hefir byggt framfcrði sitt á þeim grundvallaratriðum, sem eru ósam- rýmanleg við sannan kristindóm, lifir í þeirri fullvissu, að líferni þess sje kristilegt, og er svo ekki vaxið þvf, að veita sönnum kristindómi viðtökur“. Svo mörg eru þessi ávítunarorð hins rússneska spekings. Slíkum sakargiftum er tekið með dauða- Þögn, þegar það er Tolstoy sem flytur þær. Sannleiksgildi þeirra væri jafnmikið hver sem bæri þær fram, en sá er munurinn, að hefði einhver smælingi talað annað eins, hefði rödd hans tafarlaust verið niður kæfð með trumbum og sym- fónum allra kristinna þjóða. Þegar sá talar, scm keisaravaldið hcfir ekki getað niðurbrotið, sjer kyrkju- valdið það sjer einnig fyrir bcztu, að humma allt fram af sjer með þögninni. Hvort sem þessar þungu sakar- giftir eru rjettar eða rangar, eru þær, eins og sjerhvað það, scm þessi maður ritar, hið alvarlegasta fhugunarcfni fyrir alla hugsandi menn heimsins, og það væri ís- lendingum lftill hagur, að fara á mis við alla kynningu af skoðunum þessa mikilsvirta manns. Þó að hygginn maður hafi hnef- ann fullan af sannleika, lætur hann sjcr oft nægja að opna bara litla fingurinn. Œ, REYNDU NÚ. Œ, reyndu nú að rýna eitthvað meira, — hve rökkrið fer að breiðast yfir löndin, og hvernig hönd og hálsa reyra böndin, og hcila velli stríðin lauga’ f drcyra. og hversu afllaus almúgans er höndin, ef eitthvað sjer til frelsis þarf að vinna, hve bljúgt hann þakkar fóður sfn og sinna, og sekkur þar sem blasir rjctt við ströndin, en vilji einhver áralagið kynna, er undir hverjum hlummi svika- brestur, —svo kænlega var knör að morgni hlesstur að kvöldi skyldi’ ei nokkur lend- ing finna. — Sjá! sjerhver þykir maður vera mestur, scm miklast getur upp úr fjöldans heimsku, og orkar þvf, að aðrir falla’ f gleymsku, svo einn hann gjörist fólksins æðstiprestur, ef svo hann einn hjcr eigi tclst sem gestur, en útlendir og framandi’ allir hinir, þá býr hann veizlu, — veitir guða- drcyra. í slfkum klækjum vcrður síðsti verstur, cf viltú ei, að fram þjer taki synir og reyni til að rýna vitund meira. IIANN. Erum við að gjöra okkar hlut að þvf, að gjöra veröldina betri ? Það er auðvitað þiirf á slfkri vinnu. Við höfum möguleika og hæfileika í okkar valdi. Hvernig höfum við varið þeim síðustu viku ? Það er skylda okkar að komast að sannri raun um það. Það getur komið oss til að gjöra meira næstu viku

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.