Baldur


Baldur - 18.04.1904, Síða 2

Baldur - 18.04.1904, Síða 2
2 BALDUR, 18. APRÍL. I9O4. BALDUR er gefinn út á GIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um úrið. Borgist fyrirfram. Útgefcndur: Nokkrir Ný-Íslendingar. Ráðsmaður: G. TilORSTEIXSSON. Prentari: JóIIANNES VlGFÚSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Verð á amánm auglýainRum er 25 eenta fyrir þumlung dálkelengdar. AÍBláttur er gefinn á strerri nuglýíingum, aem birtaat í blaðinu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi slí kum afalætti og öðrum f jármálum bleðs- ina, eru raenn beönir að anúa ajer að ráða- manninum. MÁNUDAGINN, 18. APRÍL. I9O4. „Mímir“. Eftlr J. P. Sólmundsson. —:o: — Allir muna eftir Mfmisbrunni og jötninum scm gætti hans og gaf brunninum nafn sitt. Nú um sfðustu úramót kom út f Kaup- mannahöfn enskt rit með þessu nafni, en af form&la þess má þó sjá, að það kemur að mcstu leyti frá hendi Prof. W. Fiske f Fló- rens á Ítalíu. Nafnið virðist í fljótu bragði vcra nokkuð yfirlætis- mikið, en þegar þess cr gætt, að hinn norræni vizkubrunnur, sem gcymdur var hjá fyrirrennurum mannanna, jötnunum, er að lík- indum lind cndurminninganna, og nafn hans af sömu rót numið sem hið latneska orð ’memorabilia1, þá vcrður manni það ljóst, hversu heppilega þctta nafn er valið. Rit þetta er samsafn af upplýs- ingum viðvíkjandi íslandi og Is- lendingum, og mundi fátt eitt af íslenzku.fólki geta leyst þannig frá skjóðunni, þótt einhver útlend- ur maður beiddist upplýsinga um þess eigið land og þjóðcrni. Ekki svo að skilja, að fslenzkt fólk viti ekki almennt citthvað um flest af þvf, sem á er minnst í þessu riti, en þáð er allt annað en að geta framsett það jafn skiljanlega eins og gjört er í ritinu. Aðalhluti rits þessa er ekki nemá .80 bls. að stærð, en efni þess er óviðjafhanlega mikið í svo stuttu máli. í þvf virðist hver setning vera skrifuð í þeim ákveðna til- gangi, sem höfundurinn setur sjer fyrir, og það segir hann í formál- anum að sje: 1. Að gjöra þeim mönnum, sem gefa sig við íslenzkum fræð- um hægra fyrir með að vita hver af öðrum, og þar af .leiðandi eiga hægra með að ná saman og færa sjer hver annars starf í nyt. 2. Að koma útlendum náms- mönnum og fræðimönnum f kynni við hið eina land, sem hin norræna tunga er töluð sem lifandi mál, og þar sem sami andinn og eðlið, sem kemur fram í hinum fornu sögum, kviðum, og drápum, er enn þá fólgið f fólksins eigin eðlisfari, í stað þess, sem allt slfkt er nú ekk- ert orðið nema fornfræði hjá öðr- um germönskum þjóðum. 3. Að gefa íslenzkum mönnum vitneskju um það athygli, sem margir frœðimenn vfðsvegar um hcim, veita þcirra andlega auði, og um þá þýðingu sem slfkt athygli hefir fyrir hina íslenzku þjóð. 4. Að hjálpa til að vinna að þeirri þroskun, sem nú er byrjuð f þjóðlífi þessarar smáu greinar af hinum germanska þjóðbálki, þrátt fyrir alla örðugleikana sem hafa staðið þeirri grein f vegi fyrir þrifum. Það ætti að vcra öllum íslend- ingum skiljanlegt, að það er ekki lftilla þakka vert af þeirra hálfu, að einn af fremri frœðimönnum heimsins hefir sett sjer þann til- gang, sem hjer hcfir verið sagður, og tekið hið fyrsta spor f áttina honum til uppfyllingar. Þótt á smávegis galla megi benda f ritinu, þá eru þeir ekki mikilla aðfinninga verðir. Hitt er miklu sjálfsagðara af öllum sönnum þjóðvinum, að minnast þcssa lofsverða tilgangs, sem útlendur maður hefir stílað oss upp f hendurnar, og leggja-.svo hver þann litla skerf, scm hann kynni að gcta, þótt ekki væri nema með smábcndingum, til þess að tilganginum yrði scm bezt náð. Til þcssað fullncegja hinu fyrsta atriði, — að kynna einn manninn uðrum, ’prcsentjera' þá, — er í ritinu löng skrá yfir nöfn útlendra fíœðimanna. Einnig eru þrjái' að- greindar skrár yfir nöfn þcirra ís- lendinga á íslandi, í Danmörku og f Ameríku, sem að einhverju leyti hafa, frá höfundarins sjónarmiði, þýðingu fyrir tilgang haris, Smnir þeirra manna eru sjerstaklega mál- inu viðkomandi, sem frœðimenn í ýmsu því, sem landi og þjóð kem- ur við. Aðrir eru starfsmenn ein- hverra þjóðlegra stofnana, og koma málinu við á þann hátt. Enn aðr- ir eru þcir, sem með skáldskap, blaðamennsku og>öðrum ritverkum má vænta að hafi áhrif á feril þjóð- arinnar; og þcim meðfylgjandi eru bóksalarnir. Nokkur önnur nöfn finnast þar sem engin ástæða sjcst fyrir, úr þvf að tugum annara manna er þá ekki gjört jafn hátt undir höfði. Leiðinlegt er til þess að vita, að þetta þarflega rit skuli .flytja nöfn manna, sem ekki eru færir um að lesa prófork af sfnu eigin nafni, og með þvf spana það tilefnislausa gort upp f þeim, að þar sje til ’rit- höfundur, blaðamaður og skáld,1 eða nokkrir vissir ’fyrstu raðar menn‘„ Til þcss að koma útlendingum f kynni við það, sem fslenzkt er, gengur mikill hluti ritsins, enda er það vonlegt. Þeir fslenzku náms- menn hjer f Ameríku sem ekki hafa uppfæðst á Islandi hefðu ekki síður þörf á þeirri fræðslu, og ættu að útvega sjer þetta rit, ef það er fáanlegt. Þar eru talin upp hin ýmsu. fjelög og stofnanir, sem til eru í landinu þjóðlffinu til and- legrar þroskunar. Það er sagt hvcnær hvað fyrir sig var stofnað, hvernig því erhaldið við, oghverj- ir vcita þvf nú forstöðu eða aðstoð og utanáskrift þeirra manna. Þann- ig er talið upp bókmcnntafjelagið, þjóðvinafjclagið,’' biblíufjelagið, sögufjelagið, fornlcifafjelagið, nátt- úrufræðisfjelagið, búnaðarfjelagið, kennarafjelagið, og stúdentafje- lagið. Sömuleiðis hinn lærði skóli, prestaskólinn, læknaskóljnn, báðir * Það cr lærdómsríkt merki um hið fslcnzka þjóðlífsástand, að þcssi eini stjórnmálafjelags- skapurskuli, eins og flest önn- ur fslenzk samtök, hafa snúist upp í pappírsbúskap. gagnfræðisskólarnir, (á Akureyri, og í Flensborg), þrfr kvennaskólar (f Reykjavfk, á Blönduósi, og á Akureyri), fjórir búnaðarskólar (á Hólum, á Eiðum, á Hvanneyri, og í Ólafsdal), og stýrimaftnaskól- inn.** Ennfrcmúr forngripasafnið, náttúrugripasafnið, málverkasafnið, landsbókasafnið, amtsbókasöfnin (f Stýkkishólmi, á Akureyri, og á Seyðisfirði), bókasafn ísafjarðar- kaupstaðar, bókasafn Grfmseyjar, og ’íþaka', bókasafn latfnuskóla- pilta. Síðast er talin ’gjöf Jóns Sigurðssonar', ’styrktarsjóður Hanncsar Árnasonar1, og ’Thor- killii barnaskólasjóðurinn ‘. Á öðrum stað cr sagt frá þeim stofnunum, sem íslendingum koma við, í Danmörku. Þau eru Árna Magnússonar nefndin, hið konung- lega norræna fornfrœðafjelag, Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Literatur (fjelag, sem gef- ur út forn-norræn rit), og hið svo nefnda Skölasons Legat (gjöf Þor- láks biskups Skúlasonar). Ekki cr í ritinu minnst á neinar fslenzkar stofnanir hjer f Amcríku, og eru þó nokkur fjélög hjer til, sem hafa þýðingu fyrir fslenzkt þjóðlff, þótt f Smáum stfl kunni að vera. Þar til má riefna hiri tvö kyrkjufjelög, (scm hjcr koma til gréina fremur en þjóðkyrkjuástarid- ið á íslandi), hagyrðingafjelagið, stúdentafjelögin f Winnipeg og Grand Forks, og nokkur lestrar- fjelög. Sfðustu 30 blaðsfðurnar eru ** Það cr lciðinlcgt skarð fyrir skildi hjá þjóðinni, að laga* skóla vantar í þessa upptaln- ingu. Illa er það lfka farið að engin tilsögn skuli vera til í iðnaði, öðrum en búskap og sjómennsku. Hjer f landi mundi einnig fljótlega verða færðir saman skólarnir fyrir karla og konur á Ákureyri, og ef til vill einnig skólinn frá Hólum. Sömuleiðis gæti Hvanncyrarskólinn verið meiri menntastofnun mcð þvf að vcra nálægt Reykjavfk, Drcifingin drepur svo dáð úr öllu fslenzku menntalífi, að iniklu betra mætti vera, ef sú einangrun spillti ekki fyrir. Hin mikla andlcga straum- harka, scm fjölbreytriin veld- ur, skapar loftslagið við há- skólana.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.