Baldur


Baldur - 13.06.1904, Blaðsíða 2

Baldur - 13.06.1904, Blaðsíða 2
2 x BALDUR, 13. JÖNÍ I904. BALDUR ergcfinn útáGIMLI, MANITOBA. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið, Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-Íslendingar. Ráðsmaður : G. THORSTEINSSON Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Verð á smáam auglýsingum er 25 oents fyrir þumlung dálkslengdar. Afsláttur er gefinn á stœrri auglýsingum, sem birtast í blaðinu yfir lengri tjma. Viðvikjandi elikiun afslustti og öðrum fjármátum blaðs- ins, eru menn beðnir að snúa sjer að táðs- manninum. mánudaginn, i 3 • Jöní. 1904. Pabbi kennir syni sín- um stjórnfrœði. ,,Nú-hvað-því lætur þú svona kjánaiega. Bansettur ’tossi* getur þú verið, strákur. Sjerðu ekki hversu það hefir aukið velmegun landsins ?“ ,,Jú, pabbi, en það sem jeg á við cr: hvað hefir ’party-ið gjört fyrir þig, og mömmu og okkur krakkana ? Erum við líka vel- mcgandi ?“ „Nú-ja-nú, ónei, ekki get jeg nú eiginlega látið svo mikið af vclmcgun okkar. Jeg gjöri samt ráð fyrir að ef lukkan bregst ekki, og ef jeg hefi stöðuga vinnu, og ef ekkert okkar veikist, að jeg verði orðinn skuldlaus eftir svo sem tvö eða þrjú ár ?“ ,,Og því ert þú ckki velmegandi, pabbi ?“ ,,Af því jeg er ekki nema rjett- ur og sljettur verkamaður, dreng- ur minn“. ,,Eru þá allar verkamanna fjöl- skyldur eins fátækar og við, pabbi ?“ ,,Já, jeg hugsa að við sjeum cins vel stödd cfnalega cinns og almcnnt gjörist”. ,,Og pabbi, greiða allir verkamenn at- kvæði með ’liberal party-inu ?“ ,,Já, flestir af verkamannastjett- inni eru enn þá góðir og trúir borgarar og svíkja ekki land sitt nje fána“. „Hvaða aðrar stjettir eru í þessu landi, pabbi ?“ „Hvað áttu við drengur ? Það eru engar stjettir í þessu landi, því þetta er jafnaðarins land“. „Sagðirþú ckki rjett núna að flestir f verkamannastjettinni væru trúir borgarar ?“ nJeg býst við jeg hafi sagt það“, „Hvers vegna sagðir þú þá ’verkamannastjett,1 ef það eru hjer engar srjettir?" „Það-það, sko eru hjer tvær sortir af fólki, nefnilega þeir sem vinna og—og, nefnilega þeir sem eiga vinnuvjelarnar og það allt“. Ó, pabbi! Er þá þessi hin sort af fólki eins og maðurinn sem við sáum á sýningunni, með fjóra handleggi og tvö höfuðj og allur loðinn ?“ „Uss-uss-sussu drengur, hvaða kjánaskapur. Þeir eru alveg eins og við, bara þeir tilheyra ekki verkamannastjettinni' ‘. „En hvaða stjett tilheyra þcir þá pabbi?“ „Nú-hjer-jeg trúi að sumir lcalli það auðmannastjcttina' ‘. „Þá höfum við stjettir 1 þcssu landi, eða er ekki svo pabbi ?“ ,,Nú-það-jeg-ja jeg býst við að það megi kalla það svo, ef maður lftur svoleiðis á það“. ,,Og eru auðmennirnir góðir, trúir borgarar Ifka ?“ ,,Já, já. Þessir miklu auðmenn eru traustir eins og stál í þvf að sjá um hagsmuni þessa lands“. „Hvers vegna kallar þú þá mikla pabbi, eru þeir svo margir ?“ „Nei, nei drengur minn. I samanburði við verkamennina cru þeir fáir“. „Hvernig eru þeir þá miklir ?“ „Nú þein—þeir hafa mikið vald“. „Hvemig vald ?“ „Nú, þeir—þeir hafa nóga peninga og hafa ákaflega mikil áhrif á stjórn- ina“. „Hvað er stjórnin, pabbi ?“ „Nú það er fólkið býst jcg við“. „Og hverjir eru fólkið, pabbi ?“ ,,Nú jeg er til dœmis einn af fólk- inu“. „Og eru allir verkamenn fólk eins og þú, pabbi ?“ „Auðvitað, fólkið meinar alla“. Sew Yoek LiE’E w er eitt af allra elztu og áreiðanlegustu lífsábyrgðarfjelögum ( * heimsins. Sjóður þess er nú yfir $352 milljónir. Lífs-( W ábyrgðarskýrteini þess eru óhagganleg. Dánarkröfur borgaðar ( hvar og hvernig sem fjclagsmenn þess deyja. ( Til frekari upplýsingar má skrifa C. OLAFSSON eð» CT. Gr MOHGA-NT agent manager. 650 William Ave. Grain Exchange Building. 4 WINNIPEG. f ,,0g hafa þá auðmennirnir áhrif á alla ?“ „Auðvitað hafa þeir það ekki. Þvf spyrðu svona kjánalega dreng- ur?“ ,,Nú, þú sagðir mjer að þeir hcfðu mikið vald, og að þeir hcfðu áhrif á stjórnina; svo sagðir þú mjer að stjórnin væri allt fólkið, og þá hljóta þcir eftir þvf að hafa áhrif á allt fólkið“. „Æ, skrambinn hafi þetta allt saman, þú skilur ekkert strákur. Það—það er nefnilega svona sko : Þeir eiga allar stœrstu iðnaðar- stofnanirnar og þeir sjá um að lögin sje svoleiðis útbúin að þau verndi sínar iðnaðarstofnanir“. „Hvað eru lögin pabbi?“ „Lögin, drengur minn eru regl- ur sem búnar cru til af góðum mönnum handa slæmum mönnum að hlýða“. „Og er allt fátæka fólkið, scm býr til lögin, gott fólk, pabbi ?“ „Nú-já„ ekki býst jeg nú við því, drengur minn“. ,,Og verður góða fólkið að hlýða lögunum lfka?“ ,,Já“. „Verða þcir að hlýða lögunum sem vondir menn búa til ?“ ,,Já, jeg býst við þvf“. „Ogbúa þcssir vondu mcnn til góð lög ?“ „Nú-ja, nei, jeghugsa ekki“. „Þá vcrður gott fólk að hlýða slæmum ltigum. Er ckki svo, pabbi ? ».Jð, jeg hugsa það“. Drengur hugsar sig um. „Hafa þessir miklu auðmenn ’party1 út af fyrir sig, pabbi ?“ „Nei. nei, drengur minn, þcir tilheyra allir hinu ’liberal party-i“. „Og greiðir þú atkvæði sama megin og þeir ?“ Pabbi, stoltlega : „Já, sonur minn. Um sfðustu kosningar, til dœmis kom banka- stjóri til mín og sýndi mjer hvar á seðilinn hann ætlaði að láta sitt atkvæði og bað mig svo að gjöra eins. Jeg náttúrlega gjörði það undir eins, því Jón er býsna ’smart' maður, og vcit hvað cr gott fyrir þetta land“. „Og greiddu nokkrirflciri verka- menn atkvæði þcim megin, pabbi?". „Ó, já, já ? Flestir verkamenn greiða atkvæði eins og jeg“. Drengur hugsar sig um aftur. „Heyrðu, pabbi, auðmennimir þurfa ekki ’party' út af fyrir sig, eða hvað ?“ „Hvað meinar þú drengur?" „Jeg meina að ef þið ailir grcið- ið atkvæði eins og auðmennirnir, og þeir þafa svo mikla peninga að geta ráðið gjörðum stjórnarinnar, °g látið gott fólk hlýða slæmum lögum, þá finnst mjer að ’liberal party-ið‘ sje eimitt það sem þeim hentar“. Pabbi snýr sjer sjer vandræða- á stólnum: „Nú, látum vera að þetta sje svo“. „Það sem jeg vil fá að vita er, hvers vegna verkamennnirnir hafa ekki ’party1 út af fyrir sig“. Pabbi ákaflega reiður: „Heyrðu strákóhræsi ! Það er auðíieyrt að þú hefir verið að hlusta á þessi sósíalista fífl og anarkista sem eru að halda ræður á strætishornum. Ef þú lætur mig nokkurntíma framar heyra þctta anarkista tal þá skal jeg ganga næst lífi þfnu. Hjerna mamma ! Háttaðu stákinn o’nf rúm, en gefðu honum duglega híðingu fyrst “ Drcngur fer. Pabbi hugsandi ; Þcssi strákur á eftir að verða forcldrum sýnum til skammar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.