Baldur - 11.07.1904, Síða 1
Öháð íslenzkt vikublað.
*
STEFNA: Að efla hreinskilni og
cyða hræsni í hvaða máli, sem fyrir kem-
ur, án tillits til sjerstakra flokka.
BALDUR.
Eitt í sinni röð vestanliafs.
*
AÐFERÐ: Að tala opinskátt og
vöflulaust, eins og hæfir þvf fólki, sem er
af norrœnu bergi brotið.
II. ÁR.
GIMLI, MANITOBA, n. JÚLÍ 1904.
Nr. 27.
Gimli-
prentflelagið.
’Thc Gimli Printing
and Publishing
Company,
Limited‘.
Nyft prentfjelag, sem bú-
iö er að kaupa Baldur.
----:o:---
Hinn 19. maí, sfðastliðinn, und-
Irritaði fylkisstjórinn löggildingar-
skrá fyrir nýtt prentfjelag meðal
Vestur-íslendinga. Fjelag þetta
nefnist ,,The Gimli Printing and
Publishing Company, Limited,"
eða Gimliprentfjelagið. Frum-
kvöðlar þessarar fjelagsstofnunar
voru þeir menn, sem fram að
þessu hafa haft ,,BaIdur“ á sinni
könnu sem ’pr!vat:‘menn, og
þeirra aðalaugnamið var, að skapa
blaðinu þá mögulcglcika, að því
yrði óhættara f framtfðinni, heldur
en með þvf að vera f höndum ör-
fárra manna.
Eöggilfline'arskjal þessa nýja
fjelags veitir þvf lagaheimild til
þess, að gefa út á eigin spftur blöð,
tfmarit, bækur, ritlinga, kort, rit-
fiing, o.s.frv.; einnig heimild til
þess, að leysa öll slfk störf af
hendis fyrir aðra; og ennfremur
heimild til þess, að verzla með
allt bóklegt, ef fjelaginu býður svo
við að horfa.
Hinn löggilti höfuðstóll þcssa
fjelags er að eins $5000, sem skift
er í 1000 hluti, svo hvert hluta-
brjef er $5. Hinir fyrverandi
Baldurscigcndur hafa lagt prent-
smiðju sfna inn f hinn sameigin-
lega fjelagsskap, og efla þannig
fjelagið, bæði með þvf, og öðru,
eftir þvf sem þeim er unnt. Aðr-
ir hafa lagt svo fram peninga, að
talsvcrður hluti af hlutabrjefum er
þegar uppgenginn.
í forstöðunefnd þeirri, sem kos-
in var af þeim hluthöfum, sem
saman komu til þess að biðja um
löggildinguna, eru þessir: G.
Thorsteinsson, sjera J. P. Sól-
mundsson, G. T. Magnússon,
Einar Ólafsson, og Einar Jónas-
son. Formaður þeirrar nefndar er
G. Thorsteinsson, en sjera J. P.
Sólmundsson skrifari hennar.
Fjelag þetta hefir nú með júlf-
byrjun tekið við Baldri til eignar
ng umráða. Það hcfir ásctt sjer
að hafa blaðið framvegis f helmingi
stœrra formi en að undanförnu, án
þess að hækka vcrðið, f það minnsta
fyrst um sinn. Raunin ein vcrður
að gefa vitni um það, hvert það er
mögulegt, að láta blaðið bera sig
fjármunalega mcð þessu móti, en
fjelagið er ákveðið f að reyna það
til þ.rautar.
Um innihald ’Baldurs'að undan-
förnu cru sjálfsagt rnjög mismun-
andi skoðanir. I>eir, sem nrest
hafa í blaðið skrifað, finna ef til
'vill fullt svo vel til þcss, sem les-
endurnir, að verk sín hafi ekki ver-
ið svo vel af hendi leyst sem þeir
hefðu óskað. Örfáir menn hafa
haft öll ritstörf blaðsins fyrir auka-
getu við önnur störf, án nokkurrar
borgunar, og hafa þvf ekki getað
helgað blaðinu þann tíma, sem
þörf hefði verið á. Nú er að
nokkru leyti úr þessu bœtt. Hið
nýja fjelag h(?fir ráðið Albert skóla-
kennara Kristjánsson ráðsmann,
til að gjöra það framvegis að sínu
aðalstarfi, að standa fyrir málefn-
um blaðsins. Þeir, sem hafa ein-
hver brjefaskifti við blaðið, eru
því áminntir um, að skrifa annað-
hvort nafn blaðsins eða nafn hins
nýja ráðsmanns utan á þau brjef,
sem fjalla um blaðsins mál, til þess
að þeir fái þvf fljótari afgrðiðslu.
Að undanförnu hefir Baldurekki
haft kringumstæður nje rúm til að
vera frjettablað. Nú hafa póst-
göngur breyzt svo um Nýja ísland,
að hjer eftir má sinna frjettaflutn-
ingi svo, að í góðu lagi sje fyrir
vikublað, ef vinnukraftar endast til
að leysa það af hendi. Það verður
því framvegis bœtt úr þessu, og er
svo til ætlast, að Baldur flytji hjer
eftir frjettir af Austur- og Vestur-
íslendingum, og aðrar almennar
frjettir. Þar að auki verður auð-
vitað leitast við, að láta blaðið
flytja sem fjölbreyttastar ritgjörðir,
sögur, kvæði, og sem bezt af hendi
leystar til uppfyllingar á þeim kröf-
um, sem stefna blaðsins útheimtir.
Baldur hefir frá byrjun talið sig
óháð blað, og hann þykist hafa
verið það, jafnvel svo mjög, að
ekki mun neinn einn maður vera
til hlýtar á allt sáttur, sem f blað-
inu hefir staðið. Allt um það hafa
hlutaðeigendur getað komið sjer
saman um, að hafa blaðið einmitt
svona, Iáta það ekki vera svo háð
vilja nokkurs eins manns, eða eins
flokks, að annara skoðana mönnum
væri varnað málfrclsis, ef þeir
vildu láta sfna gagnstæðu skoðun í
ljós með kurteisu orðfæri. Hinir
nýju eigendur ætla að þessu leyti,
að halda Baldri f sama horfi og að
undanförnu. Hann verður óháð
íslenzVt vikublað.
Það hjeldu sumir, þegar Baldur
byrjaði að koma út, að það vær.
slægðarbragð, að kalla hann óháð-
an, hann mundi selja sig f fyrstu
kosningum. Nokkrir hafa tekið
eftir þvf, að þetta varð ekki orð að
sönnu, og það verður einhver
þeirra manna, sem nú standa að
Baldri, fallinn f valinn, áður en
honum verður mútað til fylgis.
Það eru engir auðmenn, sem að
Baldri standa, en þeir munu fram-
vegis búa við sfna fátækt fyrir öllu
því mútufje, sem þeim áskotnast f
gegnum Baldur.
Menn með svona ‘löguðu skap-
ferli þykja, ef til vill, vera nokk-
urskonar öfuguggar f hinu hjer-
lenda ’praktiska' mannlffshafi. Þáð
gefst öllum, sem þetta lesa, til vit-
undar, að prentfjclagi þessu, sem
að Baldri stendur, cr stór þökk og
þörf á þvf, að sem flestir vildu
Ijetta þvf sporið, með þvf að kaupa
hutabrjef fjelagsins, en um leið er
mönnum tekinn vari fyrir því, að
fmynda sjer, að það geti orðið með-
alsvegur til þess að fá Baldur til að
veita einum eða öðrum flokki sjer-
staklega fylgi sitt, að öðru en því,
sem beinlfnis samrýmist hans
stefnu. Þeir, sem eru klikkufastir
menn í anda, hafa ekkert erindi f
fjelagsskap Baldursmanna. Þeim
er betra að mynda fjelag við sitt
hœfi út af fýrir sig.
Það er stefna Baldurs, og hin
sameiginlega Iffsregla, sem allir
hlutaðeigendur hanssetja sjer fyrir,
að efla hreinskilni og eyða hrœsni,
í hvaða máli, sem fyrir kemur, án
tillits til sjerstakra flokka. Þeir
menn, sem nú þegar eru búnir að
taka hluti f fjelaginu, eru víst að
heita má af öllum vesturíslenzkum
sauðahúsum, en þeir eiga sam-
merkt í þessu, að enginn þeirra á-
mælir öðrum fyrir það, að halda
fram þeirri skoðun, sein sá maður
álítur sanna, nje fyrir það, að ieit-
ast við að sýna öðrum hversu góð
rök hann hafi til að byggja það á-
lit á. Hver þeirra um sig hefir
svo mikla trú á sinni skoðun, að
hann þorir að láta hvern sem vera
skal ganga á hólm við sig upp á
það, að sín skoðun þurfi ekki að
yera upn á hrqesní og óhrein=k!Iai
komin, heldur hafi þvert á móti
allt við4>að að grœða, að þeim ó-
heilladfsum sje bœgt sem lengst í
burt. Þeir hafa allir, eða f það
minnsta gjöra ekki annað uppskátt
en að þeir hafi allir, löngun til þess,
að fá sannleikann f Ijós leiddan f
öllum málum.
Til þess að framfylgja þessari
stefnu er ekki ncma ein aðferð til,
sú aðferð, að tala opinskátt og
vöflulaust, eins og sœmir því fólki,
sem er af norrœnu bcrgi brotið
Auðvitað má segja, að það sœmi
öllum þjóðum, en þeim sannleika
sögunnar verður þó ekki til baka
hrundið, að hinir norrœnu forfeður
vorir eru öðrum nafntogaðri fyrir
hreinlyndi sitt. Enskt máltæki
segir, að undantekningin sanni
regluna, og því hafa íslendingar
Lyga-Mörð og Svika-Hrapp enn-
þá á milli tannanna, að slíkir menn
hafa verið undantekning frá hinu
almenna. Það má vel ske, að fs-
ienzkt fólk hjer í landi verði fyrir
þeim áhrifum, að verða eins og
mýkra f framgangi, fái á sig vissan
prúðmennsku- eða kurteisis-blæ,
en það má alvarlega gæta að þvf, j
að sú dagfarsprýði sje ekki ofdýru
verði keypt. Það er enginn.efi á
þvf, að hjer í landi er að steypast
ný þjóð, og hefiltönn tfzkunnar
sljettir óvægilega úr hrukkum út-
Iendinganna.
Landanum ,,með trefilinn um
hálsinn og pokann á bakinu,“
hættir helzt til mikið við því, að
verða feiminn og huklandi þegar
hann er kominn A hefilbekkinn.
Honum finnst hann þurfa að kasta
ellibelgnum, þurfi að losast við ís-
lenzkan belg, sem hann er orðinn
að athlægi fyrir, og þurfiaðsveipa
um sig hjerlendum belg. Það cr
hverjum skýrum manni skiljanlegt
að þetta getur af sjer nokkurskon-
ar millibilsástand f þjóðernislegu
tilliti, og útkoman úr þvf ástandi
fer ekkert iítið eftir þvf,hvort leið-
togar hinnar uppvaxandi kynslóð-
ar dáleiða hana mcð tepruskap og
tæpitungu, eða halda henni vak-
andi með norrænni einurð og
hispursleysi. Skerfurinn, sem
vjer íslendingar leggjum hinni
nýju þjóðmyndun til, fer ekkert
Iítið eftir þvf, hvort vjer berumst
eins og strá fyrir straumi f ein-
hverskonar ástfangnum viðurkenn-
ingardvala gagnvart öllu því, sem
fyrirfinnst f þjóðlffinu þegar oss
ber hjer að garði, —eða eins og
sundfuglinn, sem sjálfur stórnar för
sinni með innvortis eigin vilja.
Það er spursmálslaust, að vestur-ís-
lenzkt fólk er óðfluga að sogast
með lffi og sál inn f mauraleit
þessa þjóðlífs, og á sffellt. á hættu,
að f það minnsta börn sín, býtti
smámsaman norrænni dáð og
drengskap fytir smjaður og fagur-
gala, f blóra við þá einu sönnu
prúðmennsku, að vera, hvar sem
kemur og fer, maður en ekki þý.
Allir gætnir menn hljóta að haja
veitt því eftirtekt hversu mikið ís-
enzkt fólk hjer vestanhafs glamr-
ar um þjóðernisviðhald og ætt-
ja-.ðái-ást, en jafnframt er það
öllum kunnugum Ijóst, að allur sá
veðragangur er sprottinn af með-
vitund um það, hversu ótt menn
eru hjer að missa hald á þessu
hvorutveggja. Það er hjer marg-
ur úlfurinn f sauðargæru í þjóð-
ræktarlátalátunum ekki slður en f
öðru. Eini vegurinn til að reisa
rönd við því, er að glœða það,
sem er sannarlega þjóðlcgast í
norrænu eðlisfari,—tápið og hrein-
Iyndið,—og þá jafnframt að berja
niður hið gagnstæða, smjaður og
tepruskap og vesalmennsku, f
hvaða stað eða hvers persónu, sem
það kemur fram.
*
* *
ALLIR, sem fá þctta blað í
hendur og geta fellt sig við hiígs-
unarhátt þess, eru beðnir að
styrkja blaðið með þvf að kaupa
það sjálfir og útvega því kaup-
endur.
ÞEIR, sem nú eru kaupendur,
verða vonandi svo ánægðir með
þessa stækkun á blaðinu, að þeir
láta það í framtíðinni sjást í
greiðum skilum og hlýjum orðum
í blaðsins garð, þegar þeir geta
komið þvf við.
HVERJIR, sem enn betur
kynnu að vilja gjöra, ættu að
kaupa eitt eða fleiri hlufa-
brjef í fjelaginu, og skrifast á við
ráðsmanninn um það cfni. Það
munar auðvitað ekki nema $5 um
hvert eitt, en ínargt smátt gjörir
eitt stórt. Þeir sem meta nokk-
urs stefnu Baldurs og viðleitni
hans, ættu í einhverju að láta það
koma fram.
G. Thorsteinsson
í GIMLI.
Selur
FRJETTIR.
$£
Það er búist við að votviðratíðin,
sem byrjar um þetta leyti árs f
Austur-Asíu, muni mjiig mikið
hindra framkvæmdir f strlðinu,
meðan hún stendur yfir. Yfir
höfuð gjörist lítið sögulegt þar
eystra þessa dagana. Smáorust-
ur hafa verið háðar á landi en
fregnir ógreinilegar enn þá. Jap-
anftar fá lftið aðgjört við Port
Arthur, en annarstaðar virðast
Rússaf fara heldur halloka.
Það er all-fskyggilegt ástand f
bænum Sidney, í Nova Scotia,
um þessar-mundir. Á annað þús-
und vevkamenn, f stálgerðarverkr
stæðinu þar, hafa gjört verkfall.
Stálgerðarfjelagið hugðist að halda
áfram starfi sínu, og rjeði aðra
menn til vinnunny, en verkfalls-
menn vörðu þeim verkstæðið, svo
þeir fengu ekki komist til vinn-
unnar. Fjelagið fjekk þá 50—60
hermenn til að vernda þessa nýju
verkamenn sfna. En þeir fengu
ekki að gjört sakir liðsmunar. Þeir
komust að sönnu til verkstæðisins,
en eru þar inniluktir, þvf verkfalls-
menn fyrirbyggja allar samgöngur
þar, og varð þvf að koma vistum
til hermannanna á sjó. 300 her-.
menn, í viðbót, eru á leiðinni frá
Halifax, til að skakka leikinn, og
er búist við blóðugum bardaga
þegar þeir koma.
LiiiurMiii! vo^alegasu sSipftq!?*-
sem koœið' hefir fyrir á Atlants-
hafi, varðnýlega fyrir vesturströnd-
umSkotlands. Gufuskipið ’Norge1'
var & l'eiðinni til Amel•lku,, incð'
nær 8s)o- farþegja—mest innflytj
endur fráDanmörku, Noregi, ©g
Svfþjióð. Um 29O’ mflur vestur
frá Skotl andi rakst skipið á kletf,
sem sten dur þar þverbnýptur út f
hafi, og brotnaði svo að framan,,
að það var sokkið eftir tóíf mfn-
útur, fná þv£ slysið vildi tit Björg-
unartilraunir gengu illa, vegna
þess Iwe vont var f sjóinn. Skips-
bátamir brotnuðu hver cftir ann-
an, cr kvikurnar skeHtu þeim upp
að skipsfobð.mvvi,m. Að eins þrfr,
af átta b&futn, komust frá skipinu.
Þcgar ski pið sökk, myndaði það
afarmikla hringiðu, er sogaði f sig
margt af því fólki, sem var að
bcrjast við að halda sjer á tíoti þar
nálægt. Skipverjum er borin vel
sagan. Að sönmr varð nokkur
óregta meðal þeirra í fyrstu en sv c>
komst skipuiag á, og var sjeð u m
það eftir fjngum að kvennfólk og
börn sætu f fyrirrúmi með þau
björgunarfæri ssm til voru. Skip-
stjópi, og vjela;tjóri sýndu hína
mestu hugprýði, og gegndu hver
sfnu starfi, uns þeir s ikku með
skipinu. Skipstjórinn er samt
einn af þeim, sem bjirgað varð
128 manns hefir verið bjargað..
Margt af þessu fólki er mjög illa
útleikið af sjóvolkinu. Engum
fjármun>im varð bjargað og er þvf
tólk þeíta .t!ls!aus\ og býst þvf við
að hverfa heim til ættjarðanna
aftur.
Síðari frjett segir að 17 manns,
11 viðbót við það, sem áður var gct-
:ð um, hafi verið bjargað. Þeir
voru búnir að þvælast í sex daga
á skipsbátnum, og voru þrotnir að
vistum, og þvf nær uppgefnir af
hungri og erfiði, þegar þcinr var
bjargað af gufuskipi. Nokkrir
gufubátar hafa verið scndir til að
leita að þcim scm kynnu að hafa
bjargast f bátum eða á annan hátt
komist f einhverjar af eyjum þeim
er liggja nærri stöðvum þeim er
skipið fórst á.