Baldur


Baldur - 16.11.1904, Blaðsíða 2

Baldur - 16.11.1904, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 16. NÓVEMBER 1904. BALDÐR er gefinn út á GIMLI, ------ MANITOBA Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið. Borgist fynrfram. Útgefendur: TIIE GIMLI PRINT. & PUBL. CO. LIMITED. Ráðsmaður: A. E. KristjAnsson. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Verð á emánm englýeingum er 25 cent fyrir þnmlung dá'kelengdar. Afsláttnr er geðnn á sNprri auglýsingum, eem birtast í blaðinu ytir lengri tíma. Viðvíkjandi el 1 kum afslætti ng öðrum Ijármálum hlaðe- ina, eru inenn beðuir að anúa ejer að rúðs- manninum. miðvikudaginn, 16. nóv. 1904 Stríð. ITcfir þú nokkurntíma, lesari góður, gjört þjer ljósa grein fyrir hvað strfð er? Hefir þú nokkurn- tfma ferðast f anda austur í Man- churfu, til að sjá þar með eigin augnm strfðið milli Rússa og Jap- anfta? Við lesum f fornsögum okkar um blóðuga bardaga, en í sambandi við það er talað um hctj- ur, hreystiverk og frægð. Við | lcstur þessara sagna hreifist cnginn ! strengur í hjörtum okkar, annar cn | strengur drambseminnar, þegar við hugsum til þess að við erum komin út af þessum köppum. Það voru ekki brœður okkar eða feður, eða synir, sem drcpnir voru, og svo er svo afarlangt sfðan þetta skeði. Það cr í öllum skilningi okkur ávo fjærri. Hið sama má segja um austrœna ófriðinn. Þjóðir þær, sem þar berast á banaspjót- um, eru okkur með öllu óskyldar, og svo er þetta að gjörast hinu- megin á hnettinuin. ',,Það cr fjar- lægðin sem gjörir útsýnið töfr- andi“, segir enskt spakmæli, og það cr satt. Jafnvel hinir hrika- legustu og hrjóstrugustu fjalla- hnjúkar sýnast fagrir og töfrandi þegar við horfum á þá úr nógu mik- illi fjarlægð. Fjarlægðin drcgur sinn töfrahjúp yfir hina hryllilcg- ustu viðburði, og sljettir úr öllum þeim hrukkum og misfcllum scm á þeim cru, þegar við skoðum þá nógu nálægt okkur til að geta sjeð hvernig þeir eru í raun og vcru. Þegar við lesum strfðsfrjettirnar í blöðunum, þá hugsum við vana- • lega ckki öðruvísi um það cn eins og það væri eitt stórt kapptafl milli Rússa og Japanfta. Og þcg- ar við heyrum að Rússar hafi drep- ið 10,000 Japanfta, þá hcfir það ckki meiri áhrF á okkur en eins ogj annar taflkappinn hefði náð nokkr- ‘ um pcðum af hinum. Við hcyr- um ekki dunur og dynlci fallbyss- j anna og morðvjclanna, scm kvcða við svo hátt að það er cins og það ætli að rjúfa himininn. Við sjáum ckki nœturorusturnar, þcgar morð- vjelarnar spú eldi og reyk og tugir j þúsunda af mönnum vaða gegnum 1 j cldinn og reykinn, sem óðir væru, j til að drepa hver annan og lim- ; lcsta, svo ckki er hægt að fá ná- ■ j kvæmari mynd af jarðnesku hel- j vfti. Við sjáum ekki hcrmcnninaj þegar þeir vaða fram hver á móti öðrum, afskræmdir af grimmd og j hatri, eins og hýenur eða tfgrisdýr. j Við sjáum ekki vígvöllinn cftir or- j ustuna, þar sem þúsundir dauðra j og deyjandi manna liggja í búnk- um og röðum. Þar sem hinir deyj- | andi og særðu liggja sundur tánir, j mcð hinum voðalcgustu kvölum. | Þar sem hinir dauðu liggja oft * rifnir í ótal parta á hinn hryllilcg- asta hátt. Þar sem grösin og blóm- in eru ötuð mannablóði, sem stund- um rennur f straumum á vfgvcllin- í ö I um. Þar sem lfkin verða oft að liggja dögum saman og hálfrotna, J og vera rifin og etin af hundum, cins og komið hcfir fyrir f þessu strfði. Við sjáum ekki inn f sjúkrahúsin, sem eru troðfull af særðum mönnum, þar sem ódaun- inn leggur af ýldusárum, og þar sem sumir af þcssum aumingjum eru svo afskræmdir og limlestir að þeir óska á hverri stundu að þeir hefðu heldur fallið á vígvellinum, cn að þurfa að lifa lcngri eða skemmri ævi við örkumsl og cymd. j Við sjáum ekki borgirnar og bœndabýlin brcnna og saklausa menn, konur og börn, annaðhvort drcpið cða að verða að flýja citt- hvað burt frá hinum eyðilögðu heimilum sínum, húsnæðislaust og allslaust. Við teljum ekki tári mœðranna, ekknanna og unnust- j anna, sem harma dauða ástvina sinna ogfá ekki einu sinni að fylgja j þcim til hinnar sfðustu hvflu eða svala sorg sinni á leiðum þeirra. j j Nei, þegar við hugsum um stríðin, þá skoðum við ekki allar þær hörm- j ungar og alla þá synd, sem þeim , er samfara. l Hvers vegna cru þá strfðin ? Er það af því að mennirnir scm ein- staklingar sje svo vondir, að heill hópur af einstaklingum f einu landi fyllist svo miklu hatri gegn heilum hóp af einstaklingum í öðru Iandi, að þcir rjúki af stað, bara til að svala hcipt sinni og drápsfýsn ? Nei, þvf fcr svo fjarri að þctta sje þannig, að það er oft alls enginn ó- vildarhugur milli hcrmanna þeirra sem kringumstæðurnar gjöra að ,,fjandmönnum“. Hermennirnir cru ekki aðallega ábyrgðarfulhr fyrir verkum sfnum. Þeir eru f j raun og veru að eins peð á skfik- j borði, og cru hreifingarþeirra allarj ákvarðaðar af taflmönnunum, nefni- j Icga stjórnmálamönnunum, sem j aldrci stfga fæti sfnum fram á blóð- völlinn. En svo cr það spursmál, hvort rjett cr að telja stjórnmálamcnnina frumorsök f þcssu mannkynsböli. Þcir cru knúnir áfram af kringum- stæðum þeim scm mannfjelags- j skipulagið sctur þá f. I’að auðsjá- j t anlega bindur hvað annað og rekur hvað annað, svo ckki cr hægt að skclla skuldinni á hcrðar ncinna sjerstakra einstaklinga. Tfminn og vaninn hafa lagt á þjóðirnar fjötra, scm örðugt cr fyrir þær að brjóta af sjer. En hlekkirnir halda áfram að kreppa að mcir og mcir, og þegar sársaukinn undan þeim er orðinn nógu mikill, þáfaraþjóð- irnar að vakna, og brjótast þá um þar til böndin mcga til að Iáta und- an. Það er samt vegur til þess að j leysa böndin og koma f veg fyrir ógnir þær, sem hljóta að verða þvf samfara að slfta þau, þegar þau eru orðin óþolandi. En til þcss að leysa böndin þarf vilja, vit og þrek. Ekki vilja, vit og þrek konunga, keisara og auðkýfinga, þvf þcir beita þvf vanalega í öfuga átt, af þvf skórinn kreppir ckki bcinlfnis að þeim. Ekki vilja, vit og þrck kyrkjunnar, cins og hún hcfir ver- ið, þvf hún hcfir verið um margar aldir hægri hönd harðstjóranna og annara frelsisóvina, til að halda þjóðunum í fjötrum vanþekkingar og kúgunar. En hitt cr iíka vfst, að ekkert gæti betur hjálpað til að leysa böndin, en kyrkjan, ef hún j vildi gjöra það að sínu hlutverki. j Boðorð Jesú frá Nazaret er : „Elsk- aðu guð af(fillu hjarta, og náung- ; ann cins og sjálfan þig“. Það sýn- j istþvf vera sjálfsagt hlutvcrk hinna j kristnu kyrkna, að koma í veg fyr- j ir ranglætið og ófrelsið í heimin- um, og umfram allt að vinna að j því, að knýta citt bróðurband milli j allra manna og allra þjóða. Nei, en það er aðallcga vilji, vit og þrek alþýðunnar, sem hjer þarf að koma til sögunnar cf vcl á að fara. Aiþýðan þarf að menntast og vakna til meðvitundar um það, að stríðin cru að cins eitt af mcðöl- um auðkýfinganna og annara harð- stjóra, til að hcrða að verkamönn- i unum böndin og halda þeim Íþræl-í dómi. Það vcrður ekki Nikulás 1 Rússakeisari, cða Edward Eng- j Iandskonungur, eða Roosevelt, eðaj jafnvcl friðarþingið í Hague, sem afnema stríðin og koma á alheims- friði. Þvf œskilcga takmarki verð- ur aldrei náð, fyr cn þjóðirnar sjálf- ar (alþýðan) læra að þckkja mátt sinn og hagsmuni. A. E. Kristjánsson. ’Ever tlie Right Comes Uppermost£.; Þannig ritaði skáldið Mackey fyrir mörgum árum sfðan, og er staðhæfing þessi sönnuð af allri reynslu mannanna. Þegar nýja rfkisþinghúsið var byggt í Pennsylvanfa, gjörði bygg- ingameistarinn ráð fyrir afkimum nokkrum f vcggjunum, og áttu þeir að vcra til þcss, að hvcrt hjer- að í ríkinu gæti sctt þar upp myndastyttu af einum sfnum mprk- asta manni. Nefnd manna var svo sctt til þcss að ákvcða hvaða maður úr hvcrju hjcraði ætti að fá þarna minnismerki. Blaðstjóri cinn í Philadelphia tókst á hcndur að leita vílja al- mcnnings í sfnu hjeraði, og gjörði hann það með venjulegri atkvæða- grciðslu. Hinn mcsti áhugi var sýndur f kosningum þessum, Og j var röð hinna fimm ’kandfdata', cftir atkvæoafjölda, sem fylgir: J Thomas Painc, Robert E. Patti- j son, Stcphen Girard, Benjamín Franklfn og Henry George. Hvort nefndin lætur atkvæða- grciðslu þessa ráða f vali sfnu, sjest á sfnum tfma. Þeir, scm hafa hugsað sjer nafn Thomasar Paine sem nokkurskon- j ar ófreskju, sem allir kyrkjumenn | ættu að forðast, verða máske hissa i á þessari atkvæðagreiðslu í Phila- delphfa, þar scm hetjuskáld frelsis- stríðsins var bezt þekktur, og þar scm hann vann svo mikið fyrir frelsi Bandarfkjanna. Til að hjálpa mönnum til að skilja og mcta þjónustu Paines f þarfir frelsisins og fósturjarðarinn- ar, cru hjer teknar upp nokkrar greinar úr bókinni ,,Washington and his Generals“, sem gcfin var út fyrir nærri sextfu árum sfðan. Höfundurinn safnaði efninu í bók sfna frá mönnum, scm uppi voru á þeim tfma sem atburðir þeir skeðu er bókin fjallar um. Tilgangur hans var að halda á lofti minningu þeirra, sem reyndust sannar hetjurj f þcssari miklu baráttu, scm end- j aði með því að gjöra þetta land að sjálfstæðu, frjálsu lýðveldi. Eftir- fylgjandi grein stcndur á bls. 426 : „Sitjandi kring um borð, þann-j ig að birtan skfn í andlit þeim, cru i fjórir menn — lögmaður frá Bos- ton, prentari frá Philadclphia, læknir frá Philadelphia og bóndi frá Virginia. * * '!:' Þá spyr Franklfn : ’Hvar áþctta stríð að enda ? Erum við að eins að berjast fyrir að fá breytingar á brezku stjórninni, eða fyrir sjálf- ræði ?‘ I þessum svifum, þegar allirj þcgja, kemur gcstur inn. h'ranklfn gjörir hann kunnugan hinum. j Hann sezt við borðið og er sagt; frá umtalsefninu. Hann tekur til 1 máls. Washington, Rush, Frank- lfn og Adams verða allir orðlausir. Litli maðurinn f brúnu yfirhöfninni skýtur þeim skelk f bringu með sínu pólitiska guðlasti! En hann heldur áfrain. Þctta brciða, mikla enni roðnar, og f augum hans lciftrar ljós þeirrar sálar sem er öll á bak við orð hans, þegar hann f þcssari djúpu, alvarlegu raust tal- ar um frclsi Bandarfkjanna, hina dýrðlegu framtíð þeirra, og forlög þeirra, þegar þau riði yfir rústir há- sætanna til að gjöra eitt rfki úr þessari miklu heimsálfu. Þeir stökkva upp frá borðinu. Þeir taka í hönd ókunna mannsins J f brúnu yfirhöfninni. Þeir biðja hann í guðs nafni að skrifa þcssi orð f bók, bók sem vcrði lcsin á hverju heimili og prjedikuð í hverri kvrkju í Ameríku. Sjáið þið þcssa mynd ? Litla manninn f brúnu yfirhöfninni, rjóðan í andliti, titrandi af gcðs- hræringum þcim, sem hans eigin hugsanir orsaka; hinn vel vaxna Virginíubónda til annarar handar, við hina hliðina þessa miklu and- ans mcnn: John Adams, Bcnja- mfn Rush og Benjamfn Frank- lín ? (Frh.) Sumir af hinum einkennilcgu sið- um Austur-Indfa verkamannanna, sem Lascars eru nefndir, cru mjög hlægilcgir fyrir okkur. Til dœm- is borða þeir ætfð úti undir bcru lofti og snúa andlitum sínum í vcsturátt. Hin mesta svívirða sem hvítur maður, eða ’Giaour' getur gjört þcim cr, að ganga milli þcirra og sólarinnar meðan þeir eru að borða, þannig að skuggi hans falli á matinn, sem saurgast strax af þvf. Eitt af þvf sem gjörir útlit þcirra einkcnnilegt er, að þcir hafa það til siðs að raka á sjer höfuðið, en skilja cftir sinn skúfinn í hvorum vanga, og á það að vera handa spámanninum, scm á að draga þá til himnarfkis á skúfum þcssum. Þcgar þcir eru giftir, þá brúka þcir hring á stóru tánni. Þcir þola mjög ve! kulda og eru ágætir sjó- menn, þar sem þeircru liðugir eins og kcttir. Þcgar þeir fara upp í möstrin, þá lfta þcir ckki við stig- unum heldur fara þcir upp höfuð- bcndurnar, sem eru strcngdir vír- kaðlar, og gcta þcir bókstaflega gcngið upp strcngi þcssa. A^miral Togo, yfirflotaforingi Japanfta, og sem hefir getið sjer orðstfr um heim allan nú upp á síðkastið, fyrir hreysti sína og her- kænsku, er kominn út af hinum gömlu N i p p o n-strfðsmönnum. Hernaðarþekking hans cr up]3 á það fullkomnasta, og hefir hann verið æfður á allan hátt til að verða djarfur, rólegur og þrautseigur bar- dagamaður. I æsku sinni var hann og stall- brœður hans f hcrskóla Japans, vanir að hafa árlega átveizlu. Þeir sátu við hringmyndað borð, en f miðjunni var hlaðin fallbyssa, sem snjcrist hægt á möndli. þannig að hún miðaði alltaf á höfuð cinhvers þeirra. Hún var þannig útbúin, að einhvcr — sem þcir ekki sáu — fyrir utan veizlusalinn, gat hlcypt skotinu af. Allir, sem við borðið sátu, vissu mjög vcl að skotinu yrði hleypt af cinhvcrntfma áður en þeir stæðu upp, cn hvenær cða f hvaða átt, vissi cnginn. Auð- vitað gat það viljað til að kúlan færi á milli höfðanna á gestunum, en það var lfka alvcg eins lfklegt að hún færi mcð höfuð cinhvcrs þeirra. Þó sáust ekki hræðslu- mcrki á neinum. Tækifærið var jafnt fyrir alla. Þctta voðalcga morðvopn, scm hringsnerist þarna mitt í veizlu- glcðinni og bcnti fráeinum til ann- ars, tilbúið á hverju augnabliki að tæta einhvern þeirra f smáagnir, var f Japan álitið ágætt meðal til að styrkja taugar bardagamanns- ins. ÁRBÓK Gyðinga yfir árið 5665 cftir þeirra tfmatali, kom fyrir al- mcnningssjónir f ág. sfðastl. Hún frœðir okkurum að nú sjcu 10,932, 777 Gyðingar alls í heiminum. Af þeim eru 5,189,401 f Rússlandi, 2»°76,378 I Austurrfki og Ung- vcrjalandi, 1,253,218 f Bandafylkj- unum, 586,948 í Þýzkalandi og 466,361 í Tyrklandi. í New York fylkinu búa 600,000 Gyðing. og af þeim 500,000 í borg. New York.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.