Baldur


Baldur - 08.02.1905, Blaðsíða 2

Baldur - 08.02.1905, Blaðsíða 2
2 BALDCJR, 8. FEBRtfAR 1905. 81 ER GEEINN <JT Á GIMLI, --- MANITOBA. ÓHÁÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIb. BORGIST FYRJRFRAM. l'TGEFF.NDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COM- PANY, LIMITED. RÁðSMAðUR : G. P. MAGNtSSON. UTANÁSKRIFT TIE BLA8SINS : BALDIJE, G-IMLI, 3ÆA-TST Verð á smáum auglýeÍDgum er 25 cent f yrir þ ímlung dá' ksl'-.ngdar. Afsláttur er gcSua á stœrri auglýfl'mgum, sem birtast í blaðiuu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi fllíkum afalætti og öð-um f jármálum blaðs- ius, eru menn beðuir að anúa ajer að ráða- tnauoinum. MIðVIKUDAGINN, 8.-FEBR. 1905. Hvað sannar það? Nú eru sumar lóðir meðfram Portage Ave. í Winnipeg farnar að seljast fyrir tvö þúsund dollara ($2,Coo) fetið, þ. e. a. s. lengd Ióðarinnar er ekki talin frá fram- gafli Iöðar, sem veitir að fram- stræti, til afturgafls, sem veitir að "bakstræti, heldur eru talin fctin f Lreiddinni þvert yfir, meðfram íramstrætinu. Með þessu verði Lostar 50 feta' lóð $100,000, eða 5®0 fet heila milljón. Hvert fer- hyrningsfet af yfirborði jarðarinnar á þessum bletti kostar þannig fulla $20, og það er sama verðið, sem þjóðin fær fyrir heilar, stórar lóðir í nýjum bæjarstæðum, og sama, sem Manitobafylki fjekk f vetur hjá C. N. R. fjelaginu fyrir 13 ckrur, með vægum borgunarskil- málum. Svona eru vissir biettir jarðar- innar, sein í fyrstnnni eiga að heita eign þjóðanna f heild sinni, látnir af hendi tii einstaklinga, ýmist með einhverju málamyndarverði eða al- veg gefins. . AHajafna eru slfkar landagjafir gjurðar f þvf yfirskym, að viðtakendf.r, eins óg t. d. járn- brautafjelög, skapi þjóðinni einhver hkmnindi með framkvæmdum sfn- um, en þegar til stykkisins kcmur, er full borgun ævinlega jafnóðum sogin úr almennings vasa fyrir öll slík hlunnindi. I>að er alit af sama sagan, hvar sem litið er á hagfræðisspursmál þessa þjóðfjelags. Þeir sem pen- inga eiga, hafa vakandi auga á þvf, að löggjafarnir sje rjett ’stemmdir' gagnvart hagsmunum efnamann- anna. Það er hver einasta löggjöf þannig úr garði gjörð, að gróðafyr- irtækin skuli vera sem arðvænleg- ust, og þetta gengur- almenningur | tafarlaust, en fhugunarlaust, inn á j að sje gott og sjálfsagt fyrir þjóð- ! lega velmegun og þjóðlega fram- för. Þegar menn sjá dýrð sinnar ! þjóðar f háum dollaratölum á skýrsl-; um stjórnanna, þá klappa þeir lofi f lófa, yfir því hvað þjóðin sje rík, j og í sfnu heimskulega drambi yfir þvf að tilheyra rfkri þjóð, gleymirj | vesalingurinn sfnu eigin allsleysi j og sínu eigin striti. Hvaða þjóðarsæla er fóigin f þvf, að opinberar skýrslur beri vott um i 1 mikið auðmagn í landinu, þegar j mcginmagn þeirra auðæfa er til- heyrandi fáeinum óskabörnum ranglátrar gæfu, en fátæktin er! fylgjukona þeirra, sem sveitast- mest og þræla harðast ? Hvaðaj sæla er f þvf fyrir verkalýðinn í: Winnipeg, að jarðarbletturinn, i scm borgin stendur á, gengur'nú kaupurn og sölum fyrir svo og svo j margar milljónir dollara ? Allir þcir, sem ckki hafa vaknað j J til í’nugunar á þessu, og ganga því j | mcð nokkurskonar auðfróðleiks | | barnatrú (orþódoxa ojkonómfu) ‘í \ ; brjóstinu, alveg cins og þeir erfðu i j þær mannlffsskoðanir frá pabba og j mömrnu, þcir munu svara þvf, að þetta háa verð, sem beri svo óræk- an vott um vclmegun og framfarir, örvi allt viðskiftalíf, og gjöri svo miklu meiri vinnutækifæri fyrir verkalýðinn, að ekki sjc neitt spursmál um að það sje almennur hagur að/.s-ijpna verðhækkun. Samt hefir nú t. d. landið með- fram Portage Ave. ekki auðgast neitt að náttúrugæðum síðan í j fyrra. Það er annað, sem veldur j þvf, að auðmenn cru til með að borga meira fyrir það nú heldur i en þá. 1 Það eru tveir kaupmenn á Por- tage Avc. Annar selur föt, en j hinn selur kol. í fyrra keyptu | þeir hver af öðrum, og allt jafnaði j sig. Það græddi hvorugur á hin- j um. En þjónar kolakaupmanns- j ins og ýmsir vínir þeirra út um I bæinn keyptu lfka fötin sín hjá; fatakaupmanninum, og þjónar hansj kol af kolakaupmanninum. Fyrirj þessar vurur fengu kaupmennirnir það, sem kostaði að vinna þennan varning og flytju hann til Winni- j j peg, en svo borguðu þeir dálítið j ! meira. Mennirnir, sem áttu kola- j námuna og fataverksmiðjuna, vi'rtu j þær eiguir sínar á nokkrar milljón- ; I ir dollara, án alls tillits til þess að j þjóðin hafði gefið iiðrnm þeirra! j námuna fyrir ekki neitt vestur í j Crows Nest Pass, og hjelt vernd- j j arhendi yfir hinum með sjerstakri j j tolllöggjöf. Þegar þeir seldu varn- j ing sinn til kaupmannanna á Por- tage Ave., þá lögðu þeir rentur af j þessum áætiaða höfuðstól ofan á j framleiðslukostnaðinn. Þessi skatt- j ur fylgdi varningnum til verka- 1 mannanna, scin keyptu hann í búð- j unuin, en svo fylgdi ögn meira. Kaupmennirnir urðu að fá uppbor- J ið kaup fyrir sig og þjóna sína, og j ' það veit Uver inaður að var rjett og sjálfsagt, en þeir bæta enn dá-; litlu við. Þeir meta nú. lóðirnar j og búðirnár sínar n'okkrum tugum j eða jafnvel hundruðum þúsundaj meir en fyr, og þeir vilja fá rentur; af þeim höfuðstól, án tillits'til þess, j að það kostaði þáekki svona mikið. Þessir kaupmenn selja samt ckki vörur sínar dýrár en f fyrra, en ! samt cr mögulegt að láta arðinn ! verða svo mikinn nú, að hann i . svari fullum rentum af mikhi hærri j upphæð en.f fyrra, allt af því að : fólkið f borginni hefir fjölgað, og viðskiftamönnum á vissum stræt- um hefir jafnframt fjölgað. Sem sagt, hufuðstólseigendurnir kaupa hver af uðrum og græða hver á öðrum svo allt jafnar sig þcirra á milli, cn verkalýðurinn er af öðru sauðahúsi, Auðmennirnir j hafa tökin áþví að græða á honum, en hann ekki á þeim. Verkamað- urinn hefir tfðast engan höfuðstól annan en sína líkamskrafta, og jafnótt og hann metur þann höfuð- stól sinn til hærra verðs, lcggst hærra mat á það sem framleitt cr og renturnar af. höfuðstól auð- mannsins f viðbót, alveg eins og ekkert hefði f skorist. Þegar kaup- gjald hækkar yfirleitt, hækkar varningsverð yfirleitt, svo allt kcm- ur f sama stað niðurí hcildinni, að uði-u en þvf, að þegar verkgefand- inn þarf að borga hátt kaup, þá hefir hann því meira í veltu og tekur þvf rcntu af meiri höfuðstól út úr sömu framleiðslu, heldur en áður. Það eru orðnir fleiri menn í ár, sem leggja skerf af sfnum svita- dropum f gróðareikning verzlunar- lýðsins á Port. Avc., heldur en f fyrra. Vegna þeirrar ástæðu vilja aðkomandi auðmenn vinna til að borga nú meira fyrir að komast þar að, heldur en þeir hcfðu viljað f fyrra, og þegar svo sú vcrðhækk- un kemur út á pappfrnum, sem aukið auðmagn f Iandinu, þá sann- ar það ekki neitt um aukna þjóðar- farsæld. Það sannar, að það er f ár mcira tækifæri fyrir rfka menn að fá rent- ur af höfuðstól, sem þeir setja í I veitu f Winnipeg, og það var álit I útsendaranna sunnan úr Banda- ríkjunum um daginn. Það sannar, að það eru fieiri. IIÖFUÐSTÓLSLAUSIR menn til að sve-itast og þreytast í Winnipe.g í ár heldur en voru þar í fyrra. Það er nú allt og sumt, og um þetta básúnaull landsins blöð, sem hina mestu dýrð. Svo sannar það enn frcmur, að það er heimskulegt af þjóðfjelags- heildinni, að láta landeignir af höndum til einstakra manna, á þann máta, að henni hætti aðskínaj nokkuð gott af þeirri verðhækkun j á landinu, sem hún er sjálf völd að ! síðarmeir. Það sannar þannig, að þeir, sem j staðhæfa, að landeignabruðl stjórri- málaflokkanna sje ósvífið, hafi rjett! fyrir sjer. Höfðingjarnir, sem taka þátt í1 þessari spilamennsku, þeir vita of- j ur vel, að -renturnar af þessum inikla höfuðstól koma ekki afþein-a eigin kroppum, heldur út um svita- holur erfiðismannanna, en erfiðis- \ mennirnir virðast ekki einu sinni; hafa sinnu á að skilja hvernig í þessu liggur, hvað þá að fá nokkra breytingu á mcðhöndlun þeirra auðæfa f .skauti jarðarinnar, sem Ifklegt er að guð væri talinn sáttur mcð að sjá meðhöndluð öllum sín- um börnum til samciginlegra nota. Mesta mildi þegar erfiðismenn- irnir f fáfræðisinni hjálpa ekki kúg- urunum til að hrópa krossfestingar- dóm yfir þá menn, sem bczt ganga fram í að vekja þá og hvetja. STÆRSTA UPPLAG I BŒNUM AF O^ZCsTTTILÆ, ~R, A TsrO-THR, SJERLEGA YÖNDUÐ FTJH^r^-OES. MOODY and SON, COR. MANITOBA AVE. AND EVELIN ST., WEST SELKIRK, MAN. B r o t ú r b r j e f i. Að skrifa ? Hvað skal jeg hclzt þjcr skrifa ? Nú skrautleg blóm sjást vart á haustsins tfð. Og andi flestra að eins fær að lifa, já, ekkert meir, það hcimtir lffsins stríð. Og nú, sem stcndur, sje jcg fs um ála, og akrar gráir blasa sjónum manns, og kolsvört flög, er brennuvargar bála, og blaðlaus ösp, er útsýni vors Iands. En hvar er. segi’ eg, sólin blessuð sofnuð ? Æ ! Sofnuð bak við skýbólstranna garð. Hún var sem væri’ af sorgar drunga dofnuð, og dæi svo, — þvf helja mikil varð. Og æskan, blfðan vóðu dauðans vegi til vetrar stranda, þar scrn hvílir ró. Og þá grjet ástin, jeg þjer satt það segi, hún svall í grátí, þar til loks hún dö. Ó, hve sá dauði dapur var að líta. Ó, drottins sól, þvf vermir þö ei meir? Finnst þjer nú algræn auðnin frosta — hvfta,. og einfær vel að stánda’ hinn veiki reyr? Sjerð þú ei myrkur? Sjerð’ ei grimmdar æði ? Sjerð þú ei kulda, er nfstir saklaust barn ? Sjcrð þú ei svik á sollnu mannlffs græði ? Sjcrð þú ei þörf að flytja’ inn kærleiks arn ? Sjerð þú ci hjartað vonarlitla, veika, er við þarf stuðnings, — ljóssins hlýjan dag ? Sjerð þú ei blómið sundur'kramda, bleika, cr sorpið heldur bundnu við sitt lag ? Sjerð þú ei fugl, er frelsi lífsins þráði og fjaðra sinna hafa’ ákvurðuð not, inniluktan í öskjustærð á láði, með alrúm breytt f dapurt myrkraskot ? Þetta þú sjerð. Ó, alheims ástar sunna, andaðu hlýjum blæ á lífsins veg. Bræddu það svell er bannar þeim að unrm, er brautganga við mannúðina er treg. Lát Ijós þitt skfná lffs að frosnum rótum. Lífgaðu sjerhvert blóm er frostið tók. Styð sannleiks þrá, svo fust verði á fótum er flúði’ ei brott, þá lygin grundvöll skók. Tendra þú von í trúarlitlu hjarta. Tendra þú ást í vafablöndnum hug. Styð bræðralag, en burt nem hatrið svarta. Bein anda mannsins á þitt dýrðarflug. Sendu þitt Ijós, að svalri dauðans hvflu. Sendu þeim frið er stríðið hafa háð. Breið geislahjúp við andlát — ástar skýlu. Yfir þeim segðu : sofið guðs í náð. H. Björnsson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.