Baldur


Baldur - 25.10.1905, Blaðsíða 2

Baldur - 25.10.1905, Blaðsíða 2
7 BALDCJR, 25. octöb. 1905. ER GEFINN ÍT Á GIMLI, ----- MANITOBA ÓHAÐ VIKUBLAÐ' KOSTAR $1 UM ÁRIð. HORGIST FYRIRFRAM tfTGEFENÐUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. RITSTJÓRL Magnús J. Ska/tason, RÁÐSMAÐUR: Gísli P. Magnússon. UTANÁSKRIFT TIL BLAbSINS : O-XLÆILT, Veið4»nnÁum euglýsingum er 25 cent fyrirþumlung d&'Wílengdar. Afa'áttur er gefiun á stœrri auglýaingum, aem birtast { blaðinu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi ■Hkum afilætti og ððrum (jármálum blaða- in», eru menn beðuir að snúa ejer að táða- manninum. MIÐVIKUDAGINN. 25. OCT. I9O5, S k ó 1 a r NÝJA ÍSLANDI, (r rainhald), En hvað erum vjer að hugsa, hvað eru feður og mæður að hugsa með bðrnin sín? Ætla þau þeim að liggja eftir í götunni eða renn- unni, þegar aðrar þjððir ganga brosandi og prúðbúnar fram hjá. Eígum við að horfa á öldina ís- íensku, ungu, ganga til grafarsinn- ar þegar skrælingjar og kynblend- Jngar eru á upprisuvegi. Þá kem- ur sorg mjer f hjarta, þegar jeg hugsa á þessa leið, og mjcr liggur við að ætla, að betra hefði ver- ið að vera brúnn eða blakkur mcð höfuðið hrokkið, heldur en mcð Ijósbjarta andlitið og lokkana fögru, og hvassleitu vfkingaaugun, Hvað eigum vjer að gjöra drcngir? Þeir scgja mjer, að feðurn- ir sjcu að hvarta um, að skólarnir sjcu ekki á haustin, cða ekki á vorin, og hvernig sem nefndirnar leggja sig í lfma, þá "geta þær ckki fulinægt kröfum þeím, scm tíl þcirra eru gjörðar. En þá vil jcg segja, við feður og mæður: Þið látið börnin ykkar vaða aurinn og blcytuna í fjósið, þið látið drengina lemjast um við verk- Jeysu, að naga f sundur skógar- buðlung í eldinn. En þvf f ó- sköpunum lfta menn ekki lengra fram f vcginn, líta fram yfir árin og áratugina, sem fyrir börnunum liggja, að heigja þessa látlausu baráttu, sem kreppir hnúana, lmýtir limina, beygir bökin, slftur taugum, og sctur hrukkurnar djúpu á hin sljettu og fögru andlit. Hvers vegna vilja ekki foreldrarn- ir með öllu mögulegu og hugsan- legu móti reyna áð ljetta börnum sfnum þetta hroðaverk, sem fyrir þeim liggur? En eitt af því besta, sem Ifklegt er til þess, að ljetta þeim leiðina er undirbúningur barnanna & barnaskólunum. Foreldrar þeirra | þurfa, að lcggja sig f lfma að láta biirn sín ganga á skóla. Og þeir ■ mega ekki stökkva upp og taka | biirnin af skólanum, cf að kcnnar- inn þarf að finna eitthvað að við börnin. Og þcir þurfa allir að skoða kennarann sem uppáhalds- barnið sitt, sem þcir feli það hlut- verk, að leiða öll hin börnin til mentunar, frama, farsældar og góðra siða. Ef að þannig er hjartanlegt og innilegt samband milli kennara og foreldra, milli bændanna og skólancfndanna, þá er það mannfjelag sannarlega áj framfaravegi Þá er það gott hlutverk, sem hver einstakur þcirra vinnur f þarfir hins góða, þá munu afleiðingar þess sýna sig eftir þvf sem árin líða. Það er þessi samvinna allra til hins sameiginlega góða, sem svo er ákaflcga mikilsvarðandi. Vjer verðum að hrynda af oss þessu óorði sem á Oss er að falla, að vjer horfum rólégir á að börnin vor vaxi upp sem aumingja ræfl— ar, siðlitlir og fákunnandi. Þvf að vjer getum verið vissir um, að öllu þess háttar fólki hrindir sam- kepnin út f myrkur vcsældar og ómcnsku, og þann kostinn viljum vjer sannarlega ekki kjósa fyrir börnin vor. Vjcr skulum þvf rcyna, að vinna saman, vinir mfn- ir, vinna saman og láta ckkert á milli okkar koma, engar brún- skjóttar eða rauðgráar skoðanir, það cr miklu betra að láta þær skjóttu og gráu ciga sig, en spilla fyrir börnum sfnum. Þau og þcirra framtíð ættum vjer þó að meta meira heldur en alt annað. Jeg veit nú vei, að mcnn kunna að bcnda á, að þessi skýrsla hjer að framan sjc ekki eins Ijót og hún lítur út, þvf að á skólaaldri sjcu talin börn frá 5 til 21 árs. Með mikilli gleði játa jeg allan þann sannleika og það er hið eina, sem gctur dregið úrblygðun vorri, hið cina, scm getur komið oss til að lfta rjettum óhikandi augum upp á framandi menn og þjóðir Það er vfðar pottur brotinn en hjá Guddu gömlu. En hitt er það, að vjer ættum ckki að glcyma arf- inum forna, þegar íslendingar voru hin mentaðasta, cða að mirsta kosti sögufróðasta þjóð á Norðurlöndum, Vjer ættum að halda við þá hugsun og líta fram- kvæmd hcnnar, og heiðra alla þá, sem nú sína frama og frægð í enskri mentun, Ileill sje þeim og frami hvar scm þcir fara. Þeir hafa, nú þegar, margir orðið oss til sóma; verði þeir með hvcrju ókomnu ári ætfð ficiri og fieiri. Hvernig konungarnir! munu veltast úr stólum. Eftir Vance Thomson. (Niðurlag). En hin hcilaga Agnes er vernd- arengill Monoceobúa. Var það j gamall siður þar, að þegnarnir hóp- uðust upp að höllinni þann dag, og j mátti þá einhver bóndadrengurinn bjóða prinsessunni að dansa, og einhver bóndastúlkan átti heimt- ing á að dansa við prinsinn. Jeg var i Icstrarsalnum hjá prins- inum og sá Icstina af fólkinu koma inn f hallarga-ðinn. Voru þeir kátir og blómum skrýddir og leiddu lamb eitt vafið ^krautleg- um borðum, gengu þeir við hörpu- slátt og lúðrablástur. En alt í einu sáum við prinsessuna koma áj harðahlaupi á móti þcim mcð ákefð j mikilli, veifaði hún höndum og! hrópaði: „Rckið þá út, jeg vil ekki láta þá koma hjer inn, út með þá“. En bændatetrin urðu forviða og voru allir reknir út með lambið og blómsveigana, og svo slóu þeir trumburnar og bljesu á lúðrana og fóru sfna leið. En prinsinn sagði hálf súr á svipinn : ,,Þessa þurftí nú ekki, þetta var góður og gamall vani“. „Prinsessan metur meira nýju siðina“, rnælti jeg þá. Prinsinn þagði um stund en mælti svo : „Náttúricga er þetta alt saman hlægilegt, en þó hcfir mjer fundist, að þsssi hátfð hinnar heilögu Agnesar vera skást af því öllu saman“ . . . Það er líkast þvf, að ganga um stræti í stór- borgum nútfðarinnar klæddur her- j klæðum miðaldanna. Og ef að j jeg mætti ráða . . . „ Jæja, hann tók ráðin hjá sjálf- um sjer seinna. Hann gjörðist hermaður í iiði P'rakka f Afríku og kom þar vel fram. Og hcfði þýski krónprinsinn núna haft Ift- inn hluta af þrcki hans, þá hcfði hann strokið til Svisslands og gifst ameríkönsku stúlkunni, sem hann einu sinni var skotinn í og vildi láta fyrir kórónu sína. En á Prúss- landi cru húslögin (hausgesetz) harðari cn í nokkru fiðru konungs- cða keisara-veldi. í hjarta prins þessa var upprcist, og f þrjúárj var hann mcð óþckt og þrjósku, j en svo varð hann undan að láta i og giftast annari. Það er eiginlega í þessum mál- um, ástamálunum, scm prinsarnir litlu þrjóskast. Þrjóskast við harð- stjórn þá, sem sviftir þá tilfinningu og sælu ástarinnar ; og hvcr scm skilja vill s'igu mannkynsins verð- ur frekara að líta eftii lokrekkjum konunganna, cn bardögum og vfg- völlúm. Þctta hefir hver hugs- andi maður sjcð með sjálfum sjer. Þcir, scm nú cru að ýta á stað við- burðum sögunnar, eru þessir ungu | prinsar scm ekki vilja ríkjum ráða, þessir synir ogdætur konunganna, sem bera iogandi blysið að hinum rykuga purpuraskrúða og ryð- brunnu gyilingu á hásætum for- feðra þeirra. Jeg hcfi lyft þessu fortjaldi og nú getum vjer allir lit- ið inn, því einlægt gjörist þarmeir og meir. Hann Sergíus stórhertogi á Rússlandi ckur f kerru um strætin í Moskö. Honum hefir verið dauði heitinn og nú gæta hermennirnir og pólítfin allra hans fótmála, þeir horfa á hann þarna úr hverjum glugga strætisins. Hann ckur þarna rólegurog reykir vindil sinn, þvf hann cr förlagatrúarmaður sem allir Rómanoffarnir. Við Kremlin hliðið beið hans hópur manna, en út úr hópnum gengur ungur maður og kastar sprengivjel undir hestinn og kerruna. Á sama augnabliki er stórhertoginn Sergius dauður. En maðurinn, sem sprengivjelinni kastaði, stend- ur upp hægt og hægt, því hann fjell er kúlan sprakk. Blóðið streymir af honum þvf hann er særður, en bláu augun hans eru ofur róleg cr hann lftur yfir verk sitt, og hann brosir mj'ig ánægju- lega. Pólitfin leggja ekki hendur á hann. - En hertogafrúin er þar, þegjandi hcfir hún f skclfmgu star- að á sundurtættan mann sinn. Hún lítur til unga mannsins — þessi ungi ljósskeggjaði maður hefir ein- lægt verið brosandi — byrgir augu sín og veinar, því morðing- inn er einn af konungsættinni, hann er einn af Romanoffunum, frændi keisara. Hann cr stórher- togi, einn af hinum 29 meginstoð- um hins rússneska hásætis. Hvers vegna dráp hann bónda hertogafrúarinnar ? Hann vildi ekki segja henni það, þegar hún heimsótti hann f fangelsinu, og hvorki jeg nje þú fáum nokkurn- tíma að vita það. Hann brosti fyrst, hann grjet svo, er hún spurði hann, en hann svaraði henni engu. Það er talað um það í hljóðskrafi við hirðir konunganna. Jeg gjörði mjcr fcrð þúsund mflna veg til þess, að spyrja hann að þvf, en fjekk ekkcrt svar. Það hcfir vcrið hlutverk mitt að kynna mjer sálarástand nokkurra þessara konunglegu uppreistar- manna. Piinn þcirra kastaði kór- ónunni frá sjer eins og barn kast- ar brúðu sinni; annar vildi ekki nýta hálfa millión gyllina á ári og gjörðist óbreyttur borgari. En all- ir sýna þeir þennan uppreistar- anda, sem hrifið hcfir hina ungu kynslóð konungaættanna, ogþetta er h i n eina verulega hætta, sem ó g n a r konungdómi og keis- araveldi í hinum gamla heimi. II. BLÁA FLÖJELSFOR- TJALDIÐ. Það var hann Vilhjálmur keisaii II. sem talaði svo óvirðulega um prinsana, og sagði að þcir ,,legðu hina konunglegu tign f sölurnar fyrir ástabrall“. En ekki eru þeirallir prinsarnir, sem ieggja frá sjcr tignina fyrir ásta sakir. Oft cr það að þeir hafna uppgerðarvirðingu konung- dómsins af löngun til þess, að vinna gagn mannfjelaginu. Það eru að vfsu oft konurnar, sem koma þeim á stað, en hverjum sem ráða vill sjálfur kjörum sínum, rfður fremst af öllu á því, að kjósa sjer fjelaga á lífsleiðinni. Leopold Ferdinand, erkihertogi frá Austurríki, er þar fremstur f flokki. Er hann gjörvi- legur, einbeittur maður og allmik- ill heimspekingur; á hann unga frfða konu af lágum ættum, og býr f smáu húsi einu á bökkum Gen- fervatnsins. Hefir hann gjörst svissneskur borgari og kallar sig Leo Woelfling. Móðir hans vildi láta hann taka sjer konu af konungaættum, en hann svaraði: „Biblfan skipar engum að gifta.st prinsessu, heldur að menn skuli vera trúir konum sfnum“. Var það þá borið út að hann væri vitstola og hann settur á vitlausra spítala. En hann Ijet sig ekki, og loks Ijet keisari undan svo hann fjekk konu þá scm hann unni. Þá er prinscssan af Cohurg ein, sem flúiðhefir úr höllum furstanna. í ein 6 ár var hún f haldi á vit- lausra spítala, og þó var hún f fylsta máta heilbrigð. Mattachich greifi hafði ætlað að hjálpa hcnni, en hann var hneptur í fangclsi, sakaður um að hafa falsað undir- skrifc prinsessunnar. Prinsessan sór sjálf að hún hefði skrifað nafn- ið, en samt var hann dæmdur fyr- ir það, og var alveg saklaus. Loks- ins var varðhald greifans úti, og þá gat hann laumað prinsessunni út úr vitlau.sra spftalanum, pg struku þau bæði út fyrir landa- mærin. Systir hcnnar, Stefanfa, var gift Rúdólf krónprins Austur- rfkís, en samt fjekk Ferdinand Bulgaraprins ást á hcnni og cinu sinni gaf hann hcnni gjöf eina, en gjöfin var rýtingur, hárbcittur, til að drcpa með mann hennar. * * * Framanskrifuð ritgjörð cr, að sönnu, talsvert lengri heldur en það scm vjcr birtum hjerf blaðinu. En vjcr hljótum að slá hjcr f botn- inn, með því að málið er heldur langt, til þess að takast, f heild sinni, upp í blað, sem ekki er stærra en Baldur. Aðal-efnið: — undirstöðuatriði þau, er höfundurinn byggir á hrun eða burtnám kónga og keis- ara, er, að mestu, drcgið hjer fram. Og, það voru þau, cr oss var annt um, að gæða lcsendum Baldurs á. Oáindis-stöku þcssa kvað Stcbbi sálugi Rafnsson, scm Einar Beni- diktsson tók vísu eftir og samlfkti við Biblfurfmur Valdimars Briems: ,,Sæl og blessuð sjcrtu nú Sigríður Hólmkelsdóttir, ef þú gefur mjer kaffi nú kýrglámseggja blcssuð frú“. Og þó var Stebbi aldrei mcðlimur ,,Hagyrðingafjelagsins“ f Wmni- PHP MÁLALOKIN. Eftir glappyrt orðastapp — olli Hrappur baga; þótti happ að I lanncs slapp heill úr hvappi laga.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.