Baldur


Baldur - 26.09.1906, Blaðsíða 2

Baldur - 26.09.1906, Blaðsíða 2
BALDUR, 26. SEFTEMBER ígo6. GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIe. BORGIST FYRIRFRAM frTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : GIMLI, TÆYLISr. Verð á 8U)áum auglýsingnm er 25 cent fyrir þumlung dálkslengðar. Afsláttur er gefinn á atcerri auglýsinenm, sem birtaet í blaðinu yfir lengri tíma. Viðvíbjandi »líkum afslœtti og öðrum fjármálum blaðs- ins, eru menn beðnir að enúa ajer að ráðs manninum. miðvikudaginn 26. sept. 1906. Þj óðeignastefnan syðra. [Agrip af ræðum eftir Johnson, ríkisstjóra f Minnesota, og Dunne, borgarstjóra f Chicago]. * Ræður þessar voru fluttar í Minneapolis snemma í þessum m muði, og bera þær Ijósan vott um, aðþjóðeignar og hreppseigna- hugmyndirnar eru að breiðast út með föstum skrefum í Banda- ríkjunum. Ræða Johnsons, ríkisstjóra, er á parti svona: ”Sú reynzla, sem jeg hefi í hreppseignarmálum, cr að mestu leyti bundin við þetta ríki og bæ- inn sem jeg á heima í. Fyrir nokkrum árum fóru bæjarbúar í St. Peter að ræða þessi mál. í fyrstunni voru það að eins fáir, sem gáfu þessu gaum, en loks fór það svo, að það var ómögulegt að fá nógu stórt samkomuhús fyrir þá, sem sóttu fundina. í sam- bandi við þetta má gcta þess, að St. Peters bærinn er nú betur lýstur heldur en nokkur annar bær í þessu ríki, sem ekki á sín eigin lýsingaráhöld..........Mjer þykir vænt um að þessi hreyfir.g er kom- in svona langt.........P'ólkið hefir rjett til að neita að borga auðfjelög- unum meira,en því sem svarar góð- um vöxtum af innstæðufje þeirra. Þessi alda gengur nú yfir landið hafa á milli, og vekur æ meiri og mciri cft:rtekt“. Dunne, borgarstjóri, mælti með- I al atinars á þessa lcið : "Yfirlýsing Mr. Bryans, f ræðu j hans í New York, um það, að I hann væri því hlynntur, að rfkin j ætti járnbrautirnar í Iandinu, hefir styrkt og aukið þá hreyfingu, sem á sfðari árum hefir verið að ná mciri og meiri fótfestu í Banda- ríkjunum, og sem ekki einungis hefir fyrir augum að gjöra járn- brautir að þjóðeignastofnunum, heldur cinnig telegraffa og tele- fóna. ”Engin pólitisk stefna hefir að mínu áliti fengið eins fljótan og góðan byr um allan heim, cins og þjóðeignarstef.ian; breytingar í þá átt á hugsunum rnanna, hafa verið stórfeldar í Bandaríkjunum, ”Ár.’ð 1893 gjörði Ethelbert Stuart, verkaskýrsluritari stjórnar- innar, skýrslu, sem sýndi hve margar mílur af járnbrautum voru þá eign hinna ýmsu þjóða, og hve rnargar mílur tilheyrðu prívatfje- lögum. Samkvæmt þeim skýrsl- um voru þá 28,000 mflur af þjóð- eignabrautum á Þýzkalandi, en að eins 3,000 eign prívatfjelaga. ”Síðan þessi skýrsla var gjörð, hafa ýmsar þjóðir bætt við sig miklu af járnbrautum. Rjett um þessar mundir er t. d. skýrt frá því, að japanska ríkið sje f þann veginn, eða búið, að taka til sfn allar járnbrautir á landinu. ”Eins og mörgum er kunnugt, sýndu íbúar Chicago-borgar f fyrra með atkvæðagreiðslu, að þeim var það áhugamál, að bær- inn ætti strætisbrautirnar, og kusu mig fyrir borgarstjóra ineð 25,000 atkvæðum fram yfir mótsækjanda minn. "Enginn maður eða fjelag getur meðhöndlað almennar nauðsynja- stofnanir, án þess að nota götur og alfaravegi. Enginn maður eða fjelag getur fengið heimild til að nota götur og vegi fyrir áhöld sfn, nema mcð leyfi fólksins. Fólkið f heild sinni getur notað götur og vegi fyrir málþræði, gaspípur, strætabrautir og hvað annað sem er, eða það getur gefið einstakl- ingum, eða fjclögum, leyfi til að nota þau á sama hátt. Það, að leyfa vissum manni, eða vissu fje- lagi, að nota götur og vegiáþenna hátt, þýðir það, að útilykja aðra menn, eða önnur fjelög, frá sams- konar rjettindum — þýðir, að skapa einveldi í gróðaskyni, sem oft verður að fjárdráttarstofnun. Á hinn bóginn er einveldi af fólks- ins hálfu alls ekki háskalegt. Þeg- ar fólkið setur á stofn cinveldis- stofnun, þá er það ekki gjört með þeim tilgangi að græða fje, o: ná f ágóða, heldur til þess að gjöra kostnaðinn sem minnstan og þæg- indin sem mest fyrir alla, í þein: grcinum sem einveldið nær yfir, en það er öfugt við það sem auð- söfnunareinveldin gjöra, þegar fólkið gefur þcim einvald af ein- hverju tagi : þau gefa fólkinu sem minnst þægindi, en taka sem mesta borgun fyrfr. ”Með öðrum orðum : Gróða- stofnanir, sem fá leyfi til að mcð- höndla almenn nytsemdartæki (pu- blic utilitice\ gjöra það í gróða- skyni, og gjörast venjulega yfir- gangssamar, og óþolandi í við- skiftum. En þegar fólkið með- höndlar sfn eigin nytsemclartæki, þá er tilgangurinn sameiginleg hjálpsemi, og aðalatriðið, sem þá er haft fyrir augum, er að afla sem mestra þæginda fyrir sem lægst verð. ’Tívað er það sem borið erfram sem ástæður mót hrcppaeign og þjóðeign almennra nytsemdar- tækja ? ”Fyrsta ástæðan er sú, að við það myndist pólitisk atkvæðasmöl- unarvjel. En slfkt er óþarft, og enginn maður sem mælir með þjóðeignarstefnunni, gleymir að mæla um leið með lagaákvæðnm, sem koma f veg fyrir þcss háttar notkun þjóðeignastofnananna. ”Sú eina ástæða sem jeg hefi heyrt til færða, auk þeirrar sem nú var getið, er sú, að þetta sje sosialism. Getur verið, en það má leggja ýmsan skilning í orðið ’socialism‘, og þjóðeignaratriðið er f öllu falli ekki allt sem innibindst f þvf orði, og fyrir mitt leyti skeiti jeg ekki um nöfn eða orð. Menn eru hættir að vera hræddir við nöfn nú á tfmum. Spurningin er sú, hvort þjóðeignarstefnan er góð fyrir fólkið, og ef hún cr það, má hún nefnast hvaða nafni sem vera vill“. * * * Það er óneitanlega fyrir það, að skoðanir af þessu tagi eru orðnar býsna algengar f Bandarfkjunum, að Mr. Bryan hefir ráðist f að taka þjóðeignarstefnuna til forsvars við komandi forsetakosningar, þrátt fyrir það, þó hann hafi með þvf safnað glóðum elds að híífði sjer, hvað snertir suma democratiska flokksmenn, þvf þrátt fyrir nafnið Democrat —fólksstjórnarmaður— hafa ýmsir menn af þeirrt flokki látið illa yfir þessu tiltæki Mr. Bryans, og látið í ljósi, að það sje ckki einungis hætt við að hann tapi kosningunni fyrir þessa sök, heldur sje þessi stefna gag:istæð hugsunarhátt Bandaríkjamanna. Gróðafjelögin, og þeir sem fyrir þau tala, úr hvaða flokki sem eru, eru vitanlega og. verða á móti þeirri stefnu, en að stefnan sj: andstæð hugsunarhætti Banda- ríkjamanna yfirleitt, nær engri átt, og sjest það meðal annars af ræðu þeirri, sem tilfærð er hjer að fram- an, þar sem sagt er frá undirtekt- um Chicago-búa í hreppseignar- málinu þar, og á hinn bóginn sjest það á því. að Mr. Bryan skyldi ráðast í að taka þjóðeignarmálið á stefnuskrá sfna. Mr. Bryan er ekki það barn í pólitiskum sökum, að bendla sig við mál sem ekkert fylgi hefir, þvf það hefir lítið bor- ið á því hingað til, -að hann ætlaði >-jcr að gjörast píslarvottur f póli- tiskum skilningi. Hitt mun sanni nær, að þjóðeignarstefnan hafi á síðari árum fengið marga stuðn- ingsmenn, eins og Dunne, borgar- stjóri segir, og að Mr. Bryan sjái, að hann græðir meiraeri hann tap- ar á því, að koma þeirri stefnu inn f ríkispólitik. Oneitarflega er afstaða Mr. Bry- ans við það mál nokkuð óviðfeldin, því um leið og hann tekur það á stefnuskrá sfna, lýsir hann því yfir um leið, að hann sje andstæð- ur sósialistiskum stefnum. Þetta er náttúrlega dálftið ósamræmi. En eins og Dunne, borgarstjóri, sagði, varðar menn ekki um nöfn, eða útþýðingu á orðum, heldur um það, hvort stefnan er heillavæn- leg. Hvernig svo sem Mr. Bryan reiðir af f komandi kosningum, þá er það áreiðanlegt, að nytsamlegra- mál hefir ekki um langan tfma verið rætt í sambandi við forseta- kosningar f Bandaríkjunum, held- ur en þetta. í fáum Iöndum heimsins hafa gróðafjelög sogið meira fje út úr almenningi á síðustu 50 árum, heldur en í Bandaríkjunum, eins og sýnir sig á fjárhagsskýrslum Bandaríkjanna, sem bera vitni um, að mestallur auður landsins er í höndum fárra manna. Það, að al- menningur hefir ekki fundið til þess, meira en hann hefir gjört, kemur til af þvf hve Iandið hefir fram að þessu verið strjálbyggt, og hve rfkt það er af auðsupp- sprettum frá náttúrunnar hendi; en nú er þjettbýlið farið að þrengja að kostum manna, og flestar auðs- uppsprettur náttúrunnar eru þar nú f höndum fárra manna, en ekki fólksins. Það ætti þvf sfzt að vera gagnstætt hugsunarhætti Banda- rfkjamanna, að reyna að Iosa sig við eitthvað af blóðsugunum, sem hafa tekið skatt af þjóðinni fram að þessu, og mikið má það vera, ef þjóðeignastefnan fær ekki góðan byr við komandi forsetakosningar þar. E. Ó. Stríð milli tvcggja fiokka. Eftirfarandi greinarkafli er tekinn úr ’Harpers Weekly1, sem jafnan hef ir verið fhaldsblað, og sjest á þvf, að jafnvel ó- háð íhaldsblöð skilja, að það eru pólitisk tfmamót í nánd. Greinarkaflinn er svona : ’’Stjórnmálamennirnir eru ætfð seinir að skilja ástand þjóðarinnar. Þeir gjöra sjálfsagt gis að mjer fyrir að spá þvf, að við næstu kosningar nái sósíalistarnir yfir miljón atkvæðum. Pólitisku flokksforingjarnirskilja það ekki enn, að fólkið er orðið þrcytt á þvaðrinu og óhreinskilr,- inni hjá gömlu flokkunum, nje heldur er þeim það Ijóst, að fólkið er farið að skilja að pólitik Banda- ríkjanna erhvorki meira eða minna en stríð milli tveggja flokka fjárglæframanna, scm hafa alþýð- una að skotspæni. En fólkið er loks farið að skilja þá ; það er búið að fá margítrekaða reynzlu, og það cr farið að sjá hlutina eins og þeir eru. Fólkið er t.d.farið að sjá, að vogarskál auðmannanna er alltaf að þyngjast, og að hún þyngist fljótara í Amer. en í nokkru öðru landi. Það er farið að trúa þvf, — og það ekki að ástæðulausu — að auðkýfingar og pólitiskir flokks- fylgismenn eigi landið, með þvf sem er ofan jarðar og neðan ; að þeir ráði yfir löggjafarvaldinu; að dómstólarnir og atkvæðisrjettur fólksins sje að eins áhöid í þeirra höndum ; að stjórnarskráin sje að mestu leyti að eins til hagræðis fyrir þessa menn f yfirgangi þeirra; að lögin, sje út búin þeim í hag, og samþykkt af undirgefnum þjón- um þeirra; að það sje ein lög fyrir hinn rfka og önnur fyrir hinn fá- tæka ; að tfu þúsund dollarar sje lagðir f að vernda eignir gróðafje- laganna, en tuttugu dollarar til að vernda líf manna ; að undir þjóð- stjórnarformi hafi auðkýfingar og pólitiskir illræðismcnn, eitrað svo hugsunarhátt fólksins og stjórnar- farið, að almennum velferðarmál- um sje enginn gaumur gefinn ; að jafnrjctti og rjettlæti sje flúið úr landi; og að margar miljónir ame- rfkanskra borgara, sem í fákænsku sinni þykjast af frclsinu og jöfnuð- inum, sje í rauninni f eins miklum þrældómi eins og nú á sjer stað í Congo“. * * * Ef svona grein hefði komið út f blaði einhvers byltingamannsins, » þá hefði sjálfsagt mátt telja mörg- um trú um, að hún væri tómur heilaspuni. Og þvf til sönnunar getur maður gizkað á, að bent mundi á hina auknu utanlands- verzlun Bandaríkjanna, hina auktiu framleiðsiu þeirra í ýmsum iðnað- argreinum, hinn vaxandi herflota þeirra, og annað af lfku tagi. Það er orðið svo algengt að benda á þessa hluti, þcgar þarf að sannfæra öreigana um, að þeir sje f rauninni rfkismenn, þó þeir hafi ckkert handa á milli, að maður veit fyrir- fram hverskonar röksemdafærsla er brúkuð f því sambandi. Það er Ifka sfður en svo, að þcssi röksemdafærsla hafi rcynzt ónýt. Þvert á móti hefir hún reynzt svo kröftug við fjölda fólks, að það er almennt að heyra menn staðhæfa, að það sje velmegun í landinu, af þvf það sje mikill auð- ur f landinu, og svo er ekkert meira við það að athuga; þvf úr þvf auður er til f landinu, þá eru allir óbeinlfnis, cf ekki beinllnis, efnamenn. — Ef einhver hefir ekki sæmilegan hluta af landsins auðlegð handa á milli sjálfur, þá er hans hluti í höndum hinna atorku- sömu fjárhaldsmanna þjóðarinnar, sem hyggja upp eina iðnaðargrein- ina af annari, gjöra landið rfkt og gcfa atvinnu. Svona hafa margir hugsað og hugsa enn, Þcir bretta sig og minna menn á það f óspurðum frjettum, að þjóðin þeirra sje rfk, og iðnað- urinn hennar mikill, og af því á maður að skilja, að þcir sje nú sjálfir f rauninni efnamenn, þóþeir hafi ckki skildingana hjá sjcr rjctt f svipinn. Það er svona hugarfar, sem þess- ir svo kölluðu fjárhaldsmenn þjóð- anna,sem hafasett upp eina iðnað- argreinina eftir aðra, hafa vcrið að (Til bls. 3, 3. d.)

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.