Baldur - 10.10.1906, Page 3
BALDUR, lO. OKTÓBF.R 1906
3
Og Kyrrahafs fyrir norðan Ame-
rfku.
Það hefir margur vaskur drengur
afýmsum þjóðum fallið f valinn við
að reyna að sanna,að þessi hugsaða
leið væri ekki einungis fær fyrir
hugsanir manna, heldur fyrir stór
skip til vöruflutninga; en sönnunin
fjekkst ekki, og svo hurfu menn
um mörg ár frá öllum tilraunum
til að fara þá leið.
En nú er gátan ráðin, og sönn-
un fengin fyrir því, að þesskonar
leið er til, þó hún sje svo mörgum
ókostum búin, að lftíð sje við hana
unnið. Það voru Norðmenn og
Danir sem loks rjeðu gátuna, og
hafa þeir verið að þvf í meira en
þrjú ár.
Foringi fararinnar er Roald A-
mundsen, skipstjóri, og kom hann
sjálfur sfðla f sept. til Seattle, eft-
ir að hafa komið skipi sfnu vestur
Um Alaska, og sent það áleiðir til
Sanfrancisco ; en sjálfur fer hann
afturtil Alaska til að lúkavið rann-
sóknir sfnar.
Amundsen er lærisveinn Frið-
þjófs Nansens og Sverdrups, sem
var skipstjóri á ’Fram' á norðurför
Nansens, og gjörðu þeir Nansen
og Amundsen út þennan leiðang-
ur. Tilgangur fararinnar var bæði
s&, að reyna að komast sjóveg hafa
á milli fyrir norðan Ameriku, og
sömuleiðis sá, að gjöra vfsindaleg-
ar rannsóknir, sjerstaklega viðvfkj-
andi norður-segulpólnum, og hefir
hún sýnilega náð tilgangi sfnum að
mörgu leyti, þó enn sje ekki að
Öllu hægt að segja um það, hve
víðtæka afleiðingu hún hefir. A-
mundsen segir, að það sje 2.—3.
ára verk að reikna út allar mæling-
ar sínar, og fyr sje ómiigulegt að
segja með nákvæmni hver árangur
fararinnar sje. Hann segist hafa
fundið segulpólinn og sje hann á
eyjunni Boothia, en ekki segist
hann viss um það, hvort hann sje
að eins depill sem færist úr stað,
cða að hann n&i yfir stórt svæði.
Norðurljósið segistj hann hafa at-
hugað með gaumgæfni, og getur
þess, að það hafi þýðingarmikil á-
hrif á leiðarsteininn, en nákvæma
skýrslu um þau áhrif getur hann
ekki gefið, fyr en búið er að yfir-
fara mælingarnar.
Skipið sem Amundsen hafði til
fararinnar var 46 lesta smáskúta,
gjörð með lagi norskra fiskiskipa,
scm verja sig beturen nokkurönn-
ur skip (það er garnla yíkingaskipa
lagið, að öðru Ieyti en þvf, að
breiddin er meiri, af þvf nú eru
brúkuð segl en ekki árar). Skip
þetta heitir Gjoa, og voru skipvcrj-
ar á þvf 7 að tölu. Þeir lögðu út
f 1 á Kristjanfu f Noregi 1. júní
I9°3, og hjeldu vestur um haf að
fornum víkingasið. En nú voru
það ekki Bretlandseyjar sem hcrja
skyldi á, nje hcldur var það land-
nám á íslandi sem dró þá f vestur-
veg, heldur löngunin til að vita —
vita hvort leiðin, iem hafði reynzt
öllum ófær, væri þcim fær. Litla
skipið með stórhuga mennina hvarf
bráðlega út á ólgandi sæinn, og
hvar það var niður komið vissi cng-
inn, nema þeir sjö sem á því voru,
f meira en hálft þriðja ár. Það
var f desember 1905 að fyrsta
skeytið kom frá þeim fjelögum frá
Eagle City, Alaska, sem Amund-
sen hafði náð landveg frá Herschel-
eyju, en þangað hafði hann komið
skipi sfnu. Herscheleyja er nokk-
uð fyrir vestan mynnið á McKen-
zie-fljótinu, sem fellur norður f haf
norðvestarlega f Canada; og var
hann þvf kominn í gegnum mestu
örðugleikana þegar þangað var
komið. Frá Eaglc City fór A-
mundsen til baka til skips sfns og
kom þvf vestur til Nome, Alaska,
lagði svo sjálfur af stað til Seattle
til að fá verkfæri sfn lagfærð, svo
hann gæti haldið rannsóknum á-
fram f Alaska í haust, áður förinni
er algjörlega lokið, en skipið sendi
hann til Franci^co undir forustu
dansks sjólíðsforingja, G. Hansen,
sem var mcð f förinni.
Leiðin sem skipið fár; eftir
að það lagði út fr& Goodhaven &
vesturströnd Grænlands, og þang-
að til það kom til Beringslands,
var 3400 mflur, og er henni skift
fem fylgir : Goodhaven til West-
ernholm-sunds á Grænlandi, 630
mílur; þaðan yfir Baffinsflóa til
Horsborgarskaga, ipomílur; gegn-
um Lancastcrsund til Beechy Bay,
270 mflur ; suður um Peelssund og
P'ranklfnssundtil Boothialands, 340
mflur; f gegnum Ross-sundogmjótt
sund fyrir sunnan King Williams-
land.og þaðan gegnum sundið, sem
' skilur Victorialand og Wellington-
land frá meginlandi Canada,til Ba-
thurstskaga, 760 mflur ; þaðan til
Herschcleyjar, 250 mflur; og það-
an til Beringssunds 480 mflur.
Marga flokka Eskimóa, sem
aldrei höfðu fyrri sjeð hvfta menn,
hittu þeir fjelagar, og gröf Frank-
Ifns, enska norðurfarans fræga,
segjast þeir hafa skoðað á Beechy-
eyju f nánd við Boot-hialand. Strax
og Amundsen var kominn til Se-
attle, sendi hann skeyti til dr.
Nansen og ljet hann vita hvar
komið væri sögunni, og nú er heim-
inum það fyrst kunnugt fyrir fullt
og allt, að ’Norðvesturleiðin1 er
ekki tómur hugarburður. E. Ó.
Ra furma gns vagna r.
—:o: —
Á Þýzkalandi hefir það reynzt
mögulegt að láta járnbrautariest,
sem gengur af rafurmagni, fara
125 mflur á klukkutfmanum. Það
þykir nú sannað, að með gufuafli
sje ekki hægt að ná sama flýti og
með rafurmagni, og sjálfsagt verð-
ur þess nú ekki langt að bfða, að
rafurmagn komi f stað gufu á flest-
um járnbrautum.
íslendingar heima, sem nú eru
að láta athuga brautarstæði á ís-
landi, ættu að hafa þetta f huga.
Ekkert land í heiminum er tiltölu-
lega rfkara af fossaafli en ísland,
og ekkert land er fátækara af eldi-
við.
Ef fossaaflið þar væri notað til
að framleiða rafurmagn, gætu þeir
losast við fill kolakaup, þó þcir
hcfðu ótal járnbrautir.
Það er lftill vafi á þvf, að eigi 1
ísland fyrir höndum að eignast
járnbrautir, þá verður rafurmagn
brúkað þar sem hreyfiafl áður en
langt líður, þó ekki sje það óhugs-
andi að íslendingar byrji f bráðina
með gufuvjelum. Það er allbúið,
að þá reki upp á sama skeri hvað
járnbrautir snertir, eins og tele-
graffinn. Þeir höfnuðu nýju upp-
fyndingunni — Markoni-uppfynd-
ingunni — og hjeldu sig við þræð-
ina; ser* óefað verða bráðum lagð-
ir niður að miklu eða öllu leyti, og
nú gæti maður búizt við.að þeir
höfnuðu rafurmagninu, og tækju
gufuna, þegar gufuaflið er um það
að leggjast niður. Við skulum sjá.
E. Ó.
FRÁ WINNIPEG.
(VÍRLAUST HRAðSKEYTI, sent af
’Þorkeli pUNNA’).
—:o:—
Hjer f vestri er voðasjón,
vitrir gráta, hlæja flón,
bcrjast nú sem björn og ljón
Baldvin og hann sjera Jón.
’Sameiningin1 syngjandi,
samvafin með ’Lögbergi1,
’Heimskringlunnar' hálf-kristni
henda vill f sjóðandi.
Heyra má f ’Heimskringlu*
hrottamál um ’Einingu’,
flæma vill f fastheldu
fullhugana alkristnu.
Lúður gellur heims um hring,
heift í svellur Jónsvíking,
lætur bella á Baldvining
bænaskell með sárum sting.
Baldvininga þrekin þjóð,
þrútin, syngur Busluljóð;
hyggst að þvinga á heljarslóð
heilagt þing, með galdraóð.
Bíta á jaxlinn bolhundar,
bölva f sveitum nautkálfar,
hásir garga hrafnsungar,
hitann Satan margfaldar.
Jungfrúr kalla á Jesú sinn,
jungherrar á prestinn sinn,
kerlingar á karlinn sinn,
karlarnir á dalinn sinn.
Þenglar æra allt um kring
okkar væra búpening;
má þar læra munnhögg sling,
— mýldan særa íslending.
Voldug skelfur vfð og há
Winnipeg f oddaþrá,
má nú ekki á milli sjá
mildinganna f Forarlág.
Anyone sendlng a sketrh nnd descrlntlon inay
quickly nacertain our opinion free whetlier an
tnTontion is probably pntoutable. Comnmnica-
tionantrlcMyconfldentlal. HAN0B00K 011 Pntenta
•ent. freo. Oidest apeticy for necurliiK patentn.
Patenta taken throuKh Munn A (;o. recelr* 1
tptcial noticc, wlthont chnruro, ln the
Scicmific Hmerican.
A haudsomely llluntrated weekly. J.nruest dr-
dilatlon of any sclentltío journal. Terius. $3 a
yéar; four nionths, $L Öolci by all newsdcalers.
MUNN & Co.36,Broadwa’' New York
Braucb tj.iico. 626 F St., WasblDKton. D. C.
II
!>
I)
f
9
e
»
«>
ELDSABYRGÐ og PENINGALAN.
Þeir sem þurfa að setja hús og aðrar eignir í eldsábyrgð, eða
fápeningalán út á fasteignir, geta snúið sjer til mín,
EINAR ÓLAFSSON,
Skrifstofu ,,BaIdurs,“ GIMLI, MAN-
ÓVIÐJAFNANLEG KJÖRKAUP
Á BÓKUM
framiengrl ura nokkrar vikur.
30 til 60 prósent afslátturl
Lesið eftirfylgjandi verðskrá :
Uncle Tom’s Cabin, eftir H. B. Stowe ioc.
Hidden Hand, eftir Mrs. E. D. E N, Southworth ioc.
Self-Made, ,, tvær bækur isc,
How Christianity Began, eftir William Burney ioe.
Advancement of Science, eftir Prof. John Tyndall ifc,
Christianity and Materialism, eftir B. F. Underwood 150,*
Commoti Sense, eftir Thornas Paine 150,
Age of Reason, Lftir Thomas Paine 150.
Apostles of Christ, eftir Austin Holyoake 050,
The Atonement, eftir Ch. Bradlaugh oSe,
Blasphemy and the Bible, eftir C. B. Reynolds 05C,
Career of Religious System, eftir C. B. Waitc 050,
Christian Deity, eftir Ch. Watts 050.
Christian Mysteries 050.
Christian Scheme of Redemption eftir Ch. Watts c.§c.
Christianity— eftir D. M. Bennett c 50.
Daniel in the Lions’ Den, eftir D. M. Bennett o$c.
Giordano Bruno, æfisaga hans, kenningar og píslarvættisdauði o5c.
Last Link in Evolution, eftir Ernst Haeckel 05c,
Liberty and Morality, eftir M. D. Conway 05C.
Passage of the Red Sea, eftir S. E. Todd 050-
Prophets and Prophesies, eftir John E. Rcmsburg 05e,
Science and the Bible Antagonistic, eftir Ch. Watts 050,
Science of the Bible 050.
Superstition Displayed, eftir William Pitt 050.
Twelve Apostles, eftir Ch. Bradlaugh 050.
What did Jesus Tcach? eftirCh. Bradlaugh 050.
Why don’t God kill the Devil ? eftir M. Babcock ioc.
Allar þessar ofantöldu bœkur $2.00
Jeg borga póstgjöld til hvaða staðar sem er, í Canada eð^
Bandarfkjunum.
PÁLL JÓNSSON,
655 Toronto St., WINNIPEG, MAN,
r BONNAR 8c%
HARTLEY |
BARKISTERS Etc. W
P. O. Box 223,
T
W
WINNIPEG,
223,
- MAN.
w
r
c
cn
>■
<
K
N
r
>
^ Mr. B O N N A R er Mjr!
^hinnlangsnjallastimálafærslu-W!
^ maður, sem nú er 1 þessu ^
't
\ fylki’ &
ÞEIR ERU FUNDN-
IR!
U
mennirnir sem láta sjer umhugað
að engan skuli vanhaga um ,,lum-
ber,“ af þeirri ástæðu að hann fá-
ist ekki á Gimli, og sem eru jafn
ljúfir f viðmóti þegar þú ka^upir af
þeim io fet eins og þegarþú kaup-
r 1,000 fet. Þessir menn eru
þeir A. E. Kristjánsson og~TI.
Kristjánsson. Finnið þá að máli
eða skrifið þeim ef þið þarfnist
„lumber’ ‘.
KRIÖTJANSSON BROS.
LUMBSB Y-A.3BID
Gimli, Man,
THE T)EVIL
If the Devil should die, would
God makcanothcr? Fyrirlestur
EFTIR
Col. Robert G. Ingersoll.
Verð 250
Fæst hjá Páli Jónssyni,
655 Toronto St., Winnipeg, Man.
O
Q
*c
X
X
5
Q
>
r*
>■
cn
£ w
Q t+)
>
I W
I h
I Q
I p?
I X
1 d’
cn
I O
Q
I r
0:
, 2
I ö
td
I ð
* Sr-H
G
1 g
M o
r
w 2’
>. H
« M.
<
& 2
o %
e 8
0
ÖQ
ö
W
H
w
w
m
5
H
n
0
td
í>
4^^ •%
. -- -r- — -v-
H T)r. O. Stephensen H
S 643 Ross St. A
© WINNIPEG, MAN.
Telefón nr. 1498.
XC