Baldur


Baldur - 03.11.1906, Blaðsíða 3

Baldur - 03.11.1906, Blaðsíða 3
BALDLJR, 3. NÓVEMBER 1906. 3 og 600 þúsundir barna og um 32 þúsuddir unglinga f lærðurn skól- um. Þriðjungurinn af skólabörn-. um á öllu landinu sótti þeirraskóla og helmingur þeirra unglinga, sem var að búa sig undir háskólanám. Og jafnframt því, sem aðsóknin varð svo stórkostleg að þessum skólurn, komu fram sannanir fyrir þvf, að kennslunni var háttað að sumu leyti annan veg, en frjáls- lyndir menn geta látið sjer lynda. A veraldarsýningunni, sem haldin var f Parfs árið 1900, voru lagðar fram stílabækur barna og unglinga. Þær voru valdar af kennurunum sjálfum. Og mönnum ofbauð sá skilningur á mannkynssögunni og það flokka og trúarhatur, sem kom fram f ritgjörðum barnanna. Meða! annars var f sumum þcss- um ritgjörðum, sem kennararnir sjálfir höfðu valið til þcss að birta á alheimssýningu, því haldið fram, að rómverski rannsóknarrjetturinn hefði verið sönn fyrirmynd að rjett- læti og mildi, og að ofsóknir þær, sem Frakkakonungar höfðu í frammi v;ð mótmælendur, hafi verið rjettmætar. Sumstaðar var samvizkufrelsið fyrirdæmt f þess- um ritgjörðum og framfarir og menning yfirleitt. Ofsalegar inga-ritgjörðir gcgn Gyðingum og frfmúrurum voru áþessari sýningu; þvf haldið fram, að Gyðingar drotni yfir Prakklandi, og þcim sje að ketina um hnignun þjóðar- innar. Þeir og frfmúrarar sje hin- ir sönnu fjandmenn frelsisins. ”Fyrir hræsni sína, óþokkalega undirferli og dramb eru þeir fjand- menn þjóðfjelagsins. Við hátfða- höld sfn lifa þeir f ólifnaði. Heift- rækni þcirra er svo mikll að þeir sættast aldrei. Fyrir ofurlftið af gulli svfkja þcir ættjörð sfna cða rjettara sagt ættjörð annara — sjálfir eiga þcir hana enga“. Það er engin furða, þó að stjórn landsins þætti aðrar eins barnarit- gjörðir og þessar, lagðar fram á veraldarsýningu af sjálfum kennut- unum, f meira lagi fsjárverðar. Enda urðu þær, nrcðal annars, til þess, að þíngið samþykkti lög f þvf skyni að geta haft allrfkt taumhald á ’kongregatfónunum'.' Þau lög ollu miklum kala með stjórninni og kaþólsku kyrkjunni. Jafnframt festi hugmyndin um skilnað rfkis og kyrkju meira og meira rætur f hugum manna. Og páfinn fór ekki sem gætilegast. Deitur komu upp með honum og stjórninni um rjettinn til þcss að ráða því, hverjir yrðu erkibiskup- ar og biskupar á Frakklandi. Þann rjett hafði konkordatið veitt stjórn Prakklands. En páfastjórnin fór að gjöra tilraunir til þess að draga hann til sfn. TJt af þvf spannst langvinn rekistefna. En það, sctn rcið af baggamun- inn, var mótmæli páfa gcgn þvf að forseti Frakka heimsækti ítalfu- konung. Það er alkunnugt, að sfðan cr veraldarvald páfans leið undir lok árið 1870, hefir enginn kaþólskur þjóðhöfðingi dirfzt að heimsækja konung ítala f Róma- borg, þar til er Loubet, forseti Frakka, gjörði það. Pfus páfi io. mótmælti þeirri ferð í öllum ka- þólskum löndum. Stjórnmálamenn Frakka töldu það löðrung, er frönsku þjóðinni væri gefinn, og allt komst f uppnám. Frakkar hættu stjórnarerindrekstri hjá páfa. Og gremjan varð svo mikil með þjóðinni, að unnt varð að koma í framkvæmd skilnaði rfkis og kyrkju, sem hver ráðherrann eftir annan hafði lofað, en engum tekizt að fá framgengt. Meira. “Hinir seinni claga lieilögu11, öðru nafni MORMONAR. TRÚARJÁTNING ÞEIRRA eftir JóSEPH SMITH. Hún cr á þessa leið ; 1. grein. Vjer trúum á guð, eilffan föður, og son hans Jesú Krist, og heilagan anda. Mormónar segja og : ”Guð var einu sinni eins og vjer erum nú, og er hann hátt upp haf- inn maður“ (Joseph Smith, of Dis VI. bls. 3). ”Hann (nefnil. A- dam) er vor faðir og vor guð, og vor eini guð, sem vjer höfum nokkuð við að sýsla“ (Brigham Young). ”Aðalguðinn kallaði saman hina guðina, og sátu þeir lengi á fundi miklum að ra:ða um sköpun heimsins" (Joseph Smith). “Þegar Adam, faðir vor, kom f aldingarðinn Eden, þá hafði hann himneskan Ifkama, og flutti með sjer þangað Evu, eina af konum sfnum“,(Brigham Young). “Hver einn guðanna eignaðist fjölda barna með konum sfnum, og er það eðli- legt hverjum föður og móður að margfaldast að eilffu“. Sjáandinn Jcsús Kristur, ogfað- iririn himneski eru tvær persónur í sama skilningi og þeir Pjetur og Jóhannes eru tvær persónur, og hafa þeir hvert eitt Ifffæri, lim og Ifkamlegan' part sem maðurinn hefir. Enginn guð er á himnum annar en sá sem hefir hold og bcin“ (Jóseph Smith). Þessir guðir eru þvf háðir öllum þeim lögum sem lfkamleg efni eru háð, sbr. ”Lykill að guðfræði Mormóna", þar scm vfsað cr í Fyrstu Mös.bók, 11; Jóh., 4, 24; Fimmtu Mós.bók, 6, 4; Mark., 12, 29, 32; Fyrstu Kor., 8, 4; Esafas, 40. kap. Þannig geta þá Mormónarnir tekið sfna guðfræði úr Biblíunni. JóNAS HaLLDóRSSON. PÁFARNIR. Það er sagt að páfinn sje vcikurl á lfkama og sál. Á líkamanum er hann veikur af gigt, en á sálunni er hann veikur af því, að hann get- ur ckki ráðið gangi pólitiskra mála á Frakklandi eins og stendur. Bráðum verður hann lfklega veik- ur í öllum pörtum tilveru sinnar út af ástandinu á 'Spáni. Yfir höfuð að tala gcngur nú sýki í öllum páf- um eystra og vestia, sem ýmist lýsir sjer í algjörðri, svipmikilli, háleitri, göfugri, órjúfanlegri lang- lundar-þögn, eða þá með kvein- stöfum og kvörtunum, mjaðmagigt og sálarangist, eins og hjá páfan- um f Róm. En páfinn f Róm ætti að þegja, og hinir að tala, þvf menn vita hvað að honum gcngur, og það eru tóm brek. Um hina er öðru máli að gegna, þvf um það er engum ljóst, hvort það er í- myndunarveiki eða eitthvað enn verra,sem að þeim gengur, þvf al- gengir menn fá ekki orð úr þeim frekar en egypzkum smyrlingi. Þessi þögn gekk í gildi hjá öllum páfum og undirpáfum fyrir nærri tveimur árum, og þegar þeir eru búnir að þegja nógu lengi, verður þögnin móðins og helg, og þá er sagt að allt þeirra hús eigi lfka að þagna, að undanskildum páfasvein- unum. — Ó, sú þögn ! Hversu marga hefir ekki þögnin frelsað þegar þeir gátu með engu öðru frelsast. — Ó, þú háleita þögn, sem getur jafnt verið vottur um vizku vitringsins sem heimsku heimskingjans. — Ó, þú hjálpsama þögn ! Skekkja. m Rannsóknarmenn frá ’Ainerican Museum of Natural History' eru nýkomnir úr rannsóknarferð frá Klettafjöllunum. Þeir komu með tvö vagnhlöss af steingjörðum dýra- leifum af 500 tegundum, og eru tnörg þeirra áður óþekkt. Sum þessara dýra hafa lifað á jörðunn: fyrir 1—8 miljónum ára, eftir því sem visindamönnum reiknást til, (en það er löngu fyrir heimssköpun, samkv. Biblfum og almanaki Ólafs Þorgeirssonar etc.). Próf. Henry Pairfield Osborn var fyrir förinni. SuM af ykl <ur, vinir mfnir, sem látist feta f fótspor Krists, komið til-kyrkju, já, gangið til altaris með vissa tegund af máfa- og hegra- fjöðrum á höttunum ykkar. Vitið þið að þessar fjaðrir vaxa ekki á þcssum fuglum ncma um varptfm- ann, og að til þess að ná einni þvf lfkri fjöður verður að drcpa móður ina frá fullu hreiðri af hálff.ðruðum ungum ? Hversu ómæianlegt verð gjalda menn ekki fyrir þessar fjaðr- ir! H versu átakanlegur skrfpa- leikur vcrður ekki kirkjugangan, þcgar fólk kemur þakið í þcssum fjöðrum og syngur: ”Ó, þið fuglar loftsins, lofið skaparann, lofið hann og vcgsamið um aldir alda!“ Hvf- lfk uppgjörð, að krjúpa þá við kvöldmáltíðina, og gjöra heit um að \æra góðir liðsmenn þess for- ingja, sem bauð mönnunum að vera miskunnsamir ! Canon Iíoicnsley í ’Our Dumb Animals'. Allar stjórnarfarsumbætur hafai beztan byr þegar hart er f ári, því j flestir hugsa mest með maganum, og hugsa þá ljósast er hann er tómur. ELDSABYRGÐ og PENINGALAN. Þeir sem þurfa að setja hús og aðrar eignir í eldsábyrgð, eða | fápeningalán út á fasteighir, geta snúið sjer til mín. EINAR ÓLAFSSON, Skrifstofu ,,BaIdurs,“ GIMLI, MAN. 9 í s #••• •••••••••••• ÓYIÐJAFNANLEG KJÖRKAUP Á BÓKUM fraralengd nm nokkrar vikur. 30 til 60 prósent afsláttur! Lesið eftirfylgjandi verðskrá : Uncle Tom’s Cabin, eftir H. B. Stowe loc. Ilidden Hand, eftir Mrs. E. D. E N. Southworth ioc. Self-Made, ,, tvær bækur 15C. IIovv Christianity Began, cftir William Burney ioc. Advancement of Science, c/ftir Prof. John Tyndall I5C- Christianity and Materialism, cftir B. F. Underwood I5C- Common Sense, cftir Thomas Paine I5C- Age of Reason, ænftir Thomas Paine I5C- Apostles of Christ, eftir Austin Holyoake 050. The Atonement, eftir Ch. Bradlaugh ’ 05C. Blasphemy and the Biblc, eftir C. B. Reynolds 05C. Career of Religious System, eftir C. B. Waite 05C. Christian Deity, eftir Ch. Watts 05C. Christian Mysteries 05C. Christian Scheme of Redemption eftir Ch. Watts 050. Christianity— eftir D. M. Bennett c 5C- Danicl in the Lions’ Den, cftir D. M. Bennett 05C. Giordano Bruno, æfisaga hans, kenningar og píslarvættisdauði c5c. Last Link in Evolution, eftir Ernst Haeckel 05C.. Liberty and Morality, eftir M. D. Conway 05C.. Passage of the Red Sea, eftir S. E. Todd 050. Prophets and Prophesies, eftir John E. Remsburg 05C. Science and the Bible Antagonistic, eftir Ch. Watts 050. Science of the Bible 050. Superstition Displayed, eftir William Pitt 05C. Twelve Apostles, eftir Ch. Bradlaugh 05C. What did Jesus Teach? cftirCh. Bradlaugh 05C. Why don’t God kill the Dcvil? eftir M. Babcock ioc. Allar þessar ofantöldu b kur $2.00- Jeg borga póstgjöld til hvaða staðar sem er, 1 Canada cða, Bandaríkjunum. PÁLL JÓNSSON, 655 T^oronto St., WINNIPEG., MANk. I' bonnar &1> HARTLEY BARKISTERS Etc. P. O. Box 223, WINNIPEG, — MAN. \f/ W\ \y Hf/ -sW Mr. B O N N A R er þhinnlangsnjallasti málafærslu-^f/ maður, sem nú er f þessu W )<■ ’ X' fyiki. 'fe. M V.* 'Vb,- ÞEIR ERU FUNDN- IR! m mennirnir sem láta sjer umhugað að engan skuli vatihaga um ,,Ium- ber,“ af þeirri ástæðu að hann fá- ist ekki á Ginfli, og sem eru jafn ljúfir f viðmóti þegar þú kaupir af þeim 10 fet eins og þcgarþú kaup- r 1,000 fet. Þessir menn eru þeír A. E. Kristjánsson og H. Kristjánsson. Finnið þá að máli j cða skrifið þeim ef þið þarfnist I „lumber1 ‘. KRÍSfjANSSON BROS.! LUMBSR Gimli, Man. THE T)EVIL If the Devil should die, would God makeanothcr? Fyrirlestur EFTIR Col. Robert G. íngersoll. V crð >5c Fæst hjá Páli Jónssyni, 655 TorontoSt., Winnipcg, Man. T)r. O. Stephensen S r 643 Ross St. WINNIPEG, MAN. Telefón tir. 1498. %•# X

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.