Baldur - 10.11.1906, Síða 1
jj Ný eldavjel.
í haust erum við að selja nýja stál-
eldavjel með 6 eldholum á $ 30. Við
hðfum selt mikið af þeim og þær reyn-
ast vel. Komið og skoðið þær.
ANDERSON & THOMAS,
Hardvvare & Sporting Goods.
538 Main St., WPG. PilONE 339.
BALDUR
STEFNA: Að efla hreinskilni og
eyða hræsni f hvaða máli, sem fyrir
kemur, án tillits til sjerstakra flokka.
AÐFERÐ: Að tala opinskátt og
vöflulaust, eins og hæfir þvf fólki
sem er af norrœnu bergi brotið.
Veiðitíminn.
Ætlarðu á veiðar f haust?- Ef svo er
þarftu byssu og skotfæri. Hvoru-
tveggja fæst hjer fyrir lágt verð. D.
B. byssur $10 og þar yfir. Hlaðin
skothylki $1.90 hundraðið.
ANDERSON & THOMAS
538 Main St. , WPG. Pmone 339.
IV. ÁR.
GIMLI, MANITOBA, 10. NáV. 1906.
Nr. 40.
í tilefni af þvf, að jeg hefi nú j
þegar fengið allmörg brjef frá þeim,
sem eiga inni hjá sveitinni, um að
taka af þvf sem þeir eiga inni upp
í skatta þeirra, og senda þeim svo
afganginn , þá læt jeg hjer með
alla vita, að slíkum brjefum verð-
ur enginn gaumur gefinn. Menn
verða sjálfir, eða einhver fyrir
þeirra hönd, að koma á skrifstofu
sveitarinnar, til að kvitta fyrir þá
peninga sem þcir taka á móti,
hvort sem þeir ganga til að borga
með skatta eða ekki.
Nes, 5. nóv. 1906.
J. MAGNÓSSON.
sem hafið fyrir lengri
tíma orðið að stritast við saghest-
inn mcð smásög f höndum, og
m
sveizt blóðinu við að saga f eldfær-
in, ættuð að KASTA SÖGINNI en
BRENNA SAGHESTINN, og fá okk-
ur undirritaða til að saga eldivið-
inn fyrir ykkur. Við gjörurn það
með töfrakrafti, sem nefnist á inn-
lendu máli ”GASOLINE“.
Verðið verður sanngjarnt.
Þeir, sem hai'a í hyggju að hag-
nýta sjer þenna verkljettir, ættu
að finna
G. P. Magnusson,
Gimli, að máli, og scmja við hann
um verð og verk.
Yðar þjónusturciðubíinir
Magnússon &
Brynjólfsson.
G-ILÆILI lÆVVTST.
FRJETTIR.
$
Brezka stjórn'n varð stórkost-
lega undir f atkvæðagreiðslunni,
sem fór fram f efri deild þingsins
um nýju skólalögin hinn 29. okt.
Stjórnin var algjörlega á móti því
að nokkur trúarbragðakennsla fari
fram f skólunum, en í efri deild-
inni var gjörð tillaga um að bæta
inn f frumvarpið ákvæðum um trú-
arbragðakennslu, og er atkvæði
voru tekin f fyrsta skifti um frum-
varpið með aukatillögunni, eftir
harða og langa riinmu, varð stór-
kostlegur meiri hluti með þeim. í
meiri hlutanum var meðal annara
biskupinn af Canterbury ásamt
fleiri biskupum
Búist er við að þetta verði eitt
hið sögulegasta mál, sem komið
hefir fyrir brezkt þing. Það eru
litlar horfur á þvf að 1 það vcrði
friðsamlega til Iykta leitt.
Nefnd sú, sem hefir verið sett
til að rannsaka gripa- og kjötverzl-
unina hjerí'.andi, hjelt fyrsta fund
sinn f Calgary Alberta, hinn 4. þ.
mán. Ekkert sögulegt Iiefir enn-
MÓTSAGNIR BIBLÍUNNAR
þá gjörzt hjá henni, en áður en I
langt Ifður, ætti ýmislegt sem al- |
menning varðar að koma í ljós, ef
nefndin gjörir skvldu sfna og hlffir
engum. Það vitaal ir, að þaðhlýt-
ur annaðhvort að vera beitt rang-
indum við hjarðbændurna eða al-
menning, eða helzt hvorutveggju,
úr þvf verð á gripum er lágt, en
verð á kjöti hátt. Starfi nefndar-
innar er að komast eftir þvf hvað-
an rangsleitnin stafi.
Það er mest að þakka ötulli
framgöngu Mr. R. L. Richardson
f blaði sínu Winnipeg Tribune,
að málið er komið f þetta horf.
Bráðum sannast lfklega það sem
hann hjelt fram, — að það ætti
sjer stað ólöglegt samband milli
gripakaupmanna og kjötsala, sam-
band sem þyrfti að uppræta.
Nýlega voru tvær stúlkur tekn-
ar fastar í Winnipeg, fyrir að fara
um meðal fólks og safna pening-
um, að þvf er þær sögðu, fyrir
hjálparstofnun eina þar f bænum,
"Margaret Scott Norsing Mis-
sion‘‘, en f rauninni, að þvf er
virðist, til að auðga sjálfar sig.
Þær voru dæmdar f 3 mán. fangelsi.
Ástæðan fyrir þvf að þingmanns-
efni Laurierstjórnarinnar tapaði
fyrir hinum óháða mótsækjanda
sfnum, f hinni ný-afstöðnu auka-
kosningu f Quebec, er talin sú, að
stjórnin gekk framhjá fólkinu f
kjördæminu þegar útnefning þing-
mannsefnisins fór fram. — Það
væri ekki úr vegi að fleiri kjör-
dæmi gæfu flokkunum svona
bendingar.
Það er búizt við þvf, að bráðum
verði járnbraut lögð norðurtil Fort
Churchill við Hudsonsflóann, og
hefir Ottavvastjórnin settþartil sfðu
landsvæði allstórt f þeim tilgangi,
að gjöra það að bæjarstæði. Fort
Churchill er við mynnið á Nelson-
ánni, sem fellur úr Winnipcgvatni
norður til hafs.
Á Þýzkalandi tfðkast nú mjiig
að brúka alkóhol til eldsneytis og
j afiframleiðslu, og cr það mjög ó-
dýrt. Bændur þar f landi búa til
mikið af alkóhol úr skemmdum
korntegundum ogöðru þess háttar.
Winnipeg Tclegram segir frá
þvf hinn 26. fyrra mánaðar, að
Conservative klubburinn íslenzki
hafi kviildið áður haft fyrsta fund
sinn eftir sumarhvfldina. Á fund-
inum voru fluttar margar pólitisk-
ar tölur, og voru helztu ræðumenn:
! B. L. Baldvinson, Ilon. J. H. Ag
nevv, T. W. Eaylor, R. A. C.
Mannings, Dr. Stephenscn og D.
I W. fimmons. Flestir þeirra, eðaI
allir, sögðu einhver hughreysting-
arorð til klubbsins, og Mr. Agncvv
sagði, að það væri ekki til bctri
fjelagsskapur f landinu en fjelags-
skapur af þessu tagi, sem tæki sjer
fyrir hendur að meðhöndla opin-
ber mál. í lok þessa fundar, var
þvf svo lýst yfir, að á nœsta fundi
yrði byrjað að spila Pedro! —
Það er ekki furða þó þeir viti þar
efra hvernig á að fara með stjórn-
mál!
Stjórn New Foundlands þykja
samningarnir, sem Bretar gengu
inn á við Bandaríkjamenn, um
fiskiveiðarjettindi við Nevv Found
land, svo óþolandi, að hún ætlar
að skora á aðrar brezkar lýðlendur
að krefjast þess með sjer, að Nevv
Foundlands menn fái einir að ráða
þeim lögum sem þá snerta. Þirg-
ið þar á að koma saman f janúar
til að fhuga þetta mál.
Sagt er að breyting eigi að verða
f ráðaneyti Mr. Roblins. Hugh
Armstrong á að koma í stað Dr.
McFadden.
Ósamlyndi hefirorðið milli kenn-
ara og námsmanna við Wesloy-
skólann, út úr því, að kennararnir
festu upp tilkynningu um það, að
námsmenn yrðu að hlýða á 90%
af fyrirlestrum þeim sem fluttir
yrðu við skólann, en námsmenn
segja, að samkvæmt reglugjörð
skólans sje gjört ráð fyrir 75%.
Þeir sendu svo bænarskrá til kenn-
aranna um að breyta tilskipuninni,
en er þeir fengu ekki svar á tilætl-
uðum tfma yfirgáfu þeir skólann,
og afrjeðu að taka sjer skólafrf
um stund.
—%
Winnipeg Telegram segir, að
það sje ekki satt, að búið sje að
fella niður kosningamótmælin sem
gjörð voru út af síðustu Domion-
kosningum f Manitoba, en að þau
sje vel gcynjd ennþá (in a healthy
state of preservation), sem sjáist á
þvf, að Richard dómari hafi gefið
út skipun til sækjendanna f kosn-
ingamótmælunum f Winnipeg, að
tiltaka ákærurnar áður en málið
1 komi fyrir rjett. Þetta er nú ein-
mitt það, sem margir hafa vcrið
að kvarta undan. Þessi mál hafa
verið geymd of vel, þvf úr þessu
verða að minnsta kosti nærri þijú
ár liðin frá kosningum þangað til
I ínálin verða tekin fyrir, ef þáu verða
þá nokkurntfma tekin fyrir.
MESSA. Á morgun (sunnud.
II. nóv.) verður messað í Únítara-
kyrkjunni hjer, á venjuleguin tfma.
Á eftir messu vcrða almennar um-
ræður.
“Mótsagnir Biblfunnar“ heitir
rit, sem Páll Jónsson, fyrvcrandi
prentari Baldurs, hefir gefið út, og
er nú til sölu hjá undirrituðum.
Þetta er einskonar handbók til að
leiðbeina mönnum f þvf að finna
mótsagnir í Biblfunni, og mun
vera sú fyrsta bók af þvf tagi, sem
gefin hefir verið út á íslenzkr.
tungu. Hin gagnstæðu atriði eru
sett hvert hjá öðru, og við hvert
þeirra er vfsað til þess staðar í
Biblíunni sem það ertekiðúr. Allt;
innihald ritsins eru Biblfunnar eig-
in orð, að undanskildum formálan-
utn og fyrirsögnum mótsagna-atr-
iðanna. Ritið er þýðing úr ”Self
Contradictions of the Bible”, sem
Truth Seekers-fjelagið I New York
gaf út fyrir nokkru sfðan. Það er
laglegt rit í fallegri kápu með mynd
af opinni Biblfu og eftirfylgjandi
mótsagnaratriðum, sfnu á hvorri
sfðu opnunnar: ”Og enn sagði
hann : ’Mitt auglit getur þú ei sjeð,
því enginn maður sem mig sjer má
lifa‘. (2. Mós. 33. 20.)“ —og ---,
’Þvf sjeð hefi jeg guð bersýnilega,
og lff mitt er frelsað*. (1. Mós.
32. 30.)“.
Á þessum tfmum byltinga og
rannsókna er nauðsynlegi fyrir
hvern mann að kynna sier inni-
hald þeirrar bókar, sem hefir orðið
stærra deiluefni meðal mánna, en
nokkur önnur bók, og sem hefir
orðið orsök f dauða fleira fólks
heldur en nokkur landfarsótt, og
af þvf þetta rit er handhægur lyk-
ill að allmörgum atriðum f Biblf-
unni, ættu menn að kaupa það
og lesa.
Útgefandinn, sem er drengur á
17. eða 18. ári, á hrós skilið fyrir
hugrekkið, sem hann sýnir með að
gefa út rit, sem má telja víst að
verði óvinsælla hjá miklum fjölda
þess fólks, sem hann á saman við
að sælda, heldur en lfklega nokk-
urt annað rit, sem gefið hefir verið
út hjer ve.stra, og hann. he.fir með
þvf sýnt, að. hann á meira andlegt
atgjörvi heldur en almennt kemur
f Ijós hj|á unglingttin á hans. aldri.
Nokkur stafiýti esu 1. rxitin«v. en
engin þeirra munu veræ skaðtpg.
Þeir sem vilja eignast ritið^, geta
fundið migeða sent mjer pantanir.
V erðið er 2 5; cent.
E. ÓLAFSSON..
Skrifstofa Baldurs, Gimli,. Mfin^
SJSIjEj3NÆ3VLTI-
SAMKOMA
til arðs fyrir únftariska söfnuðinn f ÁRNESI, er ætlast ttl að verði
haldin f norðurskóiahúsinu f Árnesi, að kvöldi föstudagsins 23, nóv.
eða laugardagsins 24. nóv.
Nánari auglýsing og prógramm f næsta blaði.
Þið, setn þarfnist aktygja, af hvaða hcizt tegund sem er, ættuð að
finna mig að máli. Jeg verzla með aktygi af flein tegundum og
ýmsan nauðsynlegan hesta oguxa útbúnað, svo sem
hestaábreiður, svitapúða, KLUKKURr
keyri, karnba, BURSTA o, s. frv*
Öll aðgerð á aktygjum sjerlega vönduð.
Verðið sanngjarnt.
KOMIÐ! SJÁIÐ ! SANNFÆRIST ►
Með vinsemd
J H. HANSON,
HARNESSMAKER.
C3-IIÆILI, - • • IÆ^cISTITOB^Y,
Búðin er á 2nd Ave. skammt fyrir norðan Baldursprentsmiðjuna..
500 RÍILLUR
AF
VEGGJA PAPPÍR
hefi jeg selt á sfðastliðnum sex mánuðum. — Jeg sel svona mikið
fyrir það, að jeg se' viðeigandi BORÐA með veggja-pappírnum, með
sama verði og pappírinn sjálfan, en pkki 5, 10, 12, 15 eða 20 cents
,,yardið“ af borða ium, eins og sumir gjöra.
Finnið mig að máli cða skrlfið mjer, ef þið viljið hljóta góð kaup
á veggjapappfr.
(J. cUhompson,
Gimli, - Man.