Baldur


Baldur - 01.06.1907, Page 2

Baldur - 01.06.1907, Page 2
2 BALDUR, r. jtfNí 1907. G-.IP. iyC^.GLTTJSS03Sr GIMLI. --------------- MAN, Verzlar með allskonar yarning, sem hann selur með lægsta verði, svosem Groceries Hveitimjöl Harðvöru Farfa og olfu Byggingapappfr Vagna Sláttuvjelar Heyhrffur Herfi og plóga Sáningarvjelar og fleira. Allar pantanir afgreiddar fljótt og vel. Vörur keyrðar heim til fólks ef óskað er eftir því. Jeg óska eftir viðskiftum yðar, og lofast til að skifta við yður sanngjarnlega. Yðar einlaegur G. P. Magnússon. ER GEFINN ÓT Á GIMLI. --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM ÓTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAsSINS : B.A.LlD'Cr O-IdMIJLI, Verðáimáum »nglýsingum er 25 cent frrir þumlungdálk«lengd»r. Afaláttnr rr f • ion á *tœrri auglý«ingum,«em birt»at f bi»ðinn yfir lengri tím». Viðvíkj»ndi ■Hkum afalættiog öðrum fjármálum bUðt iat.eru menu beðnir »ð auú» ijer að ráð manninum. LAUGARDAGINN, I. JÓNÍ. IOOý. 21 árs gamall. & Tuttugu og eins árs gamall pilt- ur er hjer og vfða annarstaðar lög- aldra, þ. e. a. s. hann hefir þá rjett til þess að taka fullan þátt í fram- kvæmdum sinnar þjóðar. En sjer- hverjum rjetti fylgir tilsvarandi skylda, og ábyrgðin sem með því leggst á hvern mann, sem kemst í fullorðinna manna trtlu, fær þá full- nægingu, sem atgjörvi mannsins getur látið í tje. Menn nefna þetta oft borgaralegan rjett, borg- aralega skyldu, og borgaralega á- byrgð, en svo er eftir að vita, hvað eiginlega er átt við með þeim orða- tiltækjum. Það er álit margrá góðra manna, að hvert barn, sem fæðist, hafi rjettindi til þess að fá að lifa og þroskast, en til þess þarf einhver að hafa það handbært, sem nauð- synlegt er þvf til llfsviðurhalds. Margur segir strax, að það eigi foreldrarnir að sjá um, en svo vita allir, að ýmsra ráðstafana þarf við, til þess að svo megi verða. Borg- aralegu rjettindin eru fólgin í þvf, að mega taka þátt í þessum ráð- stöfunum, um uppfyllingu þeirrar heimildar, sem menn álfta, að lífið sjálft hafi sjer óaðgreinanlega með- fylgjandi, til þeirra lífsskilyrða, sem jarðarhnötturinn geymir. Sje nú rjettindin f þessu fólgin, hver verður þá skyldan, sem þeim er tilsvarandi ? Bersýnilega sú, að sjá um þaðy hver eftir sínum mætti, á sfnum stað og tfma, að sjerhvert frækorn til fullkomnunar, sem lffsmagnið veitir framrás, fái semJiæfilcgast- an jarðveg til að spretta í; og að stuðla að því, að sjerhvað það, sem tálmar þeirri, fullkomnun sje upprætt eða niðurkæft, að svo miklu leyti, sem það má verða, án þess að skaða nokkuð sem gott er. Framkvæmdir mannanna til þess að inna þessa skyldu af hendi, skifta þannig öllum stjórnmálum f tvær aðaldeildir : eflingu þess, sem álitið er gott, svo áem heilbrigði, uppfræðsla og atvinna ; og öftrun hins, sem álitið er illt, sóðaskapur og glæpir. Hver cinasti karlmaður hjer f landi, sem nær því að verða 21 árs að aldri, ber ábyrgð á þvf, að ráðstöfun þessara hluta fari vel. Hvort sem honum er nokkurþægð eða engin f rjettindunum, fær hann þau samt, og þvf er honum einnig ómögulegt að komast hjá ábyrgð á því að fullnægja skyldunum. Hvernig ferst svo fjöldanum af mönnum það 6r hendi, að afkasta þessu hlutverki ? Ailmargir byrja á því, þegar á unga aldri, aðtileinka sigeinhverj- um vissum flokki, án þess að hafa nokkra sjálfstæða þekkingu á þýð- ingarmestu málum þjóðfjelagsins, nje eiginlcga á þvf, hvað þjóðfje- lag er, eða hvað það hefir að þýða. Sú tileinkun getur oft orðið að góðu, þegar hún er ekki sprottin af öðru verra en því, að Unglingur- inn hangir aftan f einhverjum sjer eldri og reyndari vini eða vanda- manni, sem honum einlæglega finnst sjer vera óhætt að bera til- trú til; en þegar þetta er aftur á móti sprottið af því, að skapferli hins uppvaxandi borgara hneigist að þvf, að hafa sig sem bezt inn f stjórnmálasukk þjóðar sinnar, til þess að fá embætti, og pólitisk snöp, þáer hætt við að honum lær- ist seint eða aldrei að skilja sfnar virkilegu borgaralegu skyldur gagnvart sfnum meðborgurum, heldur þvert á móti fyllist spotti og strákskap í öllum sfnum umræð- um um þau borgaralegu rjettindi, sem sjerhverjum meðbróður þeirra ber, engu sfður en sjálfum þeim. Eins og eðlilegt er, fer það sjald- an svo, að úr hópi þessara manna komi bjargvættir þjóðanna, en svo eru líka auðvitað þessir embættl- ingar færri en hinir embættislausu. Hvössustu vaktara-augun yfir borgaralegu rjettindunum eru oft- ast f þeim hópnum, og í honum fær svo alltaf öðruhverju maður og maður aflað sjer þeirrar tiltrúar, að tillögur hans verða að takast til greina, og borgaralcgum rjcttind- um er f hvert skifti borgnara, þeg- ar þeirra Iffsskeið eráenda runnið, heldur cn áður en þeir komu fram. Verst er það þó, hvað margir f þessum embættislausa hópi eru f rauninni eins skapi farnir eins og þeir sem embættunum ná, að eins óröskari f framkvæmdunum, með þvf Ifka að ekki geta allir orðið fyrstir. Fyrir þeim fer svo eins og refnum, serp sagði, að vfnberin væru súr, þegar hann náði þeim ekki, af því hvað þau voru hátt uppi í trjenu. Fjöldi manna lætur á sjer skiljast, að pólitfk sje svodd- an forarkelda, að það sje ekki fyrir hreinláta menn að ata sig út í henni, en að mestu er þetta skin- helgi og afsökun þeirra manna, sem cru svo niðursokknir í það, að ‘búa sem bezt að sfnu', að þeir ýmist hvorki nenna því, nje þykj- ast nokkurntíma mega veraað þvf, að láta höndur standa fram úr erm- um f þjóðfjelagsins þágu. Sumir slíkir menn telja það dyggðuga fyrirmynd, að lúra sem kyrlátastur eins og kýrin f Grænulaut, finnst sjer ekkert skfna gott af þessum ‘svokölluðu* rjettindum, af þvf að þeir sjá ekki fremur en embættl- ingarnir neitt annað gott í þjóð- málunum en snöpin, og væntan- lega vita svo naumast af því, að á sjer hvíli nokkur ábyrgð viðvlkj- andi þvf, sem aðrir eru að kalla borgaralegar skyldur. Þeir fara jú kannske reyndar á kjörstaðinn þegar kosningar eru, ýmist af þvf, að með því geta þeir gjört ein- hverjum manni þjenustu, sem þá eða endranær hefir áður gjörtþeim þjenustu, eða þá af þvf, að friður- inn er fyrir öllu, og þvf sjálfsagt að gjöra eins og aðrir gjöra. Nokkrir aðrir, einkum prestar hjer f landi, koma ckki einu sinni svona nærri því, að sinna sfnum borgara- legu skyldum, svo enginn skuli geta sakað þá um að hafa lagt fram naglsrótarvirði af áliti um það, hvernig þessu jarðneska lffi eigi að vera sinnt. Þriðji parturinn af þessum framkvæmdarleysingjum eru þeir, scm fylgja sama flokkn- um, sem hann faðir þeirra ‘sálugi* fylgdi, eða af annari jafn háleitri vanafestu. Þeir leggja jafnvel flokknum sínum dálltinn peninga- legan styrk, þegar svo ber undir, svona í kyrþey, en dettur ekki f hug að látast nokkurstaðar nærri koma, enda telja þess enga þörf, það gangi allt svo sem nógu vel í þessu blessaða landi, og hafi allt af gjört það frá því þeir muni fyrst cftir sjer, því að þó andstæðinga- flokkurinn hafi öðru hvoru náð völdum og margt fært úr lagi, þá hafi allt af jafnharðan verið ráðin bót á þvf, þegar sinn flokkur hafi aftur tekið við. Sá sem er nú svo skapi farinn þegar hann kemst til lögaldurs, að hann metur einhvers þau rjettindi, sem honum þá veitast sem með- borgara þjóðar sinnar, og þar af leiðandi finnur til þess að á sjer hvíli einhver ábyrgð í því sam- bandi, hann finnur jafnframt, hversu árfðandi það er fyrir hann, að hafa þeirri þekkingu á að skipa, að hann geti sómasamlega tekið þátt f þvf með samborgurum sfn- um, að leysa sitt borgaralega hlut- verk af hendi. Hið fyrsta skilyrði er það, að geta fært sjer rjettilega f nyt blöð og tímarit þjóðar sinnar. Til þess að svo megi verða, þarf maðurinn að hafa svo skýra landfræðislega þekkingu, að hann geti f huga sfn- um horft á allan jarðarhnöttinn sem sameiginlegt heimkynni alls rnannkynsins, og þó jafnframt svo sundurgrcinda hugmynd um hinar ýmsu þjóðir, að hann skilji afsfi'Jðu þeirra hverrar við aðra, og sjer- staklega afstöðu sinnar þjóðar gagn- vart þvi sem hæst kann að vera á dagskrá meðal þjóðanna yfirleitt. Því meiri sögulega þekkingu sem maður hefir um, í það minnsta, að- alþjóðir heimsins, og um upp- sprettulindir og farvegi þeirra menningarstrauma, sem nú eru orðnir þjóðunum sameiginlegir, því betur er hver ogeinn auðvitað til þess kjörinn, að skilja rjettilega hvern þátt hans þjóðfjelag getur átt beztan f framförum mannkyns- hcildarinnar. Hið annað skilyrði er það, sem honum er þó sfður sjálfrátt, að hann sje svo mikill hyggindamað- ur, sje svo praktiskur, að hann sjái glögglega, hvaða hillu hans Þjóð, og hans byggðarlag mcðal þeirrar þjóðar, skipar í heildinni. Sje hann glöggur á að sjá afstöðu hins smáa gagnvart hinu stóra, hættir honum sfður við að láta ó- tfmabærar ímyndunarsjónir rýra svo fyrir hugskoti sfnu gildi þess smáa, sem honum er hendi næst, að hann þess vegna verði drauin- órafullur starfsleysingi f þeim efn- um, sem daglega ber nauðsyn til að sinna. í þessu tvennu, að vera vfðsýnn og þó ekki ópraktiskur, er vand- ratað meðalhófið, og þvf er það þriðja og stærsta skílyrðið, að mað- urinn sje mannvinur, sje góðgjarn, sje svo samvizkusamur að hann vilji láta gott af sjer leiða, án þess þar með að gjöra sig svo heiguls- lcgan, að hann lofi öðrum illgjarn- ari mönnum að fyrirmdna sjerallra betrunarframkvæmda með þvf að troða sig undir fótubn. Það ereng- um ætlandi að berjast með vetl- ingum, þegar andstæf ingarnir beita hnffum. Meðþví væri fram- tfðinni unnið óbætanlegt tjón, að lofa hinum illgjarna að niður- þrykkja þcim betri kostum sem granni hans er búinn. Hitt á hver maður að vilja, að öllurn geti vegnað ve.l, að sjálfum sjer með- töldum, á allra kostnað, að sjálf- um sjer með töldum. Það e? sú holla ogrjetta samvizkusemi, og hver sá 21 árs gamall piltur, sem með henni byrjar sinn borg- aralega feril, og hefir til v f ð s ý n i og h a g s ý n i f hennar þjónustu, hann verður cinhvcrntfma ævimiar þjóð sinni til gagns og sjálfum sjer til sóma. J. P. S. Fyrst voru brúkuð oddhvöss bein úr fiski eða öðrum dýrum 1 stað nála, sem nú tfðkast, og saum- garnið var sinar og taugar. Svo voru búnir til fleygmyndaðir málm- broddar, og var saumgarninu hnýtt um gildari endann, en Josnaði mjög oft; þá fann einhver það ráð að mynda krók á gildari endann, og gafst það vel. Næsti snillingurinn fann upp nálaraugað. Núliðulang- ir tfmar svo, að engin breyting varð á þessum klúru og stirðu nál- um, sem allir álitu góðar, en þá fluttu Márarnir tiJ Spánar, og færðu með sjer tilbúning ýmissra góðra og þægilegra áhalda, þar 4 meðal þá li«t að búa til nálar úr stáli. Smátt og smátt breiddist þessi list út um nálægustu löndin, svo að 120 árum áður en Colum- bus kom til Amerfku, böfðu vopna- smiðirnir 1 Nuremberg í Bayem numið Jist þessa. Aðra stundina smíðuðu þeir nálar handa kvenn- þjóðinni, hina stundina þung og bitur sverð fyrir karlmenn. Árið 1543 kom ókunnur maður til Lundúna. Strax fóru ná- grannar hans að hvfslast á um það, að hann væri Mári, er kynni þá galdralist að smíða nálar úr stáli, sem hinn vondi sjálfur hefði kennt honum, og rjeðu það af að kæra hann fyrir galdra, í því skyni jafn- framt, að komast að leyndarmáli hans, en rfka kvennfólkið f borg- inni, sem langaði til að eignast nálar hans, hjálpaði honum og verndaði hann fyrir öllum ofsókn- um, svo hann fekk að vera og deyja í friði, en með honum dó leyndarmál hans. Þegar Elizabet var drottning f Englandi, kom þangað þýzkur nálasmiður til að búa til nálar, og nokkru síðar flutti cnskur maður 22 Þjóðverja til Lundúna, til að smfða nálar. Það er ósegjanlegur munur á Máranum, scm bjótil fáeinartylft- ir af nálum á dag, og vjelastarf- húsunum í Connecticut, sem nú senda cjaglega nálar frá sjer svo miljónum skiftir.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.