Baldur


Baldur - 29.06.1907, Blaðsíða 1

Baldur - 29.06.1907, Blaðsíða 1
STEFNA: Að efla hreinskilni og eyða hræsni f hvaða máli, sem fyrir kemur, án tillits til sjerstakra flokka. BALDTJR AÐFERÐ: Að tala opinsk^tt og vöflut l^ust, Qins ogj hæfir |)ví f0lRi sem er af norrcenu bergi brotið. V. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 29. JÚNÍ. 1907. Nr. 23. Þeir sem þurfa að setja hús og aðrar eignir í eldsábyrgð, geta snúið sjer til mfn. EINAR ÓLAFSSON, Skrifstofu ,,Baldurs,“ GIMLI, ---------------------------------------------- MAN. TIL SÖLU. Undirritaður hefir til sölu bæjar- lóðir víðsvegar um Gimlibæjar- stæðið, og sömuleiðis lönd f nánd við bæinn. Upplýsingar viðvfkjandi verði og skilmálum geta menn fengið hjá mjer, brjcflega eða munnlega. E. S. jónasson. P. O. Box 95. Gimli, —--Man. LIKKISTUR, % Jeg sendi 1 f k k i s t u r til hvaða staðar sem erí Manitoba og Norð- vesturlandinu, fyrir eins sann- gjarnt verð og nokkur annar, VERÐ: Nr. 1 $25, nr. 2 $35, nr, 3 $55, nr. 4 $75, nr. 5 $ 85, nr. 6$ioo, nr. 7 $125, nr- 8 $150, nr. 9 $200, nr, 10 $300, STÆRÐ: Frá 5X fet t'l 63$ fet. SMÆRRI KISTUR af mismunandi tegundun og stærð- um. A. S. BAKDAL. 121 Nena St. WlNNIPEG. -— MAN. Telefón ar : Skrifstofan 306. Plcimilið 304. FRJETTSR, §3 Eftir þvf að dæma hve ört sýn- ingarmunir koma til Winnipeg- sýningarinnar, sem stendur yfir frá 13-—20 júlf, ætti sýningin f ár að verða sjerlega fjölbreytt. Út- búnaður f sýningargarðinum hefir og verið stórum 'aukinn. Naut- gripir og hross verða sýnd í stór- um stýl. Hveitisýningin verður aðallega fyrir Vestur-Canada — IIKLAR BTRGDIR af SKÓFATNAÐI eru nýkomnar í verzlun okkar, sem við spljurx^ næstu vil>u með þessu verði: Fínir karlmannaskór $2 75, Beztu verkamannaskór $2.25. Ffnir, Íágir karlmannaskó.r $2.00, KVENNS.KÓR frá $1.50 og upp. Stúlkuskór frá $1,25 og upp. Góðir Barnaskór frá 50 c. til $1.10. Við ábyrgjumst að þess|r Skór eru allir úr leðri. Hvftar ‘Oxford1 stúlku slippera Nos. 11 til 2 $i,3S,- DRENGJA qg KARLMANNA xeiqleðURSKóR (Running sho.es). Rvenna og karlmanna Rubbers, NOKKRAR FATARISTUR (Trunks) á $2.80. SIGURDSSON & THORVALDSON GIMLI,------------MAN, THE LIVERPOOL & LONDON & GLOBE INSURANGE CQ. íí m » Eitt sterkasta og á r ei ð a n( eg a s t a lífsábyrgðarfjelag f heimi. Tryggir hús fyrir eldsvo.ð.a, b??®' I Gimlibæ og grenndinni. G, THORSTEINSSON, agent. GlMU. ---m—r — MAN. MESSUR. Á morgun, sunnud, 30. júnf, verður messað f Únftarakyrkjunni hjer Jcl. 2 e. h., en EKKI að kvöldinu eins og áður var auglýst, ÁNNAN SUNNUDAG 7. j Ú 1 í messar sjera J. P. Sólmundsson f norður-skólahúsinu í Árnesi kl. 11 f. hádegi, Sama sunnudag (7. júlf) er búizt við að prestaskólastúdent, Guðin, Árnason, mcssi f Únftarakyrkj- unni á Gimli kl. 2 e. hád. Að kvöldinu, kk 8, verður svo opinn samtalsfundur í kyrkjunni, og ætlar hr, Skafti B. Brynjólfs- son að opna umræður. Allir velkomnir. fyrstu verðlaun fyrir hveiti eru $200, Vcrðlaun sem gqfin verða fyrir veðreiðar og keyrslu eru $13,400. Ýmsir fljótustu hcstar f Vestur-Canada og Vestur-Banda- rfkjunum verða reyndir á sýning- unni. Skemmtanir verða margar og margbreyttar, og er umsát Edinborgarkastala eitt hið eftir- tektaverðasta ; f þvf verður sýnd- ur herbúnaður frá miððldunum, og 150 manns taka þátt í þvf. Einn af beztu hornleikurum f heimi, Paris Chambers, spilar á «ýningunni, og ættu menn að grfpa tækifærið til að hlusta á hann, Emmerson-Crocket-meiðyrða- málið verður geymt,með samþykki beggja málsparta, þangað til f jan- úar næstkomandi. Dómarinn P. A. Landry, sem hefir haft rnálið til meðgjörðar, ljet ótvfræðilega f ljós, að sækjandinn, (krúnan, sem sækir málið fyrir Emmerson), hafi ekki sem traustastan málstað, þar cð blaðið, senT fyrir sökum er haft, hafi að sfnu áliti verið að ræða op- inbert mál f sambandi við kæru- atriðin. Frjettir frá Dawson City, Y.T., segja, að nú sje eitt stóreignafje- lag búið að ná undir sig öllum ‘placer'-námum í Yukon, og að það muni hafa borgað sem næst 10 miljón dollara fyrir þær. Fjelag þetta er kallað Guggenheim-fjelag, og ætlar það að leggja um 5 milj- ónir f útbúnað við námagröft, —- ‘Hinir ríku verða ríkari, og hinir fátæku fátækari1. Verjendurnir í Moyer-Hay- wood^málinu, eru nú fyrst fyrir al- vöru farnir að le'ða fram sfn vitni. Nokkur þeirra hafa þegar verið yfirheyrð, og lftur út fyrirað vitn- isburður þeirra ætli að verða nokk- uð samhljóða um það, að Orchard hafi kennt Steunenberg rfkisstjóra urn það, að hann hafi orðið að flýja úr landi og selja sinn hluta í Her- kúlesnámunni f Colorado, fyrir nokkrum árum, fyrir $500, og að hann hafi fyrir það hótað að drepa Steunenberg, þegar hann hefði tækifæri. Einnig virðist það vera að koma betur og betur f ljós, að Orchard hafi f mörg ár verið lög- regluspæjari fyrir námaeigendurna, og að námaeigendurnir hafi jafnan setið um tækifæri til að bæla niður verkamannafjelögin og skaða for- sprakka þeirra. Lögmenn verj- andanna ætla sjer þannig að sýna, að Orchard hafi myrt Steunenberg upp á sitt eindæmi, en sfðan geng- ið f samband við umboðsmenn námaeigendanna um, að koma skuldinni yfir á foringja málm- nemafjelagsins. Dr. Mclnnes, þingmaður frá Brandon, hefir nú verið gjörður að ráðgjafa í Roblin-ráðaneytinu, og tekur hann við fyikisskrifaraem- bættinu, sem Dr. McFadden hafði áður, en Dr. McFadden er skipað- ur umsjónarmaður opinberra bygg- inga f fylkinu. Winnipeg Telegram lætur all- vel af samsöng þeim sem fór fram f Grace-kyrkjunni f Winnipeg f lok kyrkjuþingsins lúterska, 11 5 manns, allt íslendingar auðvitað, sungu, og var sjera H. Thorgrim- son stjórnari flokksins. Eftir þvf sem öðrum segist frá, mun flokk- urinn samt ekki hafa haft nægi- legamargar sameiginlcgar æfingar. Þetta er áreiðanlega sá stærsti fs- lenzkur söngflokkur sem komið hefir fram í þessu landi, og er slæmt ef hann hefir ekki vprið vel undirbúinn, en örðugleikarnir hafa hlotið að vera miklir, og er það að vfsu afsökun, þó iftið tillit verði til hennar tekið út í frá. Eftir þriggja daga umræður f brezka þinginu var ti'laga ráða- neytisforseta Campbell-Banner- man, um takmörkun ‘með lögum' á rjetti lávarðadaildarinnar, til að breyta eða hafna lagafrumvörpum, sem hafa fylgi ncðri deildar, sam- þykkt með 432 atkv. móti 147. Tillaga frá einum .af þingmönnum verkamanna, um að afnema iá- varðadeildina með öllu, var borin upp rjett áður og felld með 315 atkv. móti 100. Hvernig lávarðadeildin tekur þessum árásum á sín fornu rjett- indi, geta menn fmyndað sjer. Ekki er samt svo að skilja.að rjett- indi hennar sje f nokkurri hættu f bráðina. Ncðri deildin getur ckki af eigin ramleik afnumið cða tak- markað rjettindi lávarðadeildarinn- ar ; það er ekki fyr en brezka þjóð- in fær glögga meðvitund um að þess þurfi við, að henni er hætta ! búin, en svo er ekki ólíklegt að til- j laga þcssi flýti fyrir þvf, að þjóðin 1 fái mcðvitund um það. Sagt er að ís sje enn pnikill á norðurh'.uta Wpg-vatns, Gufu- báturinn Mikado kom til Selkirk frá Berens River á þriðjudaginn var með þær frjettir,, að skip þaii spm nýlega lögðu af stað til Nor- way House og annara staða við norðurvatnið, hlytu að 1 ggja eini hverstaðar inni á höfnum teppt af fs. Líklega geta fiskimenn eng- um veiðiskap sinnt enn sem kom- ið er, og verður þvf líklega lftið um aflabrögð f sumar, Það er ekki ó.lfklegt að þetta leiði til þess, að veiðiskapurinn á komanda vetr. yerði óvenjulega arðsamur,efnokk- uð aflast að mun, þvf útlit er fyrir að litlar byrgðir af fiski verði um að ræða frá sumrinn, Óefað væri heppilegast fyrir menn hjer um slóðir, að engin sumarveiði ætti sjer stað, því þá væri sá keppi- nautur fiskimannanna tekinn f burt, sem er þeim hættuiegastur. í sfðastliðinni viku var hjcrliald- inn fundur til að ræða um íslend- ingadagshald á Gimli, 2. ág. í sumar. Nefnd var kosin til að standafyrir hátfðahaldinu, og voru þessir menn kosnir; J. G. Christie, G. P. Magnússon, H. Johnson, A. Thqrdarson, K. Yalgarðsson, Sjgurdson, Th. Thoryaldsson, B. B. Olson og B, Anderson, og eru þeir þegar teknir til starfa. Þeir búast við að geta auglýst pró- gtA^rnið fyt'ir daginn innan skamms, Nú er verið að flytja að timbur, sem brúl^a á í gangstjett, sem veröur lögð eftir Centre S.tr, hjer f bænum, frá btyggjunni qg upp. að C. P. R. vagnstöðvunurn. Þetta er hin fyrsta gangstjett sem byggð verður hjer á Gimli á kostnaði sveitarinnai1. Það þarf ekki aðtaka það fram, að Gimlibúar taka þess- ari bæjarbót með fðgnuð.i, ........-3 ---.■-------— uTlie Manitoba Assuranco Co.u sclur tryggustu og ódýrustu eldsá-. byrgðarsk£rte'tnin. p'leiri hús hafa verið vátryggð f þvf í Nýja ís- landi, en í nokkru öðru fjelagi, Umboðsmaður þess er §, Q. THORARENSEN, GLMLI,------rr MAN,

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.