Baldur


Baldur - 29.06.1907, Page 4

Baldur - 29.06.1907, Page 4
V. ár, nr. 23 B A L D U R. Frá 3. s. °S Þegar Ollu er á botninn hvolft, hvað gaetu þeir annað gjðrt við peningana. Þeir geta ekki etið þá, eða hengt þá um hálsinn á sjer til skrauts, nema fárra miljón dala virði af glingri, og ekki heidur geta þeir keypt sjer fyrir þá hefð- arsæti í himnaríki. Þeir geta ekki annað gjört við þá en að einkenna sig með þcim frá hinum fátæku, með þvf að byggja fyrir þá skraut- legar gagnslausar hallir ; halda <3- hóflega kostnaðarsamar veizlur; þekja sig með hjegómlegu skrauti af öllu upphugsanlegu tagi,og fara út f allskonar fíflsku og fásinnu, eins Og vildu þeir segja: ‘Sjá við erum rfk, en þið eruð fátæk*. Fyrir sextán árum sagði lög- fræðingurinn og hagfræðingurinn Thomas G. Sherman, að innan þrjátfu ára yrðu Bandarfkin að mestu leyti eign minna en eins manns af hverjum fimm hundruð íbúum, og reynzlan bendir á að orð hans ætli að rætast. Landið er að vísu enn í höndum fjölda margra manna, þó auðmenn hafi þegar náð undir sig með óráðvönd- um meðulum ógrynni af haglendi, skóglendi og námalandi; en bænd- urnir eru komnir upp á náðir járn- brautarfjelaganna, sem með sfnar 200,000 mílur af sporvegum, með sinn tólf biljón dala höfuðstól, og með fimm miljónir manns, sem hafa atvinnu hjá þeim, eru nærri að öllu leyti undir yfirráðum níu manna: John D. Rockefeller, J. P. Morgan, E. H Harriman, Ge- orge Gould, W. K. Vanderbilt, J. J. Hill, A. J. Cassatt, W. H. Moore, og W. Rockefeller. Og John Moody segir f hinu á gæta riti sfnu ‘The Truth about Trusts', ' að það sje núna sem stendur440 gróðasambönd(Trusts) f Bandarfkjunum í sambandi við iðnaðarstofnanir, eink'deyfi og flutningsfæri, sem hafaum tuttugu biljón dala stofnfje; en það er 1 /5 af auðlegð Bandaríkjanna eftir því scm ‘Wall Street JournaP segir, og um leið er það öflugasti hluti hennar, þvf það fje er f höndum svo fárra manna, sem standa að mestu hver við annars hlið, að þeir geta ráðið allflestu sem lýtur að fjármálum í landinu. John Moody segir að þessar tuttugu biljónir sje undir yfirráðum hjer um bil tutt- ugu manna, en það fje er rneiri hlutinn af þeirri upphæð, sem liggur f iðnaðarstofnunum og flutn- ingsfærum landsins. Þessir menn ráða útbýtingunni á varningnum f landinu, og þeir ráða verkstæðun- um, sem varningurinn er búinn til f, svo að það er augljóst að þessir tuttugu menn, Rockefeller, Morgan, Gould, Harriman og aðr- ir af þessum tuttugu, ráða mestu um efni þessarar þjóðar. Þar eð allar afurðir landsins verða að flytjast með flutningsfærum þeirra, og allur verksmiðjuvarningur landsins að ganga í gegnum þeirra verksmiðjur, með þeim skilmálum sem þeir setja. í þetta horf er ailt að fæ-rast nú á tímuin. MATREIÐSLUstúlku helzt íslenzka, vantar við Waldorf Hotel, Boundary Park. Kaupið verður $30 um mánuðinn fyrir vana og duglega stúlku. M. Campbell. Blöðin. Þegar Lcmieux, póstmálastjóri f Ottowa, rjeðist í það f vor, að upphefja samning þann milli Ca- nada og Bandaríkjanna um flutn- ingsgjald fyrir blöð og tfmarit, sem staðið hefir að undanförnu, gaf hann það sem ástæðu, að samn- ingurinn væri óhagkvæmur fyrir Canada, þar eð Canadastjórn yrði að flytja sem næst 100 sekki af póstflutningi fyrir Bandarfkin móti hverjum einum sekk sem Banda- ríkin flyttu fyrir Canada, og að þeir væru fluttir rfkinu í skaða. En nú virðist það vera komið í ljós, að þetta hefir ekki verið aðal- atriðið, heldur hitt, að koma í veg fyrir það með hækkuðu póstgjaldi, að blöð frá Bandarfkjunum, og þá einkanlega sjerstök blöð, flyttust til Canada. í pólitiskri tölu, sem hann hjelt nýlega, er sagt að hon- um hafi farizt þannig orð, “að hann hefði hugsað sjer, að óheiðarleg Bandaríkjablöð með óheilnæmar skoðanir, skyldu flytjast sem minnst til Canada, og að hann um leið vildi styðja að þvf, með Iækk- uðu póstgjaldi milli Canada og Bretlands, að brezk blöð með sfnar heilnæmu skoðanir flyttust til landsins“. Af þessu er það augljóst, að það er nokkurnveginn það sama sem vakir fyrir Lemieux póstmála- stjóra, eins og það sem kom fyrir- rennara hans, Aylesworth, til að fyrirbjóða flutning á Appeal to Reason með kanadiskum pósti í fyrrasumar. Þeim hefir vfst báð- um hugkvæmst að það tilheyri stöðu póstmálastjórans, að ákveða hvað fólk f Canada má lesa, og hvað það má ekki lesa. í þessu virðast póstmálastjórar Canada eiga sammerkt við póstmálastjóra Bandarfkjanna. Núna sfðustu ár- in hafa rnargar kvartanir komið fram í Bandarfkjunum um gjör- ræði af hendi póststjórnarinnar gegn vissum blöðum, sjerstaklega sósíalistiskum blöðum, sem andæfa yfirgangi auðsöfnunarstofnananna. Tálmanirnar sem lagðar erufveg- inn fyrir þau, eru venjulega gjörð- ar undir því yfirskyni að blöð þessi brúki ósæmilegt orðfæri, æsi til uppreista, landráða, óhlýðni við Iög og venjur, eða eitthvað því um lfkt, en f rauninni mun það vfst, að í flestum tilíellumeru það skoð- anirnar og kenningarnar, sem þau flytja, um þær breytingar sem þurfi að gjöra á meðnöndlun mann- fjelagsmálanna í þessum löndum, sem er hin eiginlega orsök til þeirra tálmana sern póststjórnirnar leggja á leið þeirra. Það er sýni- legtað þessi deild hinnar opinberu starfsemi —- póstmáladeildin — er ekki sfður umsetin af óvin- urrt jafnrjettis og almennra hags- muna, heldur en aðrar deildir hennar, og þarf mann sfzt á því að furða. “Látið mig hafa um- ráð yfir börnunum, og jeg skal gjöra heiminn kaþólskan", sagði klerkur nokkur kaþólskur. “Lát- ið oss ráða því hvaða blöð fólkið fær að lesa, og vjer skulum láta fólkið hlýða oss“, hugsa ójafnaðar- mennirnir, og þeir eru óefað mjög nærri því að hafa rjett fyrir sjer. Það er fyrir þessa orsök að svo mikið er reynt til þess um þessar mundir, að hafa áhrif á póstmála- deildir þessara landa, í þvf augna- miði að hindra útbreiðslu þeirra blaða, sem sýna mótþróa við hina ríkjandi auðvaldshöfðingja og þeirra skuldalið. — Það getur eng- um til iengdar dulizt að þetta er mergurinn málsins, og þegar litið er á það, hve auðsveipir póstmála- stjórarnir eru við þessa auðvatds- drottna sína, og hve svikulir þeir eru kjósendunum, sem hafa sett þá flokka til valda, sem hafa gjört þá að ráðsmönnum þessara deilda, þá ætti mönnum varla að fara að blandast hugur um það, að það er kominn tfmi til þess, að kjósend- urnir hafi meira að segja um lög- gjöfina en verið hefir hingað til. Sjálfsagt eru sum blöð svo óþörf og óheilnæm að skoðun til, að þau væru betur hvergi til sýnis, en það á enganveginn fremur við þau blöð, sem póstmáladeildirnar hafa lagt f einelti, heldur en sum af þeim blöðum sem engar tálmanir eru settar í veg fyrir. Það eitt er vfst, að þarsem þrengt er fyrir alvöru að blaðafrelsi, þar er voði á ferðum fyrir þau þjóðfje- lög, sem eiga hlut aðmáli. Áþess- um tfmum á engri stjórnardeild að líðast að fyrirskrifa mönnum reglur um það, hvaða blöð og bækur menn megi lesa, og hvað ekki megi lesa, og hver hugsandi fram- faramaður ætti að muna eftir því f hvert skifti sem hann hefir tæki- færi til að taka þátt f pólitiskum málum, að brjóta á bak aftur þá flokka, sem taka sjer vald til að brúka slíkan yfirgang. E.Ó. Heldur þykja skána horfurnar með það, að einhver verulegur á- rangur verði af friðarþinginu f Ha gue. Erindrekar þeir sem á þing- inu sitja virðast vcra að komast að þeirri niðurstíiðu, að það mætti þó setja dómnefnd, sem öll þrætu- mál væru lögð fyrir, áður en til strfðs kæmi, þó ekki virðist mögu- Iegt að fá þjóðirnar til að minnka hcrútbúnað sinn. Er þvf haldið fram, og það mcð góðum ástæðum, að þess konar standandi domr.efnd yrði á endanum til þess, að strfð legðust niður, alveg eins og hólm- göngur lögðust niður smátt og smátt, eftir að rjettarfar þjóðanna komst f svo fast og ákveðið form, að menn gátu treyst því að ná rjetti sfnum á löglegan hátt. TIL SÖLU. Ibúðarhíís ásamt fjósi fyrir 4 gripi, hlöðu, hænsna- kofa og þremur BÆ J ARLOÐUM. Eign þessi er á góðum stað í Gimli-bæjarstæðinu. Hver lóð er 66x132 fet, og ein þeirra er hornlóð. Verðið er sanngjarnt og skilmál- ar rýmilegir. E. Olatsson. SÖNN KJÖRKAUP. & Sjö bæjarlóðir á Gimli fást fyrir $800 gegn borgun út í hönd. Auk þess hefi jeg til sölu góðar bæjarlóðir á Gimli og Loni-Beach, fyrir sanngjarnt verð. BÚJARDIR til sölu, suð- ur, vestur og norður frá Gimli. G. Thorsteinsson. Eftirfylgjandi menn eru um- boðsmenn Baldurs, og geta þeir, sem eiga hægra með að ná til þeirra manna heldui en til skrifstofu blaðsins, af- hent þeim borgun fyrir blaðið og áskriftir fyrir því. Það er ekkert bundið við það, að snúa sjer að þeim, sem er til nefndur fyrir það pósthjerað, sem maður á heima í. Aðstoðarmenn Baldurs fara ekki í neinn matning hver við annan í þeim sökum: Jóhannes Grímólfsson - Hecla. Stefán Guðmundsson - Ardal. Sigfús Sveinsson - - - Framnes. Sigurður G Nordal - - Geysir. Finnbogi Finnbogas.- Arnes. Guðlaugur Magnúss. - Nes. Óh Jóh. Ólafsson......Selkirk. Sigrnundur M. Long - Winnipeg. Sveinn G. Northfieid- Edinburg. Magnús Bjarnason - - -Marshland Magnús Tait...........Sinclair. Björn Jónsson.........Westfold. Pjetur Bjarnason - - - - Otto. Helgi F. Oddson - - - CoidSpringa Jón Sigurðsson........Mary Híll, Ingin.undur Erlendss. - Narrows. Freeman Freemans. - - Brandon. Guðmundur Ólafsson - Tantallon. Stephan G.Stephanss. - Markervme P'. K. Sigfússon. Blu'ne, Waóh. Chr. Benson. - - - Pcint Roberts “MOTSAGNIR BIRLIUNNAR“ eru til sölu hjá undirri uðum. Vcrð 25 cts. E. ÓLAFSSON. Gimli -Man Júlí 1907. s. M. Þ. M. F. E. L. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 3i Tunglkomur. Síðasta kv. 2. kl. 8, 5 m, Nýtt t. 10. kl. 8, 48 m. Fyrsta kv. 18. kl. 6, 43 m. Fullt t. 31. kl. 7, 56 m. ÁGRIP AF HEIMILISRJETT- arreglugjörð fyrir CANADA-NORÐVESTUR- LANDIÐ. J>ær ’sectionir' 1 Manitoba, Sas- katchewan og Alberta, sem númeraðar eru með jöfnum tölum, og tilheyra Dominion stjórninni (að undanskildum 8 og 26 og öðru landi.sem er sett til sfðu), eru á boð- stólum sem heimillsrjettarlönd handa hverjum (karli eða konu), sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handa hverjum karlmanni, sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handahverjumkarlmannisemeryfir 18 ára að aldri; 160 ekrur eða úr ’section* er á boðstólum fyrir hvern um sig. Menn verða sjálfir að skrifa sig fyrir því landi, sem þeir vilja fá, 1 landstökustofu stjórnarinnar, f því hjeraði sem landið er f. Sá sem sækir um heimilisrjett- arland getur uppfylgt ábýlis- skylduna á þrennan hátt: 1. Með því að búa í 6 mánuði á landinu á hverju ári í þrjú ár, og gjöra umbœtur á þvf. 2. Með því að halda til hjá föður (eða móður, ef faðirinn er dauður), sem býr á landi skammt frá heimilisrjettarlandi umsækjand- ans. 3. Með þvf að búa á landi, sem umsækjandinn á sjálfur f nánd við heimilisrjettarlandið sem hann er að sækja um. Sex mánaða skriflegan fyrirvara þurfa inenn að gefa Commissionqr of D^minion lands í Ottawa um að þeir vilji fá eignarbrjef fyrir heimilisrjettarlandi. W. W. CORY, Deputy of the Mmlatar of he Interior YCAR8* Traoe Marks Designs COPYRIGHTS &C. iyone jsendfng a eketrB aiid deecrlntlon mny ikly ftaoertíiin our oplnton froe xvhetner an iit.ion is probably pntentable. Coinnmnion- BHtrlcf.Íyoonttdentlal. HANUBOOK <>n Pfttent* free. Oldest apeticy for BecurinK putentB. tt.ents taken tnrou«h Munn & Co. recelvt ial nntice, without ohargo, in the ndsoinelv illnstrated vreekly. I.nrgest clr- ion of «ny solentlflc Journal. Terms, $3 » ; four monthg, $1. Bold by all nowsdealerj. Wftf í' Píl SGISroadwav. MoU/ Ynrlf ^ T)r. O. Stephensen H 7? 643 Ross St. % WINNIPEG, MAN. Telefón nr. 1498.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.