Baldur


Baldur - 05.09.1907, Blaðsíða 1

Baldur - 05.09.1907, Blaðsíða 1
j . STEFNA: Að efla hreinskilni on eyða - J . a hræsni f hvaða m&li, sem fyrir - kemur, &n tillits til sjerstakra 3 flokka. BALDUR. | ■ i 1 AÐFERÐ: Að tala opinsk&tt og vöflu- laust, eins ©g hæfir þvf fólki gj sem er af norrœnu bergi | brotið. i ifl?;sa3§S!Sasa5aHS!SSSSHffiSH5SfíS5BiífSHfSöffiH5i! V. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 5. SEPTEMBER IQ07.. Nr. 28. TTiT'ÍSr A ~R, ÓXiAJFSSOlT Sú fregn hefir nú um nokkra undanfarna daga kvéðið svo við mann frá inanni,. að bl.að hans. sj&lfs, 'Serti að þessu sihnf-er. nú orðið svo langt á eftir tím- 'ánum, þarf ckki & þvf að halda, að flytja. lesendum ' sfriuni • þessi orð sem frjett. Eigi að sfður finnst mahni engin fýVírsögn gcta verið betur við hæfi, þegar fráfalls hans er í fyrstu ..sjcrstaklega getið £ d&lkum Bald'urs. Þau orð berý.í sjer margvíslegt íhugunarefni fyrir það fóll-í, sern í virkilegri alvöru hefir gjört sjer far úm að gefa gaum að ritgjörðum. hans sjálfs í þessu bláði. Einar var fæddur f Firði í Mjóafirði 23, des- ernber 1865. Foreldrar hans voru Ólafur bóndi Guðmundsson, sem nú er dáinn fyrir nokkrum-ár- um, og Katrfn Sveinsdóttir, scm enn er á lífi og búsett hjá elzta syni sfnum, Sveini bónda f Firði. Nálægt fermingaraldri Var hann fyrst settur til mcnnta hjá Magnúsi presti á Skorrastað, en sfðar sendur á gagnfræðaskóíanh a Möðruvöllum. I'að- an útskrifaðist hann eftir þriggja ára nám, liðugra tuttugu ára gamall, vorið 1886. Nokkrum mán- uðum sfðar sigldi hann til Stafangurs f Noregi og gekk þar á sjómannaskóla næsta vetur, én f stað þess að hverfa aftur til Isiands með vorinu 1887, ijet' hanh öldurnar bera sig hingaö vestur, f ennþá fjarlægari útlegð, og þau tuttugu ár, sein sfðan erp liðiri, hefir hann á víxi lagt fyrirsig fasteignaverzl- un eðfr bíaðamcnnsku. Stuttri stúndu eftir hádegi hinri 16. ágúst 1907, batt hann sjálfur enda á sinn Ifkámlcga lífs- þráð, á fertugasta og öðru'aldursári. 011 systkin hans, sem til fuliorðinsáfa hafa komist, lifa hann, ER ZD_A.ZJSTTST. * — Sveinn, Anna, Guðmundur, Guðrún, Jón, Óskar, Tómas og Óli, — auk móður hans, eins og áður var um getið. Við útför hans, sem fór fram hinn 20, þ. m., undir umsjón Arinbjarnar Bárdals, hins íslenzka útfararstjóra í Winnipeg, var svo mikið fjölmenni sem kyrkjan fjekk 0 rúmað. Þar á meðal voru þau systkin hans, sem dvelja hjer vestra, Guðmundur og systur hans báðar, og maður Guðrúnar, Vigfús Kjartansson. Ræður fluttu þeir Guðmundur Árnason, únftariskur trúfræð- isnemandi ; Skafti Brynjóifssori, varafor- maður hins únftariska kyrkjufjelags ; Guðni Þorsteinsson, formaður Gimliprcntfjclags- ins ; og Albert Kristjánsson, handgenginn stallbróðir, sem manna sfðast sá hann f lif- anda Iffi ; og Hjálmur Þorsteinsson flutti eftirmæli í ljóðum. Prestur safnaðarins, sem hinn framliðni hafði sfðast búið hjá og vcrið handgengnastur sfðasta fjórðung ævi sinnar, var viðstaddur mcð konu sinni og börnum, sem eitt ber Einars nafn, en tók ekki að öðru leyti þátt í útfararathöfninni. Tveir fornvinir frá Winnipeg, Friðrik Sveinsson og Kristinn Stefánsson ; tveir sam'- nefridarmenn úr forstöðunefnd prentfjelagsins, Guðni Þorsteinsson og Einar Jónasson ; og tveir samverkamenn úr prentsmiðjunni, Albert Kristj- ánsson og • Jóhannes Ólafsson, báru ifkkistuna til grafar, og var hún alþakin sveigum og blóma- . hnöppum frá ótalmörgu fólki.' Einar var frckar hár maður vcxti en grarin- vaxinn. Á yfirbragð var hann mjög bjartur og skar sjcrkennilega úr hópi, hvar sem hann var staddur. Ilárið var lengst af glóbjart og lokkarn- ir lftið eitt hrokknir ; cnnið stórt og oftast skjall- hvftt, en nokkuð flatt og hallaðist ailmikið aftur; hofmannavilc stór, og há brúnabein. Undir þeim var hans fegursta eign, skær og snör augu, svo blá, að sjaldgæf cru, nema f ungum börnum, og hefði hann smábarn’f faðmi sfnum, brá oftlega fyrir f þeim tiridrandi kærleiksloga, sem endránær var af ásettu ráði vandlega hulinn. í æsku hafði hann verið frár á fæti og þótt ókyrlátur, en á full- orðinsárunum voru öll spor þung,-en svo drjúg, að fáir gengu fljótar með öllum jafni sömu vegalengd, þegar við klukku var miðað. Raunir sínar leyfði hann engum að bera með sjer, en af baksvip hans gat þó hvcrt glöggt auga lesið, að ckki var allt með felidu. Um hans innri mann er vandaverk að skrifa, svo rjett sjc. Engan mann væmdi meira en hann við ósönnu skjalli, og ætti það þvf illa við eftir sjáifan hann dáinn. Sá viðbjóður hans á öllum hálfleika eða óvirkiiegleika, var f rauninni hið eina, sem stallbræður hans þurftu að skilja til hlýtar, til þess að skilja nokkurnveginn rjett alla hans fram- komu. Það sem til vitsmunanna kom, var cftir- tektarhæfileikinn skarpastur, og lífsreynslan hafði orðið nógu bitur, til þess að sverfa þar rækilega úr meitilsegg bernskunnar. Þess vcgna safnaðist hon- um svo mikill forði ósvikinnar lffsþekkingar, að oft var líkast því þegar hann tók til máls, sem hvössum hnffi yæri brugðið á orðmargar ríiksemdaflækjur ann- ara, svo þær eins og greiddust sundur af sjálfu sjer, áður en hann hafði lokið m&li sínu. Mestur skaði er það nú, hve fátt hcfir geymst af ögrandi spurningum og djúpvitrum staðhæfingrim, sem allt af brá öðru hvoru fyrir í ræðum hans. Með þeim náði hann sjer bezt niðri á ræðupalli, en hvorki með l.iprum tal- anda, nje flúruðu málskrúði, Hið fyrra hafði hann ekki til að bcra í neitt sjerlega rfkum mæli, en á hið síðara leit hann mjög smáurn augum. Bláber alvara, skýrt framsett, var honum kærust. Hann hafði t d. ekkert á móti trúarbragðalcgri tilbpiðslu, cn hann heimtaði af mönnum, að skilja sínar eigin ástæður fyrir þeirri tilbciðslu. “Mundu ekki prestarnir, sem giápa út í alstirnt rúmið og dásama drottinn fyrir hans leyndarráðV, spurði hann einu sinni, “vilja út- • skýra, hvaða blessun er í því fólgin, að. til skuli vera eilífur alheimur, sem er.einn stór , leyndardómur ?“ Dularkápan f öllu því, scm fieiri en sjálfan mann varðar, var honum hryggðarefni. Iíonum virtist aldrei vera of mikið ljós, ‘ þó að það væri ekki af á- settu ráði sett uridir mæliker. Þessvegna spurði hann sfðasta kvöldið, sem hann iifði, viðvfkjandi presti, sem á að vera öðrum mönnum frjálslyndari en þó jafn-rjetttrúaður eins og fjclagar hans : “Mundi það vera honum ofætlun, að gjöra fólkinu það hrein- skilnislega ljóst, hvort það á að vera laust eða það á að vcra bundið ?“ , Viðvfkjandi sjáifs síns kjöruni gckk hann í dul- arbúningi, íþað minnsta helming ævi sinnar, ogbvað allra bezt sfðustu dagana. Þá daga þurfti lfka að brúka, brúka þá til þess að ráðstafa öllu, sem kærast var hjerna megin grafarinnar, eftir því sem kostur var, þar á rneðali framtfð þessa blaðs, þótt sfn missti við. Ekkcrt var f óstandi. Kunningjarnir höfðu hver eftir annan verið kvaddi;-, orðalaust, með augna- ráði, sem hver um sig skildi á eftir. Sólin skein f heiði um hádegisbilið. Þá var hurð hrundið upp frá einu herbergi til annars, þvf að “í mfns föður húsi eru margár vistarverur“. Hjer hefir þá að eins zerio minrist á ævibraut þeirrar sálar, sem nú er um btune, horfin okkur sjón- um, og á þau áhöld, sem hún öðrum mönnum sýni- lega hafði í þjónustu sinni. llver störfin voru, er enn ótalið, og því fremur hvert þau áttu rót sína að rekja. Á það verður dálítið reynt að minnast sfðar. Bæði á þann og annan hátt minnir Baldur að ifkind- um lesendur sfna á það fyrst um sinn, að EINAR ÓLAFSSON ER DÁINN.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.