Baldur


Baldur - 30.01.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 30.01.1908, Blaðsíða 2
B ALDUR, V. ár, nr. 44. n ER GEFINN ÚT A GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. t KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM t? ‘If O I -' I ■ LXJ :111 ~ 111 u 11111111111 >m 1 ■ 1111 111111 ij uiimu 11 ij1 iiiy ináij.tiiimxlii ntrniitfiftrtntimi'iTi irtrn Stfti tfTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAsSINS : BALDUB, GIMLI, TÆ-A-TsT. Vi'9 A iraínii aug' ýainfinm er 25 cen yrir þunfilungdá'kalengdar. Affilátturer efinn á atœrr auglý<iogum,»em birtast í Waðuu yfir b-.ngri tíma. Viðvíkjandi 1 (k im afslættiog ððrum f jármálum b!að»-. nn.nru mnun beðnir að suúa ajer að ráða roanninum, sem í þess foreldris hugskoti vel- ferð barns þess væri annarsvegar. Hirðulausu og hugsunarlausu for- eldrarnir finna ekkert til þessara atriða, og fylgja tízkunni f þessu sem öðru, og vita ekkert um þó börn, sem mættu verða að ágætis- fdlki, sje gjörð að andlegum erki- letingjum og vesalingum, áður en þau fá fullt vit og sjálfskynjandi rænu. Þess vegna fylgir það með, að eigi menn að vera lfberölunum f fylkisþinginu samhuga um upp- fræðsluskylduna, þáverðurað taka mögulegleikann til að uppfylla þá skyldu, með f reikninginn. Við verðum öll með skyldunni, ef eng- ar kögunarráðstafanir eru gjörðar viðvíkjandi uppfyllingunni, ogþeg- ar farið er að brjóta það til mergj- ar, snýst það svona við:. Van- ræki eitthvert foreldri eða fjárráða- maður barns, að veita þvf svo mikla fræðslu, að það geti haft andlegt mötuneyti við aðra þjóð fjelagslimi yfirleitt, þá skal rfkið hafa vald til að taka það f sfnar hendur, að bæta úr slfkri van- rækslu. Svo menn átti sig betur á þvf hvernig f þcssu liggur, og að hvað miklu leyti Baldur er líberölunum f fylkisþinginu samhuga í þessu skyldunámsmáli, og þó ekki með öllu hinum ósamhuga, verður heppilegast að fara nokkrum orð- um um kúgunarlög i heild sinni. I. Kúgunarlög. * Meðlimum líberalflokksins^ f fylkisþinginu, þar á meðal |báð- um þeim löndum okkar, sem þar eiga sæti, virðist hafa verið gjört rangt til f sfðasta ‘Baldri', og það er sjálfsagt að vera reiðubúinn til þess að uppræta strax aftur það, sem annars gæti borið órjettlátan ávöxt. Sje það rjett með farið f Lbgi, að lfberalflokkirrinn hafi að eins viljað gjöra foreldrum og fjár- ráðamönnum barna það að lög- bundinni skyldu, að sjá börnunum fyrir einhverri fræðslu, svo enginn væri látinn taxa upp til fullorðins- ára sem fáviti, — þá er Ealdur þeim flokki alveg samhuga í því atriði. Hitt, sem venjulega er átt við þegar talað er um nauðungar- fræðslu (compulsory education), er það, að foreldrar slculi s e n d a börn sín á aiþýðuskólana, og það væri gjörsamlega óhæfilegt lagaboð. Skoðanir foreldrisins á námsgreinum skólans, meðhöndlun kennarans á þeim greinum, fram- ferði kennarans gagnvart börnun- um, fyrirmyndarleysi kennarans í framkomu, viðkynning foreldrisins af lundarfari barnsins, heilsufari þess, og margt fleira, getur verið fullgild ástæða til þess að foreldrið geti alls ekki fengið sig til að senda barn ,«itt á alþýðuskólann f sfnu byggðarlagi, og kannske í engu byggðarlagi. Hver sú löggjöf, sem neyddi íhugunarsamt foreldri til að fótum troða sinn innramann í sumum eða öllum þessum efnum, væri óbærilegt kúgunarvopn, þar Þjóðin segir við einstaklinginn : “Ef að þú. maður minn, vilt hafa gagnvart mjer verndun og rjett- indi til þess að framkvæma það, sem þú álftur þjer og þfnum fyrir beztu, þá verðurðu að ganga inn á það, að jeg sem heild hafi einnig rjettindi til þess að framkvæma það, sem jeg álft mjer og mínum fyrir beztu“. Strax er það sýnilegt, að matn- ingur getur orðið um það, hver eigi forgangsrjettinn, einstakling- urinn eða heildin, þegar það, sem hverju um sig virðist sjer og sfn- um fyrir beztu, er hvað Öðru gagn- stætt. Heildin á forgangsrjettinn sagði Plató og aðrir spekingar Forn-Grikkja, og fjöldi viturra manna hefir allajafna haldið þvf fram. Einstaklingsfrelsi er hið æðsta grundvailaratriði allrar stjórn- málafræði, hrópuðu aftitr á móti byltingamenn 18. aldarinnar Iand úr landi, og sfðan hefir stjórnar- fyrirkomulag allra hvftra þjóða leikið á reiðiskjálfi. Frakklending- ar lustu fyrstir upp herópinu : “Laissez faire“. Englendingar endurtóku það mcð “Hands off!“ Við segjum : ‘ Láttu vera“, “láttu hann eiga sig“, eða “skiftu þjer ekki af þcssi“, o. s. frv. Bæði f ræðum og Ijóðum hefir þessi tfðar- andi rutt sjer til rúms, og mjög hættir fólki nú orðið við þvf, að meta afskiftasemi manna af öðru en sjálfs sins högum slettirekuskap og nokkurskonar ódyggð og prúð- mennskuleysi. “Öfgarnar mætast“ segir máls- hátturinn. Furðulegt má það hcita, að nokkurntíma skyldi svo I l fara, að umhyggja fyrir framferði og þroskun meðbræðranna skyldi verða virt mönnum til vamms, sjerstaklega þegar þess er minnst, að þessi frelsisumbrot eiga rót sfna að rekja til hinnar svo nefndu ít- ölsku endurfæðingar (Renaissance) og brutust fyrst fram f aigleym- ingi í kyrkjumálunum, bæði í Þýzk- aiandi og Sviss, áður en þeirra gætti f stjórnmálurium með þeim hætti sem fyr segir. Stöku menn fóru að horfa alvarlega í kringum sig þegar þeir sáu afrakstur þessa afskiftaleysisfrelsis. Maður er nefndur Fourier. Hann sá einu sinni kaupmann nokkurn hella í sjóínn heilum skipsfarmi af óskemmdum hrfsgrjónum. Kaup- maður leit víst svo á, sem þetta hefði áhrif á verzlunarfarið, en Fourier ofbauð, þvf matarþröng var þá f landinu. Sneri Fourier sjer þaðan í frá að íhugun mann- fjelagsskipunarinnar. Að vfsu var hann talinn draumóramaður og er nú mörgum gleymdur, en hann varð fyrirrennari þeirra, sem sfðan hafa hallast að þvf, að frelsið f slfkri afskræmismynd eigi að vfkja fyrir kærleikanum til fleiri manna heldur en sjálfs sfn. ‘Frelsisvinirnir* sögðu að menn væru frjálsir að gjöra hvað sem þeim sýndist við eignir sfnar. Svo hugsar fjöldi manna ennþá. Stð- fræðingarnir rumskuðust. “Helgar þá eignarrjetturinn bæði brúkun og misbrúkun þess, sem einstaklingn- um telst til eignar?“ spurði hver annan, og hrfsgrjónafarmurinn f MarseiIIe hefir oft verið tekinn til dæmis. Spursmálið um rjettinn til að ‘brúka og misbrúka' læsti sig eins og eldur í sinu út úr verzlunar og auðfræðismálunum út f öll mann- lífsins mál. “Jeg er sjálfráður að mfnu“ tauta þeir enn, sem mestir eru sjálfbyrgingarnir og fastast mæla mcð einstaklingsfrelsinu f þessari ósvffnu mynd þess, en þeim kemur illa að þurfa að svara spurn- ingunni hans Kains: “Á jeg að vakta bróður minn ?“ ogviðþeirri spurningu hefir þeim þó ekki verið hlftt. Ekki þó svo að skilja sem af- staða manns gagnvart manni yrði það sem fólki flaug fyrst f hug, þegar rjetturinn um brúkun og misbrúkun lá fyrir- til fhugunar. Alls ekki. Það sem fyrst vakti at- hygli, var afstaða mannsins gagn- vart þeim dýrum, sem hann átti, og ýmist brúkaði eða misbrúkaði. Frelsi f þeim efnum vildu engar góðgjarnar manneskiur láta nokk- urn mann hafa, og dýraverndunar- fjclög hafa gosið upp, um allar jarðir, án þess nokkrir dirfist að setja út á það. Samt er það af- skiftasemi og jafnvel enn tahð af sumum í kyrþey óþarfur slettireku- skapur, og þess þó heldur þegar þar við bætist barnaverndunarfje- lög, sem ekki láta foreldra í friði með það, hvernig þeir meðhöndla sfna eigin krakka. Þessar tvær greinar, sem af- skiftasemin gegn frelsinu til brúk- unar og misbrúkunar hefir ljósast komið fram f, dýraverndunin og barnaverndunin, hafa hvorugkom- ið fram sem auðfræðisspursmál, heldur sem meðaumkvunarmál. Sama má einnig að mestu leyti segja um þriðju greinina, bindind- ismálið. í fyrri tilfellunum hefir málleysið og barndómurinn þótt gildandi grundvöllur til meðaumkv- unar. í drykkjumannsins tilfelli er ekki þess kyns grundvöllur ber- sýnilegur, og því verður mörgum bindindismönnum það fyr að vopni, að vekja mcðaumkvun meðáhang- endum drykkjumannsins, heldur en að segja nokkuð um harin sjálf- an. Þegar út f það er farið, kveð- ur það vfða við, að hann eigi að hafa vit fyrir sjer, en þó hljómar þá oft hvað snjallast spurningin : Á jeg þá ekki að gæta bróður mfns ? Svona gengur það. Fyrir 400 árum hrópaði frelsið til kyrkjunnar: Spenntu ekki greiparnar svo fast utan um mig, að jeg gefi þjer ljótt nafn, og kalli þig dýflissu. Nú Ijrópar hver einasta sönn kyrkja, sönn trúmanneskja, sannur mann- vinur til frelsisins : Farðu ekki svo geyst, að jeg gefi þjer ljótt nafn, og kalli þig ósvífni. Þetta hróp hefir kveðið svo hátt við, að löggjafarþingin hafa orðið að hlusta á það. Þau hafa sum- staðar samið lagabálka, sem hafa aftekið það, að menn væru svo ‘frjálsir* að þeir væru sjálfráðir að sfnu, til brúkunarog misbrúkunar. Öll þau lagaboð hafa sumir kaJlað kúgunarlög, en aðrir þvert á móti. (Framh.) SAMTININGUR. Eftir Jovi. m BORGARDRENGURINN. Árni sá sporvagninn líða f burtu eftir teinunum, þegar hann var kominn út og ofan úr honum á- samt kennaranum. Þeir gengu áfram eftir þjóðveg- inum meðfram grænum engjum og háum, skuggaríkum trjám, og leiddust. “Hjer átti jeg heima þegar jeg var drengur“, sagði kennarinn, “en það var nú löngu áður en sporvagnarnir voru til. Hvernig Ifður þjer Árnf ? “Þökk fyrir, vel“, svaraði dreng- urinn hljómlaust. Hann talaði venjulegt stræta- mál, þó andlitsfallið væri ólfkt því sem tfðkast í jöðrum stórborganna. Andlitið var greindarlegt, en út- litið mjög þreytulegt. Slíkan veg sem þenna, með stórum trjám til beggja hliða, þar sem fuglarnir sátu, sungu og kvök- uðu, hafoi hann aldrei áður sjeð. 1 Endrum og sinnum flutti vind- I blærinn ilminn frá trjánum og smáraenginu yfir á veginn, en Árni varð þess ekki var. Ó- þefurinn frá sorpgötum borgarinn- ar hafði enn þá vald yfir þeffærum hans. Urgið, hávaðinn og vjelaskrOlt- ið frá verkstæðinu, suðaði enn fyr- ir eyrum hans, hann gat ekki losn- að við það, þrátt fyrir kyrðina sem umkringdi hann. Vesalings Árni. Allan fyrri hiuta sumarsins hafði hann setið f litlum, dimmum krók á verkstæðinu, og saumað hnappa f karlmannafatnað, meðan vjelarn- ar skröltu og orguðu í kringum hann. Af þessum hávaða hafði hann orðið veikur, Dag og nótt heyrði hann þetta urg, þangað til fingurnir að sfðustu slepptu nálinni og þræðinum og hnapparnir urðu að dálitlum hjól- um. sem snerust f sífellu. Svo leið langur, langur tími, sem hann vissi hvorki í þcnna heim nje hinn. Þegar hann fjekk meðvitundina aftur, var hann á sjúkrahúsinu, en sama urgið og suðan og áður, óm- aði fyrir eyrum hans. En þá var það að Marteinn kennari kom til hans, og þegar hann var orðinn svo hress að geta gengið, fór hann með honum út á landsbyggðina. Hönd Árna titraði í hendi kenn- arans. “Ertu mjög þreyttur, Árni“, spurði kennarinn alúðlega. “Eig- um við að hvíla okkur stundaer korn?“ En Árni hristi að eins höfuðið án þess að svara og hjelt áfram. Kennarinn leit á hann meðaumk- unaraugum. “Þama sjerðu húsið, Árni. Nú erum við korhhír alla íeíð“. Það var gamalt en laglegt hús, umkringt skógi og engjum. Gömul kona, móðursystir kenn- arans, stóð í dyrunum og hcilsaði þeim vingjarnlega, tók svo f hendi Árna og sagði: “Jæja, þetta er litli sumargest- urinn minn“. “Já“, svaraði Marteinn, “þetta er Árni. Það er mjög vel gjört af þjer að veita honum móttölru“. “Minnstu ekkiáþað. Vesalings drengurinn, hann er svo fölur, hann er eflaust veikur“. “Hann hefir verið mjög veikur, frænka. Heilinn hefir orðið fyrir ofraun, en nú er hann skárri“. Svo leiddi hann frænku sfna til hliðar og sagði: “Læknirinn sagði að hann væri nálægt því að missa vitið, vesal- ings drengurinn, en ef hann fengi algjörða hvfld, hreint andrúmsloft og góðan mat, svo sem mánaðar- tfma, þá mundi hann rjetta við aftur. Láttu hann nú haga sjer eins og hann vill, koma og fara út og inn þegar honum sýnist, og þá lagast allt, vona jeg“. Árni sat á stól í eldhúsinu með- an þau töluðu saman úti. Þegar þau komu inn, Ijet hún kaffi og mjólk á borðið, kökur, nýtt srnjör, brauð og ávexti. zírni gat ekkert borðað. en Mar- teinn gjörði matnum góðskil; hann þurfti að fara til bæjrins aftur inn- an stundar. Þegar hann var búinn aö borða kvaddi hann og fór. I

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.