Baldur


Baldur - 20.02.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 20.02.1908, Blaðsíða 2
B A L D U R , V. ár, nr. 46 ER GEFINN ÚT Á GIMLI, ---- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. * BORGIST FYRIRFRAM ÍJTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & • PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : ZBYKIIIDTXIR,., G-IMLI, V4 ■*rnvi n ‘uig',ý«Da£am er 25 cen yrip þaoilungrláik»lengdar. Afslátturer efiiná st-œrr auglýsiojfum,sem birtast f blaðuu yfir lcngri tíma. Viðvíkjartdi lí kum afslættiog öð''um fjármálum biaðs- n^.oru m^att beðnir að snúa sjer að ráð* manninum. JT^ * • ' lí', • Góðs viti. * Það mun auðvitað ekki þykja góðs viti, eftir hugsunarhætti sumra, en það er ekki annað hægt að segja, en að það sje góðs viti eftir hugsunarhætti alimar^ra, að lúferskur prestur skuli vera orðinn svo óljósfælinn að hann brennir únftariskri olfu á lampa sfnum, ‘Breiðablik‘ ber þes.s vott í sfð- asta mánuði, að þetta eigi sjer virkilcga stað. Hugsanirnar f tveimur ritgjfirðunum þar, um ó- dauðleika sálarinnar og baráttuna f kaþólsku kyrkjunni, eru ausnar úr Hibbert Journal, og hreinskiln- islega við það kannast að svo sje. Ekki verður neinum hægt áð gjöra lftið úr efni ritgjörða þessara, þótt cinhver kynni nú að vilja það cftir að þetta er orðið uppvfst, enda er Hibbert Journal ekki þekkt að þvf, að flytja mikið barnagaspur f dálk- um sfnum. A sfðasta hausti voru brjef send út frá Sherman, French & Co., bóksölum í Boston, sem byrjaði á þessa leið : ‘'Sem únftariskum presti hlýtur það að vcra þjer glcðiefni, að nú skuli vera farið að gefa Hibbert Journal út hjer vestan hafs“. Góðar og gildar ástæður eru svo gefnar fyrir því, að þetta hljóti að vera hvcrjum únftariskum presti gleðiefni, enda mun það áreiðan- iega vera svo. I útgáfunefndinni vestan háfs eru, rneðal annara: Rev. Samuel A. Eliot, forseti hins ameríkanska únftariska kyrkjufjc- iags ; Próf. Royce (sem ‘Breiða- blik vitnar til jafnframt Sir Oliver Lodge), einn hinn únftariskasti hinna únítarisku við Harvardhá- skólann ; og Próf. McGifíert, sem mest uppnámið stafaði af fyrir nokkrum árum. Slfk útgáfunefnd er næsta góð trygging fyrir þvf, að tfmarit þetta sje ekki neinn aft- urúrkreistingur í trúarmálefnum, enda mun það ómótmælanlegt, að rit þetta beri langt af öllum sams- konar ritum, sem út eru gefin á enskri tungu. Það er tiltölulega æði margt af íslenzku fólki, sem ekki hefir getað fengið fulla svölun úr þeirri ‘opin- berun1,. sem liðnar aldir hafa eftir sig látið sem arfleifð til yfirstand- andi tíðar. Það fólk hefir samt langalengi þráð frekari úrlausnir á ráðgátum þessarar dularfullu til- veru, sem okkar litli hnöttur, með öllu þvf, sem á honum er, berst f gegnum eins og strá fyrir straumi. ÖIIu þvf fólki hlýtur að vcra það hið mesta gleðiefni, að sá kennfi maður hins lúterska kyrkjufjelags, sem næstelztur er í kennimann- legri starfsemi þess fjelagsskapar, og sjerstaklega til þess valinn að velja æskulýðnum hans andlegu fæðu, skuli bæði siálfur teiga og vera til þess búinn að svala öðrum úr lindum svo lifandi vatns sem hjer er um að ræða. Það er eng- inn stöðupollakeimur að þvf. Ef til vill þykist eitthvað af kyrkjusystkinum sjera F. J. Berg- manns þeim mun sarmkristnara eða sannlúterskara helduren hann, sem það varast betur en hann að nudda stýrurnar úr augunum á sjer, en þvf er óhætt að hafa það fyrir satt, — og bera það undir dóm allra virkilegra fræðimanna um allan heim, og svo náttúrlega und- ir dóm sinnar eigin samvizku í einrúmi, — að það er í nákvæffl- legá sömu hlutföllum heiðnara heldur en hann, sem það harnast með meiri hugsunarleysis þrjósku heldur en hann gegn vitinu, ljós- inu og sannleikanum. Það vcrður að muna pað, að það er ekki úrelt ennþá líkingamálið gamla : “Guð drottinn er sanrtleikurinn ; hann er lifandi guð og eilffur konungur. Ef einhverjum skyldi þykja þetta lof á sjera Friðrik og last um sig, þá er að hrekja það. Það verð- ur að eins að takast með f reikn- inginn, að hjererengan þann garp um að ræða, að hann fái ekki verð sinnar vöru, áður en hann er bú- inn að ganga laglega frá henni. Fólk verður nú svona úr þessu að fara að sætta sigvið, að rennaslík- um sannleika niður, — bara þegj- andi. Fjöldi af gamla fólkinu er f sínu hjartans innilegasta sakleysi orðið vonsvikið á því, að prestar sfnir muni halda hlffiskildi fyrir sjer, Þeim dettur það Ifka helzt f hug ! Þeirra aðal-efflbættisstarf er augsýnilega f þvf fólgið,—að þcgja fyrir fólkið. — Af hverju ? — Af þvf þeir þora ekki fyrir sitt lifandi líf að tala. Og við ykkur lútersku leikmenn- ina hefi jeg þetta að segja : Þótt við, þessir sem þið eruð vanir að kalla vantrúarmenn, sjcum ykkur ekki í sumu samdóma að skoðun- um til, þá getúm við verið ykkur samhuga að hjartalagi, og það er okkur ' öllum fyrir mestu. Þess vegna getur það oft og tfðum ver- ið afarókristilegt, að snúa heift og rógi á hendur okkur fyrir að segja það, sem við getum ekki með nokkru lifandi móti sjeð annað er» sje sannleikur, — þó hann sje sár á stundum, Það liggur oft langt- um nær, aðt skyggnast um í hópi sfns eigin kennilýðs, Ef sumstað- ar er hálfvelgja, og sumstaðar er þrjózka, þá spillir það mikið til, þótt sumstaðar sje lfka mannkær- leikiogalúð, stundum mittfmestu fáfræðinni, og jafnvel helzt þar. Innan um allt slíkt sambland af brestum og kostum er þó hver lft- ill Ijósgeisli góðs viti. Það er illt verk að reyna að telja sjálfum sjer trú um það, að maður elski meira myrkrið en daginn. Við höfum þá að eins verri mann að geyma eftir en áður. Virkilegleiki mann- legs eðlis er sá, að okkur dauðsárn- ar öllum hvað dimmt er f tilver- unnar djúpi. Það er sannleikur. Og svo á það þá alls ekki við, að reiðast nokkrum manni fyrir það, að sækjast eftir Ijósi, og segja frá þvf, sem honum finnst hann sjá. Kappkostum heldur öll, hvaða nafni sem við nefnumst, að vaxa í vizku og náð hjá guði og mönnum. J. P, S. D R A U M U R. W Mig dreymdi í haust mjög ein- kennilegan draum. En á þessari miklu afturhvarfsöld, þegar ýmis- legt það, sem menn höfðu ætlað sokkið svo djúpt f haf fortíðarinn- ar, að það kæmi ekki upp aftur að eilífu, skolast nú aftur f straumi tfmans, þá þarf auðvitað naumast að taka það fram, að állir draumar eru nokkurskonar vitranir og þýða eitthvað. Ætla jeg því, að dæmi fyrri manna, að segja draum minn, ef verða mætti, að einhver kynni að ráða. Jeg þóttist sjá um lönd öll og þótti mjer ekki annað undarlegra bera þar fyrir augu en gullhrúgur margar og misstórar, og lá skrýmsli á hverri. Mannsmynd nokkur þótti mjer vera á minnstu skrýmsl- unum, en engin á hinum stærri. Voru þau næsta ferleg ásýndum og eigi óáþekk jötunviixnum smokkfiskum, með stór starandi fiskaugu og langa griparma búna krókum og sogbollum; seildust armarnir ótrúlega langt og vfða, og drógu að hrúgu sinni gull, hvar sem á festi. Þó þótti mjer nærri þvf enn þá furðulegra en þetta, að sjá hvernig gullið drógst að skrýmslunum án þess hægt væri að sjá, að þau legði sig í framkróka til að afla þess, Og var því líkast sem segulafl nokkurskonar byggi í gulihrúgunum. Hrúgurnar fóru sýnu vaxandi, einkum þær sem stærstar voru, og náðu skrýmslin hvergi að hylja þær. Jeg hugði nú betur að og sá þá hvernig jafn- vel eirmolar, sem fátæklingar höfðu í höndum og ætluðu að kaupa sjer brauð fyrir — úrsviknu mjöli — drógst að haugum skrýmsl- anna og urðu þar að gulli. Eigi ósjaldan bar það við, að stærri skrýmslin spúðu eitri á hin smærri svo ákaft, að þau hrökkluðust af gullhaugum sfnum, en þeir söfnuð- ust jafnharðan undir hin stærri skrýmsiin. Svo var að sjá, sem flest vildi mannfólkið allt gjöra til að þóknast skrýmslunum, og dansaði fólkið kringum gullhrúgurnar með ýms- um kynlegum látum til heiðurs við skrýmslin, Þó voru ýmsir, sem tóku sig út úr, krepptu hnefana og hrópuðu að betur mætti vegna á jörðunni, ef ekki snerist allt að því að efla skrýmslin, og auka gullhrúgur þeirra. Virtust menn þessir taka saman ráð sfn. Jeg þóttist nú líta yfir ísland, þar sem það lá í útsænum, brim- kögrað og fossum stafað. Jegþótt- ist sjá þar allmörg skrýmslin, en engin voru þau afarstór, er ból sfn höfðu á landinu sjálfu, og manns- mynd á þeim flestum. Ýtns auð bæli sá jeg, og þóttist jeg vita, að úr þeim hefðu skrýmsli flutt sig f önnur lönd, og gull sitt, og lægi þar á því. Gullagnirnar, sem urðu af striti landslýðsins, drógust all- flestar að hrúgum skrýmslanna; lágu ýrnsir gullagnastraumar út af landinu svipaðir til að sjá eins og ar í sólargeisla. Jeg renndi aug- unum eftir digrasta geislastafnum og sá að þar veitti gullögnunum f hrúgu eina afarstóra skarnmt frá kastalaborg eigi fornlegri, fyiir austan hafið. Skrýmslið sem á henni Iá var þrútið og illilegt og bljes eitri stundum, svo að loft blandaðist mjög. I þtirri svipan sá jeg skrýmslis- arm einn festa sig á landið eigi langt frá Reykjavík; var hann grimmilega útbúinn að krókum og sogfærum,’og svo langur, að jeg þóttist þar engan enda mega á sjá, og kom mjer til hugar kötturinn, sem Þórr lyfti forðum, og svo var langur, að þó að Þórr seildist svo hátt upp að skammt var eftir ti! himins, þá losnaði köttur eigi að heldur; var það raunar Miðgarðs- ormur, sem liggur um lönd öll, en enginn köttur, sem Þórr reyndi sig þar við. Sjálfur Miðgarðsorm- ur kom mjcr f hug, er jeg sá skrýmslið, er arminn átti, sem var að sjúga sig fastan á Iandið, Ekk- ert skrýmslið var jafn tröllslegt á vöxt og ásýnd alla eins og þetta, og þegar það mjakaði sjer eitthvað til á gullhrúgu sinni, sem fremur lfktist fjalli en haugi, þá gengu ramgerðir klcttar úr skorðunn eða fjellu jafnvel niður með dynkjum og dunum. Varð mjer svo felmt við alla þessa sjón, að jeg bjóst til að flýja af þcim stað, er jeg stóð á, en við það vaknaði jeg ; 1 og lýkur þar draumnum. Helgi Pjetursson. — Huginn. SAMTININGUR. Eftir Jovi. HVAR SKEÐI ÞETTA. Af því að fangelsin eru til þess gjörð að loka menn inni í þeim, var maður að nafni Andreas Ru- mjantzeff lokaður inni í einu af þessum fangahúsum árið 1904. Tfminn leið svo að hann var aldrei kallaður fyrir rjett, og þegar árið 1905 var fyrir nokkru byrjað, fór honum að leiðast, sneri sjer því að hinum opinbera sakarábera óg spurði hann : “Hvers vegna er mjer haldið hjer án þess mál mitt sje rannsak- að, og hve langt er þangað til það verður gjört ?“ Sakaráberinn spurði sig fyrir hjá rannsóknardómaranum, en hann yppti öxlum, tók utan um nefið á sjer —• þvf þar var minnis- beinið — og sagði : “Hver er þessi Rumjantzeff? Og hvar er hann ? Og hvers vegna er hann þar? Jeg veit ekkert um hann“. Svo fór hann að hugsa: “Er jeg rannsóknardómari, eða er jeg það ekki ? Hvaða glæp hefir þessi Rumjantzeff framið, og því situr hann í fangelsi sfðan 1904, ánþess jeg viti um hann, eða muni eftir honum ? Jeg hefi máske einhvern tfma vitað það, en hefi gleymt þvf “. Þannig sat rannsóknardómarinn hugsandi á starfsst.ofu sinni, en á meðan sat Rumjantzeff f fangels- inu, Rannsóknardómarinn var samvizkusamur maður, og komst loks að þeirri niðurstöðu að fang- inn hlyti sjálfur að vita hvers vegna hann væri þarna. Yfirvöldin, sem setja menn í fangelsi í þúsunda- tali, geta ekki haft allt í höfðinu. Hann settist því niður og skrifaði langt og rækilegt skipunarskjal til yfirfangavarðarins, og sagði hon- um að spyrja þenria Rumjantzeff, fyrir hvað hann væri ákærður, hvaða dag og mánuð á árinu 1904 hann hefði drýgt þenna glæp, og hvort hann myndi ekki númerið á dómsskjölunum, og að sfðustu að senda sjer afskrift af rjettarhaldinu. Yfirfangavörðurinn sendi eftir Rumjantzeff, og byrjaði þegar yf- irheyrsluna þannig : “Hvers vegna hafa menn sett þig í fangelsi ?“ Rumjantzeff yppti öxlum ogtók utan um nefið, alveg eins og rann- sóknardómarinn. “Hvernig ætti jeg að vita það ? Jeg held það sje að ástæðulausu. Það eru líklega að eins yfirvöldin sem vita hvers vegna þau láta fólk í fangelsi“. “Hvaða mánuð og hvaða dag hefir þú drýgt þann glæp, sem hvorki rannsóknardómarinn, sakar- áberinn, njc þú sjálfur, vitið neitt um ?“ “Jeg hefi engan glæp drýgt. Menn settu mig f fangclsi 1904, en hvaða dag það var,j man jeg ekki“. “Manstu ekki eftir númerinu á rjettarskjölunum ?“

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.