Baldur


Baldur - 05.03.1908, Side 1

Baldur - 05.03.1908, Side 1
í»'S STEFNA: Að efla hreinskilni og eyða hræsni í hvaða máli, sem fyrir ke nur, án tillits til sjerstakra flokka. BALDUR. .AÐFERÐ: ' g Að iala opinskátt og vöflu- É lau«t, eins og hæfir því fólki p sem er *f norrœnu bergi jg brotið. Ij V. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 5. MARZ iqo8. Nr. 48. HLUTHAFAFUNDUR GIMLIPRENTFJELAGSINS 20. MARZ 1908, Hjermeð tilkynnist öllum þeim, sem hafa skrifað sig fyrir hlutum í Gimliprentfjelaginu (The Gimli Printing and Publishing Company, Limited), að fjelagsfundur verður haldinn í p r e n t s ni i ð lu fjelagsins, föstudaginn, þann 20. marz 1908. Fundurinn á að byrja kl. 2 e. hád. Óskandi að sem flestir hluthafar vildu leitast við að vera viðstaddir. Gimli, 19. febr. 1908. 0. Thorsteinsson, forseti. HINAR ÁGÆTU SHARPLE’S TUBULAR RJÓMASKILYINDUR standa nö Ný-Islendingum til boða. Verð þeirra, sem aðskilja 200 pd á klukkustund, er $40 (aðrar tegundir sem afkasta jafn miklu verki kosta venjulega $65 til $75), og þær sem dýrari eru afkasta að sama skapi meira verki. Sá sem hefir þær til sölu hjer í nýlendunni er GISLI JÓNSSON, Arnes p. o. m Á sfðasta fundi ráðsins f Gimlisveit var svohljóðandi ályktan sam- þykkt: “Skrifara fjehirðir sje falið á hendur, að borga skuldir til Bif- rastar-sveitar að eins hlutfallslega við skatta þá, er honum gjaldast úr nefndri sveit“. Þetta tilkynnist hjer með viðkomendum. GIMLI, 2. marz 1908. S. G. Thorarensen, Skrifari-fjehirðir Gimlisveitar. Alr. Stephan Gutt- ormsson, fylkislandmælinga- maður, mælist til þess, að þeir af Gimli-búum, sem hafa í hyggju að láta sig mæla út lóðir í grend við bæjarstæðið, láti sig vita þar um hið allra fyrsta ; þvf að eftir tvo til þrjá mánuði verði hann kannske kominn eitthvað út í buskann. Utanáskrift hans cr: 438 Agnes St., Winnipeg. Man. Til sölu. & Góð btijörð á góðum stað í ÁRNESBYGGÐ, cinnig LÓÐIR f Gimlibæ. Sanngjarnt verð og söluskilmálar. G. TIIORSTEINSSON. Gimli.---------Man, KAUPENDUR BALDURS. Gleymið ekki að gjöra aðvart þegar þið hafið bústaðaskifti. cgc^) C&)t&) C&) t&3 C§& C§&g| « FRJETTIR. g> 24. febr. lýsti utanríkismála em- bíettismaður þvf yfir f brezka þing- inu, að allar tilraunir til þess að af- stýra hryðjuverkunum í Congorfk- inu væru ennþá árangurslausar, og var bæði hryggur og reiður yfir því árangursleysi. — Dómari f Montreal fellir þann úrskurð, að lögsækja megi sjúkra- hús fyrir það, að kryfja lfk, án leyfis aðstandenda. 25. febr. fóru fram útnefningar til fylkisþingskosninga í New Brunswick-fylkinu. Sagt að aldrei muni flokkskapp hafa verið þar rammara, enda lofar stjórnin að leggja til ókeypis skólabækur í neðstu bekkjum barnaskólanna, en hinn flokkurinn heitir þvf, að láta verðið laekka á skólabókum í öllum bekkjum!!! [Þarna er sýnishorn af mikilleik þeirra atriða, sem á milli ber f flokkapólitik þessa lands, Það er ekki lítið í veði, ef verri(?) flokkurinn skyldi verða kosinn]. 26. febr. frjettist það vestan frá hafi, að þar sje á ferðinni vfðtæk samtök, til þess að koma af stað ó- % eirðum gegn japanska innflutingn- um, f því skyni að það verði flækja um fætur stjórnmálamannanna f Bandaríkjunum, og slíti vináttu- böndin milli Englands og Japan. 27. febr. Einsetumaður einn á Rússlandi hefir orðið uppvfs að þvf, að tæla kvennfólk til kofa sfns, ræna það þar og myrða. Alls voru 22 lfk undir kofagólfi hans, en dóm- urinn, sem nú er yfir honum felld- ur, er 15 ára fangelsi. Mælt er að dómarinn hafi fengið skelk f sig við hótun karls um að leggja á hann, ef hann dæmdi sig ekki vægt. [Segi fólk það aftur, að það sje sama hverju maður trúi!] 28. febr. byrjaði innflutnings- straumur þessa árs með 900 inn- flytjendum á einu skipi til Hali- fax, og 166 á tveimur öðrum. Næsta dag voru enn þá 900 sálu- hjálparhermenn væntanlegir, og ætla 500 þeirra tafarlaust til B. C. Auk þessa eru 2000 manns á leið- inni, og svo úr þvf búist við nokkrum þúsundum á hverri viku fram á sumar. 1. marz Ijezt í Ottawa eftir ör- stutta legu Hon, A. C. Killam, fyrverandi háyfirdómari hjerffylk- inu, og nú síðast formaður járn- brautarmálanefndar Canadaveldis. Lfk hans verður flutt til Winni- peg- 3. marz berst sú fregn út, að upp- nám hafi nýlega orðið f herbúðum | conservativa í Ottawa. hyrir'stuttu varð Foster þingmaður fyrir til- finnanlegum skelli á þinginu á þann hátt, að hann ávftti sjómálaráðgjaf- ann miskunnarlaust fyrir það að brúka til ferðalaga fje, sem til ann- ars hefði verið ætlað. Sagði F'oster að Brodeur ráðgjafi hefði ‘stolið1 þessu fje,. og ekki skilað þvf fyren komist hefði upp um hann; og með þessum vendi hýddi hann ráðgjaf- ann f 4. klukkutfma ræðu. Brode- ur svaraði ekki með öðru en þvf, að lesa upp úr þingtfðindunum frá 1892. Þá hafði Sir Charles Tup- per og Foster sjálfur gjört alveg það sama f sömu kringumstæðum, og Foster haldið varnarræðu fyrir gjörðum þeirra. Þar var sýnt fram á, að engu skifti hver dollarinn væri brútótður, eftir að samþykkt væri að gjöra hvorttveggja, þvf allt kæmi úr sama sjóði. Varð fje- lögum Fosters svo felmt við þetta, að harin sá þann kost vænstan að afturkalla þjófsnafnið. Þegarþetta skeði var Borden ekki við, en sfð- an hefirþessi sundrungarfregti gos- ið upp. STJÓRNASKIFTI f NEW BRUNSWICK-fylkinu. Þar hefir liberalflokkurinn setið að völdum f 25 ár. í fylkinu eru 46 kjördæmi, og eru nú vissar frjettir komnar um að conservativ- ar hafi unnið 30 sæti, liberalar 12, og óháður maður 1. Úr 3 kjör- dæmum er ófrjett ennþá, Þetta má heita sama fallið, sem Greenway-flokkurinn fjekk hjerna um árið. [Menn muna að skóla- bókamálið var aðaldeiluefnið]. Heimafrjettir. Sveitarráðsfundur var haldinn hjer hinn 27. febr. Þar var ákvörð- un gjörð um hjarðlög, sem eiga að koma f gildi 1. júnf. Einnig um girðingafærzlu, nýja kjördeildaskift- ingu þvert yfir sveitina frá austri til vesturs, o. fl. LÁRUS GUÐMUNDSSON, frá Duluth, ætlar að flytja fyrir- lestur hjer á Gimli á laugardags- kvöldið kemur. Komið og hlustið. Hingað berst nú sú frjett með ‘Lögbergi', að hr. B. Anderson eigi enn hlnt í ‘Iceland Hotel‘ hjer á Gimli, en enskur maður sje tekinn við formennskunni. Sje þetta virkilega satt, virðist ekki ó- líklegt, að Good-Templarastúkan hjer og annað bindindisfólk grennslist eftir, hvernig þetta geti átt sjer stað, lögum samkvæmt, án samþykkis einhverra bæjarbúa. Það er vfst fáam hjer kunnugt, að nokkur annar maður en hr. B. Anderson, geti átt fyrir laganna augliti nokkurn hlutíþvf gistihúsi, og að hann eitin verði að bera á- byrgð á formennskunni. Auglýsing. Öll vegstæði á lfnum í Bifrastar sveit eru 99 fet á breidd. Veg- stæði sem keypt hafa verið eru 66 fet á breidd, Öllum þeim, sein kunna að eiga girðingar inn á veg- stæðunum f þeirri sveit, er hjer með gefiÁaðvörun : að vera búinn fyrir sfðasta clag júnímánaðar 1908, að færa slíkar girðingar af vegstæð- unum. Girðingar, sem kunna að verða á vegstæðum eftir þann dag, mega hlutaðeigandi landeigendur búast við að ráðið sfciþi að taka upp, á kostnað landeiganda. Þessi auglýsing er gefin sam- kvæmt ákvörðun er tekin var á sveitarráðsfundi 1 Bifrastarsveit 7. þessa mán. Hnausa, 9. janúar 1908. B. MARTEINSSON, skrifari ráðsins. ÁGRIP AF HEIMILISRJETT- ARREGLUGJÖRÐ FYRIR CAN AD A-NORÐVESTUR- LANDIÐ. Jþær ’sectionir' í Manitoba, Sas- katchewan og Alberta, sem númeraðar eru með jöfnum tölum, og tilheyra Dominion stjórninni (að undanskildum 8 og 26 og öðru landi.sem er sett til síðu),eru á boð- stólum sem heimillsrjettarlönd handa hverjum (karli eða konu), sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handa hverjum karlmanni, sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handahverjumkarlmannisemeryfir 18 ára að aldri; 160 ekrur eða % úr ’section* er á boðstólum fyrir hvern um sig. Menn verða sjálfir að skrifa sig fyrir þvf landi, scm þeir vilja fá, í landstökustofu stjórnarinnar, í þvf hjeraði sem landið er f. Sá sem sækir um heimilisrjett- arland getur uppfylgt ábýlis- skylduna á þrennan hátt: 1. Með þvf að búa f 6 mánuði á landinu á hverju ári í þrjú ár, og gjöra umbœtur á þvf. 2. Með þvf að halda til ’njá föður (eða móður, ef faðirinn er dauður), sem býr á landi skammt frá heimilisrjettarlandi umsækjand- ans, 3. Með þvf að búa á landi, sem umsækjandinn á sjálfur í nánd við heimilisrjettarlandið sem hann er að sækja um. Sex mánaða skriflegan fyrirvara | þurfa menn að gefa Commissioner | of Diminion lands í Ottawa um : að þeir vilji fá eignarbrjcf fyrir j heimilisrjettarlandi. W. W. CORY, Deputy of the Mmister of he Jnterior

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.