Baldur


Baldur - 17.03.1908, Blaðsíða 1

Baldur - 17.03.1908, Blaðsíða 1
38 ai STEFNA: fj| Að efla hreinskilni og eyða p || hræsni í hvaða máli, sem fyrir || jg ke nur, án tillits til sjerstakra |j | flokka. 1 | I BALDUR AÐFERÐ: 81 3§ iH Að lala opinsk&tt og vöflu- í i 8 . i Sj iau«t, eins og hæfir því fólki g- sem er > f n o r r œ n u bergi gj |H brotið. V. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 17. MARZ iqo8. Nr. 50. ttt T\r~r\rTTsrGT- r 4 Ákvörðun fr& “Municipal Commissioner“, dags. 9. þ. m., ákveð- ur, aö ógreiddir / skattar f Bifrastar-sveit greiðist eftirleiðis til undir- ritaðs. Gimli, 16. marz 1908. B. MARTEINSSON, skrifari-fjehirðir. Kaupendurnir eru nú vinsamlega beðnir að lfta & miðana á blöðunum sínum, og leggja svo sem fyrst af mörkum við blaðið, það sem til stendur, \ Bandaríkjamenn minnist þess, að burðargjaldið til þeirra eykur strax dálítið við ann- an kostnað sem útgefendurnir verða að mæta. beir geta bezt bætt þann halla með því, að láta ekki greiðslu andvirðisins dragast von úr viti. Nokkrir menn þar, sem eru orðnj,r mjög langt á eftir, eru beðnir að senda blaðinu skeyti um það, hve nær þeir búist við að geta borgað. Þau svör æskjum vjer að fá fyrir lok þessa mánaðar. Útg. C§&C&) C^3 C&) C&) C^3§3 « FRJETTiR. go tfet&otgit&icgit&otg# 12. marz. Á fundum austur f fylkjunum eru sumir af sambands- ráðherrunum farnir að hvetja flokksmenn sfna til þess, að vera við öllu búnir hvenær sem sje úr þessu. Kosningar geti að vísu dregist í þrjú misseri ennþá, en þær geti skollið á innan fárra mánaða. s 13. marz. Rosebery lávarður sýnir nú fram á það f ræðu, að til þess muni draga, að líberalflokkur- inn á Englandi vetði annaðhvort að færast aftur á bak f fang con- servativa, eða fylla flokk sósíalista. Sjálfur ætlar hann að kjósa hið fyrra. [Svona ætlar það að fara með tfmanum. hvernig sem leikar fara svo]. Hinn 10,, 11., 12., og 13. þ.m. hefir kvikfjenaðarsýning allmikil og merkileg s.taðið yfir í Brandon. Það á að verða árleg sýning og munu ársfundir kvikfjárræktarfje- laganna f þessu fylki verða haldnir f sambandi við þessa sýningu, og þvf allmikill fróðleikur fyrir bú- menn þangað að koma, og ef til vill upphvatning til bóta fyrir sjálfa pá og nágranna þeirra, þcgar þeir hverfa aftur heim til búa sinna. Ungir íslenzkir bændur ættu að hugsa um þessi efni meira framvegis, en þeir virðast hafa gjört að undanförnu. Frá 11. til 17. júlf, á sýningin f Winnipeg að standa yfir á næst- komandi sumri. Það er þeim gott að vita f tfma, sem þá ætla að lyfta sjer upp. SKRÍTLA ROBLINS. St. Louis, Mo., 12. marz. R. P. Roblin, frá Winnipeg, stjórnar- forrnaður f Manitoba, er núna í kvöldblöðunum hjerna borinn fyrir þessu : “Undir ensku stjórnarfari hagar svo til, að ef konungurinn hegðaði sjer einsog forsctinn ykk- ar gjörir, þá yrði fólkið innan 48 klukkutfma búið að hálshöggva hamr‘. Mr. Roblin var gestur kaup- manna-samkundunnar*. Hann snerist illa við að sjá þetta prentað, en bar þó ekki á móti þvf, heldur sagðist hafa sagt það bara í gaspri. Free Press. Það talar margur eiris og eyr- un klæja, og svo þykir Robl- in okkar líklega ekki Roose- velt vera góður afturhalds- maður. Heimafrjettír. W Hjer var, eins og síðast var get- ið um, haldinn bæjarmannafundur hinn 12. þ. m. Þar skilaði lög- gildingarnefndin af sjer og til- kynnti málalok, nefnilega veitingu bæjarrjettinda frá fylkisstjóra, og fyrirhugun bæjarráðskosninga 7. aprfl. Var henni þakkað starf sitt með þvf, að allir viðstaddir gjald- endur stóðu upp úr sætum sfnum. Eftir all-langt mas og samtal komust allir að þeirri niðurstöðu. að sparnaðarmest væri að afstýra öllu kosningakappi, og urðu að lok- um allir á það sáttir, að láta lög- gildingarnefndina, mótspyrnulaust og þvf bænum kostnaðarlaust, breytast f bæjarstjórnarnefnd, mcð þeirri breytingu að eins, að fylla f henni skarð B. B. Olsons, scm ekki á heima í bænurn. í ráðinu verða þvf til næsta ný- j árs : — Bæjarstjóri: Jóhannes Sigurðs- son. Bæjarráðsmenn: Ketill Val- garðsson, G. P. Magnússon, Árni Þórðarson, og Benedikt Frímanns- son. “Andbýlingarnir“ eftir Hostrup, hafa verið leiknir hjerfvetur, einum fjórum sinnum. Ekki er höf. ritsins nein þörf á lofi Baldurs sjer til vegsemdar. Á hitt mætti benda til viðvörunar, aðþeir sem láta marga heyra það á sjer, að ritið sje vitleysa, auglýsa of mikið af þvf, sem menn oftast reyna að dylja. Vitanlega m& segja það með sanni, að ritið er ofurefli þeirra leikkrafta, sem hjer er víil á, og þvf fremur ofvaxið skilningi alls fjöldans. Kritikin á danska þjóðlff- ið í vissum myndum á vissum tíma, svo nöpur sem hún þó er, hún er svo dulin, að engin von er til þess, að það fólk skilji, sem ekki hefir einu sinni alist upp á Is- landi, hvað þá nær því, sem danskt er. ' Um stúdentalíf á Garði eru vfst allir, sem leikinn sáu hjer, jafn ó- fróðir á eftir. Hr. H. P. Terge- scn, sem manna bezt þykir tilþess fallinn, að leika, þeirra sem hjerer i kunnugt um, er orðinn of fullorð- inn, til þess að ‘passa' vel í stú- dent, og enginn hinna kom nein- staðar nálægt þvf hlutfalli, nema hr. Guðm. Erlendsson. Hann sómdi sjer vel f sfnu stykki, og er stúdentslegur. Smádrengir áttu þar alls ckki heima. Þeir hefðu verið brúklegir til að sýna latfnu- skólapilta. Annað í ritinu heppnaðist eftir öllum vonum að sýna þeim, sem á annað borð gat verið um að ræða að skildu það. Hr. B. Frfmanns- son ljek Iautenantinn, sem er svo erfitt ‘stykki', að f það endalausa má um það metast hvernig það sje leyst af hendi. Hr. Jóhannes Ei- rfksson, sem ljek fjórar persónur f ritinu, ljek koparsmiðinn svo vel, að oss er ekki, Ijóst hvað út á það væri hægt að setja. Mrs. Sigur- j laug Knudsen, sem ljek konu kop- arsmiðsins það kvöldið, sem hjcr er átt við, er áður alkunn að þvf, að taka fiðru kvennfóiki hjer fram á leiksviði. Leikurinn hefði vafalaust orðið að meira gagni, ef hann hefði áður verið greinilega útskýrður fyrir á- horfendunum. Gæti jafnvel skeð, að sumum leikendunum hefði sjálf- um vcrið þörf á þvf. UR BRJEFUM. I. .... Ekki get jeg annað en gef- j ið upp álit mitt um Baldnr, nú og fyr. Hann kom mjer f alla staði vel fyrir sjónir meðan hinn fyrver- andi og vel metni ritstjóri E. Ólafs- son átti mestan hlut að máli, on nú finnst mjer hann vanta svo mikið af því bezta og fullkomnasta, og þess vegna er það mfn innileg ósk og líka góð von, að hann bæti sig þegar tímar líða, og ætla jeg þess vegna að kaupa blaðið næsta ár...... II. .... Mjer finnst að fólk hjer ekki kunnaað meta hið góða inni- hald blaðs yðar........Hjer eru fáir kaupendur þess og Iftið gjört til að halda því við.....Jeg hefi ásett mjer að taka Baldur á næst- komandi ári og sendi jeg þess vegna hjer með $1 frá sjálfum rnjer fyrir árið 1908...... III. .... Teg óska þjer, Baldur, gleðilegs og farsæls nýárs, og vona þú verðir langlffur á jörðunni til að rífa upp hið kyrkjulega og póli- tiska illgresi nútímans, og haldir uppi stefnu míns sárt saknaða vin- ar, Einars Óiafssonar. Mjer var farið að þykja svo vænt um Einar heitinn og stefnu hans, að þegar j jeg heyrði lát hans, þ& fannst mjer : að bróðir minn hafa dáið. Mjer i j fannst hið góða málefni, sem hann hafði barist svo hraustlega fyrir, fátækur og fámennur, muudi fara f gröfina með honum, og mjer fannst jeg hataaila serr. höfðu gjört honum Iffið leiðinlegt og óbærilegt. j . * En jeg áttaði mig fljótt á þvf, og það var bót í máli, að Baldur átti sinn Kára Sölmundarson enn lif- andi, og jeg vissi hans þríherti j stálpenni'* mundi stinga ómjúklega j á nútíðar meinscmdum þjóðfjelags- ins, og láta þá vita “að eftir eru hcndur Hrólfs“........ * Þetta Ifkingamál mun af því dregið, að vopn K&ra var þrf- hert, — f smíðum, í brenn- unni, og í blóði brennumann- anna. Ritstj, IV. • • .. Enclosed find one dollar ! as a payment for onc years sub- scription in advance. I am going to try Baldur another year, al- though we readers have lost much. I hope jmu will keep right ahead in the same direction and I sincer- ly wish you every success85'. * Þótt höf. þcssa kafla sje fs- lenzkur, skrifaði hann áensku, og þvf er það svo prentað. Ritstj. Augiysing. Öll vegstæði & lfnum í Bifrastar sveit eru 99 fet á breidd. Veg- stæði sem keypt hafa verið eru 66 fet á breidd. Öllum þeim, sern kunna að eiga girðingar inn & veg- stæðunum f þeirri sveit, er hjer með gefin'aðvörun : að vera búinn fyrir sfðasta dag júnímánaðar 1908, að færa slfkar girðingar afvegstæð- unum. Girðingar, sem kunna að verða á vegstæðum eftir þann dag, mega hlutaðeigandi landeigendur búast við að ráðið skipi að taka upp, á kostnað landeiganda. Þessi auglýsing er gefin sam- kvæmt ákvörðun er tekiri var á sveitarráðsfundi f Bifrastarsveit 7. þessa mán. Hrrausa, 9. janúar 1908. B. MARTEINSSON, skrifari ráðsins. ÁGRIP AF IíEIMILISRJETT- ARREGLUGJÖRÐ FYRIR CANADA-NORÐVESTUR- LANDI.Ð. J>ær ’sectionir' í Manitoba, Sas- katchewan og Alberta, sem númeraðar eru með jöfnum tölum, og tilheyra Dominion stjórninni (að undanskildum 8 og 26 og öðru landi.sem er sett til sfðu), eru á boð- stólum sem heimillsrjettarlönd handa hverjum (karli eða konu), sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handa hverjum karlmanni, sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handahverjumkarlmannisemeryfir 18 ára að aldri; 16Q ekrur eða % úr ’section* er á boðstólum fyrir hvern um sig. Menn verða sjálfir að skrifa sig fyrir því landi, sem þeir vilja fá, í landstökustofu stjórnarinnar, í því hjeraði sem Iandið er f. Sá sem sækir urn heimilisrjett- arland getur uppfvlgt ábýlis- skylduna á þrennan hátt: 1. Með þvf að búa í 6 mánuði á landinu á hverju ári f þrjú ár, og gjöra umbœtur á þvf. 2. Með. þvf að halda til hjá I l föður (eða móður, ef faðirinn er dauður), scm býr á landi skammt frá heimilisrjettarlandi umsækjand- ans. 3. Með þvf að búa & landi, sem umsækjandinn á sjálfur f nánd við heimilisrjettarlandið sem hann er að sækja um, Sex mánaða skriflegan fyrirvara | þurfa menn að gefa Commissioner of Dtminion lands f Ottawa um V j að þeir vilji f& eignarbrjef fyrir j heimilisrjettarlandi. W. W. COKY, Deputy of Ihe Mmlster oí he Interior

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.