Baldur


Baldur - 17.03.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 17.03.1908, Blaðsíða 2
B A L D U R , V. ár, nr. 50. MLDl ER GEFINN ÚT Á GIMLI, ---- OHAI) VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM tfTGEFENDUR : THE GIMLT PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UT AN ÁSKRIFT TIL BLAðSINS : ZO./KXVDTTIR, G-IjYTILX, TÆTNLT. ■ F<, .J0T .Jf? V>r*5 4 vi n aaTlý,Brt$* im 'er 25 c«n yric þ linluníy rI4’k°]engdar. Afpláttnrer fi^nn á sfœrr an^lýs7ní?am,«em birtaet ) blaðnu yfir lcngri tfma. Vi^vJ k janrli 1 {k urn aFslættiog öðrum f jármájáim blaðs n í.eru mená bednir c.ð auúa BjeV að ráðe manninum. OPIÐ BRJEF TIL ÁRNA SVEINSSONAR. I. Það er sannastað segja, aðþetta fátæka fjeiag okkar hjerna, Girnlí- prentfjelagið, hefír eindreginn vilja til þess, hvað sern mættinum Ifður, að iáta Baldur halda áfram, og gjðrir það þefta árið fyrir það fyrsta. Það er ðmögulegt að það hittist svo sjerstaklega á, að að- eins f þessu byggðarlagi sje hópur manna, sem svo er skapi farinn, að geta ekki með nokkru móti unað þvf, að vera án þess að hafa ÓHÁÐ BLAÐ eir.hversstaðar framleitt meða! vestur fs’enzkra manna. Svoleið- is menn hljóta að vera til f öðr- um byggðírlögum líka, og ef þeim væri kunnugt um það, hvað fáein- ir menn hafa lagt á sig lyrir ekk- crt annað en sfna sáru löngun tii að herja á heimskuna og partisk- una, sem Winnipegblöðin ala ald- ur sinn á að vernda og víðhalda, þá get jeg ekki annað haldið en að þá hálfkenndi til af sínu eigin í- hugunar og afskiftaleysi. Einn maður er búinn að Ieggja f sölurnar fyrir tilveru Baldurs full $8cO; armar líklega eitthvað urn $500, auk óreiknaðra verka; þriðji harla mikið verk svo árum skiftir, auk æði mikilla peninga; fimm aðrir menn fleiri missira starfsemi, af tómiim áhuga og trúmennsku, fyrir sárlága og eftir sig kveðna borgun; og nokkrir hafa farið of- an í vasa sinn eftir 50 og íoo döi- um, auk smærri hluthafa. Þetta er einmit, eins og þú kemst að orði, virðingarvert, þótt margirj.margirjsje bæði í einlægni og kaldhæðni búnir að reyna að MANITOB A 'e‘ða °kkur Það fyrir sjónir, hvað þetta sje óttalega vitlaust. Þú hefðir fundið enn betur hvað s\að- hæfing þín er sönn, ef þó hefðir umgengist suma af gömlu rnönn- unurn, sem hjer eiga hlut að máli. Þeir hafa engan stein haft sjálfir að klappa, eins og vel mætti brfgsia mjer um, heldur velaur eintómur íslenzkur drengskapur því, hvernig þeir varna þvf með striti sfnu, að þessi eini varðrakki j^art- iskuleysisins hjá okkur Vestur-Is- lendingum verði grýttur í hel. Ó- smekklega kann þjer að þykja þetta að orði komist, en það veit hamingjan, að meiri vansæmd væri Baldri f því, að vera líkt við suma mcnn, heldur en við falslaus- an hund. Aldrei hefir Balaur ætlað sjer þá dul, að hann mundi reisa musteri frelsisins, en að beita tönnum við einar dyr þess, þar sem merðir vilja inn í það smjúga, það væri honum ætlandi, ella verða felldur í rot, Með öllum þeim rjómaþvottum og siikislæðum, sem nú eru hæstmóðins hjá okkur, er ekki vanþörf á að einn snepill kveði við annan tón, þar sem “ólgan sú, sem undir freyðir, eins og brim f strenginn seyðir“. Og “hætt er við að harðstjórn þar á hnfflum kenni; skapið það, sem innst er inni, erfð-i hann af móður sinni“. Nefnilega af Fjallkonunni gömlu. Við erum íslenzkir hjer. Viljum ekki annað. Þess vegna eru svo fáir með Baldri af þvf Iffi og af þeirri sál. Sem þeir ættu að vera, að hann hefir allt af verið of ís- lenzkur fyrir það fólk, sem er að vaxa upp hjer f Vtsturheimi af fslenzkum ættum. Hin blöðin eru praktisk í því, að fylgja tfmanum, — á eftir kaupendafjöldanum, — niður, — niður, — niðurf póli- tisku og mammonisku vilpurnar. sem. auðmennirnir eru að kæfa f allt sjálfstæði fólksins í þessu landi. Það væri betra fyrir Baldur að deyja út, en að verða svo praktisk- ur, að hann færi að herma það cft- ir öðrum, að elta kaupendurna nið- ur f þær vilpur. Hann gjðrði það ckki framan af þessum árgangi, og hefir enga löngun fengið síðan til að gjöra það. J. P- S. sje höfð í frammi við okkur íslend- inga. Sú þögn er ekki sprottin af öðru en trausti, kannske óverð- skulduðu, á íslenzka fólkinu, sem búsett er í ofannefndum bæ, og sem Hkr. er búin að benda á, að hægast eigi með að skifta sjer svo af þessum atburði, að fyllilega komi að haldi. Það er ekki drengilegt, að viðra svona mál fram af sjer, þar sem barn og gömul amma eiga aðallega hlut að máli, og varla trúlegt að sjera Steingrímur sje að nokkru leyti öðrum sekari í þessu sam- bandi, á annan hátt eri þennan : Því meiri tök, sem einn maður hefir á þvf, að koma framkvæmd- um í verk í einu mannfjelagi, því meiri siðferðisleg ábyrgð hvílir á honum, að afstýra því að það mannfjelag falli f aðgjörðaleysi. Það er ekki nóg, þótt það sje venju- legra og þakklátara verk, að prje- dika fólki það, að vera svo gott að drýgja ekki verknaðarsyndir; held- ur kemur oft til ‘leiðandi' manns- ins kasta, að ganga fremstur og fá fólkið til að vera svo dáðríkt, að láta ekki slys og ranglæti hljótast af þess vanræksiusyndum. Gíetið þess, góðir bræður, að það er vnrhugavert fyrir þenna litla þjóðflokk, 'að láta svona hluti haldast uppi mótþróalaust. Það miðar alit f þá áttina, að flýta fyrir þvf, að yngri kynslóðin flýji úr ís- lenzku ætternisböndunum inn í það þjóðlíf, sem er sterkara og ineira skjól veitir. Hefði þetta verið eitt af ensku börnunum, en ekki útlendingsbarn, þá hefði þetta vaidið meiri hávaða, verið þið vissir. Siðferðisábyrgðin í þessu máli, gagnvart barninu og gagnvart þjóðinni, hlýtur einhverstaðar að hvíla, þótt hver um sig vilji hliðra sjer hjá henni. Ti! þcss að enginn einn þurfi að bera hana, ætti söfnuðurian að taka þctta til meðferðarsem mann- úðar og þjóðræknismál. Þar sem ekki eru barna eða dýraverndun- arfjelögtil, standa söfnuðirnir næst- ir í svona tilfelium. Hneykslið í Selkirk. s Fyrir skömmu var því komið á framfæri til almenningsvitundar í Heimskringlu, sem öllum hjer ná- lægt var að vfsu áðnr kunnugt, nefnilega fregninni um misþyrm- inguna á íslenzka piltinum í skól- anum í Selkirk f haust. Ekki mcga menn skilja þögn fs- lenzku blaðanna svo scm þau sje ásátt með að svona þrælmennska UR RÆÐU IIOWELLS HÁYFIRDÓMARA TIL KVIDDÓMSMANNA, 3. þ. m. “Þjer verðið þess varir,þegar þjer yfirfarið nafnaskrá þá, sem yður verður sýnd, að rnargar alvarleg- ustu kærurnar eru gjörðar á hend- ur útlendum mönnum. Yður kann því að koma til hugar, að vjer værum betur farnir án þeirra, þeir sje háski þessa lands...... Mikill hluti þessa fólks er frá Kar- patafjöllunum og hcfir slafneskt blóð f æðum. Eigum vjer þá að spyrja spurningarinnar : “Á jeg að gæta bróður míns ?' ‘ Herrar mín- ir, mennirnir eru hingað komnir, eigum vjer að fiæma þá aftur á burt, eða hengja þá, eða kenna þeim ? Mjer virðist þeirekki hafa fengið sanngjarnt tækifæri á skeið- hlaupi lífsins. í landinu, sem HALLDOR [BRYWOLFSSON FRÁ BIRKINESI. ----:o:-- Hjer mjúkum hnje að móðurbarmi, sá maður, er af flestum bar ; hann sýndi jafnt f sæld og harmi, að sálin hraust og göfug var. Hans vinstri höndin vissi ei af það veglegast hin hægri gaf. Á gatnamótin gekk hann ekki, að gera’ úr verkum sínum prjál. Hann þoldi ekki þrældóms-hlekki, en þorði’ að tæma beiska skál. Hann sinnar stjettar sómi var og sinn hann kross með stilling bar. S. G. THORARENSEN. þeir lifðu í, voru ekki gangstjett- irnar í bæjunum búnar til handa þeim; brautin sjálf þótti fullgóð fyrir þá, eins og fyrir hrossin og svfnin. Ef Ijensdrottinn þeirra nálgaðist, fjellu þeir á knje og beygðu andlit sfn til jarðar fyrir honum. Þar máttu þeir ekki ferð- ast úr sínu fæðitigarþorpi til næsta þorps, án þess að hafa vegabrjef; annars voru þeir teknir f'astir. Svo flytjast þeir í þetta land, og hjer finna þeir að gangstjettirnar eru þeim ætlaðar, og að hjer eru þeir sjálfráðir að ferðum sínum ; — sjálf- ræði verður taumleysi. Fyrir alla muni, refsið þeim þegar þeir gjöra rangt, en gjörið það rjettiátlega og mannúðlega“. Á þann sannleika, sem fólginn cr í ofanprentaðri ræðu, má ekki minnast við stjómmálamenn í þessu landi. Það kom samskonar andi og þetta í ljós hjá sendinefndinni hjcr frá Gimli, þegar sveitarskift- ingarmálið var framflutt við þing- nefndinaum daginn, og ráðgjafarn- ir virtust fá hro'l í sig við að hlusta á slíka óhæfu. Það var á það bent, að ekki væri ósanngjaint að líta svo á, sem við ísleridingar, eftir 30 ára skólagöngu í mannlífsskóla þessa lands, mundum hæfari „til þess að stjórna okkur sjálfir, held- ur en Galisfumenn, eftir 9 ára skólagöngu, væru til þess að stjórna bæði sjálfum sjer og okkur. 0, mikil ósk("‘P ! Það var mesta miidi, að herrarnir fengu ekki krampa af að hlusta á þenna þjóðajöfnuð ; — svo var skinhelgin mikil. Aftur erdómarinn svoleiðis sett- ur í þjóðfjelaginu, að honum ber engin nauðsvn til þess að haga sjer eins og fábjáni. MARKVERÐ BRÚ. Merkilegasta og skoðunarverð- asta brú heimsins, er eflaust hin svo nefnda London Bridge, sem liggur yfir ána Temps f miðri stór- borginni. Ilún er enganvegín hin lengsta eða dýrasta af öllum brúm, ekki einu sinni af öílum brúm í London, en hún á svo langa og fróðlega sögu. Við hana eru margar cndurminningar bundnar, og hennar er að mörgu getið f Eng- landssögu. Það eru fjórtán brýryfir Temps- ána innan takmarka borgarinnar London, sem þar er um 800 fet á. breidd, auk járnbrautabrúanna og fjegra jarðganga sem undir ána eru grafin. Þegar maður stefnir upp eftir ánni til vesturs, kemur maðurfyrst að Tower Bridge, sem er stærst og yngst allra brúnna. Að henni komast stóru skipin, en lengra ekki. Nöfnin á hinum 13 brúm f rjettri röð frá austri til vest- urs eru þessi: London, South- wark, Blackfriars, Waterloo, Westminster, Lambeth, Vaux- hall, Victoria, Albert, Battersea, Waudsworth, Putney, Hammer- smith. Fyrir tvö hundruð árum síðan var London Bridge eina brúin, sem lá yfir Tempsána. Þá var hún jafnframt notuð.ijfyrir markað, og voru ekki færri en 200 sölubúð- ir á henni, en sökum aukinnar um- ferðar varð að flytja þær allar f burtu árið 1757. Fyrir hjer um bil ioO árum var brú þessi endur- byggð, og hefir staðið með sömu gerð sfðan. Hún er f 5 bogum úr grjóti, 928 feía löng og 65 feta breið, og kostaði endurbygging hennar 10 millj. dollara. Við suð- urenda hennar er atkvæðamesta járnbrautarstöð bcrgarinnar. Við norðurendann stendur “The Monu- ment“, 200 feta hár steinstólpi, byggður til minningarum brunann sem eyðilagði mikinn hluta borg- arinnar 1666 Skammt þaðan er tollbúðin og fiskimarkaðurinn Wil- lingsgate, og litlu norðar Eng- landsba.nki, miðstöð viðskiftalífsins. Það er sagt að daglega gangi og aki að minnsta kosti hálf milljón manna yfir London Bridge. , ----------— . » --- Maður kernur til úrsmiðs, legg- ur úr á borðið og segir: “þetta úr----------“ Úrsmiðurinn (tekur úrið): “Ó, jeg sje það þarf að breinsast, og svo vantar f það nýja fjöður“. Maðurinn: “Afsakaðu. Faðir minn keypti það hjerna fyrir 2 dögum, og nú kem jeg til aðskifta á þvf og öðru“. Öldungurinn : “Jeg er allt af að missa meira og meira af hárinu mínu, geturðu ekki hjereftir klippt míg fyrir hálfvirði ?“ Hárskerarinn : “Það er mjer ó- mögulegt. V ið erum vanir að taka hehringi hairri bo.gun, þegar víð þurfum að leita að hárunum".

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.