Baldur


Baldur - 09.05.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 09.05.1908, Blaðsíða 2
BALDUR, VI. &r, nr. 6. ER GEFINN t?T Á GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIe. DORGIST FYRIRFRAM ÖTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTAN ÁSKRIFT TIL BLAÐSINS : BA.Lr)TTE, G-TTÆICI, TÆ_A_2Sr. V* *f> 4 ^nvm iuí{'ý«ing'im er 25 cen yrir þ ■mlunglálkdengílar. Afaláttui er eii ín A 'tœrr auglýsingum,íem birtant j blaðuu yfir longri tíma. Viðvjkjanfii K kuin afaiætting öðrum f jármátum hlaðe- d t.eru menn beðnir að »núa ajer að ráðe manoinnm. “Nytt kirkjublað“ meðal annars það númerið, sem dagsett er 15. febr., hefir Baldri borist fyrir nokkru. Blaðið sýnir, að sjeia Þdrhallur Bjarnarson er einsamall orðinn ritstj<5ri þess, en áður hefir sjera Jón Helgason ver- ið það líka. Ekki virðist það úr vegi, að gefa íslenzku fólki hjer vestra bragð af þcirri andlegu fæðu, sem prestar þjóðkyrkjunnar á íslandi, sem köll uð er lútersk kyrkja, bera á borð fyrir sóknarbörn sfn. Feluleikur í slfkum efnum getur engu góðu valdið, hvorki vestan hafs nje austan. Þegar sjeta Valdimar er ber- sýnilcga farinn að gjöra sjer farum það, að kveða svo algyðskt (eða panþeiskt) að enginn skuli geta hneykslast, hvaða kyrkju sem sá tilheyrir, og sjera Þórhallur farinn cð fleyta ‘yfir pollinn', frá Camp- bell presti á Englandi, einhverri þeirri hnarreistustu uppreisnar- öldu, 'sem til er í trúarbrögðum hcimsins, þá — ja, þá berjast á margar skoðanir í brjósti manns, ef einskis á að dyljast. Auðvitað fagna allir, sem vits- munina virða, yfir þessari skyn- samlcgu kenningu. Heimskan og myrkrið hafa drottnað nógu lengi j meðal þeirra þjóða, sem mest; stæra sigaf menntun og þekkingu. I Þess vegna fagna allir þeir, sem vízku og vfsindi kttnna að meta, og \’«rða glaðír yfir þvf, að fást skuii meita Ijós. Á hinn bóginn er það afar- v’afasamt, að þeir, sem sjálfir eru hreinskilnir og hermannlegir í and- legri framgöngu, sætti sig nokk- urntíma við þá aðferð, sem brúk- uð er. Að vefja þær skoðanir, j sem til sýnis eru prentaðar hjer á | eftir, f lúterskar umbúðir, þ.e.a.s. marka þær upp undir mark presta- skólakennara f lúterskri kyrkju, það er alveg hið sama sem að láta sykur utan um meðal, svo að sá, sem tekur það inn, skuli ekki finna að þvf bragðið á meðan hann er að renna þvf niður. Hversem þeirri aðferð beitir, þótt hann vilji ekki f rauninni annað en allt það bezta, sje ágætis drengur í öllum sfnum fyrirætlunum, hann er þó samt orðinn svo veiklaður, einhverra kringumstæða vegna, að hann sætt- ir sig við þá kristmunkakenningu, að tilgangurinn helgi meðalið. A- rangur þeirrar aðferðar verðurekk- ert annað en þjóðlffslegar slysfarir. Uppvaxandi kynslóðin verður kar- aktjerlega skemmd af falsi viðsam- vizku sjálfrar sfn, og þvf ættu sfzt af öllum þeir kennimenn, sem mestan sannleikann þykjast hafa að tlytja, að vera valdir að. Það væri næsta undarleg fyrirætlun, að ætla sjer að svíkja sálir mannanna nær guði almáttugum, án þess að þærviti til þesssjálfar, að þærvilji fara þá leið Það er svo sem öllum mönn- | um auðsætt, að ekki geti verið þvf að leyna, að þeir sem sjálfir eru lagðir upp í sfna ciiífðarferð eftir ólútersku brautinni, taki tveim höndum við hverjum þeim, sem snýr út af hinni leiðinni inn á braut- ina þeirra, en óskaplegur m u n u r er á því, hvorf maðurinn gjörir það sjálfviljuglega í vöku, eða vill- ist þangað fyrir annara tilstilli f draumi. Aðferðarmismunurinn er þessi, og ckki þarf lútcrskt fólk frcmur en ólúterskt að reiðast af þvf, að yfirdrepskaparlaust sje á það bcnt: Einn kennimaður, t. d. sjera Magnús J. Skaftason, festir sjónir á annari braut en þeirri, sem hann er að gariga, og rankar þá við sjer; — vfkur strax út af röngu leiðinni og yfir á þá, sem honum sýnist vera sú rjetta, og kallar fullum rómi til samferðamannanna, að þeir skuli koma með sjer, því annars fari þeir villur vegar. Annar kennimaður, t. d. sjera Friðrik J. Bergmann, helduráfram að standa í sfnum gamla fjclags- skap, en ef svo inætti að orði kom- ast, hnippir f samfcrðamcnnina og bcndir þeim mjög þögult og kyr- látlega, setur ofan f við alla há- vaðamcnn og prjedikar móti grjót- kasti og með friðsemi, — þeirri, i sem kyrðin veitir. Báðar aðferðinnar koma mönn- j I um til þess að víkja út af gömlu brautinni og leíta annarar nýrrar. Hver aðíerðin sje betri er augsýni- lega ádeilumál, en “Nýtt Kirkju- blað“ ber það með sjer, að fremstu kennimenn Islands hafa kosið sfð- ari aðferðina. Þeir um það, en j el;ki er hægt að furða sig á þvf, ; þótt leiðtogarnir á gömlu braut- j inni kveinki sjer við þeirri sam- vinnu, — svo lengi sem þeir sjá það ekki sjálfir, að þeir eru á villi- götum löngu liðinna alda. * * * Kvæðið, sem hjer fylgir næst á eftir, og einn kaflinn úr ritum Campbeils um gildi ritningarinnar, er hvorttveggja úr hinu nýja kyrkjublaði, sem að framan er tal- að um. Góð bók. ElN bók er til af fróðlcik full, með fagurt letur, skírt sem gull, og ágæt bók í alla staði, með eitthvað gott á hverju blaði. Hvort sýnist þjer ei stýllinn stór : hinn stirndi himinn, fjall og sjór? En smátt er letrið Ifka stundum : hin litlu blóm á frjóvum grundum. Þar margt er kvæði glatt og gott; um góðan höfund allt bcr vott. Og þarer fjöldi’ af fögrum myndum: af fossum, skógurn, gjám ogtindum. Les glaður þessa góðu bók, sem guð á himnum saman tók. Sú bók er opin alla daga, og inndælasta skemmtisaga. V. D. * * * Gildi ritningarinnar. Eftir sjera R. J. Campbell. Bókstafsþrældómurinn er hræðilegt haft. Það reynist slæma hneykslunar- hellan fyrir margan guðrækinn og greindan mann á vorum dögum þetta, að telja sig bundinn af þeim og þcim bókstaf ritningarinnar. Tökum þaðdæmið, að þvísjehald- ið á lofti, að allir menn verði á cnd- anum hólpnir. Mörgum góðum manni verður þá að hugsa eða segja svo : Vfst er um það, að það 1 er mjög sennilegt, mig dauðlangar til að mega trúa því; en — hvað segir ekki ritningin: “Og þessir skulu fara burt til cilffrar refsingar. cn hinir rjcttlátu til eilffs lífs“, Ilonum verður svo sem ekki fátt j ritningarstaða manninum þeim, og hann hefir ekkert veður af því, að þcgar þetta var hugsað og talað, sem hann er að fara með, þá átti það við allt annað, og það er alveg óskylt því efni, sem það nú er lát- ið eiga við.---- Maðurinn, sem hjer er verið að tala um, er trúhneigður, hann er fremur vandaður, og að öðru leyti eins og fólk er flest, er gagnsmað- ur, og hefir mörgu að sinna. Hann kemst í ógöngur þegar hann fer að ! hugsa um trúarmálin eftir þvf sem honum hefir kennt verið, og sein- ast gefur hann allt slfkt upp á bát- inn, það tefur hann um of og gjör- ir honum gramt í skapi, og hann hættir alveg að hugsa um trúar- efni. Það er svo oft að bókstafur ritn- ingarinnar virðist kenna þveröfugt við það, sem mannshjartað kristn- aða hugsar og þráir, mannshjartað sem likjast vill Kristi. Tökum scm dæmi — af svo fjölda mörgum — grimmu orðin f I3ý.sálmi: “Heill þeim er þrífur ungbörn þín og slær þeim niður við stein“. Er þessi staður innblásinn af anda Jesú Krists ? Vill göfugt og gott mannseðli kannast við að þetta sje rjett og satt ? Víst ekki. Eng- inn er sá, er feta vill í fótspor Jesú, að hann hafi yndi af þvf að sjá ungbarni slegið niður við steini En það er sfður en svo að vjer eigum að fárast yfir þessum ritn- ingarstað. Þegar vjer þekkjum öll aðdrögin, þá meir en skiljum vjer heiftina, og samkennumst höf- undinum : Vesall fangi ritar þetta austur f Babýleon sex öldum áður en Krist- ur fæddist. Landaf hans hafa þangað verið reknir í útlegð. Bregðum upp fyrir oss myndinni af ferðinni þeirri: Gyðingar eru teknir úr fjallalandinu frjálsa, og eru hnepptir f grimmum þrældómi f borginni miklu á hinni svipljótu sljettu. Eyðimerkur-gangan aust- urþangað er yfir 800 rastir. Hljóð- ur fetar hrygðarskarinn áfram. Reknir eru þeir sem búfje. Vopn- aðir böðlarnir ríða til beggja handa. Þeir örmagnast og hníga dauðir niður, sem þróttlitlir eru og heilsu- tæpir. Mæðurnar bera ungbörnin sfn, berjast fyrir lffi þeirra, en þróttinn þrýtur. Böðullinn sjer að konan kemst eigi með þessabyrði, hann slítur barnið af útsognu brjóstinu og slær því niður við steini og heilinn rýkur um. Skyld- um við hafa gleymt þessu. ef við hefðum verið bandingjar, reknir f þeirri lest, og hefðum reynt þetta og horft upp á þetta ? Setjum nú svo að ort hafi 137. sálminn maður, sem mist hefir konu og barn með þessum hætti á þessari ferð. Er það þá ekki meir en von að “dauðastunur og dýpstu raunir“ brjótist fram í söngnum hans, þessum innilegasta sorgar- söng ættjarðarástarinnar, sem { nokkru sinni hefir sunginn verið: Við Babel-fljót, þar sátum við og grjctum, er vjer minntumst Zfónar; á pflviðina þar hengdum vjer upp gfgjur vorar. Þvf að þar heimtuðu herleiðendur vorir söngljóð af oss og kúgarar vorir kæti : Syngið oss Zfónar-kvæði! Hvernig ættum vjer að syngjaljóð Jahve 1 öðru landi ? Ef jeg gleymi þjer Jerúsalem, þá visni mfn hægri hönd. : Tunga mfn loði mjer við góm, ! cf )CS e'lí' man þín, ef Jcrúsalem er eigi allra bezta yndið mitt. Babel-dóttir, þú scm f eyði skalt lögð verða; j heill þeim er,geldur þjer fyrir það, sem þú hefir gjört oss. | Heill þeim, er þrffur ungbörn þín j og slær þeim niður við stein, Vjer höfum samhug með skáld- 1 inu ókunna, og sárkennum í brjósti um þjóðina hans í þessum hörm- uogum. En sú vitleysa getur oss alls eigi til hugar komið, að þetta sjeu guðs orð til sálna vorra. Þetta er kvalaóp, þrungið af heipt og hefndarhug. Annað er það ekki. — En þegar prestur á vor- um dögum er að stagast á því há- tíðlega af stólnum, að hann fari ekki fetið út fyrir og byggi allt á “óskeikulleik bókarinnar“, þá er hann annaðhvort flón — eða þetta erekki annað en vaðall hjáhonum. FEGURSTA EYJA HEIMSins. Mönnum, sem ferðast hafa um allan heiminn, hefir komið saman um að náttúran hafi við engan blett verið jafn gjafmild og hina fögru eyju Ceylon. Margir kalla hana fegursta land heimsins. Eins og menn vita, liggur Ceylon í Ind- verska hafinu rjett fyrir sunnan Indland. Það eru hjer um bil 50 mflur yfir sundið milli eyjarinnar og meginlandsins. Ceylon er með- al auðugustu landeigna Englend- inga, hún hefir liðugar 3 milljónir fbúa. Mesta lengd hennar er 260 og mesta breiddin 140 mílur. Af þvf Ceylon liggur fá mælistig frá miðjarðarlfnunni, er þar ævarandi sumar. Þó er hitinn ekki kveljandi, sfzt á hálendinu á miðbiki eyjar- innar. Sumir ferðamenn segja loftslagið vera hið inndælasta sem menn geti hugsað sjer. Hærstu fjallatindarnir eru rúm 70O0 fet yfir sjávarfl'it. Frá einum þeirra — Adamsfjallinu, sem Brctarkalla svo — var það að Buddha stje upp til himna, að þvf er sagnirnar greina frá. Það er sagt að hvergi f heimi sje jurtagróður jafn frjór og fagur. Á suðurhluta eyjarinnar vex kan- eltrjeð, á norðurhlutanum stórir skógar af fbenvið og öðrum gagns- rfkum trjám, og alstaðar vex kó- kospálminn en einkum á vestur- hiutanum. Það er til orðtæki sem segir, að f 99 tilfellum af 100 sjc kókospálminn nytsamur til einhvers, og víst er það, að hann mun vcra gagnlcgastur af öllum trjám. Hrieturnar eru ágætur matur, auk þess að þær geyma svalandi drykk, úr þeim fæst lfka arak (hrísgrjónabrennivín) og hin verðmilda kókosolfa. Úr hnetu- skelinni eru búnir til bikarar eða drykkjarskálar ; úr berkinum utan af henni ásamt börknum utan af trjenu eru búnir ti! kaðlar, snæri, voðir og verðmikil teppi; úr saf- anum f löngu blaðastiklunum er búið (;il pálmavfn og sikur, og brumhnapparnir, sem eru allt að þvf 30 punda þungir, eru borðaðir eins og kál og þykja ágætir og næringarrfkir. Úr trjábolnum eru smfðuð hús og skip, og með blöð- unum, sern oft eru 15 feta iöng, þekur maður húsin, úr þeim er einnig búinn til pappír og blæ- vængir. Rætur trjesins eru mjóar j og scigar, úr þeim eru búnar til | körfur og mottur. Þetta sýnir að I kókostrjeð er mjög nytsamt trje. Auk þessa eru auðugir námar A

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.