Baldur


Baldur - 30.06.1908, Page 2

Baldur - 30.06.1908, Page 2
B A L D U R, VI. &r, nr. 12. ER GEFINN ÚT A GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ YIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. borgist fyrirfram ússon, hr. Gunnar J. Goodman, og ungfrúrnar Hlaðgerður Kristj- ánsson, Gertie Byron og Ella Hall fráWinnipeg; hr. Júlfus J. Sól- mundsson, hr. Stefán Eldjárnsson, hr Einar S. Jónasson og hr. Jó- hannes Sigurðsson frá Gimli; hr. Þorvaldur Þorvaldsson og hr. Jón J. Melsted frá Árnesi; hr. Jón B. Snæfeld frá Hnausum ; hr. Bjarni Jóhannsson úr Geysirbyggð ; hr. Einar Johnson og hr. P. Bjarnason úr Grunnavatnsnýlendu; og hr.' Jó- hann Þorsteinsson og hr. Páll Reykdal úr Álftavatnsnýlendu. ÓTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. utanAskrift til blaðsins : BALDIJR, GIMLI, TÆ_A_ZST. Varð k ímáu'n »a(;lýsin(5am er 25 cen yrlr þumlungdá^kelengdar. Afaláttnrer efinn á atcerr auglý9ingum,a«m'birtai>t j blaðnn yfir lengri tíma. Viðvjkjandi Hkum afalættiog ððrnm fjármálum hlaða n<,eru menn beðnir að anúa ajer að ráð> anninum. IV. Kyrkjuþing hins únítariska kyrkjufjelags Vest- ur-íslendinga, var sett í kyrkju hins únítariska Winnipegsafnaðar fóstudaginn 12. júnf, kl. 2.15 e h. Sjera Rögnvaldur Pjetursson las kafla úr Davfðssálmum og sjera Jóhann P. Sólmundsson las sálm- inn nr. 427 úr sálmabókinni og kafla úr Matteusar guðspjalli, en hr. Guðmundur Árnason, presta- skólakandidat, flutti bæn og las þingsetningarsálminn nr. 619. í fjarveru sjera M. J. Skaftason- ar, sem verið hafði forseti fjelags- ins, setti varaforsetinn, hr. Skafti B. Brynjólfsson, þingið og flutti þingsetningarávarpið. Þá var forseta falið að útncfna kjörbrjefanefnd og dagskrárnefnd, 3 menn f hverja, og nefndi hann hr. Jóhannes Sigurðsson frá Gimli, hr. Jósef B. Skaftason f Winnipeg, og hr. Pjetur Bjarnason frá Otto f þá fyrri, en sjera J. P. Sólmunds- soti, hr. G. Árnason, og hr. Gfsla Jónsson í hina síðari. Þessir áttu sæti á þinginu. — Embættismenn fjelagsins : S. B. Brynjólfsson, varaforseti, Þorberg- ur Þorvaldsson, ritari, Friðrik Sveinsson, fjehirðirj prestar og trúboðar : sjcra Rögnvaldur Pjet- ursson, sjera J. P. Sólmunds- son, hr. Guðmundur Árnason, herra Albert E. Kristjánsson, hr Sigurjón Jónsson ; og fulltrúar safnaða og byggðarlaga: — hr. Jósef B. Skaftason, ,hr. Eggert Árnason, hr. Gísli Jónsson, hr. Ágúst J.Johnson, hr.Hallur Magn- Skýrsla fjehirðis sýndi að fjelag- ið ætti $34.75 í sjóði, en sunnu- dagsskólanefndin hafði enga skýrslu fram að leggja. Þá voru þingnefndir kosnar í útbreiðslumál, uppfræðslumál og útgáfumál, og voru þeir hr. J. B. Skaftason, hr. A. E. Kristjánsson, og sjera R. Pjetursson formenn þcirra nefnda. Að kvöldinu flutti sjera R. Pjet- urrson fyrirlestur um “Conformi- ty- Þegar fundur var settur aftur að morgni hins 13. júní, las hr. Sig- urjón Jónsson 139. sálm Davfðs og sálminn nr. 504 f sálmabókinni. Þá lagði sjera J. P. Sólmunds- son fram eftirfylgjandi tillögu til þingsályktunar, studda af sjera R. Pjeturssyni: “Hið 4. þing hins únftariska kyrkjufjelags Vestur-íslendinga sendir hjer með, fyrir hönd fs- lenzkra trúfrelsisvina hjer í álfu, sjera Magnúsi J. Skaftason bróð- urlega kvcðju með þakklæti fyrir unnið starf f þeirra þágu, og óskar honum allrar farsældar í framtíð- inni“. Þessi tillaga var samþykkt með þvf að allir risu á fætur. Sömuleiðis lagði hr. A. E.Kristj- ánsson fram eftirfylgjandi tillögu til þingsályktunar, studda af hr. Friðriki Sveinssyni: “Hið 4. þing hins únftariska kyrkjufjelags Vestur-Islendinga minnist með söknuði fráfalls Einars Ólafssonar, og finnur til þess hversu stórt skarð er orðið fyrir skildi í þessum fjelagsskap við þann missir“. Tillaga þessi var einnig sam- þykkt með því að allir risuáfætur. Þá lagði kjörbrjefanefndin það til, að gjörð væri sú þingsályktun að stjórnarnefndarmenn fjelagsins og prestar þess og trúboðar, hefðu þingrjettindi án þess að vera full- trúar nokkurrar byggðar eða safn- aðar, og var hún samþykkt í einu hljóði. Önnur tillaga sömu nefndar, um að veita fáeinum gestum, sem við- staddir voru, full þingrjettindi, var felld með meiri hluta. Til þess að annast útbreiðslu- málin var ákvarðað að kjósa milli- þingancfnd, sem útbreiðslustjórinn sje formaður f, en tveir aðrir sjer- staklega til þess kosnir menn skipi nefndina með honum, auk þess sem forseti og prestar fjelagsins skulu sjálfkjörnir samverkamenn þeirrar nefndar. í uppfræðslumálunum var á- kvarðað að fá lasrdómsbók samda til notkunar við trúarbragðalega kennsln, en auk þeirrar kennslu var fastlega mælt með þjóðernis- legri ræktarsemi f sunnudagaskól- unum og bentáhina nýju íslenzku lesbók, skólaljóð þau, sem sjera Þórhallur Bjarnason gaf út, og fs- lenzka fornsöguþætti til hjálpar við tilsögn 1 þeim efnum, í útgáfumálunum var ákvarðað að meta mest prentun á lærdóms- bókinni, og voru þessir kosnir í nefnd til að annast um það : sjera R. Pjetursson, sjera J. P. Sól- mundsson, og hr. Þorbergur Þor- valdsson. Ennfremur var blaðið “Heimir", með meiri hluta at- kvæða, viðurkennt málgagn kyrkju- fjelagsins, “sem“ eins og hr. B.B. Olson, fulltrúi prentfjelagsins f þessu máli, komst að orði, “allir Únítarar gætu talað í gegn um“. Enn fremur var nefnd sett til þess að undirbúa til útgáfu sálma- bókar, nefnd til þess að taka grund- vallarlögin enn á ný til fhugunar; og nefnd til þess að íhuga afstöðu fjelagsins við A. U. A. Þá var samþykkt að halda trú- málafund eftir messu næsta dag og skyldi þetta vera umtalsefnið : “Hver ætti afstaða únítariskra manna að vera gagnvart hinum nýju hreyfingum í lútersku kyrkj- unni meðal Islendinga ?'‘ Stungið var upp á því að þingið fæli sjera J. P. Sólmundssyni að innleiða þær umræður. Benti þá einn af gestum þingsins, hr. B. B. Olson, á það, að varhugavert væri að fela honum slíkt hlutverk, en þingmenn sjálfir samþykktu uppá- stunguna f einu hljóði, án frekara umtals. Brjef frá sjera Jóni Bjarnasyni, forseta hins lúterska kyrkjufjelags, var þá lesið upp. Varþaðsvar upp á boðsbrjef, sem varaforseti hins únítariska kyrkjufjelags hafði sent honum. Gjörði þá sjera J.P. Sólmundsson eftirfylgjandi tillögu, studda af hr. Stefáni Eldjárnssyni: “Þingið lýsir ánægju sinni yfir þvf, að varaforseti vor sendi for- seta hins evangeliska lúterska kyrkjufjelags ísl. f Vesturheimi tilboð um að heimsækja ossáþingi voru, og kannast fúslega við afsök- un forseta þess fjelags fyrir þvf, að geta ekki þegið boð vort að þessu sinni“. Þessi tiilaga var samþykkt í einu hljóði. Um kvöldið flutti hr. Guðm. Árnason fyrirlestur um “Pragma- tism“. (Framh.). Leigjandinn: Heyrðirðu þrum- urnar f nótt ? Húseigandinn : Voruþaðþrum- ur? Mjer heyrðist það vera rödd konu þinnsr. ^ Hæstmóðins orgei og píanó. Hinireinu umboðsmenn fyrir Heintzman & Co. pfanó. J. .7. II. McLean & Co. Ltd. 528 Main St. WiNNlPEG. m--------------------^ Samræður við vini okkar um orgel og píanó eru okkar ánægju- efni, þvfokkur cr óhættað ábyrgj- ast hvaða hljóðfæri, sem valið er úr okkar búð. Þær tegundir, sem við höfum á boðstólum, eru allar reyndar að þvf, að standa fremstar allra þeirra hljóðfæra, sem seld eru hjer f landi. Illgrcsislögin. W A sfðasta fylkisþingi voru breyt- ingar nokkrar gjörðar á lögunum um eyðileggingu illgresis. Allar þcssar breytingar eru f þá átt, að gjöra lögin enn strangari en þau áður voru, og voru þó áður f ýms- um ákvæðum nægilega ,hörð, svo framarlega aðákvæðum þeim hcfði verið eins stranglega fylgt. Það virðist vera meiningin, að þessum strangari lögum verði stranglegar fy'gt. Öllum þeim, sem einhverja spildu af landi eiga, komá þessi lög beinlfnis við, snerta þá að ein- hverju leyti og sektir fyrir brot gegn þeim, jafnvel þó brotið stafi af vanþekkingu landeiganda á lög- unum, getur hitt þá þegar minnst varir, ef þeim verður eins strang- lega fylgt eins og þau sjálf mæla fyrir. Nú vill svo til að lögin eru f til- tölulega fárra höndum af þeim flokki manna, sem þau helzt við koma, og mjög rnargir, sem ýmist ekki hugsa neitt um að kynna sjer þau, eða ýmsra orsaka vegna ekki geta kynnt sjer þau. Baldur getur ekki verið einum dálki betur eða fólkinu til meira gagns, en að flytja örstuttan útdrátt úr helztu ákvæð- um þessara laga er sncrta skyldur bændanna. 3. grein laganna mælir svo fyrir: “Það skal vera skylda hvcrs manns, sem land hefir til ábúðar eða eignar, að slá og eyðileggja allt illgresi sem vex á landi hans, fyrir 31. dag júlfmánaðar ár hvert, eða hycrn annan dag fyrir þann tfma, scm eftirlitsmaður sá, sem sveitarráðið eða akuryrkjumálaráð- gjafinn hefir skipað, ákveður eða álftur nauðsynlegt til þess, að fræ- ið á þvf illgresi ekki geti náð full- um þroska eða útbreiðst“. 4, grein inniheldur nýtt ákvæði sem er svona: “Það skal vera skylda hvers manns, sem land hefir til ábúðar eða eignar, að slá og eyðileggja allt illgresi af hálfu þvi vegstæði, cða þeim þjóðvegi, er að landi hans liggur, fyrir 31. dag júlímán- aðar ár hvert. eða hvern þann dag fyrir þann tfma, sem eftirlitsmað- urinn ákveður, eða álftur nauðsyn- legt til þess, að fræ þess illgresis geti ekki náð fullum þroska eða að útbreiðast“. Samkvæirt 7. gr. laganna er ætlast til að allt illgresi, sem þann- ig er slegið, sje rakað saman og brennt. Brot gegn lögunum varðar $25 til $ic» sekt. Viðvfkjandi ákvæðinu um skyld- ur bænda, að slá illgresi af veg- stæðum hver fyrir sfnu landi, þá virðist það meiningin að sá, sem á land beggja megin vegar, hann slái frá báðum hliðum út á mitt vegstæðið. — Þá af því öllu. Illgresistegundir þær, sem upp eru taldar f þessurr. lögum, eru þessar: common wild mustard, haresear mustard, tumbling must- ard, Russian thistle, wild oats, French weed or Stink weed, dwarf rag-weed, false rag-weed, giant rag-weed, blue burr, blue lettuce, prickly lettuce, Canada thistle, perennial sow thistle, og allar aðr- ar tegundir.sem sveitarráðið álftur að geti verið eða sje skaðlegar fyr- ir akuryrkju. Ýms ákvæði í lögurn þcssum cru nokkuð óþjál, en aðalatriðið mcð þeim, er að halda bændum til alvarlcgrar umhugsunar tim eyðileggingu illgresis og stemma stigu fyrir útbreiðslu þeirra gras- tegunda, sem skaðleg eru akui;- yrkjunni og hettni til hindrunar. Þessi lög eru þvf aðallcga fyrir bændurnar. Bændurnir sjálfir hafa mcstan haginn af að hlýða þeim eins vel og framast cr unt. 13. júní 1908. B.

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.