Baldur


Baldur - 07.01.1909, Blaðsíða 3

Baldur - 07.01.1909, Blaðsíða 3
BALDUR, VI. ár, nr. 31. Kristinn Sósíalisti. Eftir Charles M. Sheldon. (Niðurlag). Meðan á ræðu þessari stóð sat frú Rodney hfiggdofa af undrun og ánægju, og hið sama mátti segja um alla aðra á þeirri fjölmennu samkomu. í fyrstu hafði frú Rod- ney að sönnu mislíkað stórum, er biskupinn vjek þannigfrá hinu fyr- irskipaða formi. En er hún haíði heyrt einar tvær setningar fór bros velþóknunarinnar að leikaum varir hennar. Ánægjan skein líka úr ásjónu dómarans. Ungfrú Mildred tók augun aldrei af and- liti nýja biskupsins. "Það ætlar að líða yfir hann“, sagði hún f hálfum hljóðum. Svo var kyrðin mikil, ermenn hlustuðu á orð gamla biskupsins, að ungfrú Mildred óttaðist að móðir sfn tæki eftir hjartslættinum f brjósti hennar þar scm hún sat við hlið hentiar. Iiægt og seint sneri hinn há- æruverðugi Friðrik Stanton, guð- fræðis doktorinn, nýkosinti, sjer að söfnuðinum. “Jeg þarf að gjöra yfirlýsingu“, sagði hann svo lágt að fólk fremst f kyrkjunni spurði hvað hann væri að segja. En er hann sneri sjer aftur við og leit á hinn aldraða em- bættisbróður sinn, hækkaði röddin, svo hún hcyrðist há og snjöll um alla kyrkjuna. “Fyrst og fremst þarf jeg að lysa yfir þvf, að f tuttugu og fimm ár hefi jeg staðið sem raggcit f prjedikunarstólnum. í öðru lagi þarf jcg að kunngjöra það, að jeg er höfundiv bókarinnar Kristinn Sósfalisti og kenningar hennar er sannieikur hjarta mfns“. Þegar söfnuðurinn heyrði þessa játningu, var sem honum lægi við andköfum af undrun. F'rú Rodney var frá sjer numin. “Hvað er þetta! hvað er þettal“ hrópaði hún hátt. Undrandi Ieit hún til Rodney dómara og ungfrú Mildred á vfxl. “Hvað sagði hann ?“ hvfslaði hún að bónda sfnum. Dómarinn svaraði engu og tók ckki augun af Stanton, sem nú hjelt áfram : “í tuttugu og fimm ár hefi jeg, herra biskup og bræður mfnir, boðað hálft fagnaðarerindið, en falið f mfnu eigin hjarta það, sem þó var mjer æðsti sannleikurinn. Jeg er fæddur og uppalinn meðal fólks af h inum æðri stjettum mann- fjelagsins við auð og lífsþægindi. JeS gjörðist prestur mcð þeim skoðunum, sem slfkt uppeldi og samsvarandi menntun hafði inn- rætt mjer. En eftir að jeg hafði starfað að mfnu helga ætlunar- verki um hrfð fór jeg smámsaman að sannf;erast um, að fagnaðarboð- skapurinn krefðist annars mannfje- lagsfyrirkomulags cn kyrkjan hefir svo lengi kennt. Fyrir tfu árum var þessi sannfæring orðin svo sterk hjá mjer, að jeg gat ekki stillt mig um að semja bókina Kristinn Sósfalisti, og jcg endur- tek það, að f bókinni er framsett mín hjartans trú, hinn lifandi sann- leikur fagnaðarboðskaparins, sem jeg hefði átt að boða f prjedikunar- stólnum en jeg ekki hafði hug til að prjedika. Jeg vissi að kyrkjan mundi hafna mjer og skoðunum mfnum. Jeg verð að játa það hreinskilnislega, að jeg var of elsk- ur að stöðu minni og lífsþægind- unum f hinum ríka söfnuði mfnum • til þess jeg treysti mjer til að þola útskúfun þá og óþægindi, er nú liggur fyrir mjcr. En, herrabisk- up, bræður mínir og allir vinir, sýnið mjer hvorki meðaumkun nje fyrirlitningu. í dag tala jeg f fyrsta sinn sem frjáls maður. Lær- dómar bókarinnar eru að áliti mfnu heilagur sannleikur. Jeg er ekki og get ekki verið óvinur mannlegrar framþróunar. Jegelska kyrkjuna af hjarta, og ekki sfður fyrir það þótt jeg fyrirsjái hvað hún nú muni vilja við mig gjöra. Til þess hún ekki þurfi að hafa neinn vanda af mjer, þá segi jeg hjer með af mjer starfi mfnu sem þjónn hennar. Jeg segi af mjer þvf háa embætti, sem mjer nú var veitt. Sjálfviljugur geng jeg nú í tölu óbreyttra liðsmanna, en skyldi jeg nokkru sinni verða aftur til þess kvaddur af guði og bræðrum mfnum aðtaka að mjer hið heilaga kennimanns embætti og boða sannleikann f prjedikunarstólnum, þá mun jeg gjöra það með gleði. En þangað til mun jeg leynt og Ijóst halda fram kenningum bókar minnar, þvf allt mitt lff er við þær tengt. Nýtt tímabil f framþróun- ar sögu mannkynsins er byrjað og enginn mun gcta stöðvað framþró- unar viðfeitni mannanna. Jafn- ræðishugmjmdin verður ekki barin niður. Kyrkjunni er það ofvaxið, borgaralegu fjelagi er það ofvaxið, að standa á móti kenningum kær- ! ö j leiks boðorðsins og fjallræðunnar. Kurteislega og mcð lotningu hneigði hann sig fyrir biskupinum og prestunum, er sátu á hápallin- um, og því næst fyrir söfnuðinum. Svo sneri hann sjer við, gekk yfir pallinn, og bar höfuðið hátt, þar til hann hvarf inni I skrúðhús prestsins. Þegar hann hafði lagt hurðina aftur á eftir sjer fór hljónr - ur undrandi radda yfir allan mann- | fjöldann. Eftir að Lee biskup | hafði um stund staðið agndofa | sneri hann sjer fram til safnaðar- ins og mælti: “Samkomunni er |slitið“. Rodney dómari, kotia hans og dóttir voru með þeim fyrstu að komast út, burt frá þeirri óbærilegu þögn, sem lagðlst eins og martröð yfir allt fólkið. Það sama kvöld fór sjera Friðrik | Stanton síðustu húsvitjunarferð ; sfna f dómkyrkjusöfnuðinum. Sfð- I ari hluta dagsins hafði hann setið á ráðstefnu með nokkrum embætt- | isbræðrum sfnum. Ekki gat verið ! nema um eitt að ræða. Hann hlaut 1 að yfirgefa cmbætti sitt. Þcgar þjónninn færði frú Rod- ney inn nafnspjald sjera Friðriks | Sjtantons varð hún fyrst drcyrrauð j f andliti en fölnaði sfðan sem nár. ; Ilún rjctti bónda sínum spjaldið. HINAR AGÆTU SHARPLES TCBDLAR RJOMASKILVINDUR standa nú Ný-íslendingum til boða. Verð þeirra, sem aðskilja 200 pund á klukkustund, er $40 (aðrar tegundir sem afkasta jafn miklu verki, kosta venjulega $65 til $75), og þær sem dýrari eru afkasta að sama skapi meira verki, Sá sem hefir þær til sölu hjer í nýlendunni er G-iSLi loisrssoisr. JRNES P. 0. MAN. “Segðu honum að við sjeum ekki heima“, skipaði hún byrst. Dómarinn færði sig dálftið til í stólnum eins og illa færi um hann, en sagði ekkert. Þjónninn fór fram. Eftir litla stund kom hann aftur vandræða- iegur á svip og sagði: “Dr. Stan- ton langar til að fá að tala við ung- frú Rodney“. Ungfrú Rodneysat kyfog móð ir hennar virti hana alvarlega fyr- ir sjer. “Segðu herra Stanton að ung- frú Mildred sje ekki heima“. Ungfrú Mildred stóð upp og horfði framan f móður sfna. “Jeg ætla að fara fram og tala við hann“, sagði hún. Dómarinn yppti öxlum, frú Rodney barði f borðið með hnef- anum. “Jeg harðbanna þjer ! Þú skalt ekki tala við þann mann“. “Samt sem áður ætla jeg að fara, móðir mfn, þvf—þvf—jeg—“ “Ef þú óhlýðnast mjer skalt þú -----“ Frú Rodney koinst ekki | lengra. Ungfrú Mildred sagði ró- lega: “Ef hann býður mjer að giftast sjer, verð jeg konan hans. Pabbi —“ Hún sneri sjer skyndi- lega og kastaði sjer á knje við fæt- ur hans. “Jeg elska hann !“ Hún byrgði andlit sitt f barmi föður sfns einsog hún svo oft hafði gjört þegar hún var barn, cg dómarinn kysti hana en sagði ekki orð. Allt 1 f einu stóð hin stórgeðja Mildred á [ fætur og gekk út áður en móðir i hennar gat sagt orð. í gestastofunni beið sjera Frið- rik Stanton. Húngekk fyrir hann jafn róleg og hún átti að sjer og vísaði honum til sætis rjett eins og hann væri henni óviðkomandi aðkomumaður. “Jeg er khminn til þess að kveðja“, sagði hann upp úrþurru. ! “Jcg veit það vel að það, sem gjörst hefir hjer f dag, verður til þess að jeg vcrð að fara hjeðan, en það getur ekki svift mig endur- minningum veru minnar hjer, og —“ “Má jeg spvn ja hvað þjer hafið hug«að yður að taka fyrir, Dr. I Stánton ?“ i “Jeg veit það ekki enn. Mjer stendur til boða að ferðast um landið og flytja fyrirlestra. TJti í heiminum heyri jeg alþýðuna, sem jeg elska, á mig kalla. En ekkert þessu viðvfkjandi munuð þjer láta yður nokkru varða. Viljið þjer samt Ieyfa mjer að segja yður frá þvf, þar eð það getur ekki valdið yður neinum óróa, að jeg hefi unn- að yður hugástum öll þessi ár rag- mennsku minnar, og jeg veit að ást mfn hefir verið göfug, þvf hún hefir gjört mig að göfugri manni. Þegar jeg nú skil við yður skil jeg við allt það bezta, sem jeg hefi þekkt“. Þá sagði ungfrú Mildred nokkuð, sem vakti undrun hjá “Markúsi Burns“. “Sögðuð þjer ekki einu sinni, Dr. Stanton, að jeg væri lfk Janet Arnold í sögunni Kristinn Sósfa- Iisti?“ “Jú. Það sagði jeg. Þjer sátuð fyrir þegar sú mynd var tekin. Það var mfn mesta gleði að hafa yður hjá mjer þegar jeg samdi þá sögu“. “Haldið þjer þá enn, að jeg myndi breyta eins og Janet Arn- old þegar hún bæði fyrirgaf og gleymdi ragmennsku elskhuga sfns, vegna þess að hún —“ Prestur hafði staðið á fætur og var nú kominn þangað, sem ung- frú Mildred sat. “Vegna þess hún unni honum svo heitt ? Ó, Mildred — getið þjer átt við að þjer — að þjer elsk- ð —“ “Jeg skal breyta nákvæmlega eins og Janet Arnold, ef mjer er nokkur staður fyrirhugaður f kristi legajafnræðisfjelaginu þínu“. “Lang bezti staðurinn“, mælti <jera I'riðrik Stanton um leið og hann kraup á knje og lagði sitt hctjulega höfuð f kjöltu hennar. “Nei“, sagðihún eftir litlastund og runnu nú tár gleðinnar ofan kinnar hennar ; “nei, þú mátt ekki krjúpa (rammi fyrir mjer. Jegtrúi þjer hjartanlega. Trú hjarta þfns cr trú mfns hjarta. Jeg hefi lært að trúa, síðan jeg las bókina þfna, Markús Burns“. “Grunaði þig hver höfundurinn væri ?“ spurði hann litlu sfðar. “Jeg vissi það allatfð“, svaraði hún hlæjandi. “Jcg var eina manneskjan í allri sókninni, sem vissi það. Hefi jeg ekki varðveitt vel leyndarmál þitt ? Jeg vildi lfka vera gauð eins og þú“. “En nú“, mælti hann og var á- hyggjusvipur á andliti hans, er ,hann horfði í hin hreinu, gráu augu hennar, “Getur þú nú fylgt mjer út f það stríð, sem fyrir mjer ligg- ur? Getur þú slitið þig frá öllu þessu, og brotið brauð með mjer og almúganum, og farið sem kona mfn, samverkamaður minn, já; sem partur sjálfs mfns, út f ver- öldina“. Hún lyfti ásjónu sinni upp til hans og hann kyssti hana í fyrsta sinni. “Já“, sagði hún. “Hvert sem þú ferð, þangað fer jeg ; hvar sem þú dvelur, þar dvel jeg ; þitt fólk skal vera mitt fó'.k og þinn guð minn guð; hvarsem þú deyr, þar dey jeg, og þar vil jeg vera grafin ; svo gjöri drottinn við mig, og enn framar, dauðinn einn skal aðskilja þig og mig“. “En þú hefir lagt mikið í söl- urnar“, bætti hún við. “Nei, mfn elskulega“, svaraði hann með dýrðlegu brosi á vörur- um. “Jeg hefi eignast miklu meira en biskupsdæmi, þar sem jeg hefi eignast bæði þig og óháða sam- vizku. Nú þori jeg að horfa allri veröldinni f augu“. ‘Jeg heyri sagtað þjer eigið eina dóttur ógifta, hr. stórkaupmaður ?‘ ‘Já, þá elztu af 7 dætrum1. ‘Mjer er sama um það, jeg ætla samt að biðja um hana, en þá verð- ið þjer að auka hcimanmundinn um *5%*. ‘Það er of mikið, hr. Auðun, en hvað um það — jeg geng að þvf 5amt — til þess að hreinsa forð- ann'. ‘Pabbi, hvers vegna hafa skáld- in allt af langt hár ?' * ‘Það er auðskilið. Það kostar pcninga að láta klippa sig‘.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.