Bóksalatíðindi


Bóksalatíðindi - 16.03.1896, Qupperneq 1

Bóksalatíðindi - 16.03.1896, Qupperneq 1
I I Háttvirtu islenzku bóksalar! Um leið og Bóksalafjelagið í Reykjavík sendir yður öllum kveSju GuSs og sína og óskar yður gæfu og gengis á þessu nýbyrj- aSa ári •— þakkandi fyrir viðskiptin á liSnum árum — leyfir það sjer með línum þessum að gefer yður til kynnna, aS það hefir á aðal- fundi sínum þ. á. samþykkt það nýmæli, að fjelagið gefi út framvegis nokkurs konar blaS, er heiti BóJcsalatídindi. AuSvitaS er hjer eigi aS ræSa um blað í almennum skiln- ingi, er flytji ritgerðir og annan fróðleik, sem almenning varSar, og eigi heldur blað, er komi út á ákveðnum tíma, heldur þá er þörf krefur. Þetta blað á aSeins að verSa sendi- brjef frá fjelaginu til yðar, hafandi ekkert annaS inni að halda en það er yður varðar gagnvart fjelaginu og fjelagiS gagnvart yður — að minnsta kosti ekki fyrst um sinn —•, og engum öðrum en ySur verður sent blaS þetta, og yður verSur það sent ókeypis og kostnaðarlaust. En þess væntir fjelagiS, aS þjer takið innihald blaðsins til greina, eptir því sem við á í hvert skipti, og skoSiS orð og augl/singar í því sem eiginhandarbrjef; annaS má eigi skilja»t við þaS, svo sem að framan er sagt. Þótt eigi sje leitaS lengra, er í- hverju landi hjer á Norðurlöndum blað, sem eingöngu ræð- ir um bóksölumálefni; þau eru stofnuð í þ, rílgangi, að efla og glæða áhuga þeirra, sem a. óksölunni vinna, og leitast við að láta þá skilja tilgang hennar og takmark, auk þess sem þau — mestmegnis — hafa inni að halda auglýsingar og ýmsar athugasemdir, er bóksöluna varða, en það er sama og sendi- brjef þeirra á millum. ÞaS er því í lögum erlendra bóksalafjelaga, að auglýsingar og aðrar tilkynningar í blaði þeirra hafi sama gildi sem sendibrjef væri gagnvart öllum hlutaðeigendum, Um fyrirtæki vort í þessu efni er vitanlega að mörgu leyti öðru máli að gegna en slík 1 blaðafyrirtæki erlendis; fyrst og fremst er blaS vort sent gefins til allra útsölumanna, en þar verSur hver bóksali að kaupa slík blöð; í ann- an staS er samgöngum vorum svo háttað, aS eigi er hægt að eiga viStal viS ýmsa menn, er við oss skipta, nema nokkrum sinnum á ári hverju; — erlendis nær því daglega. En samt sem áður er þaS trú vor og von, aS eins og stofnun Bóksalafjelagsins í Keykja- vík hefir sýnt í reyndinni góSa ávexti, jafnt fyrir bókaútgefendur sem útsölumenn, eins muni þetta fyrirtæki, þótt þaS sje þýðingar- minna, verSa öllum hlutaðeigendum til mik- illa nota í framtíðinni og styrkja enn betur en áður hið nána samband, er jafnan þarf að vera millum þeirra manna, sem yrkja einn og hinn sama bókmenntalega akur; en það gera bóksalar í raun og veru allra manna mest, ef rjett er skoðaS og hlutdrægnislaust; enda eru þaS merkismanns orð, aS »mikill vandi sje að semja bækur, meiri vandi að gefa þær út, en mestur vandi að selja þær«. Hvcrvetna í hinum bókmenntalega heimi þykir það mikill frami, aS vera góður bóksali, reka sitt erindi með elju, atorku og dugnaSi, meS þeirri skoð- un og þeirri trú, að því fleiri bókum sem viðskiptamennirnir taka á móti úr hendi bók- salans, því betur sje fullnægt þeim kröfum, sem bókmenntirnar sjálfar leggja i raun og veru hverjum bóksala á herðar, um leið og hinar mörgu siðferðislegu kröfur eigi mega gleymast, þar á meSal skýlaus og órjúfanleg ráðvendni í viðskiptum. YiðskiptalífiS er í raun og veru fræðigrein, sem hvergi nærri allir skilja, og það jafnvel þótt í því lifi. Margir þeirra hafa þá skoð- un, að aldrei eigi að gera sjer ómak fyrir litlum hagnaði. Þessi vanhugsuðu orð: »ÞaS borg- ar sig ekki, þetta ómak, fyrir fáeina aura«, heyrast svo opt hjer á landi meðal þeirra manna, sem viðskiptalífi lifa. En ef hinir sömu menn mættu skoða í skuggsjá erlend viðskipti, myndi þeim bregða í brún; þar er eigi ætíð um það spurt, hvað ávinningurinn Reybjavík 16. marz 1896.

x

Bóksalatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bóksalatíðindi
https://timarit.is/publication/167

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.