Breiðablik - 01.02.1913, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.02.1913, Blaðsíða 14
142 BREIDABLIK kvæmd. Allit þeir, er þakka vildu guö- dóminum eitthvaö sérstakt, létu slátra fórnardýri. Nokkur kjötstykki voru brend upp, með kökum úr sýrðu degi, á altarinu. En úr hinu var á þriðja degi efnt til fórnarveizlu og vinum og vanda- mönnum boðiö til. Svona gekk það til á hæðunum. Og engin orð finnast Amos nógu nöpur til að lýsa þeirri afmán. Þetta er yðar yndi, ísraelsmanna! Það sem al- ment er álitið hið mesta guðsþakkaverk, finst honum synd og svívirðing. Má nærri geta, að almenningsálitið í landinu hafi dæmt s'íkan mann óalandi og ófer- jandi. Ekkert eitt einstakt atriði er hon- um sérstakt ásteytingarefni, hann finnur stöðunum eða einstökum siðvenjum ekk- ert sérstakt til foráttu.Það er alt jafn-óhaf- andi í huga hans. Alt jafn-langt frá hinu sanna. Honum finst einungis um tvent að velja: Annaðhvort þessa helgi- siði, e ð a sanna guðrækni. — Annars vegar er lýðurinn með þessa auvirðilegu útvortis guðsdýrkan. Hins vegar spá- mennirnir með eldmóð trúarinnar í sálu sinni. Djúp verður á milli, sem engin brú liggur yfir. Hingað til höfðu trúar- brögðin öll verið fólgin í að hafa um hönd ytri siðvenjur. Upp frá þessu brýzt trú- ræknin úr þeim böndum og verður eitt og hið sama og ráðvendni eða siðgæði. Fórnir voru samkvæmt skoðunum Amos- ar og spámannanna ekkert annað en mútur frá lýðnum til guðdómsins. Hann var fús að láta múturnar vera háar, ef Jahve að eins gæfi þeim leyfi til að halda áfram í spilling og ranglæti, án þess að hegna. Hér eftir varð skiftingin í landinu þessi: Annars vegar guðræknir m e n n, spámennirnir og þeir, er þeim fylgdu. Hins vegar guðlausir m e n n, sem álitu alt komið undir fórn- færingum, bænasöngli, þulum og játn- ingum. Var það nokkur furða,þó Ahazía, prestur í Betel, sendi til Jeróbóams, ísra- elskonungs, og léti segja: Amos kveikir uppreisn gegn þér mitt í Ísraelsríki; land- ið fær ekki þolað öll orð hans (710). NÝÁRSSÖLIN. Úr bréfi, dagsettu 1. jan. 1913. Þá er okkur nú runnin upp nýárssól. En yfir hvað skín hún? Blóðgan val á Balkanskaga og blóðug tárekkna og föðurlausraástríðssvæð- inu, — og hún skín á stórvelda-erindrekana, sem sitja eins og hrafnar við að semja frið — frið, sem gefi þeim færi á að auka ögn veldi sitt og verzlan. Og hún skín als staðar á auðbundnar eða aðalsfjötraðar stjórnir, sem veita þegnum sínum sams konar frelsi og hagsmuni og við bú- andkarlar veitum kúnum til þess þær mjólki. Og blessuð sólin skín á ríkisstjórnina okkar og andstæðinga hennar, sem sem nú eru að safna nýjum kröftum í jólafríinu, til þess að draga Kanada inn í herkostnaðar hringiðuna. Þar vildi eg geta gefið öðrum flokknum dauðann, hinnm d.....(þér fyrirgefið óvandað sveitamál). Mér finst það mótsögn, þegar allur heimurinn þykist vilja frið, stynur undir herkostnaðarfarg- inu, að vera þá að gera Kanada-þjóðina að her kostnaðar-þræl. Og aumingja íslenzka þjóðin, dannebrogs krossfesta, sýslumanna-sligaða þjóðin, sem er að keppast við að komast í hernaðar-vernd Dana. Aumingjanna, sem ekki geta varið sig, og eru þarna í miðju gini stórveldanna. Lengra út x þetta þori eg eigi. Eg er hrædd- ur um, að þér álítið mig anarkista!! En það er nú samt ekki. Eg held, að heimurinn, þrátt fyrir alt, sé að batna, — eins og vestur-íslenzkan þrátt fyrir hrognamál fjölda margra. Mín ástæða fyrir því ar þessi: Stríðslöngunin, herkostnað- urinn, er að fara í þær öfgar, að það lýkur upp augum margra, er áður voru blindir. Alþjóðar- augun eru að fá gleggri sjón á ofríki og auðvaldi, og ófrelsisböndum. Það er að búa um sig í heiminum aldn, sem skolar burt auðvaldi og ó- eðlilegum böndum. Hún er orðin svo þroskuð, að byrjað er að vinna, stefnan víða mörkuð,og fet fyrir fet þokast í áttina. I því eruð þið góðir liðsmenn, sem losa viljið kredduböndin (vel sé ykkur fyrir það!) og gjöra trúna að verk- um. En það tekur ár og aldur að hreinsa alt illgresið. En ef haldið «r horfi meðan rétt stefn- ir, þá tekst það. Það er mín trú og von. Því eg trúi fast á veraldlega og eilífa framþróan. —

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.