Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 1
70988 Z. 05% /Jrf i BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuðning's islenzkri raenning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI. I. Ár. JÚNÍ 1906. Nr. 1. TIL LESENDA VORRA. i. FRÁ ÚTGEFANDA. ÉR með leyfi eg mér að bjóða Islending'um öllum, Vestur-Islending'um fyrst og fremst, en þar næst öllum, bæði á fósturjörðu vorri og annars staðar, að gjörast áskrifendur að nýju tíma- riti, sem nú kemur fyrsta sinn fyrir almenningssjónir. Mun eg reyna að hafa alla viðleitni á að gjöra það, sem bezt úr garði,bæði að efni og útliti, í þeirri von, að með því móti geti það orðið kær gestur og velköminn á sem flest heimili íslenzk. Svo er til ætlast, að efnið verði almenns eðlis. B r e i ð a b 1 i k vilja af alefli leitast við að styðja alt það, er verða mætti íslenzkri menning til eflingar og frama. Fyrst og fremst munu þau hafa í huga þroska og þrif vestur-ís- lenzkra velferðarmála. En um leið munu þau bera fyrir brjósti hagi og velferð þjóðar vorrar allrar og eigi álíta nokkurt það mál sér óvið- komanda, sem hafið gæti hana í sönnu manngildi og fært henni einhverja andans auðlegð. Auk þess ætla Breiðablik sér að flytja lesendum sínum ýmislegt til skemtunar og fróðleiks, svo seni stuttar sögur, kvæði og hugleið- ingar um ýmislegt, sem gjörist í heiminum og allir ætti að veita athygli. Sérstaklegamun eftirtekt lesend- anna verða leidd að íslenzkum bók- um, senr út koma. Með því móti er ef til vill betur unt að styðja ís- lenzka menning en flestu öðru. I bókum og tímaritum birtast helztu hugsanir þjóðar vorrar. Og þegar talað er um hið helzta,- er út kemur á prenti með oss íslending- um, austan hafs og vestan, er um leið tækifæri gefið til að ræða flest andleg og verkleg áhugamál H 0

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.