Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK.
3
oss Vestur-íslendingum, en þeir
fáu, sem vér eigum í hópi vorum,
svo önnum kafnir, hver að sinni
sýslu, að lítill eða enginn tími verð-
ur til ritstarfa. Þó er hitt erfiðara
viðfangs, hve fátt er um kaupend-
ur sökum þess, hve fámennir vér
erum hér og alla vega dreifðir.
Vikublöðin, Heimskringla
og L ö g b e r g, hafa nú þegar kom-
ið fyrir sig föstum fótum og eru
útbreidd orðin hvarvetna um
íslenzkar bygðir hér vestra. Enda
eru þau að stærðinni til hin mynd-
arlegustu og eitthvað mundi
mönnum dauflegt þykja, ef þau
hættu út að koma og ekkert væri
íslenzkt blað til að flytja fréttir á
milli. En nokkurn veginn hið eina
viðfangsefni þeirra er,eins og verða
vill í slíkum blöðum, það sem
skáldið nefnir “þá fossandi, belj-
andi pólitík.“ Verða þeir ávalt
margir, hversu miklir áhugamenn
sem þeir annars eru um landsmál,
er gjarnan vilja um annað hugsa
og tala, svona meðfram að minsta
kosti. Þess vegna munu þeir ekki
fáir, er til þess finna, að oss vantar
enn algjörlega rit, sem gjöri al-
menn áhugmál mannanna að
umtalsefni og sérstaklega áhuga-
mál þjóðar vorrar.
Kirkjuleg tímarit höfum vér,
svo sem Sameininguna, sem
nú í 20 ár hefir vel og rækilega
flutt mál kristindómsins og drjúg-
an skerf lagt til vakningar og
þroska íslenzks þjóðlífs. A 1 d a-
m ó t komu út í þrettán ár sam-
fleytt og leituðust við að leggja
orð í belg eftir föngum. En svo
urðu þau að hætta af ástæðum,
sem ekki varð við ráðið. H e i m-
i r, málgagn únítara, ræðir trúmál
frá sjónarmiði þess kirkjuflokks.
Freyja hefir tekið að sér að
flytja sérmál kvenna. Svafa,
sem út var gefin á Gimli í Nýja
Islandi um nokkur ár, og vera
átti til skemtunar og fróðleiks, án
þess að hafa nokkura sérstaka
stefnuskrá aðra, er nú fallin í val-
inn. Þar á móti er Vínland,
sem helzt ræðir almenna viðburði
og gefur yfirlit yfir þá, einkum að
því, er Bandaríkin snertir, enn í
góðu gengi.
En tímarit almenns eðlis eigum
vér eiginlega ekkert. Oss hefir
enn ekki tekist að koma á fót neinu
tímariti, er hefði fyrir aðal-mark-
mið að styðja og efla vestur-ís-
lenzka menning eftir mætti. Vér
eigum alls ekkert tímarit íslenzkt
hér vestan hafs, þar sem íslenzk
áhugamál eru rædd og alt tekið til
greina, er verða má þjóð vorri til
umhugsunar og andlegrar auð-
leg'ðar oít um leið til skemtunar
og fróðleiks.
Og þetta getur ekki viðunanlegt
heitið. Hér vestan hafs er stór-
mikið brot íslenzkrar þjóðar. Hér
er margt hugsandi manna, er alt
lesa nokkurn veginn, er út kemur
á vora tungu. Hér er margt
góðra íslendinga, sem stöðugt eru
að hugsa um alt það, er auka má
veg og virðing þjóðar vorrar, bæði