Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 8
8 BREIÐABLIK. og þolinmæSi og foröast aö látaæsing og óvit fjöldans koma þar nærri. Þá er búiö spilið. Það eru fremur fáir menn með þjóð vorri, sem trúandi er til vísindalegra rannsókna. Þó ættu þeir að vera nokk- urir, ef tími og ástæður leyfðu. En þegar íslenzkir Pétrar og Pálar fara af stað í þeim erindum, svo smiðirnir hafa ekki við að smíða borðin, er þá ekki skörin komin upp í bekkinn? Stærsta hættan er í því fólgin, hve mikill stormurinn er orðinn. Þettageng- ur eins og logi }’fir akur. Alt er í upp- námi, allir rannsaka,— allir eru orðnir vísindamenn. Eftir tima dettur alt að líkindum í dúnalogn. En hefir þá ekkert fokið um koll? Enginn brent sig? II. í formálanum fvrir U r d u 1 a r h e i m- u m er ekki fullyrt, að það séu endilega andarnir, sem stýrt hafi penna þess, er ó- sjálfrátt á að hafa ritað. Þeirrar varúðar af hálfu útg. skyldi gætt af öllum. En auðsætt er, að önnur skýring er álitin fjarstæð. En efagjarn spyr: er það nú ekki hugs- anlegt að þetta sé alt úr huga miðilsins runnið, án þess hann sjálfur viti. Engin sannindi eru þar svo stór, að eigi sé þetta frá því sjónarmiði vel hugsanlegt. Síðasta æfintýrið er ljómandi fallegt og ber vott um all-miklar gáfur. Hin virðast oss fremur barnaleg, þrátt fyrir lagleg tilþrif,—til þess að vera-eilífðarskáldskap- ur að minsta kosti. Og svo stranda tilraunir þessar oftast nær á miðlunum—annars staðar í heimi þar sem vér höfum veitt þessum hreyfing- um eftirtekt. Mannlegt eðli er breyskleik- anum háð með mörgu móti. Þetta er ofraun, sem fáum er trevstandi til að þola. Enda bila þar flestir. En bregðist miðill- inn, geta vitrustu rnenn lengi látið sig blekkja. Frá alda öðli hefir það álit verið í heim- inum öðrum þræði, að unt væri að setja sig í samband við andaheiminn. Margt virðist fremur benda í þá áttina. I draumum birtast látnir menn og þykir það vanalega fyrirboði einhvers. Svipir birtast hvað eftir annað, svo fáum kemur til hugar að neita. í bæninni setja kristnir menn sig í samband við föður andanna og vitna allir einum manni um veruleik þess sam- bands. En hér er enginn miðill. Hér eru áhrif- in bein. Annars vegar andaheimurinn, sem setur sig í samband við manninn,hins vegar maðurinn, sem leitar þess sam- bands. Það er miðillinn, sem oss finst mesta ástæðan til að gjalda varhuga við. Aðal-atriðið virðist vera fyrir þá, sem ant er um andans heim og auðlegð hans, að setja sig í samband sem allra innileg- ast við föður andanna. Eða við þann anda, sem sem göfugastur hefir verið hér á jörðu — svo vér tölum máli þessara manna — mannkynsfrelsarann Jesúm Krist. Það hefir öllum reynst vel, — öll- um orðið óumræðilegur ávinningur, — þeim finst það öllum eina lífið, sem reyna. En það gjörist miðilslaust. Þar rná ekkert glepja fyrir. Engin persóna bera orð í milli. Engum að treysta, nema honum einum. En það traust verður svo sterkt, að um engar frekari sannanir er að ræða. Kristnir menn geta því ekki fengið frekari sönnun. Þeir finna þess alls enga þörf. Þeim finnast allar sannanir hégómi hjá þeirri rniklu sönnun, sem þeir hafa. Þeir dvelja í heimi bænarinnar, augliti til auglitis við föður tilverunnar, frelsara mannanna, og andann hans hafa þeir í hjarta. Enginn, sem nokkurar sögur fara af, hefir staðið í öðru eins sambandi við and- ans heim og frelsarinn. Enginn hefir ráð haft á öðrum eins andans krafti og hann. Enginn eftir sig látið annað eins afl til blessunar og hjálpræðis og hann.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.