Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 14
i4 BREIÐABLIK til, mér þykir aS eins leitt, að prestur- inn skuli hafa ómakað sig; hing-að þess vegna. “ ,,Ekki skuluð þér fást um það, prest- urinn verður ávalt að vera boðinn og búinn að fara þangað, sem hann er kall- aður. “ ,,Má eg- vera svo djarfur að spyrja, hver hefir sent prestinn?“ ,,Kona. “ ,,So,—kona!“ greip einn herranna fram í. ,,Það er hegning fyrir það, sem þú ætlar að giftast.—í rauninni ert þú að fylgja yngiskarla stöðunni til grafar; það er mjög’ viturlegt af henni, að hún ætlar að láta þjónusta þig!“ Allir hlógu. Gamanyrðin flugu fram og aftur, Dantíval einn hafði vald yfir sér, eins og hann fann að nærvera prestsins heimtaði. Samt leit svo út, sem hann hefði sterka löngun til að taka þátt í glaðværð félaga sinna. Það var auðsætt, að presturinn var í vandræðum. ,,Gætuð þér lýst konu þessari fyrir mér?“ spurði kapteinninn forvitinn. “Lýst henni? Hvers vegna? Eg held eins og þessir herrar, að þetta hljóti að vera slæmur hrekkur.—Guði sé lof!—Eg fer og bið yður að fyrirgefa!“ “Bíðið þér enn eitt augnablik, velæru- verðugi herra!“ bað Dantíval prestinn; ,,þó að þetta væri nú hrekkjabragð, skil eg þó ekki, hvaða kona það gæti verið, sem leyfði sér aðra eins gletni! Vitið þér fyrir víst, að kona þessi eigi heima hér í bænum?“ ,,Það held eg naumast, að minsta kosti þekki eg hana ekki. Eg hitti hana eftir messu við kirkjudyrnar. Hún sýndist vera í heldri kvenna röð, og eg veitti því eftirtekt, að hún bar yfir sér dýran möttul með loðskinnsfóðri.—Hún kom rösklega til móts við mig og sagði; „Skundið til fundar við Raoul Dantíval, kaptein, og þjónustið hann. Þetta þolir enga bið og eg tæki mér mjög nærri, ef hann dæi án þess að öðlast huggun kirkjunnar. “ ,,Eg gekk beint inn í skrúðhúsið, til að sækja altarisgögnin, meðan konan beið þess fyrir utan, að eg fylgdi bend- ing hennar. Þegar eg gekk fram hjá henni á leiðinni út, sá eg andlitsfall hennar greinilega, því hún hafði lyft andlitsblæjunni upp og birtuna af vígðu kertunum,sem hún hafði kveikt á á altari Maríu meyjar, lagði á andlit hennar. “ ,,Og þér þektuð hana hreint ekki?“ ,,Nei,—en leyfið mér eina spurning,— hver er konan þarna?“ Þjónn hafði rétt opnað dyrnar að við- hafnarsalnum og í honum miðjum stóðu trönur með mynd af konu í líkams- stærð. ,,Það er móðir mín“ svaraði kapteinn- inn. ,,Móðir yðar?“ ,,Já, móðir mín, sem eg hefi mist fyrir tveim árum.“ Presturinn þagnaði ráðalaus. Dantíval var orðinn mjög fölur. Titr- ingur fór um líkama hans. Hann þreif í handlegg prestsins og dróg hann inn að myndinni. ,,Sjáið þér! þekkið þér hana aftur?“ spurði hann og stóð á öndinni: ,,Vár það þessi kona?“ ,,Herra kapteinn, eg veit ekki hvað eg á að segja, “ stamaði presturinn. ,,Það getur ekki verið, og þó sýnist mér ekki unt að villast. Það er sama vaxtarlag, sama andlit, sami loðskinns- möttullinn. Já, þessi kona sendi mig!“ ,,Svo þenna loðskinns möttul hafði hún?“ hreytti Dantíval út úr sér og lagði mikla áherzlu á hvert orð, ,,þá er eigi unt að efast.—Fám mánuðum áður hún lézt, eftir að hún var veik orðin af sjúk- dómi þeim, er dróg hana til bana, sagði hún einn dag við mig: ,,Þegar þú lætur jarðá mig, sonur minn kær, ætla eg að biðja þig að leggja loðskinns-möttulinn minn hjá mér í kistuna, það hlýtur að

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.