Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK. 13 SVIPUR MÓÐUR HANS. Eftir PONTSEVREZ. Sögukorn þetta höfum vér þýtt úr þýzku. En það er eftir frakkneskan höfund. Sagan er um fyrirburð áþekk- an þeim, sem svo margfir hafa frá að segfja. Af því nú er verið töluvert um slíka hluti að hug-sa ogf sagan af hending varð fyrir oss, látum vér hana birtast hér. r^IMTÁN voru þeir við borðið með húsráðanda, Dantíval kapteini. Flestir voru undirforingjár úr litlu setu- liðsstöðinni, hinir aðrir ung'ir menn og efnaðir úr lífverðinum. Miðdeg’isverður- inn átti að vera burtfarargildi hins ó- kvænta Dantívals, og um leið eins kon- ar fyrir-fram-minning þess, að hann ætl- aði sér að kvongast. Fyrir þrem vikum hafði hann lofast óðalsbónda dóttur einni, forkunnar fagurri, og að tíu dögum liðnum átti brúðkaupið að verða. Hann var óumræðilega ástfanginn, hafði verið færður upp í metorðastiganum til að auka hamingju hans, en átti um leið að breyta um heimilisfang. Þar hafði hann þegar keypt sér ljómandi sumarhöll, en hafði nú komið til gömlu setuliðsstöðvarinnar til þess að kveðja gamla vini. Menn sátu enn við borðið. Allir gestirnir voru heldri menn, svo skemt- anin var góð, en eigi hávær. Einkenni- lega hvelt klukkuhljóð, sem barst inn frá strætinu, hlaut því að heyrast. Menn furðuðu sig á því; á þessu svæði borg- innar voru fleiri garðar en íbúðarhús og umferð mjög lítil um þetta leyti. „Undarlegt hljóð!“ greip einn herr- anna fram í talið. ,,Það er klukkuhringing. prests, sem ætlar að þjónusta deyjandi mann, “ svaraði sá, er næstur sat. ,,Hann nemur staðar fyrir framan þetta hús,“ sagði annar. Utn leið kom þjónn inn með þau boð, að prestur einn og kórdrengur með honum, séu komnir og vilji tafarlaust fá ;ið finna kapteininn. ,,En sú hugmynd, gletni vitaskuld, en lélega til fundin ! “ svaraði undirforing- inn ungi. „Látið þér segja honum, að hann fari manna vilt, “ lagði einhver herranna til. Kapteinninn svaraði þó: ,,Oðru nær, velæruverðugum manni verður að veita sem allra huglátlegastar viðtökur, svo þessi lélega gletni fái góðan endi. Vér látum því herrann ganga inn, tökum við honum í bezta skapi og drekkum honum til. ,,Enn þá undarlegra væri nú þetta, ef hann hefði fundið upp á þessu af eigin, innri hvöt, “ sagði einn herranna, og hægur skjálfti heyrðist á röddinni. ,,Rekum alla hjátrú á dyr!“ sagði Briífaut myndugur. ,,Ha-ha, vinur, ert þú að leika sterk- trúaðan mann, sem fyrirlítur smá-veik- leika? Annars hélt eg trúin þín“— Samtalið féll niður um leið og prest- urinn kom inn. „Fyrirgefið, herrar mínir, að eg trufla veizluna,“ tók presturinn til máls. „Skyldan kallar mig hingað. Herra Raoul Dantíval?11 spurði hann með hikanda rómi, um leið og húsráðandi gekk brosandi til móts við hann. ,,Eg er hann, velæruverðugi herra!“ ,,Kapteinn?“ „Öldungis rétt!“ ,,Eg hefi þá ekki vilzt? Eg skil í rauninni ekki—“ ,,Eg heldur ekki,“ svaraði kapteinn- inn, sem nú var farinn að hafa gaman af; „augsýnilega hefir einhver, sem eg hefi gleymt að bjóða til miðdegisverðar, ætlað að leika á mig. Það gjörir ekkert

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.