Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 12
12
BREIÐABLIK.
r
Hofmannaflöt var leikvöllur forfeðra vorra á Þingvöllum. Þar safnaðist saman göfug-asta lið þjóðarinnar og fríð-
asta og reyndi íþróttir sínar. Þar hafa ef til vill líka fyrstu sögur vorar verið sagðar, áður færðar voru í letur. Bók-
mentalíf þjóðar vorrar nú á dögum mætti Hofmannaflöt kalla, því á þeim velli er blómi þjóðarinnar að reyna íþrótt
sína. Vér munum því láta hugleiðingar vorar og dóma um bækur vera með þessari fyrirsögn í riti þessu.
TTlestum. sem ant er um andleg;t líf þjóðar
A vorrar, mun hafa verið það fagnaðarefni,
að kirkjan á Islandi eig;naðist aftur eig’ið mál-
gctgTi. Því þó mörg sé skoðcin og margbreytt
lund, mun hugsandi mönnum finnast dauft í
dálkinn, ef hin kirkjulega hlið þjóðlífsins kemur
hvergi til greina, þar sem nú er svo margt
orðið af blöðum og tímaritum.
Þegar Kirkjublaðið hóf göngu sína
1891 og hélt henni fram í sjö ár samfleytt,
munu réttsýnir menn hafa við það kannast, að
þjóðlífina var að því stór-mikill gróði. Enda
lagði það drjúgan skerf til að vekja hugi manna
til umhugsunar um alvarleg efni. Kom það
ekki sízt í ljós á þann hátt, að margir tóku
þar til máls, sem áður höfðu þagað. Blaðið
varð að kirkjulegum þingvöllum og hver búðin
reis þar upp á fætur annarri.
Verði ljós reis þá upp líka 1896 og í
tvö ár (96-97) átti kirkjan íslenzka því láni að
fagna að eiga tvö kirkjuleg málgögn, sitt með
hvorum blæ að dálitlu leyti, en einmitt þess
vegna til meiri auðlegðar fyrir þjóðina. Það
er rammskökk hugsan og öldungis úrelt,að alt
þurfi að véra steypt í sama móti, og að eins
ein stefna eigi rétt á sér, en engin önnur,
hvort heldur í kirkjumálum eða öðrum efnum.
Svo hætti K i r k j u b 1 a ð i ð að koma út, sjálf-
sagt fyrir vanskil og þröngan efnahag, og þótti
flestum það töluvert tjón. A hinn bóginn hugg-
uðu menn sig við birtu Ljóssins og hefir ef til
vill eðlilegt fundist, að kirkjulegi áhuginn, ekki
beisnari en hann er með þjóð vorri, gæti ekki
borið nema eitt kirkjumálarit.
En um áramótin 1904-5 varð það einnig að
hætta af sömu ásæðum. Og þá þótti skarð
fyrir skildi. Arið 1905 var kirkjan á Islandi
ljós-laus, að því er málgagn snerti,og má nærri
geta, að því hafi ekki verið vel unað af þeim,
er hag kirkjunnar bera fyrir brjósti.
Enda leið eigi lengur en árið. I byrjan þessa
árs (1906) var nýju kirkjulegu tímariti hleypt
af stað, stærra og efnismeira en hinum, og
nefnist það Nýtt kirkjublað. Þeir síra Þór-
hallur Bjarnarson og síra Jón Helgason, kenn-
arar prestaskólans, sem verið hörðu ritstjórar
hinna fyrri blaða, hjálpast nú að við þetta.
Má ganga að því vísu, að alt sem hin fyrri
blöð þeirra höfðu til síns ágætis hvort um sig,
muni nú einkenna þetta nýja blað, sem koma
á út á hálfs-mánaðar-fresti og að líkindum verð-
ur langra lífdaga auðið. Það eru þá engir til
þess færir með þjóð vorri að gjöra kirkjulegt
tímarit svo úr garði, að það nái hylli þjóðar-
innar, ef þeir eru það ekki.
Blaðið fer líka að öllu leyti vel úr garði.
Mest eftirtekt mun því veitt, hvernig þar er
tekið í andatrúar-hreyfinguna, sem nú er svo
mikið á dagskrá í höfuðstaðnum. Það vanda-
mál er þar tekið til íhugunar með mestu gætni
og varfærni, engum staðlausum áfellisdóm-
um látið rigna niður, en með stilling og mann-
úð leitast við að sýna fram á, hvað viðsjár-
vert kunni að vera í því efni. Það leynir sér
ekki, að ritstjórarnir eru þar algjörlega á öðru
máli en tilraunamennirnir, og þeir vara fólk
alment mjög alvarlega við að vera með nokkurt
forvitniskák í þessu efni, en bíða þess rólega,
hvort nokkur verulegur árangur verður af til-
raunum þessum.
Sé nokkur hætta á ferðum, eykst hún að
sama skapi sem óþyrmilega er í árina
tekið á móti. En hún minkar og hverfur, svo
ekkert verður úr henni, sé skynsemi gætt og
hógværðar, og reynt að gjöra sér grein fyrir,
hvað það er, sem hér er á ferðum. Þeim má því
í léttu rúmi liggja, þó einhver beri þeim á
brýn, að þeir í þessu máli leiki tveim skjöldum.